Fréttablaðið - 11.09.2018, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU SUN
UMBOÐSAÐILI JEEP Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM Í SUMAR FRÁ 16. JÚNÍ TIL OG MEÐ 4. ÁGÚST
®
DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, LÁGT DRIF. FULLT VERÐ 12.930.000 KR.
AUKAHLUTIR Í VERÐI: MÁLMLITUR. AÐEINS 3 BÍLAR Í BOÐI. HLAÐINN BÚNAÐI M.A.: 19 HÁTALARA HLJÓMTÆKI, BLU-RAY DVD,
SIGNATURE LEÐURINNRÉTTING, PANORAMA SÓLLÚGA, LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, FJARLÆGÐASTÝRÐUR HRAÐASTILLIR O.M.FL.
JEEP 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF.
1.000.000 KR. AFSLÁTTUR. TILBOÐSVERÐ 11.930.000 KR.
®
JEEP GRAND CHEROKEE SUMMIT SIGNATURE®
jeep.is
UMHVERFISMÁL „Þetta eru auð-
vitað miklar kerfisbreytingar sem
um ræðir. Við erum að tala um að
rafvæða samgöngur á tiltölulega
stuttum tíma. Það þýðir að það
þarf innviðauppbyggingu þann-
ig að venjulegt fólk geti tekið þátt í
þessu með okkur,“ segir Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra um nýja
aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í
loftslagsmálum sem kynnt var í gær.
Áætlunin samanstendur af 34 til-
lögum að aðgerðum sem ætlað er
að mæta skuldbindingum stjórn-
valda gagnvart Parísarsamningnum.
Markmiðið er að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda um 40 pró-
sent til ársins 2030 miðað við losun-
ina 1990.
Skipta má tillögunum í tvo megin-
hluta. Annars vegar þær sem snúa að
orkuskiptum í samgöngum og hins
vegar aðgerðir um átak í kolefnis-
bindingu en markmið stjórnvalda
er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.
Lagt er til að nýskráning bensín-
og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030.
Þá eru lagðar til ívilnanir til að flýta
fyrir fjölgun umhverfisvænna bíla.
Katrín segir að í fyrsta skipti fylgi
alvöru fjármunir í verkefni tengd
loftslagsmálum en alls verður 6,8
milljörðum varið í áætlunina. „Við
erum líka komin lengra í að útfæra
aðgerðir sem við teljum að geti skil-
að því markmiði sem við stefnum
að. Ég skynja áhuga frá almenningi,
sveitarfélögum og atvinnulífinu til
þess að taka þátt í þessu.“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráð-
herra, segist stoltur af áætluninni
sem sé vel fjármögnuð. „Mér finnst
tímabært að við komum auga á
þann efnahagslega ávinning sem
fylgir því að samgöngur verði knún-
ar af orkugjöfum sem við Íslendingar
búum yfir og eru sjálfbærir. Það
eykur efnahagslegt sjálfstæði okkar
og er eins og bónusvinningur í þessu
heildarsamhengi hlutanna.“
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
Efnahagslegur bónusvinningur
Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum var kynnt í gær. Meðal tillagna er að nýskráningar bensín- og
dísilbíla verði bannaðar frá 2030. Fjármálaráðherra segir tímabært að horfa á efnahagslegan ávinning.
Mikil aukning
í losun frá stóriðju
Á Íslandi jókst losun gróðurhúsa-
lofttegunda frá iðnaðarferlum
um 106 prósent milli 1990 og
2016 sem fyrst og fremst er rakið
til uppbyggingar stóriðju.
Losun frá stóriðju fellur ekki
undir beinar skuldbindingar
stjórnvalda í loftslagsmálum
heldur undir evrópskt við-
skiptakerfi með losunarheim-
ildir. Stefnt er að 43 prósenta
minnkun á heildarlosun innan
kerfisins til 2030 miðað við losun
1990. Samkvæmt áætluninni
mun Ísland taka þátt í breyttu
viðskiptakerfi.
Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, umhverfisráðherra, segir að
þótt stóriðja falli ekki beint undir
skuldbindingar stjórnvalda geti
hún tekið þátt í kolefnishlutleysi.
„Ég hvet stóriðjuna til að gera
það og hlakka til að sjá hana taka
skref í þá átt líkt og aðrar greinar.“
Siðferðisleg skylda gagnvart komandi kynslóðum
Logi Einarsson formaður Sam-
fylkingarinnar segir að það sem
hann hafi séð af aðgerða-
áætluninni sé gott. „Það
er ánægjulegt að við
Íslendingar skulum
ætla að taka þessa
hluti fastari tökum. Við
munum berjast með
stjórnvöldum hverju sinni
að öllum málum sem eru góð,
nauðsynleg og skynsamleg.“
Hann segir þó að það eigi eftir
að koma í ljós hvort um sé að
ræða raunverulega aukningu
fjármuna til loftslagsmála eða
hvort verið sé að endurnýta
fjármagn úr ríkisfjármála-
áætlun.
„Það er samt ekki
spurning hvort við
Íslendingar eigum að
ráðast í aðgerðir, heldur
erum við skuldbundin
til þess. Bæði vegna alþjóð-
legra skuldbindinga okkar og svo
höfum við siðferðislega skyldu
gagnvart komandi kynslóðum.“
BRETLAND Að minnsta kosti átta-
tíu þingmenn Íhaldsflokksins eru
tilbúnir til þess að greiða atkvæði
gegn frumvörpum ríkisstjórnar
Íhaldsflokksins undir forsæti Ther-
esu May um útgönguna úr Evrópu-
sambandinu ef May lætur ekki af
stefnu sinni um mjúka útgöngu í
málaflokknum.
Í mjúkri útgöngu felst áframhald-
andi aðild að tollabandalaginu
og innri markaði ESB gegn
ýmsum málamiðlunum.
Þessu hélt Steve Baker,
fyrrverandi vararáðherra
útgöngumála, fram í gær.
Baker sagði af sér fyrr á
árinu vegna andstöðu sinnar
við stefnuna. Í síðustu viku
lýsti Boris Johnson,
sem hætti í utan-
ríkisráðuneytinu af
sömu ástæðu, stefnu May
sem sjálfsmorðssprengju-
vesti um bresku stjórnar-
skrána.
Íhaldsflokkurinn heldur
landsfund um mánaða-
mótin. Baker sagðist í gær
óttast að útkoma fundarins
verði sú að May ætli
að ná sínu fram með
aðstoð þingmanna
Verkamannaflokksins. „Þá held ég
að samninganefnd ESB myndi sjá
það vel að Íhaldsflokkurinn hefði
klofnað í herðar niður.“
Íhaldsflokkurinn hefur 316
þingmenn á þinginu. 326 myndu
teljast meirihluti en flokkurinn
nýtur stuðnings norðurírska DUP-
flokksins og skríður þannig yfir
þröskuldinn. Ef áttatíu Íhaldsmenn
kysu gegn May er ljóst að hún þyrfti
að reiða sig á stjórnarandstöðuna.
Rúmt hálft ár er í útgöngudag,
29. mars. Þótt tiltölulega stuttur
tími sé til stefnu er enn margt
óljóst um hvernig útgöngu verður
háttað.
Enginn endanlegur samningur
hefur verið gerður og í ljósi óánægj-
unnar innan Íhaldsflokksins er ekki
víst hvort May myndi ná slíkum
samningi í gegnum þingið. – þea
Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra gengu á kynningarfundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
umhverfisráðherra, segir það sér-
staklega ánægjulegt að allir ríkis-
stjórnarflokkarnir fylki sér á bak
við aðgerðir í loftslagsmálum. „Með
þeim aðgerðum sem við erum að
boða erum við í rauninni að taka
fyrstu skrefin í að umbylta sam-
göngukerfinu okkar.“
Hann segir að skilaboðin til
almennings og atvinnulífsins séu
þau að bjóða þeim með í þessa veg-
ferð. „Það er grundvallaratriðið,
einhvers staðar þurfa stjórnvöld að
byrja. Lykilatriði í þessu er fjármagn-
ið sem við setjum í þetta og að við
erum að taka heildstætt á loftslags-
málunum og horfa á alla geira sam-
félagsins.“ sighvatur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl-
maður hefur verið ákærður fyrir
húsbrot og eignaspjöll í Reykja-
nesbæ. Maðurinn er búsettur
erlendis og ekki íslenskur.
Atvikið sem ákært er fyrir átti
sér stað aðfaranótt 2. september.
Ákærða er gefið að sök að hafa farið
inn um ólæstar dyr í hús í óleyfi
meðan íbúar voru sofandi. Þar lagð-
ist hann í sófa. Þegar húsráðandi
varð var við hann krafðist hann
þess að maðurinn yfirgæfi húsið.
Maðurinn tók því illa og reyndi að
komast aftur inn en án árangurs.
Kastaði hann þá öskubakka í úti-
dyrnar með þeim afleiðingum að
gler mölbrotnaði. Viðgerð kostaði
rúmar 60 þúsund krónur.
Þess er krafist að maðurinn mæti
í fyrirtöku málsins 9. október. Mæti
hann eigi verður fjarvist hans metin
til jafns við að hann viðurkenni brot
það sem ákært er fyrir og verður þá
lagður á það dómur að honum fjar-
stöddum. – jóe
Mölvaði hurð í
Reykjanesbæ
Úr Reykjanesbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
1
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:2
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
6
-E
6
7
C
2
0
C
6
-E
5
4
0
2
0
C
6
-E
4
0
4
2
0
C
6
-E
2
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
0
s
_
1
0
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K