Morgunblaðið - 29.05.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
✝ HildurEðvarðsdóttir
fæddist í Braut-
artungu 31. mars
1956. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 13. maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Eð-
varð Pétur Torfa-
son, bóndi í Braut-
artungu, f. 14. júní
1919, d. 17. apríl
2010, og Guðfinna Torfhildur
Guðnadóttir húsmóðir, f. 7. des-
ember 1928, d. 26. febrúar 2003.
Systkini Hildar eru: 1) Margrét
Kristjánsdóttir, f. 1. febrúar 1952,
maki Helgi Hannesson, f. 19. sept-
ember 1946, búsett í Hveragerði,
synir þeirra eru Sævar Þór og
Arnar Geir. 2) Sveinn Gunnar Eð-
varðsson, f. 5. júní 1953, kona
hans Anna Eygló Rafnsdóttir, f.
19. desember 1958, búsett í Borg-
arnesi, börn þeirra Eðvarð Jón og
Anna Margrét, Anna átti fyrir
Arnar Pálma Pétursson. 3) Guðni
Eðvarðsson, f. 20. júlí 1960, kona
hans er Halldóra Ingimund-
ardóttir, f. 29. maí 1962, búsett í
Brautartungu, börn þeirra eru
Ingimundur Pétur, Einar Örn og
Guðfinna Sif.
Eftirlifandi eiginmaður Hildar
er Eiríkur Sveinsson, f. 24. des-
ember 1948, og giftu
þau sig 29. desem-
ber 2000 og bjuggu
alla tíð á Akranesi.
Foreldrar Eiríks
voru Sveinn Jónsson
og Hallveig Eiríks-
dóttir, bæði látin.
Systkini Eiríks eru
Jón Sveinsson, son-
ur hans Halldór
Páll, og Jenný Una
Sveinsdóttir, látin,
synir hennar Sveinn Unnar og
Valur.
Hildur gekk í barnaskóla á
Kleppjárnsreykjum rétt eins og
systkini hennar, síðan í Gagn-
fræðaskólann í Reykholti. Hún
vann fyrst í Sláturhúsinu í Borg-
arnesi, síðan um tíma í Skíðaskál-
anum í Hveradölum, en það var
eftir vinnuna þar sem hún hóf
nám í Sjúkraliðaskólanum. Eftir
útskrift vann hún á Hjúkr-
unarheimilinu Grund í Reykja-
vík. Hildur fluttist á Akranes árið
1981 og hóf störf á sjúkrahúsinu
þar, hún vann lengst á E-
deildinni eða þar til hún var lögð
niður árið 2012. Hildur kynntist
manni sínum um svipað leyti og
hún hóf vinnu á Akranesi.
Hildur verður jarðsungin frá
Akraneskirkju í dag, 29. maí
2018, kl. 13.
Elsku Hildur mín, þá er komið
að kveðjustund en þá er svo erfitt
að koma hugsunum sínum í orð.
Þegar við kynntumst fyrst
vannst þú sem sjúkraliði á E-
deildinni. Eitt sem mér fannst
mikið til koma var þegar þú talaðir
um að í vinnunni fyndist þér þú
ekki hafa nægan tíma til að geta
sest niður hjá sjúklingunum til að
spjalla, vegna þess að þér fannst
að gamla fólkið á deildinni þinni
hefði svo oft þörf fyrir eitthvað
slíkt. Og ég er viss um að þú gafst
þér þann tíma sem þú hafðir til
þess. Því hvern sem ég talaði við,
hvort sem um var að ræða sjúkling
eða aðstandanda, fékkst þú alltaf
toppmeðmæli. Þetta fann ég líka
oft á samverustundum að þú hugs-
aðir alltaf meira um aðra en þig
sjálfa. Samanber þegar þér leið
sem verst heima vegna verkja í
skrokknum og ég átti til dæmis að
fara í vinnu að morgni að þegar ég
fór inn til að leggja mig komst þú
alltaf og lokaðir svefnherbergisdyr-
unum til þess að ég gæti sofið en þú
gekkst um gólf og gast ekki sofið,
gast ekki setið eða legið vegna
verkja og pirrings í fótum. En við
áttum líka góðar stundir sem betur
fer, við skemmtum okkur ætíð vel
við uppáhaldið þitt, sjóstöngina, og
fórum um allt land til að taka þátt í
sjóstangveiðimótum. Þar fékkstu
oft verðlaun og meira segja fékkstu
einu sinni stærsta fisk sumarsins,
sem mig minnir að hafi verið rúm
18 kíló. Í þessum félagsskap eign-
uðumst við marga góða vini. Nokk-
ur ár fórum við á Fiskidaginn mikla
á Dalvík og vorum þá oft í samfloti
með Guðna og Halldóru á Lukk-
unni og krökkunum þeirra, þar
skemmtum við okkur alltaf vel. Þar
hittum við oft félaga okkar úr sjós-
tönginni og það var alltaf gaman.
Einnig fórum við á nokkur ættar-
mót, bæði með þínu fólki og mínu.
En nú líður þér vel, nú eru eng-
ir verkir. Nú geturðu farið allra
þinna ferða án þess að finna til og
ég veit að foreldrar okkar beggja
hafa tekið á móti þér ásamt öllum
þeim sem þekktu þig en fóru á
undan þér.
Margt er það og margt er það
sem minningarnar vekur,
og þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson)
Þú varst engill á jörðu, nú ert þú
engill á himni. Ég mun ætíð eiga
fallegar minningar um samveru
okkar.
Eiríkur Sveinsson.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Ástkær mágkona mín er fallin
frá, langt um aldur fram. Ég
kynntist þér fyrst í nóvember
1979 þegar Guðni bróðir þinn fór
með mig í heimsókn til þín í
Reykjavík þar sem þú varst að
mennta þig í Sjúkraliðaskólanum.
Þegar þú varst orðin sjúkraliði
fluttirðu á Akranes og fórst að
vinna á Sjúkrahúsi Akraness, að
mestu leyti á E-deildinni, og
vannst þar allt til lokunar hennar
2012.
Þú kynntist Eiríki þínum á
Akranesi nokkrum mánuðum eftir
að þú flytur þangað. Fyrst bjugg-
uð þið á Brekkubrautinni og síðan
keyptuð þið lítið krúttlegt hús á
Skagabraut 48. Þú varst ekki há í
loftinu en seiglan í þessum litla
búk þínum var mikil og ósérhlífn-
ari manneskju hef ég aldrei
kynnst. Hugsaðir alltaf fyrst um
aðra en síðast um sjálfa þig í öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur.
Þú áttir þér dýrmætt tóm-
stundagaman, það var að fara út á
sjó og veiða. Þið fóruð saman í
mörg ár vítt og breitt um landið og
kepptuð á sjóstangamótum og oft-
ar en ekki varstu aflahæst eða
mjög nálægt því enda sést það
best á skápnum þínum heima hjá
þér, hann er fullur af verðlauna-
gripum sem þú hefur unnið til á
þessum mótum. Einnig voruð þið
Eiríkur dugleg að fara í útilegur,
fyrst með tjaldvagninn, síðan A-
hýsið og svo í fyrravor keyptuð þið
ykkur húsbíl og nefnduð hann
Hjarðarból eftir æskuheimili Ei-
ríks. Við fórum oft saman í útileg-
ur, m.a. á Fiskidaginn á Dalvík í
þó nokkur skipti. Þú hafðir yndi af
að umgangast systkinabörn þín.
Börnin og barnabörnin okkar
Guðna hafa alla tíð dýrkað að vera
í nálægð ykkar Eiríks.
Megi góður guð styrkja hann
Eirík þinn, systkini þín og systk-
inabörnin, það er mikill missir að
þér, kæra mágkona.
Nú er komið að leiðarlokum,
elsku Hildur mín, og vil ég þakka
þér fyrir allar stundirnar okkar
saman í þessi tæp 40 ár sem við er-
um búnar að þekkjast, við sjáumst
svo í sumarlandinu síðar.
Bless þangað til.
Þín mágkona,
Halldóra Ingimundardóttir.
Marga góða vini hef ég eignast í
gegnum árin í kringum sjóstanga-
veiðina sem ég hef stundað í all-
mörg ár. Margir þeirra eru farnir
yfir í Sumarlandið og enn kveð ég
góða vinkonu og veiðifélaga, hana
Hildi mína. Okkar kynni hófust
um borð í bát í móti hjá SJÓSKIP
Akranesi. Þétt handaband og
mjúkur faðmur tók á móti mér og
bauð mig velkomna um borð.
Þarna var kominn keppinautur
með mikið keppnisskap. Yndisleg-
ur veiðifélagi.
Hildur vann til margra verð-
launa, ekki síst í sínu félagi, SJÓ-
SKIP. Við urðum góðar vinkonur
og á hverju sumri komu þau Hild-
ur og Eiríkur í heimsókn til okkar
hjóna, þá sögðum við jafnan „núna
er sumarið komið“. Þau voru
gleðigjafar og gott að spjalla við
þau, og gott að finna hve innileg
ást var á milli þeirra. En núna
verður langt að bíða eftir sumrinu.
Þessi fáu minningarorð skrifa ég
um vinkonu mína, því ekki mun ég
geta fylgt henni á kveðjustund.
Minning um góða konu mun lifa.
Við eigum eflaust eftir að hitt-
ast í Sumarlandinu og veiða sam-
an á vötnunum þar. Elsku Eirík-
ur, megi algóður Guð styrkja þig í
sorginni. Samúðarkveðjur til ætt-
ingja og vina.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir
(Sibba í Sjósnæ).
Hvar skal byrja, elsku Hildur
mín. Duglega og þrjóska frænka
sem mun alltaf eiga hjartastað hjá
mér. Þú og Eiríkur hafið fyllt
hjartað mitt af ást og kærleika og
alltaf verið minn innblástur í hvað
ást væri. Áður en ég kynntist Pat-
reki mínum dreymdi mig um það
sem þið höfðuð og hafið ennþá
þótt þú sért frá okkur farin. Virð-
ingin og væntumþykjan sem þið
gáfuð hvort öðru var svo falleg og
mun ég taka hana til fyrirmyndar.
Hildur er mín fyrirmynd í lífinu.
Þrátt fyrir þær þrautir sem hún
þurfti að ganga í gegnum lét hún
ekkert stoppa sig. Hún Hildur
mín var alltaf með aðra í fyrsta
sæti á undan sjálfri sér, alveg til
síðasta dags. Þegar maður kom í
heimsókn til þeirra var alltaf farið
í alla skápa og athugað hvort það
væri ekki eitthvað til handa manni
og áður en maður vissi af var hún
rokin út í sjoppuna beint á móti að
kaupa eitthvað. Það er ástæðan
fyrir því að mér mér þykir svo
vænt um vinnuna mína því ég er
verslunarstjóri þar. Það er ein
minning sem er mér svo minnis-
stæð um hana Hildi mína. Þegar
við frænkur vorum nýbúnar að fá
ný föt frá ömmu og afa hentu
bræður okkar okkur út í sund-
laugina og Hildur varð alveg brjál-
uð og hljóp út í laug og svoleiðis
húðskammaði þá. Hildur var okk-
ar verndarengill og verður það
áfram þar sem hún er núna. Hún
og Ebbi afi voru eins, alltaf að
hugsa um aðra á undan sjálfum
sér og ef þau ætluðu sér eitthvað
gerðu þau það þótt hugurinn væri
á undan fótunum. Fiskidagurinn á
Dalvík verður aldrei eins. Hildur
og Eiríkur með ungana sína; þrátt
fyrir að vera á hinu svokallaða
unglingatjaldstæði voruð þið alltaf
þar. Við fengum heitt vatn í núðl-
urnar okkar og fengum að hlaða
símana okkar. Þessar endalausu
minningar um Hildi eru svo dýr-
mætar og er ég einstaklega þakk-
lát fyrir að hafa farið og hitt þig í
síðasta skipti, þú varst svo jákvæð
en þú pældir samt ekki í þér fyrst
heldur okkur Patreki og mömmu.
Ætlaðir sko að standa upp úr rúm-
inu að fá okkur til þess að setjast
niður, við ættum sko ekki að þurfa
að standa. Það sem ég er líka
þakklát fyrir er að hafa fengið að
gera þig fína alloft fyrir eitthvað,
þorrablót og jólahlaðborð og allt
svoleiðis, núna síðast fyrir jólin.
Þar kom þrjóskan þín svo sann-
arlega fram. Kemur hlaupandi yf-
ir í sjoppu og spyrð eftir mér og
biður mig að sjæna þig fyrir jóla-
hlaðborð. Heldur betur gerði ég
það og sjá hvað þú geislaðir af
hamingju yfir því hvað þú varst
fín. Hildur var falleg kona með fal-
legt og stórt hjarta sem var stút-
fullt af ást og kærleika og mun ég
sakna hennar mjög mikið. Engar
áhyggjur, Hildur, við munum ann-
ast hann Eirík af jafn mikilli ást og
kærleik og þið sýnduð okkur öll-
um.
Sérðu ekki við fæddumst til að
standa hlið við hlið
og halda út á veginn saman og
líta aldrei við.
Með þér vil ég verða gömul og
ganga lífsins veg
með þér er líf mitt ríkara – með þér
er ég bara ég.
Með þér er vorið yndislegt
og sumarið dýrðin ein.
Með þér er haustið göngutúr
og ævintýri undir stein.
Með þér er veturinn kertaljós
koss og stök rós.
(Bubbi Morthens)
Þín frænka,
Anna Margrét Sveinsdóttir.
Ég vil minnast Hildar frænku
minnar með nokkrum orðum. Við
vorum jafnöldrur, það munaði
ekki nema tæplega mánuði á okk-
ur í árinu og vorum því nánar m.a.
vegna þess. Samskiptin voru tals-
verð á unglingsárunum, mömmur
okkar systur og við borgarfjöl-
skyldan komum oft í heimsókn í
sveitina og það var alltaf svo gam-
an. Móttökurnar í Brautartungu
voru ekkert slor og ekki skemmdi
fyrir að fá að taka þátt í heyskap
og öðrum sveitastörfum. Í hugann
kemur lyktin af tómatplöntunum
sem voru í hlýjum gróðurhúsum.
Og þarna var Hildur frænka mín
glaðleg og létt í lund.
Hildur kom oft í heimsókn til
okkar frændfólksins í Reykjavík
og þá gerðum við frænkurnar okk-
ur glaðan dag. Mér er ennþá í
minni kvikmynd sem við fórum
saman á í bíó, í miklu óveðri sem
geisaði í Reykjavík, þetta var
Love Story og við grétum fögrum
tárum yfir örlögum hetjanna í
myndinni en mikið þótti okkur nú
gaman þrátt fyrir sorgina. Við
ræddum um allt milli himins og
jarðar eins og ungt fólk gerir og
mér þótti alltaf mikið til frænku
minnar koma því hún var mikill
dugnaðarforkur. Í dag væri sagt
að hún hafi sett sér markmið og
náði þeim, með góðum árangri.
Hildur þurfti nefnilega að takast á
við ýmis veikindi alveg frá fyrstu
tíð en hún lét það aldrei aftra sér.
Hildi langaði til að vinna við hjúkr-
un, að hjúkra og annast þá sem
sjúkir væru. Það gerði hún og
menntaði sig sem sjúkraliði.
Samverustundum okkar Hildar
fækkaði eftir því sem árin liðu eins
og gengur en ég fann alltaf þegar
við hittumst að gamli vináttu-
strengurinn sem okkur batt forð-
um slitnaði ekki. Hún var afskap-
lega ánægð með systkinabörnin
sín og þau veittu henni mikla gleði.
Blessuð sé minning frænku
minnar.
Heiða Pálmadóttir.
Hildur
Eðvarðsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁRNI REYNIR HÁLFDANARSON
vélfræðingur,
lést 13. maí sl. Útförin fer fram föstudaginn
1. júní nk. frá Víðistaðakirkju og hefst
athöfnin klukkan 13.00.
Margrét Reynisdóttir Gylfi Þorsteinsson
Katrín Árnadóttir Stefán Rafnar Jóhannsson
Lára Árnadóttir
Ólafur Helgi Árnason Stefanía Knútsdóttir
Annie Árnadóttir Gustavo Dorati
Jón Hálfdan Árnason Guðný Þóra Friðriksdóttir
Hrafnhildur Árnadóttir Hannibal Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SVEINN ARNAR DAVÍÐSSON
verkstjóri,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
síðastliðinn laugardag.
Útför hans verður gerð frá Stykkishólmskirkju laugardaginn
2. júní klukkan 14.
Örn Sveinsson
Birna Sveinsdóttir Árni Árnason
Sesselja Sveinsdóttir Sigurður Kristinsson
Hilmar Sveinsson Pála Vilhjálmsdóttir
Davíð Sveinsson Anna María Rafnsdóttir
Vignir Sveinsson
Hera Sveinsdóttir Kristján Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ODDUR PÉTURSSON
frá Grænagarði,
sem lést fimmtudaginn 24. maí, verður
jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn
1. júní klukkan 14.
Magdalena M. Sigurðardóttir
Elías Oddsson Ingibjörg Svavarsdóttir
Ólöf B. Oddsdóttir Valdimar J. Halldórsson
Haukur Oddsson Margrét Gunnarsdóttir
Jóhanna Oddsdóttir Jón Ólafur Sigurðsson
Pétur Oddsson Sigurlín G. Pétursdóttir
Sigurður Oddsson
afa- og langafabörn
Okkar elskulegi
BÖÐVAR JÓNSSON,
Grettisgötu 13c,
lést á Landspítalanum föstudaginn 25. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 31. maí klukkan 15.
Óli, Erla, Þórður, Heather, Guðný,
Gunna Stína, Hinrik, Haukur,
Gunna, Ásgeir, Fanney, Óskar,
Gunna Stína, Hinrik, Haukur,
Albert Frímann, Ívar Breki
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA GUÐNÝ JÓHANNSDÓTTIR
frá Þorlákshöfn,
lést á dvalarheimilinu Lundi miðvikudaginn
23. maí.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju föstudaginn 1. júní klukkan 14.
Árni Áskelsson Jóhanna Marín Jónsdóttir
Bjarni Áskelsson Ingibjörg H. Sigurðardóttir
Guðmundur S. Áskelsson Þóra Bjarnadóttir
Torfi Áskelsson Júlíana Hilmisdóttir
Gestur Áskelsson Sigríður Kjartansdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, fósturpabbi,
tengdapabbi, afi og frændi,
BJÖRGÚLFUR ANDRÉSSON,
Unnarbraut 26, Seltjarnarnesi,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
sunnudaginn 27. maí.
Hafdís Jónsdóttir
Gyða Margrét Pétursdóttir Matthías Hemstock
Ýmir, Elvin og Bragi
Anna Björg Sigurðardóttir Víglundur Ákason
Ragnhildur Hrund Sigurðard.