Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 30
Hvað er skemmtilegast að gera í snjalltækjum?
Fyrir utan að spila Minecraft og horfa á
YouTube-myndbönd af Minecraft finnst
mér gaman að horfa á King of Random og
stundum Friends.
Hvað þarf að varast á netinu? Hvað
maður skrifar, hvað maður segir og horfir á.
Ef maður tekur t.d. mynd og sendir eitthvert
þá er hún þar alltaf að eilífu.
Hverjir geta best kennt krökkum á snjalltæki
og netið? Fullorðnir, því að þeir vita meira um hætt-
urnar.
Hvað þurfa fullorðnir að vita um netið? Hvað má og
hvað má ekki.
Er eitthvað sem fullorðnir skilja ekki varðandi hvernig
krakkar nota netið/snjalltæki? Kannski þegar maður er
að læra að gera eitthvað í einhverjum leik og er að horfa
á myndbönd þá halda foreldrar að maður sé bara að
glápa á einhvern spila.
Þurfa að vera einhverjar reglur/viðmið? Já.
Er gott að gera samning um hvernig tækin eru notuð og
hafa reglur? Nei, mér finnst þess ekki þurfa.
Viljið þið spjalla við fullorðna um tölvu-
leiki, netið eða snjalltæki? Já, ég væri til í
það, mér finnst gaman að tala um tölvu-
leiki.
Er tæknin af hinu góða? Já, tæknin
hjálpar með svo margt eins og t.d. getur
maður sett allt inn á Google Translate og
skilur þá næstum hvað sem er.
Vilt þú nota snjalltæki í skólum? Já, það er
miklu þægilegra.
Hvaða áherslur ættu skólarnir að hafa í upplýsinga-
tækni? Hvað ættu þeir að kenna? Allt, þá er maður ekki
með eins þunga skólatösku.
Er hægt að nota snjalltæki í öllu námi? Já, maður þarf
bara að finna leiðina.
Finnst þér að það ætti að vera meira á íslensku í
tækjunum og skiptir máli að nota íslensku þegar unnið
er með nýja tækni? Já og nei, finnst bæði betra.
Einhver skilaboð til fullorðinna, foreldra og kennara?
Lesið allt sem ég er búinn að svara hér og gerið það.
Þann 17. september nk. verða liðin 26 ár frá því að landssamtökin Heimili og skóli voru stofnuð fyrir tilstuðlan framsýnna foreldra úr SAMFOK, sam-
tökum foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Framan
af var markmið Heimilis og skóla að huga að hags-
munamálum foreldra grunnskólanema en í dag þjóna
samtökin foreldrum barna á leik-, grunn- og framhalds-
skólastigi.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun sam-
takanna en með nýjum menntalögum frá árinu 2008
varð skylda að hafa skólaráð í grunnskólum og foreldra-
ráð í leik- og framhaldsskólum. Margt af því sem áunnist
hefur kann foreldrum að þykja sjálfsagt í dag, eins og
einsetinn skóli, skólamáltíðir og frístundaheimili. Það
sama mun eflaust eiga við um gjaldfrjáls skólagögn
þegar frá líður.
Heimili og skóli eru frjáls félagasamtök sem starfa
á landsvísu. Hlutverk samtakanna er fyrst og fremst
að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu, veita þeim
stuðning til virkrar þátttöku í skólasamfélaginu og hlúa
að velferð barna og vellíðan.
Okkur er fátt óviðkomandi
Heimili og skóli sinna fjölþættri þjónustu við foreldra
skólabarna á öllu landinu, m.a. samkvæmt samstarfs-
samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Mikilvægur þáttur í starfi samtakanna felst í forvörnum
og fræðslu sem og ráðgjöf og upplýsingagjöf en segja
má að fátt sé okkur óviðkomandi er snýr að samstarfi
heimilis og skóla. Öflugt samstarf er lykill að farsælu
skólastarfi og leggur grunn að mikilvægu forvarnastarfi.
Svæðasamtök foreldrafélaga
Styrkur landssamtakanna liggur í svæðasamtökum en
víða um land hefur verið stofnað til samstarfs meðal for-
eldrafélaga innan sveitarfélaga og á stærri landsvæðum
með það að markmiði að styrkja rödd foreldra sem
hagsmunahóps og sameina krafta þeirra til góðra verka.
Stjórn Heimilis og skóla fundar með fulltrúum svæða-
samtaka tvisvar á ári þar sem markmiðið er að huga
að eflingu foreldrastarfs, ræða skólastefnu yfirvalda og
velferð skólabarna.
Í dag er hafin vinna við mótun menntastefnu Íslands
til ársins 2030 en á þeim umræðufundum sem verða um
allt land á næstu vikum og mánuðum munu foreldrar
eiga sinn fulltrúa. Mikilvægt er að við foreldrar tökum
þátt í þeirri umræðu og höfum áhrif.
Alþjóðlegt samstarf
Heimili og skóli hafa á liðnum árum tekið þátt í Evrópu-
samstarfi í gegnum SAFT-verkefnið (Samfélag, fjöl-
skylda, tækni) og haldið utan um vakningarátak um
örugga netnotkun frá árinu 2004. Ráðgjöf tengd SAFT
hefur verið vaxandi þáttur í starfi landssamtakanna og
töluverð eftirspurn eftir námskeiðum og fræðslu fyrir
bæði nemendur, skóla og foreldrafélög. Einnig höfum
við hjá Heimili og skóla átt í samstarfi við systursamtök
okkar á Norðurlöndum á vettvangi NOKO – Nordisk
Komitté. Að lokinni NOKO-ráðstefnu í Noregi um
næstu helgi mun það koma í okkar hlut að leiða starf
samtakanna næstu tvö árin.
Foreldrasamstarf er forvarnarstarf
Að undanförnu hafa erlendar þjóðir horft til þess mikil-
væga árangurs sem við Íslendingar höfum náð á sviði
forvarna. Á tíunda áratug síðustu aldar var áfengis- og
vímuefnaneysla ungmenna vaxandi vandamál. Þá var
mörkuð ný stefna sem kölluð hefur verið hið íslenska
módel og byggir á samspili rannsókna og stefnumót-
unar með aðkomu rannsókna- og fræðasamfélagsins,
stjórnvalda, foreldra, skóla og nærsamfélags. Fjölmiðlar
víðs vegar að úr heiminum hafa heimsótt Heimili og
skóla til að fræðast um árangurinn og hlutdeild foreldra
í honum. Nýlegar vísbendingar sýna okkur hins vegar
að við megum hvergi gefa eftir ef viðhalda á árangr-
inum.
Hagsmunir og vellíðan barna að leiðarljósi
Nýlega var framhaldsskólinn styttur í þrjú ár en á sama
tíma hefur kvíði meðal ungmenna aukist, brotthvarf
úr framhaldsskólum er meira hér en annars staðar og
ungmenni hætta þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi
vegna álags og tímaskorts. Vaxandi vanlíðan ungmenna
er mikið áhyggjuefni. Við þurfum að skoða þessi mál
heildstætt með hagsmuni og vellíðan barna í huga og
spyrja okkur á hvaða vegferð við erum. Hlúa þarf betur
að innviðum samfélagsins og gefa foreldrum og börnum
tíma og tækifæri til aukinnar samveru. Samfélagsbreyt-
ingar, ný viðfangsefni og áskoranir krefjast þess.
Foreldrasamstarf er í eðli sínu forvarnarstarf. Það að
foreldrar þekkist og geti átt uppbyggileg samskipti við
aðra foreldra í bekk barnsins út skólagönguna hefur
jákvæð áhrif á skólastarf og líðan barnanna okkar sem
hlýtur að vera markmið okkar allra.
Við gerum
þetta saman
Sigrún Edda
Eðvarðsdóttir,
formaður
Heimilis og
skóla.
Starfsfólk
Heimilis og skóla
Hrefna
Sigurjónsdóttir
framkvæmda-
stjóri
Guðberg K.
Jónsson
verkefnastjóri
SAFT
Bryndís
Jónsdóttir
verkefnastjóri
Stjórn
Heimilis og skóla
Sigrún Edda
Eðvarðsdóttir
formaður
Þröstur Jónasson
varaformaður
Inga Dóra
Ragnarsdóttir
Eydís Heiða
Njarðardóttir
Kristjana Þórey
Guðmundsdóttir
Sigríður Arndís
Jóhannsdóttir
Þorvar
Hafsteinsson
Hvað er skemmtilegast að gera í
snjalltækjum? Horfa á You-
Tube-myndbönd. Mér finnst
skemmtilegast að horfa
á fólk spila leiki eins og
Minecraft eða Fortnite.
Hvað þarf að varast? Ekki
segja neinum lykilorðið sitt og
ekki tala við ókunnuga.
Hvernig er best að kenna
krökkum að umgangast netið og snjall-
tæki? Með því að tala saman og segja þeim frá því sem
er hættulegt og sýna þeim hvað er skemmtilegt.
Þurfa að vera einhverjar reglur/viðmið? Já, því að
það getur verið óhollt fyrir krakka að vera of lengi í
tölvunni, þeir geta orðið leiðinlegir og pirraðir. Svo
getur verið hættulegt að tala við ókunnuga og það er
alls konar ógeð á netinu, t.d. getur maður lært fullt af
ljótum orðum og séð ógeðslegar myndir.
Hvernig geta fullorðnir hjálpað krökkum varðandi
umgengni við tölvur? T.d. að þau megi ekki vera of lengi
í tölvunni í einu, banni þeim að fara í tölvuna án leyfis
og svo er gott að hafa tölvulausa daga. En ef það eru
tölvulausir dagar þurfa foreldrar að gera eitthvað með
þeim svo þeim leiðist ekki.
Spjallar þú við fullorðna um tölvuleiki? Ég vil helst
tala við vini mína um tölvuleiki og stundum segi ég
þeim frá einhverju fyndnu sem ég hef séð á YouTube.
Ég tala ekki mikið við fullorðna um tölvuleiki og netið
nema þegar mamma og pabbi tala um reglur við mig.
Er tæknin af hinu góða? Já, því það er hægt að gera
svo margt skemmtilegt, t.d. tala við systur mína sem
býr í útlöndum og spila tölvuleiki. En það getur samt
verið leiðinlegt þegar allir hanga í símanum eða spjald-
tölvunni og eru þá ekki að leika eða tala saman.
Viltu nota snjalltæki í skólum? Já, það er mjög gott
að nota spjaldtölvur til að læra, við fáum spjaldtölvu í
skólanum og notum hana mjög mikið. En ég veit að ég
skrifa frekar illa af því að ég er vanur að nota tölvu.
Hvaða áherslur ættu skólarnir að hafa varðandi
tæknina? Mér finnst gaman að gera allt í tölvu en
skemmtilegast er að forrita.
Einhver skilaboð til fullorðinna? Ég myndi vilja að
fullorðnir væru ekki svona mikið í símanum og krakk-
arnir ekki svona mikið í tækjum því stundum nenna
þeir ekki neinu öðru.
Viðar Darri Egilsson er í 7. bekk í Vatnsendaskóla.
Skemmtilegt að forrita
Hvað er skemmtilegast að gera í
snjalltækjum og netinu í dag ?
Horfa á Friends og spila Home
Design leik.
Hvernig er best að kenna
krökkum að umgangast netið
og snjalltæki? Með því að fá
leiðbeiningar frá foreldrum og
kennurum, með því að tala um
hvað er hættulegt og t.d. hvað er
einelti.
Hverjir geta best kennt krökkum hvernig gott er að
umgangast netið? Fullorðnir, af því að við hlustum
öðruvísi þegar fullorðnir eru að tala, maður tekur það
alvarlega. Fullorðnir hafa reynslu til að miðla og annað
sjónarhorn.
Hvað þurfa fullorðnir að vita um netið? Að allt sem
maður setur á netið er þar að eilífu og að það eru t.d.
barnaníðingar sem reyna að nýta sér sakleysi barna og
unglinga.
Er eitthvað sem fullorðnir skilja ekki varðandi hvernig
krakkar nota netið/snjalltæki? Já, stundum. Foreldrar
halda oft að maður sé BARA að horfa en oft er ég að
læra eða lesa eitthvað áhugavert sem er fræðandi.
Hvernig geta fullorðnir hjálpað? Með því að leiðbeina
og setja reglur.
Hvaða reglur eiga fullorðnir að setja? Hversu mikið
maður notar netið, en helst ekki að setja reglur heldur
frekar leiðbeina og segja og sýna krökkum dæmi um
það hvað það er sem getur gerst, svo maður viti og sjái
sjálfur í hverju hættan felst.
Er gott að gera samning um hvernig maður notar
tækin eða hafa reglur? Nei, það er svo erfitt að hafa eitt
sem gengur yfir alla, en það er gott að hafa reglur til
viðmiðunar.
Er tæknin af hinu góða? Bæði já og nei. Hún getur
hjálpað til í vísindum og hjálparstarfi en á móti er
mannfólkið hætt að tala eins mikið saman og áður og
margir orðnir helteknir af tækninni.
Hvaða áherslur ættu skólarnir að hafa í upplýsinga-
tækni? Mér finnst að allt námsefni ætti að vera rafrænt,
það er umhverfisvænna.
Einhver skilaboð til fullorðinna? Foreldrar, hlustið á
börnin ykkar en ekki reyna að stjórna þeim, leiðbeinið
því annars lærir maður ekkert á því sem verið er að
segja. Sama á við um kennara og aðra.
Embla Rún Pétursdóttir er í 8. bekk í Vatnsendaskóla.
Að eilífu á netinu
Sölvi Hrafn Pétursson er í 7. bekk í Vatnsendaskóla
Upplýsingatæknin léttir skólatöskuna
Útgefandi: Heimili og skóli, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
www.heimiliogskoli.is, www.saft.is, heimiliogskoli@heimiliogskoli.is
2 HEIMILI OG SKÓLI 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
E
-4
9
8
C
2
0
C
E
-4
8
5
0
2
0
C
E
-4
7
1
4
2
0
C
E
-4
5
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K