Fréttablaðið - 27.07.2018, Page 40
Varmadælur &
loftkæling
Verð frá aðeins
kr. 155.000 m.vsk
Midea MOB12
Max 4,92 kW
2,19 kW við -7° úti og
20° inni hita (COP 2,44)
f. íbúð ca 60m2.
• Kyndir húsið á veturna
og kælir á sumrin
• Fyrir norðlægar slóðir
• Fjarstýring fylgir
Uppsetningaaðilar og
umboðsmenn um allt
land
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Föstudagur
hvar@frettabladid.is
27. júlí 2018
Tónlist
Hvað? Barokk á föstudagskvöldi
Hvenær? 20.00
Hvar? Skálholt
Í kvöld klukkan 20 halda þeir
Vladimir Waltham sellóleikari og
Brice Sailly semballeikari tónleika
í Skálholtskirkju sem bera yfir
skriftina Dásemdir einverunnar.
Þeir eru báðir Frakkar, Vladimir
starfar í Þýskalandi með búsetu í
Berlín, en Brice í París. Verkin sem
þeir flytja eru eftir François Coup
erin, JeanBaptiste Barrière, Jean
Baptiste Canavas og Michel Corr
ette. Sellóverkin á tónleikunum
eru samin um það leyti sem sellóið
var að komast í tísku í Frakkalandi
á 18. öld.
Hvað? Mill, Martin Ferdinand & S.hel
Hvenær? 21.00
Hvar? Mengi, Óðinsgötu
Tónleikar með Mill, S.hel & Martin
Ferdinand í Mengi. Góðir gestir
munu einnig koma fram: Edvard
Egilsson, Sara Blandon, Jón Böðv
arsson, Agnes Eyja Gunnarsdóttir,
Kristofer Rodriguez Svonuson &
Árni Freyr.
Hvað? Reykholtshátíð
Hvenær? 20.00
Hvar? Reykholt
Reykholtshátíð er ein elsta og
virtasta tónlistarhátíð landsins
sem haldin er síðustu helgina í júlí,
ár hvert í Reykholti í Borgarfirði.
Kristin Sigmundsson bassasöngv
ara og Önnu Guðnýju Guðmunds
dóttur píanóleikara þarf vart að
kynna fyrir tónleikagestum. Krist
inn á stórglæsilegan feril að baki
og hefur sungið víða um heim en
kemur nú fram í fyrsta sinn á Reyk
holtshátíð. Á tónleikunum munu
Kristinn og Anna Guðný flytja
einn þekktasta ljóðaflokk söng
bókmenntanna, Liederkreis op.
24 eftir Robert Schumann við ljóð
Heinrichs Heine, Songs of Travel
eftir Ralph Vaughan Williams og
nokkur lög úr Jónasarlögum eftir
Atla Heimi Sveinsson en þá bætast
nokkrir af hljóðfæraleikurum
hátíðarinnar í hóp flytjenda.
Hvað? Diana Sus
Hvenær? 21.00
Hvar? Láki Hafnarkaffi, Grundarfirði
Díana Sus er söngkona, hljóð
færaleikari og lagahöfundur frá
Lettlandi, sem hefur stundað nám
í skapandi tónlist við tónlistar
skólann á Akureyri. Hún lýsir tón
list sinni sem samblandi af soul,
blús, indie og „hafmeyjum“. Hún
er einnig þekkt fyrir indiepop
kvennabandið sitt Sus Dungo,
kvikmyndatónlist og rockabilly.
Hvað? Misþyrming á Húrra
Hvenær? 21.00
Hvar? Húrra, Tryggvagötu
Íslenska svartmálmssveitin Mis
þyrming hefur verið að gera það
gott undanfarin misseri en þrátt
fyrir að hafa einungis gefið út eina
plötu hefur hljómsveitin ferðast
um víðan völl og túrað, sem og
komið fram á fjölda tónlistar
hátíða um Evrópu síðan 2015.
Plata þeirra, Söngvar elds og
óreiðu, hefur fengið einróma lof
gagnrýnenda og aðdáenda svart
málmsins um allan heim, og end
aði hún meðal annars í 9. sæti yfir
plötur ársins 2015 hjá Noisey. Nú,
þann 27. júlí, mun hljómsveitin
efna til tónleika á skemmtistaðn
um Húrra, en það verða einu tón
leikar hljómsveitarinnar hérlendis
á þessu ári (að undanskildu Orat
ion festival síðastliðinn febrúar),
þar sem trymbill sveitarinnar býr
erlendis um þessar mundir. Ekkert
Barokkið verður í hávegum haft í Skálholtskirkju þetta föstudagskvöld. FréttaBlaðið/Sigtryggur ari
verður til sparað og má búast við
að hljómsveitin verði í feikna
formi, þar sem hún undirbýr nú
framkomu á þeim virtu hátíðum
Hellfest í Frakklandi og Brutal
Assault í Tékklandi. Sérstakir gestir
verða World Narcosis og Alvia
Islandia. Miðaverð er 1.500 krónur
í forsölu og 2.000 við innganginn.
Viðburðir
Hvað? Argentínskur tangó – praktika
og milonga (tangóball)
Hvenær? 21.00
Hvar? Kramhúsið, Skólavörðustíg
DJ Þórður heldur uppi stuðinu
með gullaldar tangótónlist, gest
gjafar eru Jóhanna og Hallur.
Frítt er inn á praktikuna sem er
frá kl. 2122 í beinu framhaldi er
milongan til kl. 24. Milongan kr.
700 til 1.000. Frítt er inn fyrir 30
ára og yngri. Njótum þess að dansa
í rigningunni í góðum félagsskap á
frábæru dansgólfi.
Hvað? Sýningarpartí Viðundur x Arína
Vala
Hvenær? 16.30
Hvar? Bíó Paradís, Hverfisgötu
Ímyndið ykkur. Löng og leiðinleg
vakt á enda runnin. Sjö túristar
búnir að koma inn, rétt fyrir lokun,
bara til þess að kúka. Keyptu ekki
neitt. Hlakka til að stimpla mig út.
Hef svo sem ekkert betra að gera en
að þrífa klósett eftir notkun túrista.
Nenni ekki að vinna, nenni ekki
heim, hvað skal gera? Opna sím
ann, man ekki hvað ég ætlaði að
gera. Boð á viðburð? Boð á Sýning
arpartí Viðundurs og Arínu Völu?
Ætli ég mæti ekki bara, kannski
verður strákurinn sem ég er skotin
í þar. Bíddu nú við, hér stendur
að Nikulás Tumi sé í Viðundur
steyminu. Þá mæti ég sko! Því
strákurinn sem ég er skotin í er …
Nikulás Tumi. Nikulás, ef þú ert að
lesa þetta, eyddu skilaboðunum í
talhólfinu þínu sem voru send kl.
04.00 síðustu nótt. Allir velkomnir
og frítt inn! Krukkan góða fyrir
frjálsu framlögin er á staðnum og
fá þeir sérstakan glaðning sem
setja eitthvað í krukkuna.
Sýningar
Hvað? Gjörningur
Hvenær? 17.00
Hvar? Nýlistasafnið, Grandagarði
Sem hluti af dagskrá 40 ára
afmælissýningar Nýlistasafnsins,
Djúpþrýstings, mun Saga S.dóttir
bjóða samstarfsfólki að eiga við
og endurskapa með henni inn
setningu hennar, Eyða (Viðkoma).
Í nokkrum atlögum verður daðrað
við innihald verksins, því ögrað og
þjónað, til skiptis. Tækifæri. Gul
rótin er nánd og ný merking.
Hin dularfulla svartmálmssveit Misþyrming er að öllum líkindum í feiknaformi og tekur nokkur lög á Húrra í kvöld. Mynd/raKEl Erna SKarPHéðinSdÓttir
2 7 . j ú l í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R20 m e n n i n G ∙ F R É T T A B l A ð i ð
2
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
7
9
-9
D
E
C
2
0
7
9
-9
C
B
0
2
0
7
9
-9
B
7
4
2
0
7
9
-9
A
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K