Fréttablaðið - 27.07.2018, Page 20
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Framhald af forsíðu ➛
Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, sími 512-5429
2 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . J Ú L Í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RmARAþoN
Við getum ekki sagt annað en að sprenging hafi orðið í göngu- og hlaupagrein-
ingum það sem af er ári og reiknast
okkur til að það hafi verið aukning
um nærri 40%,“ segir Lýður B.
Skarphéðinsson, sérfræðingur hjá
Eins og fætur toga, og bætir við
að síðasta árið hafi verið veru-
lega viðburðaríkt hjá fyrirtækinu.
„Við höfum meðal annars aukið
samstarf við fagstéttir í heilbrigðis-
geiranum, opnað nýja vefverslun
sem fer frábærlega af stað, bætt við
frábærum vörumerkjum, þróað
nýjar gerðir innleggja og sett upp
innleggjaverkstæði í Bæjarlind.“
Í göngu- og hlaupagreiningu
er meðal annars skoðað hvernig
álag dreifist, hvort skekkjur séu
í hælum, ökklum, eða hnjám og
mælt hvort mislengd sé á ganglim-
um bæði frá mjöðmum og hnjám.
Ferlið er þannig að þegar mætt er
í greiningu fara sérfræðingar Eins
og fætur toga yfir hvað það er sem
hrjáir viðkomandi viðskiptavin
og hann spurður spjörunum úr.
Taka ber fram að sérfræðingar
Eins og fætur toga hafa greint um
sextíu þúsund viðskiptavini og því
skoðað 120 þúsund fætur á undan-
förnum tuttugu árum. Reynslan
er því mikil og segir Lýður að hún
sé mikilvægasta auðlind fyrir-
tækisins.
Eftir viðtalið er því næst farið á
hlaupabretti og myndir teknar. Af
þeim má til að mynda ráða hvort
um skekkjur sé að ræða í hælum,
ökklum og hvernig álagið er upp
í hné. Næst er gengið yfir hágæða
þrýstiplötu þar sem sést hvort
álagið er of mikið á hælinn, táberg-
ið, út á jarkann eða innanvert á fót-
inn. Þegar niðurstaða liggur fyrir
er hægt að útbúa sérgerð innlegg
og koma þá þrjár lausnir til greina.
„Við fórum í mikla vinnu árið 2016
og 2017 í samstarfi við stoðtækja-
fyrirtæki í Þýskalandi við að þróa
nýjar gerðir af höggdempandi
innleggjum. Þau leysa af innlegg
sem notuð hafa verið frá því fyrir
aldamót og eru algjör bylting á
markaðnum,“ segir Lýður. „En við
erum einnig Footbalance Medical
sérfræðingar og Footbalance inn-
legg eru hituð og mótuð nákvæm-
lega eftir hverjum fæti. Þau hafa
unnið til margra verðlauna og gefa
okkur möguleika á að útbúa inn-
legg í fleiri gerðir af skóm. Þriðja
lausnin eru hönnuð Phits 3D inn-
legg sem fengu fyrstu verðlaun á
stærstu íþróttasýningu í heimi og
eru meðal annars notuð af Paulu
Radcliffe sem er heimsmethafi í
maraþonhlaupi.“
Sem stendur tekur þrjár til fjórar
vikur að fá Phits 3D innlegg en þau
þarf að útbúa í afar fullkomnum
þrívíddarprentara í Belgíu. Lýður
segir að í framtíðinni verði
líklega öll innlegg prentuð á
staðnum með 3D prentara.
Samstarf
við fag aðila
Markmiðið er að aldrei
líði meira en vika frá því
pantaður er tími hjá Eins
og fætur toga og þar til
greiningin fer fram. Lýður
segir að það hafi nær ávallt
tekist sem sé ekki síst merki-
legt þegar litið er til aukinnar
eftirspurnar. Undanfarin ár hafi
greiningar verið rúmlega fjögur
þúsund en ef fram fer sem horfir
verða þær vel yfir sex þúsund í ár.
„Ég tel að þessa aukningu megi
að mestu leyti rekja til þess að við
erum komin með fleiri lausnir og
sérhæfðari en einnig þess að við
höfum aukið samstarf við fagaðila
á borð við sjúkraþjálfara, lækna
og kírópraktora. Samstarfið við
þessar fagstéttir hefur aldrei verið
betra og allt síðasta ár komu til
okkar sérfræðingar til að kynna sér
starfsemina og það sem eftir er af
þessu ári ætlum við að fá enn fleira
Fyrirtækið er til húsa í Bæjarlind 4 og þar stendur yfir risaútsala. mYNDIR/þÓRSTEINN
fagfólk til samstarfs við okkur.“
Sérfræðingar fyrirtækisins fara
einnig út á land til að framkvæma
greiningar. „Við förum tvisvar á
ári stóran hring um landið, tökum
um þrjátíu staði á landsbyggðinni
og höfum gert það mjög lengi. Þá
förum við á um sex vikna fresti
til Akureyrar og þar er svo mikið
að gera að við höfum varla við
að vinna á biðlistanum. En við
stefnum að því að vera lengur í
hvert skipti, þannig að hægt sé að
sinna öllum sem panta tíma.“
mikið úrval og gott verð
Eins og fætur toga hefur nýverið
bætt við vörumerkjum á borð
við Nathan sem er eitt stærsta
merki í heimi með fylgihluti fyrir
hlaupara. Þá er fyrsta sending af
Ofoos sandölum á leiðinni, úrvalið
frá Brooks hefur verið aukið bæði
í skóm og fatnaði og Hyperice er
stanslaust að koma með nýjungar.
Auk þessara vörumerkja má
nefna Feetures, McDavid, Smell-
Well, Tifosi og Icespike. „Við erum
með gríðarlega gott úrval og til
dæmis má nefna að allur fatn-
aður frá Brooks er á sama verði
og í Bandaríkjunum og á betra
verði en annars staðar í Evrópu.
Í versluninni í Bæjarlind veljum
við skó eftir fótlagi og niðurstigi,
setjum tábergspúða í skó og erum
með mikið úrval af fótavörum.
Ég get óhikað haldið því fram að
hlauparar fái flest allt sem tengist
hlaupum hjá okkur í Bæjarlind-
inni.“
Nánar má fræðast um Eins og
fætur toga á vefsvæðinu gongu-
greining.is.
Undanfarin ár hafa greiningar verið rúmlega fjögur þúsund en ef fram fer sem horfir verða þær vel yfir sex þúsund í ár.
mjög mikið úrval er í versluninni af alls kyns gæðaskóm.
Risaútsala
Risaútsala er núna í
Bæjarlind 4 þar sem meðal
annars eru yfir þúsund pör
af skóm seld á tíu til fimm-
tán þúsund krónur en auk
þess er 20-40 afsláttur
af vörum og
fatnaði.
okkur vantar
starfsfólk
Vegna aukinna umsvifa leitar
Eins og fætur toga að starfsfólki í
nokkur störf. meðal annars vantar
sérfræðing í göngugreiningar,
starfsfólk í verslun og á verkstæði
fyrirtækisins. Lýður segir að góð
laun séu í boði fyrir rétta fólkið en
afar spennandi tímar séu
fram undan hjá Eins og
fætur toga.
2
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
7
9
-B
6
9
C
2
0
7
9
-B
5
6
0
2
0
7
9
-B
4
2
4
2
0
7
9
-B
2
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K