Fréttablaðið - 01.09.2018, Side 40
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Kúmenið er loksins fullþroska eftir kalt sumar. Þetta er villt kúmen sem Skúli Magnús-
son landfógeti kom sjálfur með
út í Viðey upp úr miðri átjándu
öldinni. Hann var mikill áhuga-
maður um ræktun,“ segir Björk
Bjarnadóttir, sem ætlar að leiða
kúmengönguna á morgun.
Hún hvetur fólk til að taka með
sér skæri og gamalt koddaver eða
taupoka en siglt verður út í Viðey
frá Skarfabakka stundvíslega
klukkan 13.15. „Það verður hist
við bakkann og ég ætla að fara yfir
sögu kúmensins, segja hvaða lækn-
ingamátt það er talið hafa, hvernig
á að tína það, þurrka og loks
geyma,“ upplýsir Björk og hvetur
fólk til að klæða sig eftir veðri.
„Svo er tilvalið að taka með sér
eitthvað heitt á brúsa og þjóðlegt
nesti á borð við flatkökur með
hangikjöti og kleinur,“ segir hún
kankvís.
Ræktun fór út um þúfur
Björk segir að Skúli fógeti hafi
gert ýmsar tilraunir í ræktun
úti í Viðey á sínum tíma, en þó
með misjöfnum árangri. „Hann
prófaði að rækta ýmiss konar
káltegundir, kartöflur og einn-
ig tóbak og það er hægt að finna
tóbakslaut í Viðey,“ segir hún og
bætir við að á 18. öld hafi erlendir
bændur verið fengnir til landsins
til að kenna Íslendingum að rækta
grænmeti og vera sjálfbjarga í
þeim efnum. „Það tókst þó ekki
sérlega vel því Íslendingar voru
önnum kafnir við sauðfjárrækt
og höfðu engan tíma eða orku til
að sinna grænmetisræktun, hvað
þá að girða í kringum grænmetis-
garða og sinna þeim vel. Þessi
ræktun fór því út um þúfur. Hins
vegar kunnu Íslendingar að tína
fjallagrös og söl og gera sér mat
úr þeim. Þeir tíndu skarfakál sem
er mjög C-vítamínríkt og það vex
líka í Viðey. Í raun eru Íslendingar
enn að læra að umgangast græn-
metisgarðana sína og hvernig á að
ganga frá uppskerunni á haustin,“
segir Björk.
Tilgátugarður til sýnis
Í Viðey má sjá hvernig garður
Skúla gæti hafa litið út á sínum
tíma. Þrír útskriftarnemar í skrúð-
garðyrkju við Garðyrkjuskóla
Landbúnaðarháskóla Íslands unnu
að gerð matjurtagarðs í Viðey í vor
í samvinnu við Borgarsögusafn
Reykjavíkur en garðurinn er í anda
matjurtagarðs Skúla fógeta. Björk
segir bæði áhugavert og skemmti-
legt að skoða garðinn. „Kúmenið
kom fyrst til landsins á 17. öld en
það var Vísi-Gísli sem pantaði sér
kúmenfræ og prófaði að rækta það
í Fljótshlíðinni.“
Kúmenkaffi og kúmenmjólk
Kúmen þykir hollt og bragðast
vel. Það er notað í margs konar
í matargerð og er t.d. ómissandi
í kringlur. „Kúmen er talið hafa
lækningamátt og þykir t.d. gott við
vindgangi og verkjum í meltingar-
vegi og það örvar matarlyst. Gott
er að setja kúmen út í mat hjá
börnum og fullorðnum sem þjást
af lystarleysi. Kúmen er líka gott
gegn kvefi og hósta. Best er að
þurrka kúmen á þurru stykki, t.d.
gömlu laki, á skuggsælum stað.
Þegar það er orðið þurrt er gott að
setja það í glerkrukku og geyma
á skuggsælum stað. Ég set kúmen
út í súrdeigsbrauð en það gefur
mjög góðan keim. Kúmen má setja
út í kaffi til bragðbætis og einnig
setja út í mjólk og sjóða. Þingey-
ingar suðu mjólk með kúmeni í,
sigtuðu það frá og settu mjólkina
út í laufabrauðsdeig. Þannig fengu
þeir kúmenbragð af laufabrauði án
þess að það kæmi niður á útskurð-
inum,“ segir Björk en hún hefur
mikinn áhuga á fornri þekkingu og
ekki síst náttúrunni.
Björk er með eigin ræktun,
ásamt Tómasi Ponzi sambýlis-
manni sínum, að Brennholti í Mos-
fellsdal. „Við erum með lífræna
ræktun á 22 tegundum af salati og
mjög sérstökum tómötum, svo-
kölluðum ættardjásnum, og kulda-
þolnum tómötum sem geta vaxið
í óupphituðum gróðurhúsum.
Það hefði verið mjög gaman að
geta boðið Skúla fógeta að kíkja á
ræktunina hjá okkur,“ segir Björk
brosandi að lokum.
Kúmenganga í
Viðey á morgun
Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, leiðir
göngu um Viðey þar sem tínt verður kúmen. Hún fer yfir
sögu kúmens, þurrkun, geymslu og lækningamátt þess.
Mikill áhugi er
á að tína villt
kúmen úti í
Viðey.
Björk (t.v.) með vinkonu sinni, Elínu Edwald. Hún segir að Skúli fógeti hafi
gert ýmsar tilraunir í ræktun úti í Viðey á sínum tíma, en þó með misjöfnum
árangri. Hann prófaði að rækta ýmiss konar káltegundir, kartöflur og tóbak.
Frábær hóptilboð
Sjáðu öll tilboðin okkar á
www.kinahofid.is
Opið alla daga
vikunnar frá
kl. 11:00 - 22:00
Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi
www.kinahofid.is l Sími 554 5022
TILBOÐ
4 réttir + súpa dagsins
aðeins 1.690 kr.*
SVÍNAKJÖT MEÐ TOFANSÓSU
KJÚKLINGUR MEÐ SATAYSÓSU
NÚÐLUR MEÐ GRÆNMET
DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU
*tekið með heim – 1.990 kr. ef borðað er á staðnum.
Ný sending
af yf i rhöfnum
og vinsælu
peysurnar
loksins komnar.
NÚ
KÓLNAR
Í VEÐRI
Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á miðvikudögum
Viðskiptafréttir
sem skipta máli
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . S E p T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
0
1
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
7
-C
1
5
0
2
0
B
7
-C
0
1
4
2
0
B
7
-B
E
D
8
2
0
B
7
-B
D
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
1
2
s
_
3
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K