Fréttablaðið - 13.09.2018, Side 31
Fræðslan byggir á fyrirlestrum Bryndísar Jónsdóttur, verkefna-stjóra hjá Heimili og skóla, og
Margrétar Lilju Guðmundsdóttur,
sérfræðings hjá Rannsóknum &
greiningu og kennara við íþrótta-
fræðisvið Háskólans í Reykjavík.
„Margrét Lilja greinir frá niður-
stöðum rannsókna sem taka til
þátta í lífi barna og unglinga á
borð við andlega og líkamlega
heilsu og líðan, fjölskylduað-
stæður, íþrótta- og frístundastarf,
áfengis- og vímuefnaneyslu og
árangur í námi. Niðurstöðurnar
eru greindar eftir sveitarfélögum
og því er mjög áhugavert fyrir fólk
á mismunandi stöðum á landinu
að heyra hvað hún hefur að segja,“
segir Bryndís. Sjálf kynnir hún
meðal annars í sínum fyrirlestri
könnun sem SAMAN-hópurinn lét
gera og fjallar um samverustundir
foreldra og barna og viðhorf til
áhættuhegðunar. „Foreldrar gegna
mikilvægu hlutverki þegar kemur
að mótun á viðhorfum ungmenna
og verndandi viðhorf foreldra og
eftirlit í samkvæmum getur haft
fælandi áhrif á áfengisneyslu og
dregið úr áhættuhegðun. Þannig
eru foreldrar sem setja mörk og
kaupa ekki áfengi fyrir unglingana
sína ólíklegri til að eiga ungling
sem neytir áfengis.“
Bryndís minnir á að samvera
með unglingum skipti miklu máli
og að styðja verði þá áfram í námi,
leik og starfi þó þeir séu komnir í
framhaldsskóla enda börn til 18
ára aldurs. „Við tölum oft um að
það megi slaka á en ekki sleppa.“
Í fyrirlestri sínum snertir hún
á mörgum flötum í samskiptum
foreldra og barna. Hún leggur til
dæmis áherslu á að foreldrar tali
við börn sín og spyrji þau út í líðan
og hugsanir. „Það er mikilvægt að
skapa þessi tengsl frá unga aldri
því þú stekkur kannski ekki inn
og talar um tilfinningar við 17 ára
ungling sem er ekki vanur því.“
Á Íslandi hefur náðst gífurlegur
árangur í því að draga úr vímuefna-
neyslu ungmenna í efstu bekkjum
grunnskóla og í framhaldsskóla.
Í því sambandi er stuðst við
íslenska módelið þar sem greindir
hafa verið áhættu- og verndandi
þættir. Nýjustu tölur benda til
þess að huga þurfi að þeim þáttum
sem eru verndandi í lífi barna og
ungmenna á Íslandi. Þannig eru
vísbendingar um að lítið eitt hafi
dregið úr samveru barna og for-
eldra og á sama tíma hefur áfengis-
og maríjúananeysla aukist um eitt
prósentustig milli áranna 2017
og 2018 meðal tíundubekkinga.
Svipaða mynd mátti greina árið
2006, en samveran jókst að nýju í
kreppunni. Þá hafa nýjar áskoranir
komið fram með tilkomu rafrettna
og mikilli skjánotkun unglinga.
Bryndís segir því samtal og sam-
veru foreldra og barna enn afar
mikilvæga.
„Við fengum styrki til að bjóða
fyrirlestrana Verum vakandi frítt,
og höfum farið víða um land. Von-
andi fáum við fleiri styrki til að
halda áfram og fræða fleiri.“
Ég tók að mér foreldrastarf vegna þess að ég vildi kynn-ast fólkinu sem starfar með
börnunum mínum í skólanum,“
segir Marta Sigurjónsdóttir, tveggja
barna móðir, stjórnarmaður í
Íþróttafélaginu Gerplu og formaður
foreldrafélags Hörðuvallaskóla
síðan 2008.
Marta er komin til samfundar
við Hans Liljendal Karlsson, þriggja
barna föður sem hefur verið
virkur í foreldrastarfi síðan 2010.
Fyrst í Húsaskóla þar sem hann
var formaður foreldrafélagsins í
fjögur ár en nú er Hans í skólaráði
Foldaskóla og formaður barna- og
unglingastarfs hjá handknattleiks-
deild Fjölnis.
„Ég lenti óvænt í foreldrastarfi
þegar strákurinn minn hóf nám
í 1. bekk og hnippt var í mig að
gerast bekkjarfulltrúi á kantinum.
Ég sló til og fannst strax gaman að
tengjast öðrum foreldrum og fólki
með ólíkar skoðanir. Mér þótti líka
skemmtileg áskorun að hægt væri
að nálgast verkefni foreldrastarfs-
ins með mismunandi hætti,“ segir
Hans sem í kjölfarið sóttist eftir
enn frekari störfum fyrir foreldra-
félagið. „Ég fylltist löngun til að
hafa enn meiri áhrif á skólastarfið
og varð sérstaklega áhugasamur um
að tengja saman skóla og unglinga-
starf. Því hef ég unnið ötullega
að því að vekja áhuga hjá öðrum
foreldrum og koma þeim á bragðið
enda gefur foreldrastarfið svo ótal
margt til baka. Maður fær allt aðra
tengingu við hverfið sitt, hefur áhrif
til góðs og kynnist íbúum þess, og
bara með því að skreppa í Bónus
verður maður þess áskynja hversu
mikill hluti maður er orðinn af
hverfinu, sem mér þykir virkilega
gaman.“
Marta tekur undir orð Hans.
„Börnin mín segja ekki hægt að
fara í búðina með mömmu því hún
lendi alltaf á tali við hverfis búana.
Ég sé bara ótvíræða kosti þess. Það
er gott að vera málkunnugur öðrum
foreldrum í hverfinu og mynda gott
tengslanet þeirra á milli, áður en
hugsanleg vandamál koma upp.“
Börnum sýnt gott fordæmi
Marta og Hans eru ekki í vafa um
gildi þess að sinna foreldrastarfi.
„Það gleymist að tala um hversu
mikið maður fær til baka. Ávinn-
ingurinn er svo dýrmætur og þegar
upp er staðið eignast maður meira
í eigin hverfi. Tenging við aðra
foreldra og íbúa hverfisins verður
meiri, samhugur og velvilji, og það
er gaman að sýna gott fordæmi
á vinnustað barna og unglinga,
og kenna börnum sínum að vera
virk í samfélaginu. Ég sá það ekki
fyrir þegar ég tók fyrst þátt í for-
eldrastarfinu en ég er gríðarlega
þakklátur fyrir að hafa fengið að
taka þátt í þessu ævintýri og held
að mun fleiri sæktu í foreldrastarf ef
þeir áttuðu sig á því hversu gefandi
launin eru,“ segir Hans.
Marta segir misjafnt eftir
árgöngum hversu viljugir foreldrar
eru að sinna foreldrastarfi.
„Ég heyri stundum á foreldrum
að það skipti ekki máli hvort þeir
taki þátt í foreldrastarfi en það
skiptir svo sannarlega máli og
börnin alveg sérstaklega miklu. Þau
vilja fá foreldra sína í foreldrastarf
skólanna, þeim þykir það upp-
hefð, gaman og traustvekjandi að
foreldrar bekkjarsystkina þeirra
þekkist og geti talað saman. Það er
líka allt annað að nálgast foreldri ef
maður kannast við viðkomandi og
vitaskuld nauðsynlegt að foreldrar
geti talað saman af skilningi og
umhyggju fyrir börnunum, ásamt
því að geta átt góðar samverustund-
ir með nemendum og foreldrum
þeirra í skólastarfinu.“
Kúnst að virkja fleiri foreldra
Marta og Hans segja útbreiddan
misskilning að hlutverk bekkjar-
fulltrúa sé að vera skemmtanastjóri
en mælst er til þess að halda minnst
eitt bekkjarkvöld á hverri önn.
„Hlutverk bekkjarfulltrúa er að
virkja aðra foreldra til að sinna
mismunandi hlutverkum því hægt
er að hafa áhrif á svo margan hátt,“
segir Hans. „Mér hálfbrá þegar ég
uppgötvaði hvað gott foreldra-
starf er þýðingarmikið. Svo mætti
ég uppvíraður á kaffistofuna í
vinnunni til að ræða þetta en hitti
þá fyrir foreldra sem sögðu: „Ja,
skólinn sér nú bara um þetta.“ Þá
velti ég fyrir mér hvort við værum
enn á steinöld því það er eins og
þessi hugmyndafræði nútímans nái
ekki til fjöldans.“
Marta segir gott foreldrastarf
ekki ná að þrífast nema að skólinn
vinni með foreldrum og þeir séu
velkomnir í skólann.
„Maður getur haft öfluga ein-
staklinga í liði með sér en ef skólinn
vinnur ekki með þeim bitnar það
á foreldra- og skólastarfinu. Allt er
þetta mismunandi eftir skólum en í
Hörðuvallaskóla höfum við átt ein-
stakt samstarf við skólann sem gerir
allt fyrir okkur.“
Hans tekur undir orð Mörtu. „Í
Húsaskóla var mjög virkt foreldra-
félag starfandi þegar ég tók til starfa
og allt sem sneri að skemmtana-
haldi, verkaskiptingu og föstum
viðburðum var eins og vel smurð
vél. Kúnstin er að virkja fólk með
sér og draga ekki vagninn einn. Þess
vegna eru fastar hefðir mikilvægar
og að nota nærsamfélagið með sér.“
Gott aðhald að skólastarfinu
Skóli án foreldrastarfs yrði mikil
afturför, að mati Hans.
„Ég sé ekki skólann fyrir mér án
foreldrastarfs. Tenging foreldra
við skólastarfið er mikilvæg sem
og aðhald þeirra að skólastarf-
inu. Að sinna foreldrastarfi eykur
líka skilning manns á því hvernig
grunnskólinn starfar í dag. Maður
hafði ákveðna mynd í hausnum en
hún er ekki lengur sú sama og þegar
maður var sjálfur í grunnskóla,“
segir Hans.
Í foreldrastarfinu hjá Mörtu
stendur upp úr að hafa kynnst frá-
bæru fólki og eignast góða vini.
„Þeir sem fara í foreldrastarf af
einskærri löngun munu njóta þess
og hafa gaman af, enda einstaklega
gefandi og skemmtilegt. Því tel ég
hægt að ná öllum í foreldrastarf ef
þeir bara sjá um hvað starfið snýst.
Því miður eru svo alltaf einhverjir
sem gerast bekkjarfulltrúar með því
hugarfari að þeir séu þá búnir að
standa sína plikt, en jákvætt hugar-
far skiptir sköpum; annars verður
þetta aldrei skemmtilegt og maður
hefur lítið að gefa af sér.“
Í upphafi segist Hans ekki hafa
haft háleit markmið. „En ég heillað-
ist fljótt af starfi bekkjarfulltrúans,
vildi fá meiri ábyrgð og útvíkka
möguleikann á því að láta gott af
mér leiða. Ég fylltist eldmóði þegar
ég tengdi við þá samfélagshugsun
sem áður hafði verið mér hulin og
það var svo gott að láta gott af sér
leiða í nærumhverfinu. Því má segja
að ég hafi kynnst nýrri hið á sjálfum
mér.“
Dýrmæt samfylgd foreldra
Það er gjöf til barns að taka þátt í
foreldrastarfi á skólagöngu þess.
„Með því gefum við barninu af
tíma okkar og sýnum starfi þess og
daglegu umhverfi virðingu, gleði
og dýrmæta samfylgd. Yngri sonur
minn þekkir ekki annað en að ég
sé í foreldrastarfi og mér finnst ég
skynja stolt hans og ánægju með að
mamma sín gefi sig að árum hans
í grunnskóla með virku foreldra-
starfi.“
Hans skynjar það sama hjá sínum
börnum. „Þeim þótti heilmikið mál
þegar ég dró mig út sem formaður
foreldrafélagsins og það var ekki
samþykkt svona einn, tveir og þrír.
Það jafnaði sig svo þegar ég tók að
mér foreldrastörf í Fjölni,“ segir
hann brosmildur.
„Allir gera kröfu um gott sam-
félag en það er svolítið sérstakt að
vera þá ekki tilbúinn að leggja sitt
af mörkum. Gott foreldrastarf gerist
nefnilega ekki af sjálfu sér. Allir
hafa skoðanir á skólastarfinu en
segja þær úr ákveðinni fjarlægð. Því
segi ég: Komið frekar að borðinu og
takið þátt! Það er fullt af spenn-
andi möguleikum og launin koma
ánægjulega á óvart.“
Við tölum oft um
að það megi slaka á
en ekki sleppa.
Börnum þykir
traustvekjandi að
foreldrar þeirra þekkist
og geti talað saman.
Marta Sigurjónsdóttir
Samveran er besta forvörnin
Verum vakandi er samstarfsverkefni Heimilis og skóla og Rannsókna & greiningar og felst í
fræðslu fyrir foreldra í framhaldsskólum og efstu bekkjum grunnskóla um land allt.
Bryndís Jónsdóttir.
Hans Liljendal Karlsson og Marta Sigurjónsdóttir. MYND/EYÞÓR
Foreldrastarf
gjöf til barna
Marta Sigurjónsdóttir, foreldri í Hörðuvallaskóla og Hans
Liljendal Karlsson, foreldri í Foldaskóla, hafa lengi verið virk
í foreldrastarfi. Þau segja launin koma ánægjulega á óvart.
HEIMILI OG SKÓLI 3 F I M MT U DAG U R 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
C
E
-3
A
B
C
2
0
C
E
-3
9
8
0
2
0
C
E
-3
8
4
4
2
0
C
E
-3
7
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K