Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018 Átta innlendir og erlendir listamenn og listamannahópar hafa verið valdir til þátttöku í samkeppni um úti- listaverk í Vogabyggð í Reykjavík. Það eru listamannahópurinn A Kassen, Alicja Kwade, Carl Bout- ard, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pét- ursson, Karin Sander, Rósa Gísla- dóttir og Tomás Saraceno. Alls lýstu 165 listamenn yfir áhuga á að taka þátt í samkeppninni. Þeir útvöldu fá 600 þúsund krónur til að þróa tillögur að listaverkum og eiga að skila þeim inn fyrir 1. nóv- ember. Fjárhæð sem verja á til kaupa á listaverki eða listaverkum í hverfinu nemur 140 milljónum króna. Er verkefnið kostað sameig- inlega af Reykjavíkurborg og lóða- eigendum. Markmið samkeppninnar er að fá fram tillögur að listaverkum sem verði mikilvægur hluti almennings- rýmis í Vogabyggð. Forvalsnefndin var skipuð þeim Elsu Yeoman, for- manni menningar- og ferðamála- ráðs, Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, forstöðumanni Listasafns Reykja- víkur, og Elísabetu Brynhildar- dóttur, sem skipuð var af SÍM. Öll kunn og sum víðkunn Listamennirnir og hóparnir átta eru ólíkir en hafa allir getið sér gott orð og sýnt víða, og eru sumir er- lendu þátttakendanna víðkunnir. A Kassen er samstarfsverkefni hinna dönsku Christians Bretton-Meyers, Mortens Steens Hebsgaards, Sør- ens Petersens og Tommys Peter- sens og hafa verk hópsins verið sýnd víða í virtum stofnunum. List þeirra er gáskafull, lúmsk og opnar fyrir óvæntar upplifanir á umhverfi og menningu. Alicja Kwade, sem starfar í Berl- ín, fæddist í Póllandi árið 1979. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og við- urkenninga og verk hennar verið sýnd víða, m.a. hér á landi. Verk hennar byggjast á hugmyndum um tíma, rými, vísindi og heimspeki og fjalla um upplifun okkar á tímanum og því að vera hluti af samfélagi og umhverfi. Verk Kwade hafa m.a. verið sýnd á Tvíæringnum í Fen- eyjum. Carl Boutard fæddist í Svíþjóð 1975 og er prófessor við LHÍ. Hann hefur vakið athygli fyrir frumleg og áhugaverð verk í almenningsrými en hann hefur unnið töluverðan fjölda útilistaverka, einkum í Svíþjóð. Verk hans eru mótuð af áhuga á umhverf- inu og dvöl mannsins utandyra í náttúru borgarumhverfisins. Elín Hansdóttir fæddist árið 1980. Hún vakti snemma athygli fyrir kröftug og úthugsuð verk sem taka mið af því umhverfi sem þau eru hluti af. Hún hefur hlotið ýmsar við- urkenningar og verk hennar hafa verið sýnd víða á alþjóðlegum vett- vangi. Finnbogi Pétursson fæddist árið 1959. Hann á að baki farsælan feril og var meðal annars fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001. Hann hefur vakið athygli fyrir frum- leg verk sem byggjast á flóknum tæknilegum útfærslum sem tengja hljóð, rými og efni. Hann hefur hlot- ið ýmis verðlaun og viðurkenningar og verk eftir hann verið sýnd á virt- um sýningarstöðum víða um lönd. Karin Sander fæddist í Þýska- landi árið 1957. Verk hennar ein- kennast af samtali við umhverfið, sögu staða og samfélagslegri teng- ingu. Sander hefur hlotið fjölda við- urkenninga og eru verk hennar í eigu margra alþjóðlegra safna. Rósa Gísladóttir fæddist árið 1957. Hún hefur haft búsetu erlendis hluta starfsferils síns, m.a. í Banda- ríkjunum og Bretlandi þar sem hún lagði stund á nám í umhverfislist. Rósa hefur unnið verk þar sem um- hverfismál skipa veglegan sess en verk hennar einkennast af sterkri rýmis- og formkennd. Tomás Saraceno fæddist árið 1973 í Argentínu og er þekktur alþjóð- lega. Hann hefur unnið að mörgum stórum og flóknum verkefnum víða, innan safnaheimsins og í almenn- ingsrými. Hann hefur unnið lista- verk þar sem byggingarlist, mynd- list, verkfræði og raunvísindi mynda samofna heild. Átta keppa um Vogabyggð  Þekktir innlendir og erlendir listamenn valdir til þátttöku  A Kassen og Tomás Saraceno eru meðal útvalinna Borgarumhverfi Verk Tomás Saracenos, Cloud City, á þaki Metropolitan- safnsins í New York. Saraceno er einn þeirra átta sem keppa. Þótt enn þurfum að sætasvölu vori gafst haldgóðhuggun gegn hryssingi aðorna sálutetri við innri tónayl, eins og drjúgur fjöldi not- færði sér á sinfóníutónleikum sl. föstudagskvölds. Og ekki af verri endanum. M.a.s. nýjasta verkið stóðst sígildar gæða- kröfur með glans þegar Ciel d’hiver [Vetrarhiminn] frá 2013 eftir hina finnsku Kaiju Saariaho (f. 1952) laugaði hlustir norrænni vetrarheið- ríkju af hvítfáðum innlifunarmætti, og jafnvel spennukryddaðri dulúð í lokin, svo eftir sat – sem mörgum dæmigerðum ,áferðartónverkum‘ nútímans er annars undarlega fyrir- munað. Næstur á boðstólum var líklega mest flutti fiðlukonsert 20. aldar. Í forföllum hollenzka einleikarans Janine Jansen hljóp hin rússneska Alina Pogostkina (35) í skarðið og skilaði bráðfallegri úttekt á þessum margþvælda stríðsfáki, þar sem ekki var hikað við að nýta lægsta styrksvið í þaula í samræmi við greinilega þegar rómaða eðalómvist Eldborgar. T.a.m. í ofurlágværu bláupphafi, sem og víðar. Þótt e.t.v. mætti sakna meiri hrynhörku á stöku stað var í heild mikil ánægja að vel samstilltri nálg- un einleikara og hljómsveitar. Sól- istinn þakkaði fyrir góðar und- irtektir með ókynntu aukalagi við samleik Nicolas Lollis kons- ertmeistara – að líkindum úr 44 fið- ludúóum Bartóks, er reyndist ef rétt er til getið kjörin upphitun fyrir meistaraverk ungverska snillingsins eftir hlé í anda suðausturevrópskrar alþýðutónhefðar. Því oftar sem hlustað er á Kons- ert fyrir hljómsveit að fyllingu tím- ans, því meira sannfærist maður um varanlegt endingargildi hans, jafn- vel þótt þegar sé talinn meðal vin- sælustu verka eftir módernísku byltinguna upp úr 1920. Slyng samtvinnun Béla Bartóks á þjóðlegri tónleifð og framsækni samtímans er kannski ekki einstæð í tónlistarsögu Vesturlanda. En í hans höndum hlaut hún, flestum verkum framar, óvenjuvíða og gegn- heila skírskotun. Tilhöfðunargildi hennar úr melódískum og hrynræn- um frumrótum er ósvikið, og nú- tímaleg útfærsla höfundar færir allt í æðra veldi án þess að steypast í nágelda tilraunamennsku. Allt frá myrkustu miðöldum í blæðandi rómantík – og (a.m.k. undir niðri) bullandi djass! Það hlýtur að heilla jafnvel reynd- ustu hlustendur hvernig Bartók tókst að tefla saman fornu og nýju, hátimbruðu sem þjóðlegu, í eina glitrandi heild. Eins og í Elegíunni (III.), er ljómar engu minna af æv- intýraheimi 1001 nætur en Sheher- azade Rimsky-Korsakovs, fyrir utan fjölda tilvísana í pólýfóníska með- ferð eldri meistara. Útkoman verð- ur því sannmúsíkalskt „Gesam- tkunstwerk“ á máli Wagners – vel að merkja án óþarfra sjónrænna eff- ekta. Það mátti því skynja verulega eft- irvæntingu í salnum eftir meðhöndl- un sænska hljómsveitarstjórans og SÍ á svanasöng Bartóks frá 1945, enda þykir verkið í þokkabót ekki aðeins firnavel orkestrað heldur einnig býsna kröfuhart gagnvart spilurum, jafnt í samleik sem eins- lega eins og verkheitið vísar til. Undirritaður hafði áður heyrt Konsertinn fluttan þrisvar í Eld- borg; vorið 2010 og tvisvar haustið 2013 þar sem I, Culture Orchestra undir stjórn Kirills Karabits skaraði fram úr. Að vísu náði stroksnerpan að þessu sinni ekki alveg þáverandi leifturtilþrifum austurevrópsku ungmennanna (hvað er glæsilegra en sópandi samtaka strengjaflug?!), en lokaþátturinn (Pesante – Presto) slagaði þó upp í það, og víða stirndi á fallegt og þróttmikið framlag blás- ara og slagverks til óblandinnar ánægju, eins og undirtektir áheyr- enda gáfu óspart til kynna. Blæðandi rómantík og bullandi djass! Ljósmynd/Nikolaj Lund Í skarðið Í forföllum hollenska einleikarans Janine Jansen hljóp hin rúss- neska Alina Pogostkina í skarðið og skilaði bráðfallegri úttekt á fiðlukons- ert Sibeliusar, hinum margþvælda stíðsfáki, eins og gagnrýnandi orðar það. Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbmn Kaija Saariaho: Ciel d’hiver. Sibelius: Fiðlukonsert. Bartók: Konsert fyrir hljómsveit. Alina Pogostkina fiðla og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Daniel Blendulf. Föstudaginn 25.5. kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Þýski myndlistarmaðurinn Ger- hard Richter hefur gefið 18 verk eftir sig til styrktar heimilislausum. Verkin verða seld á uppboði og upphæðin sem safnast verður notuð í byggingu húsnæðis fyrir heim- ilislausa í Norðurrín-Vestfalíu í Þýskalandi. Richter er þekktasti myndlistarmaður Þýskalands og verk hans afar verðmæt og er talið að rúm milljón evra fáist á uppboð- inu fyrir verkin, um 124 milljónir króna. 18 verk til styrktar heimilislausum Gjafmildur Gerhard Richter. AFP Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fös 1/6 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 37. s Allra síðustu sýningar! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fim 31/5 kl. 20:30 aukas. Fös 1/6 kl. 20:30 aukas. Lau 2/6 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 25/8 kl. 19:30 37.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Lau 1/9 kl. 19:30 38.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Fös 24/8 kl. 19:30 36.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.