Morgunblaðið - 29.05.2018, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Enn eru til afgreiðslu hjá Viðlaga-
tryggingu Íslands bótamál vegna
Suðurlandsskjálftans sem varð fyrir
réttum tíu árum,
29. maí 2008.
Jarðskjálftinn
sem átti upptök
sín undir Ingólfs-
fjalli og var 6,2 að
styrkleika reið
yfir kl. 15.47
þennan dag og
olli miklum
skemmdum í
Hveragerði, Ölf-
usi, á Selfossi og
nærliggjandi slóðum þar í kring.
Þúsundir tilkynninga um tjón bárust
Viðlagatryggingu strax á fyrstu
mánuðunum eftir þessar hamfarir.
Skv. lögum er lengstur frestur til
þess að tilkynna tjón og skemmdir
sem hugsanlega má rekja til nátt-
úruhamfara alls tíu ár – eða út líð-
andi ár – og nokkur slík mál hafa
borist á síðustu mánuðum. Þessi
frestur er þó háður ákveðnum skil-
yrðum svo sem að skemmdir hafi af
einhverjum ástæðum ekki verið
sýnilegar fyrr en nú.
5.000 tjónamál
„Þessi mál eru nú til skoðunar hjá
matsmönnum, en ekki liggur þó fyr-
ir hverjar lyktir verða, enda er sönn-
unarbyrðin alltaf erfið þegar svo
langt er liðið frá atburði, segir
Hulda Ragnheiður Árnadóttir,
framkvæmdastjóri Viðlagatrygging-
ar, í samtali við Morgunblaðið.
Heildartjón í Suðurlandsskjálft-
anum fyrir tíu árum var tæpir 10
milljarðar kr., eða rúmlega 16 millj-
arðar kr. að núvirði og eru þetta um-
fangsmestu náttúruhamfarir sem
komið hafa til úrlausnar Viðlaga-
tryggingar Íslands. Alls varð tjón á
nærri fjögur þúsund fasteignum og
meðaltjón á hverja þeirra um tvær
milljónir kr. Um 90% tjóna á hús-
eignum voru um eða undir fjórum
milljónum kr. Talsvert tjón varð á
lausafé, samtals rúmur milljarður
kr. Tjónamálin vegna þessara ham-
fara voru um 5.000 talsins.
Í tilefni af því að tíu ár eru í dag
liðin frá Suðurlandsskjálftanum
verður í dag opið hús síðdegis hjá
rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands
í jarðskjálftaverkfræði, sem er til
húsa á Austurvegi 2a á Selfossi.
Klukkan 17 hefjast fyrirlestrar og
þar mun Bjarni Bessason, prófessor
við umhverfis- og byggingaverk-
fræðideild HÍ fjalla um skemmdir í
skjálftunum á Suðurlandi árið 2000
og 2008. Þá mun Tryggvi Hjörtur
Oddsson, formaður Björgunarfélags
Árborgar, greina frá hlutverki
björgunarsveita í jarðskjálftum, en á
Suðurlandi var það veigamikið því
atburðurinn snerti alla.
Tilkynningar berast enn
Tíu ár í dag frá síðasta Suðurlandsskjálfta Skemmdir
eru enn að koma í ljós Heildartjónið 16 milljarðar króna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skemmdir Þúsundir bygginga fóru illa í skjálftanum. Gaflinn í fjósinu í
Gljúfurholti í Ölfusi sprakka út og fljótlega var komið með gröfu í niðurrif.
Hulda Ragnheiður
Árnadóttir
SÉRSÝNING Q&A + TÓNLIST
PALLBORÐ: Benedikt Erlingsson,
Halldóra Geirharðsdóttir, Ómar Guðjónsson,
Magnús E. Tryggvason, Juan Ásthildar,
Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Egilsson
SPYRILL: Ragnar Kjartansson
KYNNIR: Tómas Guðbjartsson
Í lokin munu Sigríður Thorlacius og ADHD
flytja nokkur lög.
HÁSKÓLABÍÓ 30. MAÍ KL. 20
MIÐAVERÐ 2200 KR
Á SMARABIO.IS
ÁGÓÐI AF SÝNINGUNNI RENNUR TIL
RJÚKANDA OG VERNDUN FOSSANNA
UPP AF ÓFEIGSFIRÐI.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Ölvun við akstur, ásamt því að nota
ekki öryggisbelti í akstri, er á meðal
meginorsaka tveggja banaslysa í
umferðinni haustið 2016.
Þetta er mat Rannsóknarnefndar
samgönguslysa, en skýrslur nefnd-
arinnar vegna slysanna hafa verið
birtar.
Slysin urðu með nokkurra daga
millibili á vegum á landsbyggðinni.
Bifreiðunum var báðum ekið út af
veginum með þeim afleiðingum að
þær ultu. Í slysunum fórust tveir
einstaklingar vegna áverka sem þeir
hlutu við að kastast til og út úr bif-
reiðunum við útafaksturinn en einn
komst af alvarlega slasaður, en hann
hafði kastast að hluta út úr bifreið-
inni. Enginn þeirra var í öryggis-
belti.
Í orsakagreiningu slysanna kom
fram, í báðum tilfellum, að það hefði
verið dimmt og ökumenn undir
áhrifum áfengis. Í öðru tilfellinu var
að auki ekið of hratt og ökumaður
hafði ekki öðlast almenn ökuréttindi,
einungis heimild til æfingaaksturs
með leiðbeinanda. Í hinu tilfellinu
var slysið, auk fyrrgreindra atriða,
rakið til þreytu ökumanns og rangr-
ar ákvarðanatöku eftir að bifreiðinni
var ekið út á vegöxl.
Ástand og aksturshæfni
Samkvæmt upplýsingum frá
Rannsóknarnefnd samgönguslysa
ætti ekki að vanmeta ástand öku-
manna með tilliti til aksturshæfni.
Auk ölvunar eða neyslu lyfja eða
vímuefna, geti þreyta eða tilfinn-
ingalegt uppnám haft veruleg áhrif
til skerðingar á aksturhæfni og dóm-
greind ökumanna. Nefndin hyggst
gera samantekt á helstu orsakaþátt-
um banaslysa.
Banaslys rakin til
ölvunaraksturs
Niðurstaða rannsóknarnefndar
Morgunblaðið/Hari
Radarmælingar Hraðakstur er ein af orsökum alvarlegra umferðarslysa.