Fréttablaðið - 17.08.2018, Side 16
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Staða WOW
air er tvísýn
og næstu
vikur gætu
ráðið miklu
um framtíð
félagsins.
Skuldir vegna
grunnrekst-
urs Reykja-
víkurborgar
hækkuðu um
tæpa 15
milljarða á
síðasta ári.
Þegar vel árar eykst eigið fé landsmanna og skuldir minnka. Þar með lækkar fjármagnskostnaður og svigrúm skapast til fjárfestinga
eða sparnaðar. Ekki er síður mikilvægt að opinberir
aðilar standi sig og sýni ráðdeild. Að þeir lækki
skuldir í uppsveiflu líkt og einstaklingar og fyrir
tæki. Með því skapast svigrúm til að mæta mögru
árunum og jafnvel til að minnka sveiflur, með fram
kvæmdum á samdráttartímum.
Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88
milljarða á síðustu 12 mánuðum. Skuldirnar
lækkuðu því um rúmar 240 milljónir á dag eða um
10 milljónir á klukkustund. Ríkissjóður hefur náð
góðum árangri á síðustu árum í lækkun skulda.
Skuldir vegna grunnreksturs Reykjavíkurborgar
hækkuðu um tæpa 15 milljarða á síðasta ári. Skuld
irnar hækkuðu því um rúmar 40 milljónir á dag eða
1,7 milljónir á klukkustund. Skuldir Reykjavíkur
borgar hækkuðu um meira en 50% frá 2014 til 2017.
Reykjavíkurborg hefur ekki náð góðum árangri í
lækkun skulda á síðustu árum.
er ekkert góðæri í reykjavík?
Á sama tíma og ríkissjóður hefur lækkað skuldir
sínar hratt hafa skuldir Reykjavíkurborgar aukist
hratt. Þrátt fyrir mikinn vöxt tekna borgarinnar
og hagfelldar aðstæður til niðurgreiðslu skulda.
Nýverið samþykkti borgarráð hækkun á lánsfjár
áætlun um 897 milljónir króna. Heimild til lántöku
á árinu 2018 er því 6,6 milljarðar króna.
Nú er langt liðið á fordæmalaust hagvaxtarskeið
hérlendis, þar sem tekjur borgarinnar hafa hækkað
gríðarlega og skattheimta er með hæsta móti. Tím
inn til að greiða niður skuldir er núna. Þrátt fyrir
það hækka skuldir ár frá ári. Tekjur borgarinnar
munu ekki vaxa út í hið óendanlega.
Skuldir ríkisins lækkuðu um 10 milljónir á
klukkustund á síðustu 12 mánuðum en Reykja
víkurborg jók skuldsetningu um 1,7 milljónir á
klukkustund á síðasta ári. Reykjavíkurborg sýnir
ekki ráðdeild í fjármálum.
Ráðdeild í Reykjavík?
Katrín
Atladóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins
í Reykjavík
Það er gömul saga og ný að fjárfesting í flugiðnaði er afar áhættusöm. Fjárfestar í evrópskum flugfélögum hafa verið minntir á þau sannindi undanfarin misseri þar sem afkoma flestra félaga hefur farið versnandi samhliða harðnandi sam
keppni og hækkandi olíuverði. Íslensku flugfélögin hafa
ekki farið varhluta af þeirri þróun. Þótt meira hafi farið
fyrir fréttum af versnandi gengi Icelandair – markaðsvirði
þess hefur minnkað um liðlega 150 milljarða á rúm
lega tveimur árum – þá er ljóst að fjárhagsstaða WOW
air er mun brothættari. Nýjustu tíðindi af flugfélaginu,
sem koma líklega fæstum mjög á óvart enda hefur það
stækkað gríðarlega á örfáum árum, sýna að afkoman hefur
versnað verulega á skömmum tíma. Eigið fé er af skornum
skammti og handbært fé hverfandi. Staða WOW air er tví
sýn og næstu vikur gætu ráðið miklu um framtíð félagsins.
Hátt olíuverð hefur leikið flugfélagið sérstaklega grátt.
Olíukostnaður var um fjórðungur af heildartekjum í fyrra
– til samanburðar var hann 17 prósent hjá Icelandair – en
fullvíst má telja að hlutfallið hafi hækkað enn meira þar
sem verð á flugeldsneyti fór upp um 36 prósent á fyrri
árshelmingi. Ákvörðun WOW air um að verja sig ekki fyrir
sveiflum í olíuverði, ólíkt helstu keppinautum sínum í Evr
ópu, meðal annars Icelandair og Norwegian, var eftir á að
hyggja röng og hefur reynst félaginu dýrkeypt. Þótt stærstu
flugfélög Bandaríkjanna fylgi sömu stefnu þá er þar ólíku
saman að jafna enda eru þau fjárhagslega mun sterkari
og með greiðan aðgang að fjármagni ef á þarf að halda.
Hættan er einna helst sú að olíuverð fari hækkandi, eins og
sumir greinendur telja sennilegt sökum viðskiptaþvingana
Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran, á sama tíma og meðal
fargjöld haldast áfram lág vegna mikillar samkeppni í flugi
yfir hafið. Þá þarf líklega ekki að spyrja að leikslokum.
Það sem veldur einnig áhyggjum er hvað launakostn
aður WOW air hefur aukist langt umfram tekjur síðustu
misseri. Launakostnaður nam um 15 prósentum af
tekjum á árinu 2016 en á undanförnum tólf mánuðum –
frá júlí 2017 til júní 2018 – var hlutfallið komið í tæplega
20 prósent. Það er gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma
og mun hærra hlutfall en þekkist hjá öðrum evrópskum
lággjaldaflugfélögum. Ein stærsta áskorun stjórnenda
íslensku flugfélaganna, rétt eins og á við um flest hver inn
lend fyrirtæki í erlendri samkeppni, er að leita allra leiða
til að ná niður launakostnaði eigi þau að vera alþjóðlega
samkeppnisfær. Að öðrum kosti mun illa fara.
Óþarfi er að fjölyrða um mikilvægi íslensku flugfélag
anna fyrir vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar. Þau standa
undir um 80 prósentum af öllu flugi til og frá landinu og
þótt ómögulegt sé að segja fyrir með vissu um afleiðing
arnar ef annað þeirra lendir í alvarlegum fjárhagsvand
ræðum þá er ljóst að höggið fyrir íslenskt efnahagslíf yrði
að líkindum talsvert, að minnsta kosti til skemmri tíma,
og það „tæki einhver ár að ná aftur jafnvægi“, eins og Skúli
Mogensen, forstjóri WOW air, hefur sjálfur sagt. Skúli, sem
er þekktur fyrir að spila djarft, leitar nú aukins fjármagns,
með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto, og
hyggst afla sér allt að 12 milljarða með sölu skuldabréfs
til evrópskra fjárfesta. Ástæða er til að ætla að það muni
takast enda þótt vaxtakjörin verði án efa svívirðilega
há. Það er fórnarkostnaður sem er þess virði að leggja í.
Tíminn vinnur ekki með félaginu.
Upp við vegg
Stefán og Vigdís
Stefán Eiríksson, borgarritari
og fyrrverandi lögreglustjóri,
sá sig knúinn til að senda
Vigdísi Hauksdóttur harðort
skammarbréf vegna framgöngu
hennar í fjölmiðlum og á sam-
félagsmiðlum. Taldi Stefán að
borgarfulltrúinn hafi farið fram
með trúnaðarupplýsingar og
farið rangt með dóm sem féll í
máli starfsmanna borgarinnar.
Á sínum tíma vitnaði Stefán
í frægt lag Bítlanna. Það lag
innihélt orðin: „And so I quit
the police department And got
myself a steady job.“ Þótt starfið
sé kannski stöðugt er ekki alveg
hægt að segja það sama um
kjörna fulltrúa í borginni.
tungutak pólitíkusa
Við skattgreiðendur þreytumst
ekki á því að býsnast yfir löngu
sumarfríi íslensku stjórnmála-
stéttarinnar. Sumarfrí hennar
er með því lengsta sem þekkist
á byggðu bóli og ekki er kaupið
neitt lélegt heldur. Ekki byrjar
vertíðin hjá þeim glæsilega
í höfuðborginni. Fyrst rjúka
sjallar á dyr af skipulagsráðs-
fundi vegna stafsetningarvillu
og svo ákveður forseti borgar-
stjórnar að ulla á annan borgar-
fulltrúa. Það er áður óþekkt
tungutak stjórnmálamanna.
Á sama tíma hugsa skattgreið-
endur hvort ekki sé fýsilegasti
kosturinn í stöðunni að lengja
bara sumarfríið þeirra.
sveinn@frettabladid.is
1 7 . á g ú s t 2 0 1 8 F Ö s t U D A g U R16 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
SKOÐUN
1
7
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:3
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
9
8
-C
7
B
0
2
0
9
8
-C
6
7
4
2
0
9
8
-C
5
3
8
2
0
9
8
-C
3
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K