Fréttablaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 28
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Hjónin Sigurlaug Hilmars-dóttir og Ómar Torfason luku fyrr á þessu ári keppni
í maraþonhlaupi í Tókýó í Japan
en með því hlaupi hafa þau bæði
keppt í og lokið öllum sex stóru
maraþonhlaupum heims sem
haldin eru í Tókýó, Boston, London,
Berlín, Chicago og New York. Sigur-
laug, eða Silla eins og hún er alltaf
kölluð, byrjaði að hlaupa fyrir u.þ.b.
30 árum en Ómar mun seinna, eða
árið 2003. Hann hefur þó tals-
verðan grunn að byggja á enda
fyrrverandi knattspyrnumaður sem
m.a. lék 39 landsleiki fyrir Íslands
hönd.
Þótt þau hafi bæði lokið ýmsum
löngum hlaupum fyrir mörgum
árum, t.d. Laugavegshlaupinu árið
2004 og Lundúnamaraþonhlaupinu
ári síðar, auk þess sem Silla hljóp
í New York maraþonhlaupinu
haustið 2005, var það ekki fyrr en
eftir Berlínarmaraþonhlaupið árið
2007 sem sú hugmynd kviknaði að
klára öll stóru hlaupin sex. „Þá var
ég búin með tvö hlaup og Ómar
eitt. Við ætluðum í Boston hlaupið
árið 2008 en ég fékk brjósklos sem
ég glímdi við lengi eða þar til ég fór
í aðgerð í mars 2009. Við hlupum
síðan saman í Chicago maraþon-
hlaupinu árið 2010 og í Boston árið
2013,“ segir Silla.
Tilheyra góðum hópi
Eins og fyrr segir hóf Ómar að
stunda hlaup mun síðar en eigin-
kona hans. „Ég hljóp fyrsta langa
keppnishlaupið með henni þegar
Kláruðu sex stóru maraþonhlaupin
Sigurlaug Hilmarsdóttir og Ómar Torfason eru í fámennum en góðmennum hópi Íslendinga sem
hafa klárað öll sex stóru maraþonhlaupin í heiminum, það síðasta í Tókýó fyrr á þessu ári.
Ómar Torfason
og Sigurlaug
Hilmarsdóttir
luku sjötta og
síðasta stóra
maraþon-
hlaupinu í Tókýó
í Japan fyrr á
árinu. Fimm-
tán Íslendingar
hafa unnið þetta
afrek.
við hlupum saman Laugavegs-
hlaupið árið 2004 og svo í London
ári síðar. Þegar Silla hljóp í New
York vorum við ekki farin að hugsa
út í að klára stóru hlaupin sex sem
voru reyndar fimm á þessum tíma
því Tókýó kom inn síðar. Árið 2017
var svo komið að mér að klára New
York hlaupið og svo kláruðum við
saman síðasta hlaupið í Tókýó í ár.“
Eftir því sem best er vitað hafa
fimmtán Íslendingar klárað stóru
hlaupin sex en þau eru þó ekki
fyrstu hjónin til að ljúka þeim.
„Þann heiður hljóta þau Friðrik
Ármann Guðmundsson og Rúna
Hauksdóttir Hvannberg en ég er
önnur konan til að klára hlaupin
sex,“ bætir Silla við.
Kláruðu saman
Eðlilega er síðasta hlaup í Tókýó
ferskast í minningunni en þar segjast
þau hafa þurft að passa sig að æfa
nóg til að hafa gaman af hlaupinu
en ekki æfa of mikið til að hlaupa
sig ekki í meiðsli. „Það gekk eftir og
okkur tókst meira að segja að hittast
í miðju hlaupi og klára það saman,
þrátt fyrir að hafa verið sett í sitt
hvort byrjunarhólfið. Það var mjög
skemmtilegt og ekki sjálfgefið að
það tækist í 35.000 manna hlaupi.“
Sameiginleg ástríða
Aðspurð hvað sé svona heillandi
við hlaupin segja þau bæði að
útiveran og hlaupafélagarnir
skiptir þar mestu máli. „Svo finnst
okkur skipta miklu máli að hlaupa
á nýjum stöðum. Strax í fyrsta
maraþoninu voru þau markmið
sett að hlaupa aldrei maraþon-
hlaup á sama stað.“ Í dag hefur
Silla hlaupið tíu maraþonhlaup
og Ómar átta, öll í mismunandi
borgum og löndum.
Það er ekki síður mikils virði
fyrir hjónin að eiga þessa ástríðu
saman. „Við tökum tímann í þetta
saman og reimum á okkur skóna
hvar sem við erum, hvort sem er
heima eða í fríi erlendis. Einnig
höfum við verið dugleg að koma
þessu áhugamáli inn hjá dætrum
okkar, tengdasonum og barna-
börnum.“
Í toppformi
Ómar er 59 ára og Silla er árinu
eldri. Þau segjast bæði vera í topp-
formi en samhliða hlaupunum
stunda þau styrktaræfingar og
fjallgöngur.
„Heilsan er fín bæði líkamlega
og andlega. Það er aldrei of seint að
byrja að hlaupa. Best er bara setja
sér raunhæf markmið, byrja rólega
og ætla sér ekki um of í byrjun en
það er oft ávísun á uppgjöf. Síðan
verður að standa við markmiðin
og gefast ekki upp þótt þetta sé
pínu erfitt í byrjun. Það er nauð-
synlegt að setja æfingarnar inn í
daglega rútínu og láta það ganga
fyrir að klára æfingu dagsins. Um
leið er mjög gott að finna sér góðan
æfingafélaga eða skokkhóp. Það er
mjög hvetjandi og skemmtilegt því
félagslegi þátturinn skiptir nefni-
lega líka miklu máli.“
Lactoferrin Gold 1.8 er lífvirk sameind (bio-replenished) sem styrkir ónæmiskerfið, bætir
virkni í meltingarvegi og virkni
þarmaflóru. Lactoferrin er fæðu-
bótarefni sem hentar sérstaklega
vel fyrir þá sem stunda íþróttir þar
sem reynir mikið á þol og styrk,
t.d. hlaup og hjólreiðar, segir Frans
Páll, framkvæmdastjóri hjá Ýmus.
Hann segir að venjuleg framleiðsla
líkamans af lactoferrin próteininu
sé um 60 mg á dag en við sérstakar
aðstæður, t.d. aukna áreynslu, þá
lækkar gildi lactoferrins í líkam-
anum og við finnum fyrir ójafn-
vægi. „Líkaminn verður af lactoferr-
ini með líkamsvökva eins og svita,
munnvatni, tárum og meltingu.
Íþróttamenn geta upplifað ójafn-
vægi í lactoferrin magni líkamans
vegna líkamlegrar virkni sem hefur
áhrif á getu líkamans til að jafna sig
eftir keppnir.“
Lactoferrin prótínið hefur auk
þess járnbindandi eiginleika og
getur komið í veg fyrir járnskort að
sögn Frans. „Járn gegnir mikilvægu
hlutverki í efnaskiptum frumna og
sem flutningsaðili súrefnis í líkam-
anum. Neysla Lactoferrin Gold
hefur jákvæð áhrif á gildi hemo-
globins og þannig eykst það magn
súrefnis sem flutt er til vöðva en
eins og íþróttafólk veit þá er sama-
semmerki milli fjölda súrefniseinda
í blóði og gildis hemoglobins.“
Lactoferrin styrkir líka ónæmis-
kerfið sem er sérstaklega mikilvægt
þegar líkaminn er undir miklu álagi
segir Frans. „Lækkun á birgðum
líkamans á Lactoferrini getur
verið ein af meginástæðum þess
að íþróttamenn verða oft veikir
rétt eftir erfiða keppni eða í lengri
átakstímabilum. Íþróttamenn sem
losa líkamann við of mikið lacto-
ferrin vegna mikilla æfinga geta
dregið úr virkni ónæmiskerfisins
sem aftur hefur áhrif á árangur í
keppni og lengd þess tímabils sem
það tekur að jafna sig.“
Að sögn Frans er Lactoferrin
Gold 1.8 eina lactoferrin bætiefnið
sem er prófað og viðurkennt af
Informed-Sports fyrir íþróttafólk.
„Hver einasta framleiðslulota af
Lactoferrin Gold 1.8 er prófuð
til að tryggja að efnið innihaldi
engin ólögleg, ósamþykkt eða
bönnuð efni skv. bannlista Alþjóða
Ólympíunefndarinnar.“
Lactoferrin Gold 1.8 fæst einungis á
vefsíðunni www.njottulifsins.is.
Frábær árangur með Lactoferrin
Amanda Ágústsdóttir einkaþjálfari
notar Lactoferrin. MYND/SIGTRYGGUR ARI
Amanda Ágústsdóttir einka-þjálfari er ein af fremstu þríþrautarkonum landsins.
Hún hefur notað Lactoferrin Gold
1.8 fæðubótarefnið í tíu mánuði.
„Mikið álag tengt keppnum og
ferðalögum undanfarin ár hefur
valdið því að ég er búin að eiga í
vandamálum með heilsuna, þótt
ég passi mataræðið vel og taki inn
aukajárn. Þá kynntist ég Lactoferrin
Gold 1.8 fæðubótarefninu og ákvað
að prófa það en ég sé svo sannarlega
ekki eftir því.“
Í dag hefur Amanda tekið Lactoferrin Gold í tíu mánuði og segist finn
greinilegan mun á sér á nokkrum sviðum. „Fyrst er að nefna svefninn. Fyrir
inntöku Lactoferrin Gold náði ég að meðaltali 50 mínútna djúpum svefni
hverja nótt en nú næ ég að meðaltali þremur og hálfum tíma sem skilar sér
í miklu betri líðan og meiri orku til að takast á við verkefni dagsins.“
Engar pestir
Eitt það mikilvægasta er þó að hún hefur ekki fengið flensu, kvef eða aðrar
pestir á þessu tímabili. „Venjulega er ónæmiskerfið hjá mér í miklu ójafn-
vægi eftir keppnir og ég gat alltaf bókað það að fá sýkingu í hálsinn strax á
eftir. Ég lenti í miklum vandræðum vegna veikinda og var að fara í gegnum
allt að fjórar pensilínmeðferðir á ári. Rétt áður en ég byrjaði á Lactoferrin
Gold þurfti ég að fara á tvöfaldan pensilínkúr vegna sýkingar í hálsi en eftir
að ég byrjaði á Lactoferrin Gold þá hef ég ekki þurft að fara á einn einasta
kúr.
Heilsan hefur því batnað til muna sem leiðir til betri árangurs í hlaupum
og þríþraut. „Ég finn fyrir auknum krafti og bætingum á tímum. Núna tek
ég Lactoferrin Gold á hverjum degi og ætla tvímælalaust að halda því áfram
því ég finn greinilegan mun.“
Frábær árangur
Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa því Amanda hefur náð mjög
góðum árangri í þríþraut undanfarna mánuði. „Ég vann tvær þríþrautar-
keppnir í röð hér á landi. Fyrst Kópavogssprettþrautina í maí og því næst
WOW þríþrautina í Hafnarfirði í sama mánuði. Síðan keppti ég í World
Triathlon Series í Leeds á Englandi í júní og varð þriðja í röðinni í mínum
aldursflokki. Um næstu helgi tek ég svo þátt í þríþrautarkeppni í Litháen
sem verður fyrsta atvinnumannamótið sem ég tek þátt í. Lactoferrin Gold
1.8 fæðubótarefnið á svo sannarlega stóran þátt í þessum góða árangri.“
Lactoferrin Gold
1.8 fæðubótar-
efnið hentar sér-
staklega vel fyrir
þá sem stunda
íþróttir þar sem
reynir mikið á
þol og styrk, t.d.
hlaup og hjól-
reiðar.
10 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . J ú L Í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R MARAþoN
2
7
-0
7
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
7
9
-A
7
C
C
2
0
7
9
-A
6
9
0
2
0
7
9
-A
5
5
4
2
0
7
9
-A
4
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
7
_
2
0
1
8
C
M
Y
K