Fréttablaðið - 13.09.2018, Page 32
Komdu til liðs við okkur!
Markmið Heimilis og skóla er að stuðla að bættum uppeldis- og
menntunarskilyrðum barna og unglinga.
Framlag einstaklinga, skóla og foreldrafélaga í formi aðildargjalds
gerir okkur kleift að veita enn betri þjónustu.
Árgjald:
Einstaklingar kr. 4.100
Skólar og foreldrafélög kr. 12.900
Skráning í samtökin: www.heimiliogskoli.is
Hvað gera Heimili og skóli – landssamtök foreldra?
- Veita ráðgjöf til foreldra og foreldrafélaga um hvaðeina sem
tengist skólastarfi og velferð barna.
- Eru hagsmunasamtök foreldra og barna á öllum skólastigum og
það er okkur mikils virði að heyra sjónarmið foreldra.
- Halda úti heimasíðu og Facebook-síðum þar sem finna má ýmiss
konar fróðleik og gefa út tímarit.
- Stýra SAFT verkefninu um jákvæða og uppbyggilega netnotkun
- Bjóða upp á fræðsluerindi/námskeið fyrir kennara, nemendur
og foreldrafélög. Félagar í Heimili og skóla fá afslátt af fræðslu og
viðburðum.
Dæmi um fræðslu:
• Bekkjarfulltrúanámskeið
• Fræðsla fyrir stjórnir foreldrafélaga og skólaráð
• Netöryggi og samfélagsmiðlar
Hvað er skemmti-
legast að gera í
tímum í skól-
anum?
Það er að leika
mér að lita, en
stundum gleymi
ég mér að gera
óskalista, því ég á
afmæli á laugar-
daginn.
Hvað er skemmtilegast að gera í
frímínútum?
Hanga á fótum í klifurgrindinni.
Hvernig eignast maður vini í
skólanum?
Maður byrjar bara að segja
halló. Kannski á hann engan vin og
kannski á hann mjög margra vini.
Bera Dís Ísdal
Njarðvík 6 ára á
laugardaginn
Hvað er skemmtilegast að gera í tímum í
skólanum?
Hanga.
Hvað er skemmtilegast að gera í
frímínútum?
Að fara í eltingaleik.
Hvernig eignast maður vini í
skólanum?
Með því að leika við þá.
Mist Sigurbjörnsdóttir 6 ára
Hvað er skemmti-
legast að gera í
tímum í skól-
anum?
Mér finnst
gaman að læra
stafina og allt
það.
Hvað er
skemmtilegast að
gera í frímínútum?
Bara allt. Klifurgrindin og fót-
boltinn og kastalinn er allt jafn
skemmtilegt.
Hvernig eignast maður vini í
skólanum?
Maður þarf bara að spyrja hvort
hann nenni að vera vinur manns og
síðan bara verður maður vinir.
Ólíver Örn
Jóhannsson
6 ára
4 HEIMILI OG SKÓLI 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
Salka Sól Eyfeld, tónlistar- og leikkona, og Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, vinna að
átaki gegn einelti ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ. MYND/EYÞÓR
Vanda Sigurgeirsdóttir. MYND/GVA
Hugmyndin kviknaði í fram-haldi af nýrri handbók um einelti og vináttufærni –
forvarnir og viðbrögð, sem Vanda
og ég unnum að saman. Við
reyndum að nálgast viðfangsefnið
frá öðru sjónarhorni, þannig að
gripið væri fyrr inn í samskipta-
vanda og koma þannig mögulega
í veg fyrir einelti,“ útskýrir Hrefna
Sigurjónsdóttir, framkvæmda-
stjóri Heimilis og skóla.
„Þegar Salka sagði sögu sína í
sjónvarpsþætti og langaði að gera
eitthvað meira þótti okkur kjörið
að samnýta krafta okkar, kynna
handbókina víðar, ásamt því að
hjálpa krökkum um land allt að
líða betur. Vanda og samstarfsfólk
hennar í KVAN hefur gríðarmikla
reynslu í að vinna með bekkjum,
hópum og einstaklingum við að
bæta samskipti og byggja upp
sjálfsmynd og er Vanda einn af
okkar helstu sérfræðingum og
rannsakendum í eineltismálum.
Það var mikill hvalreki fyrir
okkur að fá þær Sölku til liðs við
þetta mikilvæga verkefni sem á
vonandi bara eftir að vaxa,“ segir
Hrefna.
Í verkefninu Krakkar með
krökkum býðst skólum að nýta
krafta Vöndu og KVAN við að
fræða og þjálfa ungmenni í
skólum svo þau verði jákvæðir
leiðtogar og fær um að fræða aðra
í skólanum og vinna með yngri
nemendum. Salka Sól mætir í
skólana og segir krökkunum frá
sinni upplifun af því að hafa lent
í einelti og hvernig hún vann
sig út úr því. Heimili og skóli og
KVAN munu verða með foreldra-
fræðslu á sama tímabili þar sem
lagt er út frá efni handbókarinnar
og jafningjafræðslunni og Salka
mun jafnframt ræða við foreldra
um sína reynslu og hvað foreldrar
þurfa að hafa í huga.
Vill gefa krökkum von
„Þetta er algjört ástríðuverkefni
hjá mér og í raun samfélagsleg
skylda út frá þeirri stöðu sem ég er
í, sem tónlistar- og leikkona,“ segir
Salka Sól. „Ég vil fyrst og fremst
sýna krökkum að það er hægt að
vinna sig út úr vanlíðaninni sem
fylgir einelti, gera það sem mann
langar til og láta drauma sína
rætast.“
Nauðsynlegt að tala
„Ég fer ekki nákvæmlega út í það
hvernig eineltið sem ég varð fyrir
lýsti sér þegar ég tala við bekkina
heldur segi þeim meira frá því
hvað ég þurfti að kljást við í kjöl-
farið og hvernig ég vann úr því,“
segir Salka. „Ég sótti mér til dæmis
hjálp allt of seint og því vil ég segja
fólki að byrja strax að vinna úr
sínum málum. Fólk upplifir svo
mikið vonleysi og vanlíðan vegna
eineltis sem getur varað í langan
tíma. En, það er hægt að fá aftur
trúna á sjálfa sig og líða betur. Ég
er dæmi um það og vil gefa krökk-
unum vonarglætu,“ segir Salka.
Mikilvægt sé að ræða opinskátt
um einelti og afleiðingar þess.
„Það þarf að fræða bæði börn
og foreldra um hvað einelti er og
hverjar afleiðingarnar eru. Orðið
„einelti“ var varla notað fyrr en
seint á níunda áratugnum, fram að
því var það bara kallað stríðni. Ég
hugsa einnig að fólk átti sig ekki
alltaf á því að það er að leggja ein-
hvern í einelti. Þess vegna þarf að
tala um hlutina og læra að þekkja
mörk fólks,“ segir Salka. Hún finni
fyrir því að það sem hún hafi að
segja skili sér.
„Ég fæ pósta frá þolendum ein-
eltis, foreldrum barna, kennurum
og alls konar fólki sem þakkar mér
fyrir að tala um þetta. Það gefur
mér mikið.“
Jafningjafræðsla
árangursrík
Vanda segir það styrkja verkefnið
mikið að jafn þekktur einstakl-
ingur og Salka deili reynslu sinni.
Fyrirmyndir skipti máli. Það sé þó
ekki nóg eitt og sér.
„En þessi blanda er góð, við
tvinnum reynslu Sölku og fræðin
saman,“ segir Vanda. „Rannsóknir
hafa sýnt að fyrirlestrar um einelti
skila sér ekki sem skyldi einir og
sér. Krakkarnir segja sjálfir að það
sé ekki leiðin og ég vil meina að
fyrirlestrarformið nái illa eyrum
akkúrat þeirra sem helst þyrftu að
hlusta.
Þekking er mikilvæg en ein og
sér er hún ekki nóg, þá myndi til
dæmis enginn reykja eða nota
símann í bílnum. Þetta snýst
meira um viðhorf og ákvarðanir
sem maður tekur. Eineltismál eru
flókin, þau tengjast völdum og
vinsældum og menningu og þetta
eru hlutir sem vinna þarf með til
þess að breyta þeim. Með því að
þjálfa eldri krakkana búum við til
jákvæða leiðtoga innan skólanna
sem verða fyrirmyndir.“
Verkefnið er m.a. styrkt af For-
varnarsjóði Reykjavíkur, Isavia og
Byko. Fleiri styrkja er leitað svo
verkefnið megi fara sem víðast.
Krakkar fræða
krakka um einelti
Krakkar með krökkum er yfirskrift átaks gegn einelti sem
Heimili og skóli ýta úr vör nú í upphafi skólaárs. Verkefnið
er unnið í samvinnu við söng- og leikkonuna Sölku Sól
og Vöndu Sigurgeirsdóttur, lektor í tómstunda- og félags-
málafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hvað segja
börnin? Börn í Ísaksskóla sitja fyrir svörum.
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
E
-3
5
C
C
2
0
C
E
-3
4
9
0
2
0
C
E
-3
3
5
4
2
0
C
E
-3
2
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K