Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 26
Kristinn Þór Sigur- jónsson og Sigrún Þóra Sveinsdóttir ásamt aðstand- endum ætla að hlaupa til styrktar Ljósinu endur- hæfingarmiðstöð fyrir krabbameins- greinda í Reykja- víkurmaraþoninu en þau hafa bæði nýtt sér það mikil- væga starf sem þar er unnið. Kristinn Þór Sigurjónsson og Kristín Þórunn Kristinsdóttir þrettán ára ætla að hlaupa fyrir Ljósið eins og í fyrra. „Konan mín greindist með krabbamein fyrir fjórum árum þegar hún gekk með yngsta barnið okkar,“ segir Kristinn. „Hún fór í gegnum með- gönguna, krabbameinsmeðferðina og endurhæfinguna með stuðningi frá Ljósinu en það sem að mér sneri var kannski helst stuðningurinn við börnin sem voru sjö, tíu og ellefu ára. Það eru fáir sem kunna sjálfkrafa að tala við börnin sín um alvarlega sjúkdóma en í Ljósinu fengu þau vettvang til að leita til og við fengum líka ráðleggingar og stuðning í því að tala við þau um sjúkdóminn sem var ómetan- legt. Sjálfkrafa vill maður vernda börnin fyrir öllu þessu erfiða en reynslan sýnir að það er best að tala bara opinskátt og hreint út um það sem er að gerast. Konan mín gekk í gegnum meðferðina og kláraði hana fyrir þremur árum en svo greindist hún aftur í júní og kom í ljós að hún er með heilaæxli sem var skorið burt og hún er að jafna sig eftir þá aðgerð. Svo við sjáum fram á að leita til Ljóssins á næstu misserum.“ Þrettán ára dóttir Kristins, Kristín Þórunn, hleypur með honum og þau stefna á tíu kílómetra í ár en jafnvel 21 á næsta ári. „Þetta er það sem fær okkur til að hlaupa fyrir Ljósið, þetta mikilvæga starf sem snýr að fjölskyldum og börnum sem ekki er verið að vinna annars staðar.“ Hlaupanúmer feðginanna er #1388 og hægt er að heita á þau á hlaupastyrkur.is. Sigrún Þóra Sveinsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í fyrra og leitaði til Ljóssins. „Mitt ferli var mjög ævintýralegt. Ég er klínískur sálfræðingur og sérmenntuð í sál- fræði bak við heilsueflingu. Síðan finnst eitthvað í brjóstinu og ég fer í skoðun, aðallega fyrir fjölskylduna því ég hef alltaf verið svo jákvæð og sannfærð um að ekkert geti komið fyrir. En svo reynist ég bara vera með brjóstakrabbamein,“ segir Sigrún Þóra um aðdraganda þess að hún leitaði til Ljóssins. „Við tók mikið óvissutímabil þar sem við biðum eftir niðurstöðum og svo kemur í ljós að þetta er mjög slæmt krabbamein og ég þarf að fara í alls- herjar meðferð. Við vorum búin að ákveða að flytja til Svíþjóðar á sama tíma, ég og maðurinn minn, og ég er svo þrjósk að ég fékk það í gegn að taka helminginn af meðferðinni úti.“ Í Svíþjóð leitaði Sigrún Þóra að sambærilegum samtökum og Ljósinu en fann ekki. „Ljósið veitir rosalega góðan stuðning,“ segir hún. „Þau gefa alla þjónustuna sína sem er langt frá því að vera sjálfsagt og það er mjög góður og uppbyggi- legur andi þarna inni sem er mjög mikilvægt því það er auðvelt að fara niður í depurð í þessu ferli. Það sem ég sótti helst í Ljósið var að sjá að þú getur komist í gegnum þetta ferli. Ég hitti aðra sem hafa lent í því sama og hafa komið sterkir út og mér fannst það mjög dýrmætt. Og þetta er ástæðan fyrir því að við hlaupum fyrir Ljósið, ég og maður- inn minn, það er svo mikilvægt að sem flestir sem eru í sömu sporum og við vorum fái hann. Við viljum hjálpa Ljósinu að gefa öðrum þennan mikilvæga stuðning.“ Sigrún og maðurinn hennar hlaupa hálfmaraþon og má finna þau á hlaupastyrkur.is en þar er númerið þeirra #1949. Dýrmætur stuðningur við fjölskyldur og börn Þegar blaðamaður hringdi í Heiðar voru þau Anna önnum kafin við að breyta gömlum barnavagni í hlaupavagn sem lítur út eins og hestur. „Anna hefur mjög gaman af Línu Langsokk og vagninn verður útbúinn eins og hesturinn hennar Línu sem heitir Litli kall, svo ætlar hún að vera Lína og ég ætla svo að vera í búningi sem Níels api og ýta henni í vagninum. Hún kemur til með að stjórna þessu eins og henni er lagið,“ segir Heiðar og bætir við að Anna sé mikil afastelpa. „Hún er oft að brasa með mér og tekur þá þátt af öllu hjarta en bara þegar hún vill. Hún er svo mikill karakter þessi stelpa að maður gleymir því oft að hún er bara þriggja ára.“ Heiðar segist hafa fengið hug- myndina að hlaupi Önnu og afa í febrúar þegar hann átti við andlega vanlíðan að etja og ákvað að nýta það sem færir honum gleði í lífinu til að sigrast á henni. „Það eru náttúrlega barnabörnin sem eru geislarnir í lífinu mínu og mér finnst alveg frábært að vera með þeim,“ segir hann og bætir við: „Svo sá ég líka tækifæri til að styðja við gott málefni sem stendur mér nærri því bæði tengdapabbi minn, langafi Önnu, og góður vinur minn glíma við krabbamein og þá lá beinast við að safna styrkjum fyrir Krabba- meinsfélag Suður-Þingeyinga en við erum allir búsettir á Húsavík. Með því að nota góðu orkuna sem er í Önnu til að keyra þetta allt saman áfram hefur þetta gengið alveg ljómandi vel og líðanin er miklu betri hjá mér.“ Hestasmíðin gengur vel en Helga, amma Önnu, hannar hestinn og búningana. „Öll fjölskyldan hjálpast að enda ekki seinna vænna þar sem til stendur að prufukeyra vagninn og búningana um helgina,“ segir Heiðar. „Það er bæjarhátíð hér á Húsavík og hlaup í tengslum við það og við ætlum að fara stutta vegalengd og æfa okkur og kynna í leiðinni.“ Heiðar segir að Anna sé mjög ánægð með hugmyndina um vagninn og sjálfa sig sem Línu. „Hún er kannski ekki alveg búin að átta sig á því að við ætlum að hlaupa í skipulögðu hlaupi en hún er alveg með á hreinu að við ætlum að hlaupa í þessum búningum og hún er búin að máta kerruna og brasa í þessu með mér. Þegar nær dregur mun mamma hennar svo útskýra þetta fyrir henni.“ Hann segir að tímatakan í mara- þoninu verði ekki tekin mjög hátíð- lega. „Mamma mín ætlar að steikja fullt af kleinum og við ætlum að gera hnakktöskur á hestinn svo Anna getur gefið bæði hlaupurum og hvatningarliðinu kleinur,“ segir Heiðar. „Mér finnst ekki ólíklegt að við tökum smá stopp til að fara á róló eða pissa eða þess háttar, kannski tökum við litla bróður hennar upp í vagninn á leiðinni, við gerum þetta bara á okkar tíma og okkur til skemmtunar. Maður áttar sig betur á því þegar maður sér fólkið í kringum sig glíma við erfið veikindi og missa þrek og getu hvað það er dýrmætt að lifa lífinu núna, ekki seinna. Markmiðið er að njóta og hafa gaman af þessu og safna áheitum fyrir gott málefni í leiðinni.“ Hægt er að fylgjast með Önnu og afa búa sig undir hlaupið á Facebooksíðunni Anna og afi og svo má heita á þau á https://www. hlaupastyrkur.is en númerið þeirra er #3645. Anna og afi brokka til góðs Heiðar Smári Þorvaldsson og Anna Snæbjörnsdóttir ætla að fara tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu undir nafninu Anna og afi. Afi ætlar að skokka en Anna, þriggja ára, mun sitja sem Lína Langsokkur í vagni sem er dulbúinn sem hestur og ætlar að deila nýsteiktum kleinum til hlaupara og hvatningarliðs. Anna og afi prufukeyra hestakerruna í fjörunni en þau ætla að fara tíu kíló- metra í Reykjavíkurmaraþoninu sem Lína Langsokkur og Hr. Níels. Þau hlaupa í Reykjavíkur- maraþoninu og safna áheitum fyrir Ljósið, endur- hæfingarmiðstöð fyrir krabba- meinsgreinda. Frá vinstri: Sigrún Þóra Sveinsdóttir, Kristín Þórunn Kristinsdóttir og Kristinn Þór Sigurjónsson sem heldur á Gerði Freyju. MYND/SiGtRYGGuR ARi Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is 8 KYNNiNGARBLAÐ 2 7 . j ú L í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RMARAÞoN 2 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 7 9 -9 4 0 C 2 0 7 9 -9 2 D 0 2 0 7 9 -9 1 9 4 2 0 7 9 -9 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.