Fréttablaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 24
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Hjónunum finnst gaman að veiða þar sem er veiðivon.
Katrín segir Kristján hafa náð að vekja áhuga sinn á veiði. Allri fjölskyldunni finnst fiskurinn úr Veiðivötnum lostæti.
Á brúðkaups-
daginn. Katrín
Ósk og Kristján
Örn með Ásdísi
Kötlu, Bryndísi
Köru og Kristján
Einar.
Nýgift í fögru umhverfi Veiðivatna, sem er engu öðru líkt.
Við giftum okkur þann 21. júlí síðastliðinn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Skömmu eftir
brúðkaupið fórum við með vina-
hópi okkar í Veiðivötn þar sem við
vorum við veiðar í nokkra daga.
Við köllum þetta brúðkaupsferð
í hálfgerðu gríni en það er að
myndast hefð fyrir því í fjöl-
skyldunni að fara í Veiðivötn eftir
brúðkaup, ásamt kokkinum sem
sér um matinn í brúðkaupinu,“
segir Katrín brosandi.
„Þannig er mál með vexti að
Lilja Sif, systir mín, giftist Stefáni,
manninum sínum, fyrir fimm
árum og helgina eftir brúðkaupið
fóru þeir Stefán og Kristján upp
í Veiðivötn, ásamt Alfreð G.
Maríussyni kokki sem er í sama
veiðihópi. Það vakti mikla
kátínu í hópnum og var ferðin
kölluð „brúðkaupsferðin“, nema
brúðurin var ekki með í för í það
skiptið. Þegar við Kristján vorum
að plana okkar brúðkaup hringd-
um við strax í Alfreð og báðum
hann um að sjá um matinn í okkar
veislu. Fyrr en varði var búið að
skipuleggja veiðiferð strax eftir
brúðkaupið, áður en byrjað var að
ákveða matinn fyrir veisluna. Við
plönum að fara í aðra brúðkaups-
ferð árið 2020 en þá bara við tvö
þar sem við deilum ekki skála
með níu manns,“ segir Katrín en
þau hjónin eru búsett í Danmörku
og eiga þrjú börn, Kristján Einar 8
ára, Ásdísi Kötlu 6 ára og Bryndísi
Köru 3 ára.
Þau hjónin segja að veiðin í
brúðkaupsferðinni hafi gengið
ágætlega en það hafi þó vantað
aðeins upp á stærðina á silungn-
um þetta sumarið. „Við veiddum
mest af öllum í hópnum en feng-
um þó ekki stærstu fiskana,“ segir
Kristján sem veit fátt skemmti-
legra en að veiða. „Ég fer í veiði í
hvert sinn sem tími gefst til og hef
farið í Veiðivötn tvisvar til þrisvar
á hverju sumri síðustu fjórtán
árin en Katrín hefur komið með
síðustu tvö sumur. Veiðiferðirnar
eru óneitanlega ekki eins margar
og ég vildi þar sem við erum búsett
í Danmörku en vonandi breytist
það þegar við flytjum heim aftur.“
Veiðiáhuginn er smitandi
Katrín segir veiði aðallega vera
áhugamál eiginmannsins en
honum hafi tekist að fá hana með
sér í þetta sport með ágætum
árangri. „Ég fer oftar í veiði nú en
áður og heimtaði að fá mínar eigin
vöðlur eftir síðustu veiðiferð. Um
síðustu helgi fékk ég óskina upp-
fyllta,“ segir hún glaðlega.
Spurð hvort þau lumi á góðri
veiðisögu segist Kristján eiga eina
góða af Katrínu. „Þar sem hún
hefur ekki farið í margar veiði-
ferðir er kannski ágætt að segja
eina stutta af henni frá því í fyrra.
Við vorum að veiða með hópnum
okkar í Grænavatni á góðum degi.
Þar sem Katrín var að læra réttu
handtökin og nennti ekki að kasta
út í og bíða setti ég spún á línuna
hjá henni og sagði henni bara að
kasta og draga inn eins og hún
vildi. Stuttu seinna kallar hún á
mig og vill meina að hún sé búin
að festa spúninn í vatninu. Ég kalla
til hennar að draga hann þá inn
við lítinn fögnuð þar sem hún hélt
að ég væri að gera grín að henni en
línan var að taka skarpa beygju til
hægri og ekkert fast heldur vænn
fiskur búinn að bíta á.“
Veiðivatnafiskurinn
uppáhald barnanna
Þar sem silungur er í miklu uppá-
haldi hjá fjölskyldunni er þess vel
gætt að þetta góða hráefni fari ekki
til spillis. „Oftast látum við reykja
hluta af aflanum. Í ár flökuðum við
silunginn og flokkuðum í hæfi-
lega stóra skammta fyrir fimm
manns og settum síðan í frysti.
Þannig er auðvelt að taka einn
og einn skammt úr frysti og þar
sem við búum í Danmörku var
fisknum pakkað þannig að við
gátum tekið tíu kíló með okkur
út. Börnin okkar elska fisk og allri
fjölskyldunni finnst Veiðivatna-
fiskurinn extra góður á bragðið,
enda er hann yfirleitt frekar feitur,“
segir Katrín.
Þegar hjónin nýbökuðu eru
spurð hvar þeim finnist skemmti-
legast að veiða segir Kristján að
mest gaman sé að veiða þar sem
veiðivon er góð og aðstæður fal-
legar. „Veiðivötn eru þar efst á lista
en Hópið og vatnasvæði Selár eru
líka í miklu uppáhaldi,“ segja þau
Katrín og Kristján.
Brúðkaupsferð í Veiðivötn
Katrín Ósk Einarsdóttir og Kristján Örn Kristjánsson gengu í hjónaband fyrr í sumar. Þau eyddu
hveitibrauðsdögunum í Veiðivötnum við veiðar í ægifögru umhverfi og veiddu vænar bleikjur.
EITT KORT
34 VÖTN
7.900 kr.
00000
www.veidikortid.is
JÓLAGJÖF VEIÐIMAN
NSINS!
Sölustaðir:
N1 - OLÍS - ÍSLANDSPÓSTUR og veiðivöruverslanir um land allt.
Frí heimsending þegar pantað er á www.veidikortid.is.
Vatnaveiði er fjölskylduvæn útivist.
Börn yngri en 14 ára veiða frítt með
korthafa.
4 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . ÁG ú s t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R HAUstVEIÐI
1
7
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:3
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
9
8
-A
F
0
0
2
0
9
8
-A
D
C
4
2
0
9
8
-A
C
8
8
2
0
9
8
-A
B
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
6
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K