Fréttablaðið - 27.07.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 27.07.2018, Síða 2
Veður Hæg suðaustlæg eða breytileg átt í dag og skýjað með köflum en sums staðar dálítil rigning sunnan- og vestanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast á Austurlandi. sjá síðu 18 Æfingar með Birni Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, leiddi í gær qigong-æfingar á Klambratúni. Björn er einn svokallaðra leiðara Tveggja heima sem standa fyrir ókeypis kennslu og þjálfun í qigong fyrir ofan Kjarvalsstaði tvo daga vikunnar, en borgin styður verkefnið. Fréttablaðið/Þórsteinn FERðAÞjÓNusTA Ferðamenn frá Ástr­ alíu voru ánægðastir með Íslandsdvöl­ ina samkvæmt Ferðamannapúlsi Gal­ lup í júní. Púlsinn mældist 89,2 stig af 100 meðal þeirra en lægstur var hann hjá Bretum, eða 80,6 stig. Meðaltal allra ferðamanna var 83,4 stig. Ferðamannapúlsinn sem er sam­ settur úr fimm þáttum hefur haldist nokkuð stöðugur síðastliðið ár. Sá þáttur sem mælist hæstur er hversu líklegt er að viðkomandi mæli með Íslandi sem áfangastað, eða 89,2 stig. Gestrisni kom næst með 86,2 stig, þá heildaránægja með 83 stig, uppfylling væntinga 79,1 stig og loks peninganna virði 78,2 stig. Í tilkynningu kemur einnig fram að hlutfall ferðamanna sem dvaldi fimm nætur eða fleiri hækkaði úr 55 prósentum í 65 prósent frá maí til júní. – sar Ástralskir ferðamenn ánægðastir Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 Á R A Grillbúðin Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-16 Úrval vandaðra garðhúsgagna grillbudin.is frá Þýskalandi GAR ÐHÚ SGÖ GN 30 - 6 0% afslá ttur svEiTARsTjÓRNARmál Elliði Vignis­ son var í gær ráðinn bæjarstjóri í Ölfusi. Áður hafði Elliði verið bæjar­ stjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár. Hann náði þó ekki kjöri í sveitar­ stjórnarkosningum í maímánaði og missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta eftir að klofningsfram­ boðið Fyrir Heimaey var stofnað og náði þremur mönnum inn. Hann segist ekki hafa getað sagt skilið við sveitarstjórnarmálin. „Ekki í þetta skiptið. Enda hefur mér liðið mjög vel í þessu starfi.“ Að mati Elliða eru fjölmörg spennandi verkefni fyrir stafni í Ölfusi. „Í mínum huga er Ölfus eitt þeirra sveitarfélaga sem standa frammi fyrir sögulega miklum tækifærum. Íbúar í samtali og sam­ starfi við kjörna fulltrúa eru mjög einbeittir í átt að vexti og uppgangi sveitarfélagsins. Það eru forréttindi fyrir mig að fá að koma inn á þess­ um tímum og fá að taka þátt í þessu verkefni ásamt öðrum,“ segir hann. Eitt þeirra verkefna sem Elliði stendur nú frammi fyrir er að flytja. Hann segir að fjölskyldan hafi verið að kíkja í kringum sig með það í huga. Ölfus sé í miklum vexti og markaðurinn þar gróskumikill og því segist Elliði ekki kvíða því verkefni. – þea Elliði kvíðir því ekki að flytja úr Eyjum í Ölfus vEðuR Íslendingar hafa aldrei leitað meira að leitarorðum  tengdum veðri, veðurspám  og að norsku veðurfréttasíðunni yr.no á Google. Eða alltént ekki frá því að mælingar hófust. Þetta má sjá á Trends­hluta leitarvélarinnar vinsælu. Fólk á Suðurlandi og Norðvesturlandi virðist duglegast við leitirnar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða slæmt sumar í sögu­ legu samhengi. „Allavega hérna á Suður­ og Vesturlandi. Það hefur verið talað um slæmt sumar. Verið sólarlítið og úrkomumikið á köflum og voðalega fáir hlýir dagar,“ segir hann. Sumarið segir Trausti að sé svo­ lítil viðbrigði, sér í lagi fyrir þá sem yngri eru. „Af því það hafa ekki verið mörg svona sumur á seinni árum. En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndómsárunum. Maður var eiginlega farinn að sakna þeirra, allavega í mínu tilviki, og farinn að halda að maður fengi bara ekkert að upplifa svona aftur,“ segir Trausti en hann er fæddur árið 1951. Trausti birti á bloggi sínu í gær umfjöllun um sumarið í tilefni þess að fjórtán vikur væru nú af því liðnar. Sagði þar að þótt hlýindin á Austfjörðum yrðu að teljast óvenju­ leg hafi verið svalt í höfuðborginni. Meðalhitinn þar á þessum fyrstu fjórtán vikum hafi aðeins verið 7,7 stig. Álíka kalt hafi verið 2015 en svo þurfi að fara allt aftur til 1993 til að finna svo lágan meðalhita á sama tíma. Úrkoman hafi svo verið enn meiri en kuldinn í höfuðborginni. Að því er kemur fram í færslunni mældust rúmlega 300 mm á þessum fjór­ tán vikum og hefur rigning aldrei mælst meiri á sama tíma. Næst á eftir koma svo þessar sömu fjórtán vikur árin 2014 og 1887 og mældist úrkoma þá 250 mm. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við ágætisveðri á höfuð­ borgarsvæðinu í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálf­ skýjað. Víðast hvar annars staðar er álíka sögu að segja. Hlýjast verður á Austfjörðum, hæst tuttugu gráður, en svalast við Ísafjarðardjúp, allt niður að sjö gráðum. thorgnyr@frettabladid.is Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Íslendingar leita í gríð og erg að upplýsingum um veðrið. Ekki leitað meira að veðurtengdum leitarorðum á Google frá því að mælingar hófust. Veðurfræðing- ur segir sumarið slæmt sunnan- og vestanlands. Þó er von á ágætisveðri í dag. Þær hafa sést nokkrar regnhlífarnar í reykjavík í sumar. Fréttablaðið/steFán En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndóms­ árunum. Trausti Jónsson veðurfræðingur elliði Vignisson 2 7 . j ú l í 2 0 1 8 F Ö s T u D A G u R2 F R é T T i R ∙ F R é T T A B l A ð i ð 2 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 9 -8 A 2 C 2 0 7 9 -8 8 F 0 2 0 7 9 -8 7 B 4 2 0 7 9 -8 6 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.