Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 6
Heilbrigðismál Fimmtán einstakl- ingar sem voru á biðlista eftir með- ferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstakling- ar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einn- ig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnars- dóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánar- orsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer. Töluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefna- sjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrí- tugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagna- grunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðs- föllum meðal hinna yngri í grunn- inum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjár- sveltar stofnanir sé að ræða og bið- listar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíkni- vanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðar- úrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður. adalheidur@frettabladid.is Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdótt- ir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld og segir orð duga skammt. Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/Heiða Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Valgerður Rúnars- dóttir, yfirlæknir á Vogi. Baráttukona fallin frá Drottning sálartónlistarinnar, Aretha Franklin, lést á heimili sínu í Detroit í gær, 76 ára að aldri. Aretha þótti bera með sér ferskan femínískan blæ með helstu smellum sínum frá sjöunda áratugnum á borð við Think, Respect, Natural Woman. Söngkonan fylgdi demókrötum að málum og tók virkan þátt í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum ásamt Martin Luther King sem var tíður gestur á æskuhemili hennar. NordicpHotoS/GettY Save the Children á Íslandi samfélag Sex gefa kost á sér í for- mannskjöri hjá Neytendasamtök- unum. Framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær. Ný forysta verður kosin á þingi samtakanna í október. Í framboði eru Ásthildur Lóa Þórs- dóttir, formaður Hagsmunasam- taka heimilanna, Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjár- málalæsi, Guðmundur Hörður Guð- mundsson, fyrrverandi formaður Landverndar, Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingur, Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikari, og Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari. Neytendasamtökin hafa verið án formanns frá því Ólafur Arnarson sagði af sér formennsku 10. júlí í fyrra eftir stutta og stormasama formannstíð. Lög félagsins gera ekki ráð fyrir frávikum frá hefðbundnu formannskjöri á þingi félagsins sem haldið er á tveggja ára fresti. – aá Sex vilja setjast í formannsstól brynhildur pétursdóttur, fram- kvæmdastjóri samtakanna, varð ekki við áskorunum um formanns- framboð. Fréttablaðið/Heiða 1 7 . á g ú s t 2 0 1 8 f Ö s t U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 7 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 8 -D 1 9 0 2 0 9 8 -D 0 5 4 2 0 9 8 -C F 1 8 2 0 9 8 -C D D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.