Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 7 6 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 2 7 . j ú l Í 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Sigríður Á. Andersen um vaxandi gyðingahatur í Evrópu. 8 sport Portúgalskur bolti verður spilaður hjá Úlfunum. 18 tÍMaMót Bæjarhátíð Grundar­ fjarðar er tvítug í ár og í svæðis­ útvarpinu hljómar lag Valgeirs Guðjónssonar, Í góðu veðri á Grundarfirði. 12 lÍFið Verið óhrædd við að bæta glitrandi glimmer og pallíettum í fataskápinn. 24 plús 2 sérblöð l Fólk l  Maraþon *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM MIKIÐ ÚRVAL VERÐ FRÁ KR. 24.990 HNÍFAPARATÖSKUR LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 Borgargrátt LENOVO IDEAPAD 320 FARTÖLVA LE80XL044RMX í skólann? ertu klár 59.995 tölvu á elko.is þú finnur þína FlugMál „Afstaða okkar er sú að Landhelgisgæslan getur aldrei leyft sér neitt annað heldur en að nota vélar sem hafa óvefengjanlegt orð­ spor,“ segir Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær fórst herþyrla í síðustu viku í Suður­Kóreu er spaðarnir losnuðu ofan af henni. Það sama gerðist í tveimur stórslysum, í Noregi 2016 og í Skotlandi 2009. Þá var um að ræða Super Puma þyrlur frá Airbus. Síðarnefndu tvö slysin voru rakin til galla í gírkassa vélanna. Sams konar gírkassi frá Airbus var í þyrlunni sem hrapaði í Suður­Kóreu enda var sú þyrlutegund kyrrsett í kjölfar slyss­ ins í Noregi 2016. Norska flugslysanefndin segir að þennan gírkassa þurfi að endur­ hanna, jafnvel þótt Airbus hefði gert á honum endurbætur. Landhelgis­ gæsla Íslands hefur samið um leigu á tveimur Super Puma þyrlum með slíkum gírkössum. „Við höfum verið að afla okkur upplýsinga um þetta, sérstaklega eftir þennan óskaplega atburð í Suður­Kóreu. Ég reikna með að þeir hjá Landhelgisgæslunni endurmeti stöðuna eftir þetta,“ segir Ingvar Tryggvason. „Við viljum fyrst og fremst taka ákvarðanir út frá hald­ bærum gögnum en ekki tilfinn­ ingum eða flökkusögum. Ef á þarf að halda þá beitum við okkur frekar.“ Í tilefni af þyrluslysinu í Suður­ Kóreu spurðist Fréttablaðið fyrir um það  hjá Landhelgisgæslunni í fyrradag hvort halda ætti nýja leigu­ samningnum til streitu eða ekki. Jafnframt var spurt um  hvað liði boðaðri yfirferð stofnunarinnar á nýlegum  niðurstöðum flugslysa­ nefndarinnar í Noregi. Svar hefur ekki borist. Hins vegar framsendi Georg Lárusson, forstjóri  Land­ helgisgæslunnar, Fréttablaðinu í gær til upplýsingar  tölvupóst frá Höskuldi Ólafssyni, tæknistjóra stofnunarinnar, til  framkvæmda­ teymis Gæslunnar. „Vélin sem fórst í Suður­Kóreu er ekki H225 vél. Þetta er hervél MUH­1 sem er hönnuð og framleidd í Suður­ Kóreu en gert í einhverju samstarfi við Airbus. Hefur ekkert að gera með framleiðslu H225 eða flugstarfsemi innan EASA. Ótrúlegar fullyrðingar og fréttaflutningur hjá Fréttablað­ inu!“ segir í pósti Höskuldar. Því var reyndar  alls  ekki haldið fram í Fréttablaðinu að um væri að ræða H225 Super Puma þyrlu í Suður­Kóreu. Þvert á móti kom ein­ mitt skýrt fram að um hafi verið að ræða MUH­1 herþyrlu. Hins vegar var á það bent að þessar þyrlur eru með sams konar gírkassa frá Airbus. Ekkert samráð mun hafa verið haft við flugmenn hjá Landhelgis­ gæslunni um  leigu á umræddum þyrlum og eru þeir sagðir mjög hugsi yfir stöðunni. – gar Endurskoði leigu á þyrlum til Gæslunnar Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnu- flugmanna reiknar með að Landhelgisgæslan endur- meti leigu á Super Puma þyrlum með umdeildum gírkassa eftir þyrluslys í Suður-Kóreu í síðustu viku. Ef á þarf að halda þá beitum við okkur frekar. Ingvar Tryggvason, formaður öryggis- nefndar FÍA 700 flóttamenn frá Afríku gerðu í gær áhlaup á Ceuta, hólmlendu Spánar, og klifruðu yfir girðingu sem aðskilur Ceuta frá Marokkó. 602 komust yfir og réðust að lögreglu með eldvörpum og kutum. Margir þurftu læknisaðstoð. Síðan Sósíalistar tóku við völdum á Spáni, er landið ákjósanlegasti áfangastaður flóttamanna frá Afríku. Fréttablaðið/EPa Veður Íslendingar hafa aldrei notað leitarorð tengd veðri og veðurspám á Google jafn oft og í sumar. Þetta má sjá á Trends­hluta leitarvélar­ innar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir lang­ þreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að sumarið á Suður­ og Vestur­ landi sé slæmt í sögulegu sam­ hengi. Sólarlítið og úrkomumikið á köflum. Hlýju dagarnir hafi verið fáir. Á bloggi sínu í gær birti hann samantekt um veðrið í Reykjavík það sem af er sumri. Þar kom fram að aldrei fyrr hefur úrkoma mælst jafnmikil í höfuðborginni á sama árstíma. Ágætisveðri er hins vegar spáð í Reykjavík í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálf­ skýjað. – þea / sjá síðu 2 Leita svara um veðrið á Google 2 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 7 9 -8 5 3 C 2 0 7 9 -8 4 0 0 2 0 7 9 -8 2 C 4 2 0 7 9 -8 1 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.