Fréttablaðið - 27.07.2018, Page 30
Boðberinn lést víst um leið og hann
kom til Aþenu. NORDICPHOTOS/GETTY
Nafnið maraþon kemur frá goðsögninni um grískan boðbera sem á að hafa
hlaupið alla leið frá vígvellinum
við Maraþon til Aþenu til að til
kynna sigur Aþeninga á Persum
árið 490 fyrir Krist. Sagt er að hann
hafi hlaupið viðstöðulaust allan
tímann og æpt „við höfum sigrað!“
en síðan dottið dauður niður þegar
hann kom til Aþenu.
Þessi saga birtist fyrst í riti Plút
arks frá fyrstu öld eftir Krist, 500
árum síðar. Plútark vitnar í verk
Herakleides frá Pontos, sem var
uppi um öld eftir stríðið, og segir
að hlauparinn hafi heitið Þers
ippos eða Evkles. Satíristinn Lúkí
anos frá Samosata sagði söguna
svo á 2. öld í svipuðum búningi og
hún er þekkt í nú, en hann kallaði
hlauparann Filippídes.
Sagnfræðilegt gildi þessarar
frásagnar er mjög umdeilt, sem og
lengd leiðarinnar sem hann hljóp.
Gríski sagnfræðingurinn
Heródótus, sem skrifaði aðal
heimildina um stríð Grikkja og
Persa, nefnir boðbera sem hljóp
frá Aþenu til Spörtu til að biðja um
hjálp, um 240 kílómetra leið, og
svo aftur til baka. Heródótus nefnir
hins vegar hvergi að boðberi hafi
farið á milli Maraþon og Aþenu,
heldur segir hann að meginhluti
aþenska hersins hafi farið aftur til
Aþenu samdægurs eftir sigurinn
við Maraþon, því þeir óttuðust
árás Persa á borgina. En árið 1879
samdi Robert Browning ljóðið
„Feidippídes“ og frásögnin þar var
síðan talin sagnfræðileg staðreynd.
Goðsögnin um boðberann
Aspars er bæði góður og hollur.
Grillaður aspars er ákaflega ljúffengur. Það er hægt að bera hann fram með fiski,
kjöti, pasta eða risotto. Ef asparsinn
er borinn fram með fiski er upplagt
að hafa hvítvínssósu með sem ein
falt er að gera. Það sem þarf í slíkan
rétt er góður fiskur á grillið, hvítur
eða bleikur.
250 g ferskur aspars
Einföld sósa
1 sjalottlaukur
1 msk. olía
2 ½ dl hvítvín
3 dl rjómi
2 greinar ferskt dill
2 greinar steinselja
Skerið neðsta hluta asparsins burt,
þennan harða. Skrælið aðeins af
stilkinum ef þarf. Grillið asparsinn
þar til hann verður mjúkur.
Skerið laukinn mjög smátt og
steikið í olíu. Hellið hvítvíni yfir
pönnuna og sjóðið niður um
helming. Bætið rjóma út í og sjóðið
upp. Látið sósuna malla þar til hún
þykknar. Bragðbætið með ferskum
kryddjurtum og salti og pipar.
Ljúffeng
hollusta
Margir hlauparar velta fyrir sér einhvern tíma á lífsleiðinni hvaða áhrif bjór
drykkja hefur á hlaupaformið.
Eins og með margt í lífinu snýst
þetta um magn og tíðni. Ef einn
bjór er drukkinn á dag eða einn
nokkrum sinnum í viku hefur
bjórinn líklega lítil neikvæð áhrif á
formið. Þó skal hafa í huga að í bjór
eru kaloríur og ef þeim er ekki eytt
hefur sú umframneysla þau áhrif að
hlaupari fer fljótt að þyngjast og um
leið versnar formið og hlaupagetan.
Ef hins vegar bjór eða annað
vín er drukkið í miklu magni, t.d.
12 kippur á kvöldi, þá hefur það
talsverð áhrif á hlaupagetuna. Þar
spila inn margar kaloríur auk þess
sem viðkomandi borðar minna
og fær því ekki þau næringar eða
orkuefni sem eru nauðsynleg. Svo
mikið magn af bjór getur auðveld
lega aukið líkur á skrópi á æfingu
eða þá að æfingin verður hvorki fugl
né fiskur. Svo er bjór þvagræsandi og
því er hætt við vökvatapi í líkam
anum sem aftur vegur upp á móti
getunni. Líklegast er niðurstaðan sú
að bjórneysla sé tiltölulega skaðlaus
í hófi nema viðkomandi sé veik(ur)
fyrir áfengi.
Heimild: Sigurbjörn Árni
Arngrímsson/www.hlaup.is
Bjór og hlaup
Bjórinn er ágætur en í hófi.
MYND/GETTY IMAGES
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fer fram 18. ágúst, er í fullum gangi á rmi.is.
Fimm hlaupaleiðir eru í boði og þess vegna ættu allir að geta fundið vegalengd við sitt hæfi.
Áheitasöfnun fer fram á hlaupastyrkur.is. Reimaðu á þig skóna, hitaðu upp og vertu með!
Skráðu þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
rm
i.i
s
#
rv
km
ar
at
ho
n
hl
au
p
as
ty
rk
ur
.is
Brandenburg / SÍA
12 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . j ú L í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R MARAþON
2
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
7
9
-B
B
8
C
2
0
7
9
-B
A
5
0
2
0
7
9
-B
9
1
4
2
0
7
9
-B
7
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K