Fréttablaðið - 27.07.2018, Qupperneq 10
Á laugardaginn munum við ganga druslugöngu, rétt eins og alla laugardaga fyrir
verslunarmannahelgi síðan 2011.
Druslugangan er samstaða með
þolendum kynferðisofbeldis og
vettvangur til að fá stuðning, sýna
stuðning og berjast gegn nauðg-
unarmenningu í samfélaginu.
Af hverju ættir þú að
ganga með okkur?
Vegna þess að við erum ennþá ófær
um að kenna ungu fólki sem er að
stíga sín fyrstu skref í kynlegum
samskiptum hvað er rétt og rangt.
Kynfræðsla er gamaldags, íhalds-
söm og við reynum að smætta
fræðslu um samskipti í kynlífi
niður í já og nei í stað þess að kenna
samskiptin. Samþykki í kynlífi er
flóknara fyrirbæri (en samt svo
auðvelt) og við þurfum að miðla
því til unga fólksins okkar. Því á
meðan við gerum það ekki, eru
óteljandi einstaklingar að brjóta á
og fara yfir mörk annarra, og ótelj-
andi einstaklingar sem brotið er á.
Vegna þess að við eigum ekki
nægilega fjölþætt og viðeigandi
úrræði fyrir þolendur innan kerfis-
ins.
Vegna þess að samkvæmt árs-
skýrslu Stígamóta fyrir 2017 komu
484 ný mál inn á borð. Þrátt fyrir að
við séum að verða betri í að tala um
ofbeldi þá hefur okkur ekki miðað
áfram í að koma í veg fyrir að ein-
staklingar brjóti af sér eða að þol-
endum fjölgi.
Vegna þess að í vetur stigu
hundruð kvenna fram og lýstu
ofbeldi og áreitni sem þær verða
fyrir innan sinna starfsstétta og
umhverfis. Vandinn er raunveru-
legur og hefur áhrif á okkur öll.
Druslugangan er verkfæri okkar til
að sýna öllum þessum konum sam-
stöðu, sýna að við trúum þeim og
stöndum með þeim.
Vegna þess að við búum ennþá
við þann raunveruleika að nauðg-
unarmenning lifir í öllum kimum
samfélagsins
Vegna þess að við þurfum ennþá
að berjast fyrir því og þrýsta á að
stafrænt kynferðisofbeldi verði
skilgreint í hegningarlögum.
Meðan það er ekki gert erum við
verkfæralaus innan lagarammans
til að takast á við slík brot.
Vegna þess að við þurfum að
krefjast úrbóta innan réttarvörslu-
kerfisins. Á meðan kerfið er ennþá
eins gerendavænt og raun ber vitni
náum við ekki að tryggja réttlæti
fyrir þolendur.
Vegna þess að ofbeldi gegn karl-
mönnum er að miklu leyti ósýni-
legt og skaðlegar hugmyndir sam-
félagsins um karlmennsku koma
enn í veg fyrir að karlmenn þori að
stíga fram.
Vegna þess að við sem þolendur,
við sem aðstandendur og við sem
samfélag þurfum að standa saman
og sýna að við afneitum nauðg-
unarmenningu og munum ekki
stöðva baráttuna fyrr en við höfum
náð að uppræta hana. Við sem
höfum tækifæri til að ganga druslu-
göngu eigum einnig að standa upp
og ganga fyrir þau sem ekki geta
það.
Vegna þess að enn þann dag í dag
erum við að rembast við að rétta af
þá hugsanavillu að þolendur séu
á einhvern hátt ábyrgir fyrir því
ofbeldi sem þau verða fyrir.
Hvernig gerist þú drusla?
Að vera drusla þýðir að standa með
þolendum, standa með sjálfum/
sjálfri/sjálfu þér, með því að eiga
líkama þinn og mótmæla ofbeldi.
Vertu drusla, stattu upp gegn
ofbeldi og taktu afstöðu með þol-
endum. Sjáumst á laugardaginn
klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju.
Panamaskjölin – og hvað svo?
Orðstír Íslands beið hnekki í apríl 2016 þegar Panama-skjölin leiddu í ljós notkun
fjölda Íslendinga á skattaskjólum
og afhjúpuðu eignir þáverandi for-
sætisráðherra og núverandi fjármála-
ráðherra í slíkum skatta- og krónu-
skjólum.
Sá sem nýtir sér skattaskjól gerir
það í ákveðnum tilgangi. Tilgang-
urinn er að komast undan því að
greiða skatta og komast þannig hjá
því að leggja sitt af mörkum til sam-
félagsins. Almenningur mótmælti
spillingunni vorið 2016 og krafðist
breytinga með fjölmennustu mót-
mælum í sögu landsins. En til hvers
leiddu þessi mótmæli? Og hvar
stendur úrvinnsla gagnanna?
Gamalt trix
Mótmælin urðu alla vega ekki til
þess að fjármálaráðherrann biði
alvarlegan álitshnekki því hann varð
forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn
og fjármálaráðherra í þeirri sem nú
starfar.
Ég beindi spurningum til ráðherr-
ans um úrvinnslu Panamaskjalanna
í febrúar síðastliðnum. Fimm mán-
uðum seinna, þegar allir frestir voru
löngu liðnir og að morgni þess sama
dags og athygli allra var á dagskrá
umdeilds þingfundar á Þingvöllum,
barst svarið frá fjármálaráðherranum.
Það er gamalt trix að fela umdeild mál
á bak við önnur sem taka fjölmiðla
yfir en hugsanlega var svardagurinn
algjör tilviljun. Þessi töf á svörunum
minnir okkur þó á að þessi sami fjár-
málaráðherra faldi skýrslu um eignir
Íslendinga á aflands svæðum í skúffu
í fjármálaráðuneytinu fram yfir
kosningar haustið 2016. Kjósendur
fengu ekki að sjá skýrsluna fyrr en
fjármálaráðherrann sem nefndur var
í Panamaskjölunum var orðinn for-
sætisráðherra.
Svörin og svikin
Í svari fjármálaráðherra við fyrir-
spurnum mínum kemur m.a. fram
að af þeim 585 félögum sem tengd-
ust Íslendingum í Panamaskjölunum
hefði einvörðungu um þriðjungur
gert grein fyrir eignarhaldi á félög-
unum í skattaskýrslum sínum. Ekk-
ert þeirra skilaði inn CFC-skýrslu til
skattyfirvalda sem þó er skylda að
gera samkvæmt lögum um tekju-
skatt.
Skattrannsóknarstjóri hefur lokið
rannsókn í 89 málum en nokkrir
tugir afleiddra mála til viðbótar hafa
verið rannsakaðir hjá embættinu.
Ríkisskattstjóri fékk tæp 200 mál til
rannsóknar en í október 2017 fram-
sendi embættið til skattrannsóknar-
stjóra mál 187 einstaklinga sem ekki
höfðu svarað fyrirspurnarbréfi ríkis-
skattstjóra eða svör höfðu ekki reynst
fullnægjandi. Enn er því unnið að
úrvinnslu Panamaskjalanna. Vegna
mála sem nú þegar er lokið hafa kröf-
ur verið gerðar um rúma 15 milljarða
króna fyrir hönd ríkissjóðs.
Áhrif skattsvikanna
Þeir sem nýta sér skattaskjól vilja að
aðrir beri kostnaðinn af rekstri sam-
félags okkar. Fyrir rúma 15 millj-
arða króna hefði mátt greiða allar
almennar lyflækningar, hjúkrun,
slysamóttöku, endurhæfingu og
nauðsynlega stoðdeildarþjónusta
sem veitt er á sjúkrahúsum og heil-
brigðisstofnunum um allt land og
kosta ríkissjóð 8,2 milljarða króna á
ári, alla sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og
talþjálfun sem kostar um 5 milljarða
króna og sjúkraflutninga sem kosta
ríkissjóð um 2,5 milljarða króna. Það
munar um minna í rekstri velferðar-
þjónustunnar.
Fleiri dæmi mætti taka. Fjármun-
ina mætti líka nota til að afnema
krónu á móti krónu skerðingu á líf-
eyri öryrkja, bæta kjör aldraðra eða
hækka greiðslur til barnafjölskyldna.
Forgangsmál
Við verðum að ganga ákveðin til
verks og koma í veg fyrir að skatt-
svik og notkun skattaskjóla haldi
áfram að grafa undan samfélaginu,
bæði fjárhagslega og siðferðilega.
Upplýsingarnar sem birtust með
Panamaskjölunum voru ógeð-
felldar og það var sláandi að sjá að
svo margir Íslendingar nýttu sér
gallað regluverk og veikt eftirlit til
að velta byrðum yfir á aðra og fela
peningana sína fyrir skattinum. En
upplýsingunum fylgdi líka gagnleg
umræða um skattamál. Mikilvægi
réttlátra skatta og að allir taki þátt í
uppbyggingu velferðarsamfélagsins,
komst á dagskrá í almennri umræðu.
Þeirri umræðu þarf að fylgja betur og
fastar eftir og setja í forgang réttlátt
skattkerfi, styrkja varnir gegn skatt-
svikum og notkun skattaskjóla og
auka samvinnu við aðrar þjóðir um
aðgerðir sem virka.
Oddný G.
Harðardóttir
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
Upplýsingarnar sem birtust
með Panamaskjölunum
voru ógeðfelldar og það var
sláandi að sjá að svo margir
Íslendingar nýttu sér gallað
regluverk og veikt eftirlit til
að velta byrðum yfir á aðra
og fela peningana sína fyrir
skattinum.
Afsakið, má bjóða þér að gerast drusla?
Skipuleggj
endur druslu
göngunnar
… ástandið í Póllandi fer hríðversn-
andi dag frá degi” – sungu íslenskir
tónlistarmenn á níunda áratugnum
og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
skrifar og bætir við: „Það berast af
því fréttir að ekkert réttaröryggi sé
í Póllandi og ástandið minni á ein-
ræðisríki.“ Mig langar hér með að
upplýsa ágæta ritstjórn um það að
Pólland var einræðisríki á tímum
kommúnismans og aldrei hefði
ég getað hugsað mér að vinna að
stjórnsýslumálum á þeim tíma og í
því ástandi sem þá ríkti í landinu.
Sama er ekki hægt að segja um
dómarana sem dæmdu í kommún-
ískum dómstólum sem hafa ekki
hætt og halda áfram að dæma eins
og á tímum þegar „ástandið í Pól-
landi fór hríðversnandi dag frá
degi“ og gátu dæmt mig í tveggja til
þriggja ára fangelsi fyrir að dreifa
bæklingum eða mótmæla ein-
ræðisstjórn kommúnista á götum
Varsjár.
Ég vil fullvissa hina ágætu rit-
stjórn um það, að síðustu þingkosn-
ingar í Póllandi voru lýðræðislegar
og þær næstu verða það einnig.
Núverandi ríkisstjórn Lýðveldisins
Póllands framfylgir þeirri kosninga-
stefnu sem kynnt var í aðdraganda
kosninganna og þess vegna var hún
kosin af þjóðinni. Eitt atriði í henni
voru endurbætur á réttarkerfinu.
Ríkisstjórnin stendur ekki fyrir
endurbótunum heldur þingið sem
kosið var í lýðræðislegum kosn-
ingum. Pólska þingið Sejm hefur
heimild til að ákveða frjálst og óháð
fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar
hvaða reglur gilda um dómstóla. Sú
heimild kemur beint úr 4. mgr. 180.
gr. Stjórnarskrár Lýðveldisins Pól-
lands og er merki um jafnvægi milli
dómsvalds og löggjafarvalds.
Nýr eftirlaunaaldur allra starfs-
stétta í Póllandi er 65 ár fyrir karl-
menn og 60 ár fyrir konur. Í tilfelli
dómara er eftirlaunaaldurinn 65 ár
óháð kyni og er sú innleiðing vegna
tilmæla framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins. Dómarar hætta
störfum nema þeir tilkynni um
eigin vilja til áframhaldandi emb-
ættissetu og framvísi heilbrigðis-
vottorði til staðfestingar á getu til
að gegna dómarastarfi. Ákvörðun
um framlengingu dómaraembætta
í Hæstarétti er tekin af forseta Lýð-
veldisins Póllands að undangengnu
samráði við Dómstólaráð sem aðal-
lega er skipað dómurum. Lögin um
lækkun eftirlaunaaldurs dómara
hafa ekki áhrif á sjálfstæði dóm-
stóla þar sem þau hafa engin áhrif
á óhlutdrægni þeirra. Allir dómarar
halda sínum lögbundnu réttindum,
þar á meðal friðhelgi og það verður
ekki hægt að svipta þá eftirlauna-
greiðslum.
Stjórnarskrá Lýðveldisins Pól-
lands , VIII. Kafli (Dómstólar):
176. gr.
1. Málarekstur fyrir dómi er að
minnsta kosti á tveimur dóms-
stigum.
2. Skipulag og lögsaga og einnig
réttarfar er tilgreint með lögum.
178. gr.
1. Dómarar í embættum sínum eru
sjálfstæðir og fylgja eingöngu
Stjórnarskrá og lögum.
179. gr.
1. Dómarar eru skipaðir af forseta
Lýðveldisins Póllands ótíma-
bundið, samkvæmt tillögu Dóm-
stólaráðs.
180. gr.
1. Ekki má víkja dómara úr emb-
ætti.
3. Dómari getur hætt störfum vegna
veikinda eða heilsubrests sem
kemur í veg fyrir að hann geti
gegnt dómaraembætti. Málsmeð-
ferð og kæruleið fyrir dómstólum
eru ákveðnar í lögum.
4. Eftirlaunaaldur dómara er til-
greindur í lögum.
5. Breytist lögsaga eða þinghá er
heimilt að færa dómara í annan
dómstól eða á eftirlaun á fullum
launum.
182. gr.
Þátttaka þjóðar í réttarkerfinu er
ákveðin í lögum.
Líkt og Vilhjálmur H. Vilhjálms-
son vona ég að Pólverjum verði
tryggður aðgangur að sjálfstæðum
og óháðum dómstólum. Sem skip-
aðir eru samkvæmt lögum en án
dómara sem kváðu upp dóma í
kommúnískum dómstólum eftir
pólitískri pöntun, gegn þjóðarhag
Póllands, og dæmdu pólska föður-
landsvini í fangelsi á tímum her-
laganna. Þá vona ég að það verði
enginn eftir í pólskum dómstólum
af þeim sem sáu um það fyrir hönd
kommúnistaríkisins að „ástandið í
Póllandi fór hríðversnandi dag frá
degi“ eins og Megas og Tolli komust
að orði með Íkarusi.
Svar við grein Vilhjálms H. Vilhjálmssonar
Gerard
Pokruszynski
sendiherra
Póllands
2 7 . j ú l í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R10 S k o ð U n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
2
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
7
9
-9
8
F
C
2
0
7
9
-9
7
C
0
2
0
7
9
-9
6
8
4
2
0
7
9
-9
5
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K