Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 18
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Lárperan hefur verið lofuð fyrir næringar- gildi sitt, gott bragð og skemmtilega áferð enda er hún ein vinsælasta heilsufæða Vesturlanda. Avókadó er um margt sér-stakur ávöxtur. Flestir ávextir eru nánast eingöngu kolvetni en avókadó er ríkt af hollri fitu og fjölmargar rannsóknir vitna um jákvæð áhrif neyslu þess á mannslíkamann. Avókadó vex á avókadótrjám sem bera vísindanafnið Persea americana. Það hefur verið lofað fyrir næringargildi sitt, gott bragð og skemmtilega áferð enda er það orðið ein vinsælasta heilsufæða Vesturlanda og inniheldur tuttugu ólík vítamín og steinefni og er góð uppspretta trefja. Það eru margar tegundir af avókadó en vinsælast er svokallað Hass avókadó sem stundum er kallað krókódílapera vegna litar hýðisins og áferðar en á íslensku hefur avókadó einnig verið nefnt lárpera. Avókadó inni- heldur hvorki kólesteról né salt og fitan í því er um 70% ómettuð og því einkar holl. Fitusýrurnar í avókadó eru taldar bólgueyðandi og virðast hafa jákvæð áhrif á gen sem tengjast krabbameinsmyndun. Þá er avókadóolía einkar góður kostur í matseld. Að öllu þessu gefnu þá kemur ekki á óvart að rannsókn sem gerð var á rúmlega sautján þúsund þátttakendum sýndi að þeir sem borða avókadó eru grennri og almennt heilsu- hraustari en þeir sem gera það ekki þó reyndar sé ekki hægt að alhæfa um hollustu avókadós út frá þessum niðurstöðum. Aðrar rannsóknir sýna þó með óyggjandi hætti að ef þú neytir avókadós með öðrum mat, einkum þó ávöxtum eða grænmeti þá stóreykst nýting á vítamínum og steinefnum úr þeim mat, einkum þó fituleysanlegum vítamínum eins og A-vítamíni sem hefur jákvæð áhrif á sjónina. Þá veitir avókadó góða seddutilfinn- ingu sem dregur úr matarlyst og getur þannig stuðlað að þyngdar- tapi, auk þess að vera lítt hlaðið kolvetnum en ríkt af trefjum. Avókadó getur tekið tímann sinn í að þroskast enda oftast farið með það um langan veg áður en það endar á borðum Vesturlanda og það nær því sjaldnast að þroskast á trénu. Til að hraða á þroskun þess er hægt að vefja því inn í álpappir og setja inn í hundrað gráða heitan ofn í tíu mínútur en tíminn getur farið eftir því hversu harður ávöxt- urinn er. Þegar lárperan er orðin mjúk viðkomu er ráð að stinga henni í ísskápinn til kælingar áður en hennar er neytt. Algengast er að borða avókadó sem ídýfuna gvakamóle þar sem avókadóið er maukað og blandað saman við smátt saxaðan tómat, chili, hvítlauk, lauk, limesafa og kóríander eða aðrar kryddjurtir eftir smekk. En avókadó er líka geysivinsælt sem álegg og hér fylgja nokkrar útgáfur af ristuðu brauði með avókadó. Dreypið góðri ólífuolíu á brauðið og raðið tómatsneiðum, mozz- arella, avókadó og ferskri basilíku ofan á. Piprið og saltið með grófu salti. Smyrjið avókadómauki á brauð- sneiðina, raðið bananasneiðum ofan á og dreypið hunangi yfir. Dreypið olíu yfir brauðið, raðið til skiptis rauðrófu og avókadó- sneiðum og klípið geitaost yfir. Stráið svo kurluðum pistasíu- hnetum yfir alltsaman. Smyrjið avókadómauki á Krókódílaperan slær í gegn Avókadó er sannkölluð ofurfæða sem er sneisafull af hollri fitu, trefjum og bætiefnum og er þessi þúsunda ára gamla krókódílapera ein vinsælasta matvaran á Vesturlöndum. Ristað brauð með avókadó er til í ýmsum útgáfum og gaman að prófa nýjar. Gvakamóle er dásamleg ídýfa sem klæðir flestar tegundir af nasli. brauðið og setjið eggjahræru yfir. Saltið og piprið og setjið svo smátt skorið beikon yfir allt saman. Svo er einfaldasta aðferðin sem mörgum þykir best. Smyrjið ristaða brauðið meðan það er heitt eða dreypið olíu yfir. Skerið hvítlauks- geira langsum í tvennt og nuddið sárinu í brauðið og raðið svo avó- kadósneiðum yfir. Að lokum er hér svo uppskrift að meinhollum súkkulaðibúðingi þar sem avókadó leikur að sjálfsögðu stórt hlutverk. 1 þroskað avókadó 2 msk. hunang eða agavesíróp ¼ bolli kakó ½ tsk. vanilludropar Salt eftir smekk 2 msk. mjólk (má nota soja- eða möndlumjólk) Skerið avókadó í tvennt og fjarlæg- ið steininn. Skafið kjötið úr með skeið og setjið í matvinnsluvél. Setjið öll hin innihaldsefnin saman við og hrærið þar til blandan er orðin mjúk. Smakkið til og berið fram með ferskum ávöxtum eða berjum. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Laugardaginn 14. ágúst gefur Fréttablaðið út aukablaðið Skólar & ámSkeið Skólar & námskeið kemur út að jafnaði þrisvar sinnum á hverju ári. Að vanda er boðið upp fjölmargar fróðlegar greinar og viðtöl. Allir sem eru velta fyrir sér námi í haust munu fá í blaðinu góða yfirsýn yfir það sem er í boði Blaðið er mjög vinsæl valkostur ýmissa menntastofnanna og einkaskóla sem nýta blaðið til auglýsa eða kynna nám sem hefst í haust. nánari upplýsingar um auglýsingar og umfjallanir fyrir blaðið veitir; Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Netfang, jonivar@frettabladid.is – B inn sími 512-5429 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . j ú L í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 9 -B B 8 C 2 0 7 9 -B A 5 0 2 0 7 9 -B 9 1 4 2 0 7 9 -B 7 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.