Fréttablaðið - 13.09.2018, Qupperneq 8
Ford EcoSport býður upp á mikla veghæð sem kemur sér vel í snjó
og við aðrar erfiðar aðstæður. Þú situr líka hærra og
það er mun þægilegra að ganga um bílinn.
Ford EcoSport Titanium S er sérlega vel búinn
m.a. leðuráklæði á sætum, 17” álfelgum,
Xenon aðalljósum, 8” snertiskjá,
tölvustýrðri loftkælingu, 7 hátölurum,
bakkmyndavél, SYNC3 hljómtækjum
með raddstýringu og neyðarhringingu,
ESP stöðugleikakerfi með spólvörn,
leðurklætt fjölstillanlegt stýri,
Apple CarPlay og Android Auto.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
FORD ECOSPORT
HÁSETINN
Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford EcoSport
ford.is
3.490.000KR.
FORD ECOSPORT TITANIUM S SJÁLFSKIPTUR:
FORD ECOSPORT VERÐ FRÁ: 2.750.000 KR.
Ford_EcoSport_5x15_20180507_END.indd 1 07/05/2018 14:56
Skilyrðin sem Samkeppniseftirlitið
hefur sett fyrir yfirtöku Haga á Olís
eru líklegast þau umfangsmestu
sem sett hafa verið fram í samruna-
málum hér á landi, að sögn Eggerts
B. Ólafssonar, sérfræðings í sam-
keppnisrétti. Hann segir skilyrðin
þó ekki hafa komið á óvart. Legið
hafi fyrir frá upphafi að eftirlitið
vilji tryggja að aukin samþætting á
eldsneytis- og matvörumarkaði tor-
veldi ekki aðgang nýrra keppinauta
að mörkuðunum.
Hagar hafa þegar fundið kaup-
endur að þeim eignum sem versl-
unarrisanum ber, að kröfu Sam-
keppniseftirlitsins, að selja en um
er að ræða þrjár Bónusverslanir, á
Hallveigarstíg, í Faxafeni og Skeif-
unni, fimm eldsneytisstöðvar ÓB
og Olís og eina dagvöruverslun Olís
í Stykkishólmi.
„Söluskilyrði sem þessi eru ný
af nálinni í samrunamálum hér á
landi. Við höfum ekki séð mikið af
slíku,“ segir Eggert og bætir við að
almennt sé talið að skilyrði um sölu
eigna séu áhrifaríkari en skilyrði
um tiltekna hegðun fyrirtækja. „Í
erlendum samanburði eru skilyrðin
í þessu samrunamáli þó ekkert rosa-
lega umfangsmikil,“ nefnir hann.
Kaup Haga á Olís, sem var fyrst
tilkynnt um í apríl í fyrra, munu þó
ekki ganga endanlega í gegn fyrr en
Samkeppniseftirlitið hefur metið
hæfi kaupenda áðurnefndra eigna.
Vonir stjórnenda Haga standa til
Skilyrðin þau umfangsmestu
Eignarhaldsfélagið LBI, sem heldur
utan um eignir gamla Lands-
bankans, greiddi ríflega 3,4 millj-
ónir evra, jafnvirði um 430 milljóna
króna, í laun og launatengd gjöld
á öðrum fjórðungi ársins og nær
þrefölduðust greiðslurnar frá fyrsta
fjórðungi þegar þær námu jafnvirði
155 milljóna króna.
Hækkunin á milli fjórðunga skýr-
ist af hvata- og starfslokagreiðslum
sem féllu til á öðrum ársfjórðungi,
að því er fram kemur í kynn-
ingu vegna fjórðungs-
uppgjörs félagsins.
Sex manns störfuðu
að meðaltali hjá LBI á
öðrum fjórðungi. – kij
Greiðslur LBI
hækkuðu um
275 milljónir
Olíukostnaður WOW air nam 122,3
milljónum dala, sem jafngildir 13,8
milljörðum króna, á síðasta ári og
meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári
þegar hann var 60,8 milljónir dala,
jafnvirði 6,9 milljarða króna. Þetta
kemur fram í nýbirtum ársreikningi
flugfélagsins.
Verð á flugeldsneyti hækkaði um
20 prósent á síðasta ári en hækk-
unin hefur verið enn meiri, yfir 30
prósent, það sem af er
þessu ári.
O l í u ko st n a ð u r
inn nam ríflega
25 prósentum af
tekjum WOW air í
fyrra en hlutfallið
var 19,8 prósent árið
2016. – kij
Olíukostnaður
tvöfaldaðist
Sameinað félag Haga og Olís hefur skuldbundið sig til þess að selja þrjár
Bónusverslanir, fimm eldsneytisstöðvar Olís og ÓB og dagvöruverslun Olís í
Stykkishólmi. Þegar eru kaupendur fundnir að eignunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sérfræðingur í sam-
keppnisrétti segir skil-
yrðin sem Hagar þurfa
að undirgangast til þess
að eignast Olís ekki hafa
komið á óvart. Hagar
hafa þegar fundið kaup-
endur að þeim eign-
um sem félaginu ber að
selja. Fjárfestar tóku vel í
samþykki eftirlitsins.
16
milljarðar króna er heildar-
virði Olís í kaupum Haga á
félaginu.
Söluskilyrði sem
þessi eru ný af
nálinni í samrunamálum hér
á landi.
Eggert B. Ólafsson,
sérfræðingur í
samkeppnisrétti
þess að hæfismatinu verði lokið í
síðasta lagi um miðjan nóvember.
Eggert segir að Samkeppniseftir-
litið muni meðal annars taka til
skoðunar hvort mögulegir kaup-
endur að verslununum og elds-
neytisstöðvunum séu nógu öfl-
ugir til þess að geta veitt Högum og
öðrum keppinautum samkeppni. Í
sátt Haga og Samkeppniseftirlitsins
er sem dæmi gerð sú krafa að kaup-
endur búi yfir „nægjanlegri þekk-
ingu, fjárhagsstyrk og hvata til þess
að líklegt sé að hann geti til bæði
skemmri og lengri tíma veitt keppi-
nautum umtalsvert samkeppnislegt
aðhald“.
Eggert segir hins vegar að það sé
vafamál hvort slíkum kaupendum
sé yfirhöfuð til að dreifa hér á landi
í ljósi smæðar landsins. Miklu skipti
jafnframt hve vænlegar eignirnar
séu til sölu.
Fram kemur í tilkynningu sem
Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í
tilefni sáttarinnar við Haga að eftir-
litið hafi talið óvissu ríkja um „sölu-
vænleika“ þeirra eigna sem Hagar
buðust til að selja til þess að liðka
fyrir kaupunum. Af þeim sökum
gerði eftirlitið þá kröfu að Högum
yrði óheimilt að taka yfir eignir Olís
fyrr en samningar liggja fyrir við
„öfluga kaupendur“ að eignunum,
eins og það er orðað í tilkynning-
unni.
Ríflega mánuður er síðan sam-
keppnisyfirvöld samþykktu kaup
N1 á Festi en rétt eins og í samruna-
máli Haga og Olís kröfðust yfirvöld
þess að N1 seldi frá sér tilteknar
eignir, svo sem fimm bensínstöðvar,
þar á meðal þrjár undir merkjum
Dælunnar, og verslun Kjarvals á
Hellu. Fjárfestar hafa sýnt bensín-
stöðvunum mikinn áhuga, sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins,
en N1 hefur níu mánuði til þess að
selja stöðvarnar.
Fjárfestar tóku afar vel í tíðindin af
samþykki Samkeppniseftirlitsins en
til marks um það hækkuðu hlutabréf
í Högum um 3,3 prósent í ríflega 420
milljóna viðskiptum í gær. Ráðgjafar
verslunarrisans gera ráð fyrir að sam-
legðaráhrif af kaupunum á Olís muni
nema um 600 milljónum króna á
ársgrundvelli eða sem jafngildir
um 3 prósentum af samanlögðum
rekstrarkostnaði félaganna tveggja.
kristinningi@frettabladid.is
Skúli Mogen-
sen, forstjóri
WOW air.
Ársæll Hafsteinsson,
framkvæmda-
stjóri LBI.
MARKAÐURINN
1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
E
-6
C
1
C
2
0
C
E
-6
A
E
0
2
0
C
E
-6
9
A
4
2
0
C
E
-6
8
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K