Fréttablaðið - 07.09.2018, Qupperneq 36
NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS
Einstaklega vandaðar, náttúrulegar og lífrænar
snyrti- og förðunarvörur á frábæru verði.
náttúrulegar og lífrænar
förðunarvörur
umhverfisvænar
ekki prófaðar á dýrum
án parabena
MIKIÐ ÚRVAL!
25%
AFSLÁTTUR
Í HEILSUH
ÚSINU
TIL 9. SEP
T.
BENECOSNATTURULEGFEGURD
September 2018 – 3. tbl 19. árgangur
HEILSUFRÉTTIR
bls. 3
NÝJAR OG SPENNANDI VÖRUR Í HEILSUHÚSINUbls. 8-9
bls. 6
HREYFÐU ÞIG!– VÖRUR SEM HJÁLPA
bls. 12
TÚRMERIK
LAUGAVEGI LÁGMÚLA KRINGLUNNI SMÁRATORGI SELFOSSI AKUREYRI NETVERSLUN HEILSUHUSID.IS
bls. 4
VAKANDI FYRIR MATARSÓUN
GULLNA JURTIN
bls. 13
FRÁ SOLARAY: ANDROGRAPHIS
BENECOSVARALITIRbls. 14
GAGNAST VEL GEGN KVEFI OG FLENSU
VIRKAR Á HÁLS-BÓLGU OG HÓSTA
bls. 10 - 11
– SPENNANDI UPPSKRIFTIR!
EINFALTOG LJÚFFENGT
BLÖNDUÐ
SPARI
SULTA
25%
TIL 9. SEPT.
Skoðaðu
rafræna útgá
fu
Heilsufrétta á
www.heilsuhusid
.is
Sýningin heitir Saga. Ég er mikill bókaormur og mig langaði að tengja hana við hin ýmsu hlutverk Safna-hússins. Gamlar portrett-myndir á ljósmyndasíðu
hússins urðu mér innblástur, flestar
þeirra eru af óþekktu fólki og í verk-
um mínum gef ég því nýtt hlutverk
sem sögupersónum,“ segir Steinunn
Steinarsdóttir sem sýnir í Safnahúsi
Borgarfjarðar. Hún myndar enn sterk-
ari tengingu við fortíðina með því að
nota ull sem efnivið. „Ullin hefur fylgt
okkur gegnum aldirnar, hún er svo lif-
andi og skemmtilegt efni og það verð-
ur einhver dulúð í myndum úr henni.
Svo finnst mér gaman að tengja listina
við handverkið en varð að finna til
þess nýja leið og þetta er aðferð sem
þarf dálítið að hafa fyrir,“ segir Stein-
unn. Hún lýsir ferlinu þannig að hún
bleyti ullarkembu með vatni og sápu
og nuddi hana þar til hún verði þétt,
síðan þræði hún myndirnar í voðina
með þæfingarnál og noti bara nátt-
úrulega sauðaliti.
Steinunn ólst upp í Tröð í fyrrum
Kolbeinsstaðahreppi sem liggur vest-
ur undir Snæfellsnesi og átti kindur á
þeim tíma. Nú er hún hins vegar fjár-
laus og býr og starfar í Borgarnesi við
list sína. Þegar þetta samtal fer fram
er hún að mála sýningar- og söluhús-
næði í Reykjavík því hún er meðal
nokkurra myndlistarmanna sem eru
að stofna gallerí við Skólavörðustíg 4.
Það á að heita Gallerí Korka og verður
opnað á næstu dögum. „Við erum um
tíu og það er frekar að bætast í hóp-
inn en hitt,“ lýsir hún. „Við ætlum öll
að eiga verk í galleríinu og þau verður
skemmtilegt að skoða því við erum að
gera svo ólíka hluti. Auk þess er hér
salur fyrir einkasýningar.“
Það er væntanlega enginn að gera
myndir eins og þú?
„Nei, ég veit ekki um neinn sem
gerir svona portrettmyndir úr ull en
þó er ólíklegt að mér hafi tekist að
finna upp hjólið.“
Sýning Steinunnar í Borgarnesi
verður opin til 26. október. Hún er í
Hallsteinssal sem er á efri hæð Safna-
hússins, við hliðina á bókasafninu.
Ólíklegt að mér hafi tekist að finna upp hjólið
Andlitsmyndir, unnar með ullarþræði í ullarvoð, eru uppistaða sýningarinnar Saga í Safnahúsi Borgar-
fjarðar í Borgarnesi. Það er Steinunn Steinarsdóttir myndlistarkona sem stendur á bak við þær.
Steinunn við ullarmyndirnar á sýningunni. Þar má kenna Ólöfu frá Hlöðum og Þórberg Þórðarson. Mynd/HalldÓr Óli
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
7 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 F Ö s t U D A G U r20 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð
menning
0
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
C
2
-5
8
0
0
2
0
C
2
-5
6
C
4
2
0
C
2
-5
5
8
8
2
0
C
2
-5
4
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K