Fréttablaðið - 07.09.2018, Síða 8

Fréttablaðið - 07.09.2018, Síða 8
GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Renault KADJAR & CAPTUR Sparneytnir sportjeppar Renault Captur, verð frá: 2.790.000 kr. Renault Kadjar, verð frá: 3.650.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 2 9 R e n a u lt K a d ja r- C a p t u r c ro s s o v e r 5 x 2 0 á g ú s t Viðskipti Forsvarsmenn Advania hafa slegið því á frest að skrá fyrir- tækið á hlutabréfamarkað í Sví- þjóð í kjölfar hlutafjáraukningar hjá fyrirtækinu. Við hana var þeim fjárhagslegum markmiðum náð sem stefnt var að með skráningu. Fyrir- tækið, sem er með 1.300 starfsmenn, hyggur á mikinn vöxt, að minnsta kosti tvöföldun á fáeinum árum, til að geta betur keppt á Norður- löndunum. Ekki hafði verið horft til íslenska hlutabréfamarkaðarins um nokkurt skeið vegna smæðar hans. Þetta herma heimildir Frétta- blaðsins. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum eignuðust VIA equity, leiðandi fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti líf- eyrissjóður Danmerkur, 30 prósenta hlut í Advania á þriðjudag. Sam- kvæmt heimildum blaðsins keyptu sjóðirnir hlutabréf af hluthöfum og lögðu fram aukið hlutafé. „Skráning á hlutabréfamarkað er einn af þeim valmöguleikum sem eigendur Advania hafa ávallt litið til, til að efla fjárhagslegan styrk fyrirtækisins og nýta hann til að halda áfram að vaxa. Með tilkomu VIA equity og PFA hefur dregið úr líkunum á að af skráningu á markað verði á næstu misserum,“ segir Gest- ur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali við Fréttablaðið. Framtakssjóður Íslands eignaðist 71 prósents hlut í Advania í kjölfar bankahrunsins. Á árunum 2014 og 2015 eignaðist fámennur hópur norrænna fjárfesta með reynslu og þekkingu á upplýsingatæknigeir- anum á Norðurlöndum meirihluta í félaginu og lagði því til um tvo millj- arða króna í aukið hlutafé. Við það tækifæri var tilkynnt að stefnt yrði að skráningu fyrirtækisins á hluta- bréfamarkað í Svíþjóð og á Íslandi. Breidd og dýpt Spurður hve hratt sé stefnt á að vaxa á næstu árum bendir hann á að þörfin fyrir upplýsingatækni verði æ meiri í viðskiptalífinu. „Tvennt skiptir sköpum í rekstri upplýs- ingatæknifyrirtækja. Annars vegar þarf að hafa nægjanlega breidd til að þjóna þörfum viðskiptavina. Þeir vilja almennt skipta við sama fyrirtækið. Hins vegar er upplýs- ingatækni orðin svo flókin við- fangs að það þarf að hafa yfir að ráða djúpri þekkingu á henni. Til að geta boðið breidd og dýpt þarf Advania að stækka. Fyrirtækin sem við erum að keppa við eru með 15-70 þúsund starfsmenn. Við erum afar smátt fyrirtæki í þeim saman- burði, á Íslandi eru 730 starfsmenn og 1.300 í heildina,“ segir hann. Velta Advania í Svíþjóð var um 24 milljarðar króna í fyrra og mark- aðshlutdeildin einungis 1 prósent. Hann telur því möguleikana mikla en velta á því hve vel verði haldið á spilunum. Ljóst er þó að stefnt sé að örum vexti. Horft til Norðurlanda Horft verði til kaupa á tæknifyrir- tækjum á Norðurlöndunum en þar sé mikið af keppinautum sem þurfi að vaxa. „Mörg fyrirtæki þurfa að verða breiðari og dýpri eins og við,“ segir Gestur. Hann horfir til fyrir- tækja með góð stjórnendateymi og ánægða viðskiptavini sem gætu eflt Advania. Ekki sé horft á einhverjar syllur umfram aðrar. Frá árinu 2012 til ársins 2017 jókst veltan um 43 prósent eða um 10,5 milljarða króna en hún var um 35 milljarðar króna í fyrra. Að sögn Gests má telja innri vöxt fyrir- tækisins í tveggja stafa tölum. Starfs- mönnum á Íslandi hefur fjölgað um 260 frá 2012 til dagsins í dag, eftir að tilkynnt var um yfirtöku á Wise, og eru þeir nú 730. Um 60 prósent veltunnar má rekja til Svíþjóðar, 30 prósent til Íslands og það sem eftir stendur til Noregs. „Starfsemi okkar er lítil í Danmörku,“ segir hann. Advania samanstendur af 14 fyrir- tækjum sem hafa sameinast, þar af átta íslenskum. Það liggur í hlutar- ins eðli að fleiri samrunar hafa átt sér stað á Íslandi því þau fyrirtæki eru smærri en á hinum Norðurlönd- unum. helgivifill@frettabladid.is Advania frestar skráningu á markað Hlutafjáraukning hjá Advania leiddi til þess að fjárhagsleg markmið náðust sem stefnt var að með skráningu. Advania, sem er með 1.300 starfsmenn, hyggur á mikinn vöxt á næstu árum. 60 prósent tekna Advania koma frá Svíþjóð og 30 prósent má rekja til Íslands. Advania kaupir Wise Advania hefur fest kaup á fyrir- tækinu Wise en þar starfa um 80 manns. Eftir sameiningu verður Advania með um 200 starfsmenn sem sérhæfa sig í viðskipta- og framleiðnilausnum Microsoft. Með sameiningunni verður til eining sem hefur burði til að keppa við alþjóðleg fyrirtæki á þessum markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Beðið er eftir að Samkeppnis- eftirlitið leggi blessun sína yfir kaupin. Wise var áður í eigu AKVA group í Noregi. Wise selur Microsoft Dynamics NAV bókhalds- og viðskiptahug- búnað hér landi. VIA equity, fjárfestingarsjóður í Norður-Evrópu, og PFA, stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, hafa eignast 30 prósenta hlut í Advania. FréttABlAðIð/ErNIr Gestur G. Gestsson. 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 0 7 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 2 -7 5 A 0 2 0 C 2 -7 4 6 4 2 0 C 2 -7 3 2 8 2 0 C 2 -7 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 6 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.