Fréttablaðið - 27.07.2018, Page 24

Fréttablaðið - 27.07.2018, Page 24
Við byrjum að afhenda bíla strax 1. september. Vinsældir vetrarleigu hafa vaxið ár frá ári og nú þegar er fyrirspurnum farið að rigna inn,“ segir Ófeigur Frið- riksson, sölustjóri innanlands- markaðar. „Vetrarleiga hentar til dæmis vel þeim stóra hópi sem finnst nauðsynlegt að hafa aukabíl á heimilinu yfir vetratímann, en þá er er erfiðara að komast á milli staða vegna veðurs og færðar og það er meira um skutl vegna skóla og ýmiss konar tómstundastarfs barnanna. Vetraleigan er líka hentug fyrir þá sem kjósa heilsu- samlegri lífsstíl á sumrin með því að hjóla, ganga eða nota strætó og fyrir þann sístækkandi hóp sem vill ekki binda fjármuni sína í tækjum og hlutum, heldur í upp- lifunum og minningum. Það er dýrt að eiga bíl og honum fylgir síaukinn viðgerðarkostnaður eftir því sem hann verður eldri,“ segir Ófeigur. „En með vetrar- leigu er það úr sögunni, þar sem viðkomandi fær ávallt nýjan bíl að hausti þegar nýr samningur er gerður. Síðasta haust var Avis með frá- bær tilboð á leigu á smábílum yfir vetrarmánuðina (september-maí) og viðbrögðin voru framar öllum vonum,“ segir Ófeigur. „Það sama verður uppi á teningnum í haust og við byrjum að afhenda bíla strax 1. september. Þessir bílar eru þægilegir og liprir, henta sérlega vel í innanbæjarakstur og skutl og hafa verið mjög vinsælir hjá okkur sem aukabíll inn á heimilið. Innifalið í vetrarleigu eru bifreiða- gjöld, olíuskipti og allt hefðbundið viðhald, tryggingar og 1.000 kíló- metrar á mánuði. Vetrarleiga Avis aldrei vinsælli Avis bílaleiga er í stöðugri þróun til að mæta þörfum viðskiptavina sinna hér á landi. Vinsældir vetrarleigu Avis hafa aukist mikið undanfarið, en þá leigir fólk bíl bara yfir vetrarmánuðina. Ófeigur segir að vetrarleiga Avis verði sífellt vinsælli og hún geti hentað mjög mörgum. MYND/SIGTRYGGUR Það sem er líka svo frábært við vetrarleiguna er að það er bara ein mánaðarleg greiðsla þar sem allt er innifalið nema eldsneyti. Fólk er því laust við allt vesen og það eru engar óvæntar uppákomur,“ segir Ófeigur. „Það má með sanni segja að ákveðið frelsi felist í að geta ein- beitt sér að öðrum og skemmtilegri hlutum en rekstri og viðhaldi bíla. Úrvalið okkar er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið bíla við sitt hæfi. Það er um að gera að hringja bara í okkur og kanna málið.“ Þeir sem hafa áhuga á að ferðast og hlaupa maraþon gætu gert margt vitlausara en að blanda þessu tvennu saman og skella sér í frí og hlaupa í leiðinni maraþon í einhverju heillandi heimshorni. Það er hægt að hlaupa maraþon næstum hvar sem er í heiminum, en sum maraþon fara fram á sérstaklega fallegum stöðum. Kínamúrsmaraþonið í Kína Þetta einstaka maraþon fer að mestu fram á ógreiðfærri leið sem liggur á Kínamúrnum og kallast „geitaleiðin“. Þátttakendur hlaupa í gegnum hrísgrjónaakra og gömul þorp, njóta fallegs landslags og drekka í sig kínverska menningu. Hlaupið er víst sérlega erfitt, því það fer upp og niður eftir þröngum og erfiðum leiðum, en er um leið mögnuð upplifun á einum magnaðasta stað veraldar. Big Five maraþonið í Suður-Afríku Þetta erfiða hlaup er svolítið eins og maraþonhlaup og safari í einu. Leiðin liggur í gegnum Entabeni verndarsvæðið, sem er uppfullt af mögnuðu dýralífi og fjölbreyttu landslagi. Þátttakendur fá að sjá antílópur, gíraffa og sebrahesta í návígi og hluti leiðarinnar liggur meira að segja í gegnum yfirráða- svæði ljóna. Hlaupið hefur ekki fastan byrjunartíma, heldur fer það af stað þegar aðstæður eru sem öruggastar, en það fer eftir staðsetningu fimm stærstu dýra svæðisins, ljóna, fíla, buffalóa, hlébarða og nashyrninga. Inkaslóðarmaraþonið í Perú Þetta maraþon fer fram á leiðinni upp að Macchu Picchu og er fyrir alvöru ævintýragarpa. Þetta er meira eins og nokkurra daga skoð- unarferð með leiðsögn en keppni. Eftir að þátttakendur hafa hlaupið alla leiðina upp að Macchu Picchu, sem er ein erfiðasta leið sem nokk- urt maraþon fer fram á, eyða þeir tveimur dögum í að skoða svæðið í kring. Landslagið er engu líkt og menning Inkaþjóðarinnar er einstök, svo þetta er ferðalag sem gleymist seint. Alþjóðlega Patagóníu- maraþonið í Síle Þetta maraþon fer fram í óspilltum þjóðgarði í suðurhluta Patagóníu. Þátttakendur hlaupa meðfram töfrandi stöðuvötnum, jöklum og fjallafossum undir snævi þöktum tindum. Það er sannkallað ævin- týri að ferðast um þetta gullfallega og heillandi svæði og takast á við loftslagið, sem getur stundum verið ansi fjandsamlegt. Alþjóðlega Moorea- maraþonið Tahítí-Moorea-maraþonið fer fram á Kyrrahafseyjunni Moorea, sem er við Tahítí í Suður-Kyrra- hafi. Eyjan uppfyllir hugmyndir flestra um suðræna paradís og hlaupaleiðin liggur bæði yfir sandstrendur og fjöll þakin frum- skógi. Meðfram leiðinni spila innfæddir tónlist og dansa og á stöðvum á leiðinni er nóg af mangó, ananas og kókoshnetum. Það skemmir svo ekki fyrir að hlaupið endar á fallegri strönd, svo keppendur geta strax byrjað að hvíla sig. Mögnuð maraþon Það eru haldin mörg þúsund maraþon um allan heim á hverju ári og þau geta verið mjög ólík. Sum fara fram á ótrúlega heillandi og fallegum stöðum sem eru vel þess virði að heimsækja. Þátttakendur í Patagóníumaraþoninu hlaupa fram hjá hrikalegri fegurð. MYND/PATAGONIANINTERNATIONALMARATHON.COM Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Kínamúrsmaraþonið reynir virkilega á. NORDICPHOTOS/GETTY 6 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . j ú L í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RMARAÞON 2 7 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 7 9 -8 F 1 C 2 0 7 9 -8 D E 0 2 0 7 9 -8 C A 4 2 0 7 9 -8 B 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.