Fréttablaðið - 27.07.2018, Síða 14

Fréttablaðið - 27.07.2018, Síða 14
Hapoel Haifa - FH 1-1 0-1 Eddi Gomes (53.),1-1 Sakis Papazoglou (65.) Santa Coloma - Valur 1-0 1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson, sjálfsm. (72.). Stjarnan - FCK 0-2 0-1 Kenan Kodro (53.), 0-2 Viktor Fischer (58.). Nýjast Evrópudeildin, forkeppni Fram - Þróttur R. 2-2 1-1 Alex Freyr Elíasson (64.), 1-1 Viktor Jóns- son (67.), 2-1 Már Ægisson (96.), 2-2 Daði Bergsson (98.). Víkingur Ó. - HK 0-0 ÍR - Selfoss 3-2 0-1 Hrvoje Tokic (22.), 1-1 Axel Sigurðarson (32.), 1-2 Guðmundur Axel Hilmarsson (55.), 2-2 Jón Gísli Ström (90.), 3-2 Jón Gísli (95.). Njarðvík - Leiknir R. 1-0 1-0 Birkir Freyr Sigurðsson (21.). Inkasso-deild karla Fjölnir - Keflavík 1-2 0-1 Sophie Groff (27.), 0-2 Íris Ósk Val- mundsdóttir, sjálfsm. (58.) 1-2 Nadía Atla- dóttir (63.), Inkasso-deild kvenna Fótbolti Ekki er hægt að líta fram hjá áhrifum Portúgals og Jorge Mend­ es þegar litið er yfir leikmannahóp Wolves fyrir komandi tímabil. Á dögunum skrifuðu João Moutinho og Rui Patricio, lykilleikmenn í Evr­ ópumeistaraliði Portúgals árið 2016 undir hjá nýliðunum í efstu deild. Forráðamenn Úlfanna eru ekki hættir þar og eru í viðræðum við umboðsmenn Pepe, varnarmanns­ ins sem lék í áratug með Real Madrid. Eru nú átta portúgalskir leikmenn í herbúðum Úlfanna sem ættu að skipa þriðjung leikmannahóps félagsins. Í 26 ára sögu úrvalsdeildarinnar hafa 58 portúgalskir leikmenn leikið í deildinni, þeirra frægastur Cristiano Ronaldo, en sú tala ætti að hækka í fyrstu umferð. Kínverskir fjárfestar koma inn Hið sögufræga lið Wolves hefur eytt stærstum hluta undanfarinna tutt­ ugu ára við að reyna að festa sig í sessi í efstu deild á ný. Frá stofnun úrvalsdeildarinnar 1992 hafa Úlf­ arnir aðeins eytt fjórum tímabilum í efstu deild og er besti árangurinn 15. sæti. Þrátt fyrir það hefur þeim tekist að safna til sín leikmönnum sem hafa verið undir smásjá stærri liða Evrópu. Má rekja það tvö ár aftur í tímann þegar Fosun­fjárfestingarhópurinn frá Kína keypti félagið af Steve Morgan. Sérstakur ráðgjafi þeirra og umboðsaðili í kaupunum var fyrrnefndur Jorge Mendes og var hann ekki lengi að koma sínu fólki að. Stuttu síðar keypti félag­ ið tvo skjól­ s t æ ð i n g a M e n d e s frá Ben­ fic a og Monaco f y r i r samanlagt t u t t u g u m i l l j ó n i r punda. Ári síðar tók hinn portúgalski Nuno Espírito Santo við liðinu í Champion­ ship­deildinni stuttu eftir að hafa stýrt liði Porto í Meistaradeild Evrópu. Áður hafði hann stýrt liðum Rio Ave í heimalandinu og Valencia á Spáni en var skyndi­ lega kominn í hörkuna í e n s k u 1. deildinni. N u n o er að sjálf­ sögðu skjól­ s t æ ð i n g u r Mendes og með honum k o m f y r r ­ verandi fyrir­ liði Porto og annar leik­ maður Mend­ es, Reub en N e ve s , t i l E n g l a n d s . Neves var aðeins átján ára þegar hann tók við fyrirliðabandinu hjá Porto og var búinn að vera undir smásjá stærstu liða Evrópu áður en Úlfarnir keyptu hann. Þá fékk félagið einnig nokkra skjólstæðinga Mendes á hagstæðum lánum sem áttu eftir að leika stórt hlutverk þegar Úlfarnir unnu deild­ ina nokkuð örugglega. Tengsl Mendes rannsökuð Ekki er skrýtið að önnur félög í Championship­deildinni hafi óskað eftir því í vetur að knattspyrnusam­ bandið rannsakaði nánar nýliðun Úlfanna. Hafa Mendes og Fosun­fjár­ festingarhópurinn staðið saman að hinum ýmsu fjárfestingum sem sýnir greinilega  hagsmunasambandið á milli þessara aðila. Ekki þótti eðlilegt að maður sem hefði tengsl við Úlfana líkt og Mendes væri einnig umboðsmaður leikmannanna sem væri verið að semja við. Eftir rannsókn enska knattspyrnu­ sambandsins varð niðurstaðan sú að Mendes hefði ekki opinbert starf hjá Úlfunum og væri því ekkert ólöglegt að eiga sér stað. Fyrir vikið héldu Úlfarnir áfram að styrkja sig og sóttu mikið á markað sem Mendes þekkti vel. Við komuna upp í ensku úrvals­ deildina var ekkert verið að versla í neinum lágverðsverslunum – keyptir portúgalskir landsliðsmenn úr her­ búðum Atletico Madrid og Monaco, skjólstæðingar Jorge Mendes. Það verður fróðlegt að sjá hvernig portúgalska innrásin hjá Úlfunum í ensku úrvalsdeildina gengur á kom­ andi tímabili, það er ljóst að það skortir ekki gæðin í þennan leik­ mannahóp. kristinnpall@frettabladid.is Portúgölsk innrás hjá Wolves Nýliðar Wolves mæta með reynslumikið lið til leiks í ensku úrvalsdeildina í haust. Umboðsmaðurinn Jorge Mendes er vel tengdur inn í Úlfana en þeir hafa samið við stór nöfn sem eru einnig skjólstæðingar hans. Portúgalski kjarninn sem átti stóran þátt í að koma Úlfunum upp í ensku úrvalsdeildina á ný. NoRdICPHoToS/gETTy Rui Patrícío var valinn besti markvörður EM 2016 er Portúgal vann óvæntan sigur. Jorge Mendes er umboðs- maður Cristiano Ronaldo, Diego Costa, Angel Di Maria og fleiri heimsþekktra knattspyrnumanna auk Jose Mourinho. GolF Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á Porsche European Open á pari í Hamborg í Þýskalandi í gær. Var hann í 63. sæti fyrir annan hringinn í dag. Mótið er hluti af Evrópumóta­ röðinni, næststerkustu mótaröð heims en heimsþekktir kylfingar á borð við Patrick Reed og Paul Casey eru skráðir til leiks. Birgir fékk skramba á þriðju holu í gær og var á þremur höggum yfir pari eftir níu holur en lét til sín taka á seinni hluta vallarins. Fékk hann alls fimm fugla, tvo skolla og tvö pör og kom í hús á pari vallarins. – kpt Birgir lék fyrsta hring á pari Fótbolti Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörk Maccabi Tel Aviv í 2­0 sigri á Radnicki Nis í undan­ keppni Evrópudeildarinnar í gær. Fór leikurinn fram á heimavelli Maccabi en liðin mætast að nýju í Serbíu á fimmtudaginn. Viðar kom ísraelska liðinu yfir með fyrsta marki sínu á tímabilinu í upphafi seinni hálfleiks og bætti síðar við öðru marki af vítapunkt­ inum. Á sama tíma lék Jóhann Berg Guðmundsson í fyrsta Evrópuleik Burnley í 51 ár gegn Aberdeen frá Skotlandi. Jóhann fékk allar 90. mínúturnar í gær. Skoska félagið komst yfir snemma leiks en Sam Vokes jafnaði metin í seinni hálfleik. – kpt Viðar Örn á skotskónum Birgir Leifur fékk fimm fugla á seinni níu holunum. NoRdICPHoToS/gETTy GolF Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili leiða á Íslandsmótinu í högg­ leik eftir fyrsta hring í Vestmanna­ eyjum í gær. Aðstæður voru til fyrir­ myndar í Vestmannaeyjum í gær þó að rigning hafi truflað kylfinga örlítið um miðjan dag. Axel, sem hefur titil að verja, lék á 65 höggum eða fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið fimm fugla og einn örn á móti tveimur skollum. Er Axel með eins höggs forskot eftir fyrsta dag á næstu kylfinga. Björn Óskar Guðjónsson úr GM og Aron Emil Gunnarsson úr GOS léku báðir á fjórum undir pari en alls tólf karlkylfingar léku fyrsta hringinn undir pari. Hjá konunum lék Guðrún Brá best allra kylfinga í gær er hún kom í hús á 70 höggum eða pari vallarins. Fékk hún fjóra fugla, fjóra skolla og tíu pör á hringnum og er með tveggja högga forskot á Sögu Traustadóttur, GR. Helga Kristín Einarsdóttir úr GK er svo ekki langt undan á þremur höggum yfir pari.  Fyrrum Íslandsmeistarinn Þór­ dís Geirsdóttir úr GK var um tíma meðal efstu kylfinga en henni fatað­ ist flugið á lokaholunum. Þórdís, sem er elsti keppandinn í kvennaflokki, lauk leik á ellefu höggum yfir pari en 31 ár eru síðan hún vann Íslandsmeistaratitil sinn á Jaðarsvelli á Akureyri. – kpt. Axel og Guðrún Brá leiða eftir fyrsta dag í Eyjum Axel er með naumt forskot eftir fyrsta hringinn í gær. gSÍMyNdIR/SIgURÐUR ELVAR 2 7 . j ú l í 2 0 1 8 F Ö S t U D A G U R14 S p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð spoRt 2 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 9 -9 4 0 C 2 0 7 9 -9 2 D 0 2 0 7 9 -9 1 9 4 2 0 7 9 -9 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.