Fréttablaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 17
Hér má sjá fyrir og eftir-myndir af súrefnismeðferð á húð og varanlegri meðferð við háræðasliti. Guðrún er brautryðjandi í nýjungum á sínu sviði og alltaf með puttann á púlsinum. Á snyrtistofunni ríkir notalegt andrúmsloft, næðið er mikið og allt gert til að fólki líði vel og njóti sín til fulls. „Biðstofan er líka listagallerí með málverkum eftir sjálfa mig,“ segir Guðrún sem er lærður list- málari. „Allar húðmeðferðir, einkum háræðaslitsmeðferðin, krefjast mikillar nákvæmni og þá kemur nákvæmni listamanns- handanna sér vel.“ Í boði er að bóka frían tíma hjá Guðrúnu í skoðun og viðtal til að fá ráðgjöf um hvaða meðferðir henta viðkomandi best. Hún tekur á móti öllum af sinni alkunnu alúð og leiðir fólk í gegnum hvert stig meðferðanna, áður en hún er valin. Öflug viðgerðarmeðferð Supreme Hollywood- meðferðarkúrinn er öflug yngingar- og viðgerðarmeð- ferð á húð. Hún byggist á lang- tímaferli og er því raunveru- leg viðgerð á húðinni. Mörg ár tekur að mynda djúpar hrukkur og skemmdir í húð, en með Supreme Holly- wood-meðferðinni, sem er 100 prósent náttúruleg meðferð, verður húðin sterkari, heilbrigðari og enn virkari. Um leið hægir á öldrunarferli húðarinnar. Árangur meðferðarinnar er langvarandi og hún vinnur lengi með húðinni eftir að henni er lokið. Súrefnismeðferð Holly- wood-stjarnanna Súrefnismeðferð á húð, eða „Intra- ceuticals Infusion“, er afar vinsæl meðal Hollywood-stjarnanna og leita stórstirnin meira í náttúru- legar meðferðir fram yfir það að leggjast undir hnífinn þar sem slíkar aðgerðir eldast mjög illa eins og mýmörg dæmi sýna. Nefna má stórstjörnurnar Madonnu, Naomi Campell, Kim Kardashian, Angel- inu Jolie og Jennifer Lopez sem andlit þessara meðferða og þær njóta þeirra reglulega. Meðferðin er einstaklega áhrifarík fegrunar- meðferð án þess að húðin sé rofin með nálum eða skurðaðgerðum. Í janúar voru súrefnismeð- ferðirnar enn og aftur valdar „Spa Treatment of the Year“ í allri Asíu Flestir vilja eldast með reisn Það er draumur okkar allra að eldast með reisn og líta vel út þótt árin bætist við. Margir leita til lýtalækna og í flóknar skurðaðgerðir til að ná slíkum árangri en hann eldist yfirleitt illa, segir snyrti- fræðimeistarinn Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir sem er eigandi Snyrtistofunnar Hafbliks. Guðrún J. Friðriksdóttir er snyrtifræðimeistari og eigandi Snyrtistofunnar Hafbliks. Á minni myndinni er Íris Harðardóttir í móttökunni. MYNDir/SiGTrYGGUr Ari Snyrtistofan Hafblik er glæsileg og geymir málverk eftir Guðrúnu. Andrúmsloftið er notalegt og allt gert til þess að gestum líði vel og þeir njóti sín til fulls. og sem besta og árangursríkasta viðgerðarmeð- ferðin á húð án inngripa nála eða skurðað- gerða. Súrefnismeð- ferðin beinist að því að bæta á náttúrulegar rakabirgðir húðar, og minnka og jafna línur og djúpar hrukkur í andliti og hálsi. Með- ferðin kemur af stað yngingarferli í húðinni sem er viðhaldið og aukið með húð- vörum frá Intraceuticals sem not- aðar eru heima dags daglega. Hluti af meðferðinni felst í því að húðin fái vítamínskot á hverjum degi til að bæta á rakabirgðir hennar. Dugandi meðferð sem eyðir háræðasliti fyrir fullt og allt Háræðaslitsmeðferð nýtur mikilla vinsælda á meðal karla og kvenna og hefur reynst einstaklega vel, ekki síst þeim sem prófað hafa allt annað og ekkert virkað. Guðrún hefur mikinn skilning á húðvandamálum fólks því sjálf hefur hún þurft að glíma við slíkt í gegnum árin, þar á meðal rósroða í yfir tuttugu ár. „Einn af fylgikvillum þess er að háræðakerfið getur brostið og þá situr maður uppi með háræðaslit út um allt andlit. Hægt er að farða yfir það að vissu marki en þegar heitt er verður maður eldrauður í framan og blár þegar kalt er. Enginn skilur hversu hamlandi þetta er nema að upplifa það sjálfur og þetta skerðir sjálfstraustið,“ segir Guðrún sem var búin að prófa allar meðferðir en ekkert sló á rósroðann fyrr en hún kynntist þessu tæki. „Þá varð að hugsjón hjá mér að vekja athygli fólks á því að hægt væri raunverulega að losna við hár- æðaslit í andliti og að við þurfum ekki lengur að sætta okkur við að sitja uppi með háræðaslit um allt andlit.“ Tækið sem unnið er með er eitt sinnar tegundar og vinnur á hár- æðasliti með hljóðbylgjum. Hljóð- bylgjurnar þurrka upp blóðprótín í brostnum háræðum og loka skemmdum háræðum af mikilli nákvæmni punkt fyrir punkt. Það eyðir sliti, blóðblöðrum og hár- æða stjörnum fyrir fullt og allt. Snyrtistofan Hafblik er í Hlíða smára 9 í Kópavogi. Sími 893 0098. Sjá nánar á snyrt.is. Það varð að hug- sjón hjá mér að vekja athygli fólks á því að hægt væri að losna við háræðaslit í andliti og að við þurfum ekki lengur að sætta okkur við að sitja uppi með háræðaslit um allt andlit. Guðrún J. Friðriksdóttir FÓLK KYNNiNGArBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U r 2 7 . J ú l í 2 0 1 8 2 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 7 9 -B 6 9 C 2 0 7 9 -B 5 6 0 2 0 7 9 -B 4 2 4 2 0 7 9 -B 2 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.