Fréttablaðið - 13.09.2018, Qupperneq 33
Ester Ingvarsdóttir barnasálfræðingur hjá Auðnast segir kvíða vera eðlilegan í
vissum mæli en geta verið skaðlegan ef hann er hamlandi fyrir börnin.
Mörg börn og unglingar verða á einhverjum tíma-punkti kvíðin. „Kvíði er
eðlileg tilfinning og hluti af öllu
tilfinningalitrófinu,“ segir Ester
Ingvarsdóttir, sálfræðingur hjá
Auðnast. „Það er mikilvægt að gera
greinarmun á því hvort um er að
ræða eðlilegan kvíða, eða kvíða
sem er hamlandi fyrir barnið.
Kvíði getur verið hjálplegur. Ef þú
ert að fara í próf og verður svolítið
stressaður er líklegra að þú leggir
meira á þig og fáir þar af leiðandi
betri einkunn. Yfirleitt er litið svo
á að ef börn eru hætt að gera hluti
sem þau þurfa að gera, vilja gera,
eða hefðu gott af að gera, þá sé
kvíðinn orðinn hamlandi. Kvíði
getur orðið til þess að sum börn
verða hrædd og draga sig í hlé, en
önnur verða jafnvel mjög reið eða
pirruð við sína nánustu.“
Hún segir ýmislegt sem foreldrar
geta gert til að koma í veg fyrir
kvíða. „Eitt það fyrsta er að líta í
eigin barm og kanna hvort þau séu
á einhvern hátt að ýta undir kvíða
barnsins. Kvíðnir foreldrar gætu
ómeðvitað gert börnin kvíðin með
því að vara þau óhóflega mikið
við hættum eða hjálpa þeim óaf-
vitandi að forðast aðstæður sem
þeim þykja erfiðar. Foreldrar geta
verið fyrirmyndir barna sinna
og kennt þeim að takast á við
erfiðar aðstæður, sýnt hugrekki
með því að gera hluti sem þeim
þykir sjálfum erfiðir og talað um
hvernig þau fóru að því.“ Þá segir
hún einnig mikilvægt að foreldrar
ýti markvisst undir hugrekki og
sjálfstraust barna sinna. „Ef barn
vill alls ekki gera eitthvað, eins og
að mæta í skólann eða fara í afmæli
getur verið gott fyrir foreldra að
vera hóflega ýtin, án þess að taka
alla ábyrgð af barninu og sem
dæmi láta barnið sjálft hringja til
að láta vita. Lykillinn að betri líðan
er að gera það sem manni þykir
erfitt í smáum skrefum og skipta út
áhyggjuhugsunum fyrir raunsæjar
hugsanir. Þetta getur tekið tíma og
má líkja við það að læra að hjóla,
það er ekki nóg að horfa á aðra
heldur þarft þú að æfa þig og með
tímanum nærðu árangri.“
Foreldrar ættu að hvetja börn
og unglinga til að gera hluti sjálf.
„Með því móti eru þau betur búin
undir það sem koma skal. Kennið
þeim að benda á kosti sína og ann-
arra, í stað þess að einblína á það
sem fer úrskeiðis. Og leyfið þeim
að gera mistök því það er nauðsyn-
legur hluti þess að þroskast.“
Í lagi að gera mistökFORELDRA-
BANKINN
Hagnýtar
upplýsingar
hlutverk
bekkjar-
fulltrúa
skemmtileg
verkefni samstarfiðum
bekkinn
Foreldrabankann finnur þú á
www.heimiliogskoli.is
BEKKJARFULLTRÚI?
ERT ÞÚ
FORELDRABANKI
ÞÁ ER
EITTHVAÐ FYRIR ÞIG!
HEIMILIS OG SKÓLA
Rósa skráir safnkost bókasafns Móðurmáls í sjálfboðavinnu. MYND/EYÞÓR
Jurgita segir ekki nóg að tala tungu-
málið heima fyrir heldur verði að
kenna börnum það markvisst.
MYND/SÓLVEIG ÞÓRÐARDÓTTIR
Móðurmál hefur boðið upp á móðurmálskennslu í fleiri en tuttugu tungu-
málum fyrir fjöltyngd börn síðan
1994. Sjálfboðaliðar og foreldrar
hafa unnið stærstan hluta af þeirri
dýrmætu vinnu sem samtökin
standa fyrir,“ segir Jurgita Miller-
iene, varaformaður Móðurmáls, en
markmið samtakanna er að þróa
faglega móðurmálskennslu með
tungumálanámskrá og skýrum
markmiðum.
„Að læra nýtt tungumál er ekki
það sama og að læra sitt eigið
móðurmál. Börn þurfa að hafa
grunn í sínu móðurmáli til að geta
byggt þar ofan á önnur tungumál.
Ef þessi grunnur er ekki til staðar
reynist erfitt að læra annað tungu-
mál,“ segir Jurgita.
Móðurmál er góðu í samstarfi
við SAMFOK og Heimili og skóla
og segir Jurgita það mjög dýrmætt.
„Við viljum að samtökin heyrist og
sjáist. Við viljum ekki vera lokaður
hópur heldur starfa með foreldr-
um, kennurum, skólum, öðrum
samtökum og menntamálaráðu-
neytinu. Þá er hlutverk heimilanna
þegar kemur að móðurmáls-
kennslu mjög mikilvægt. Það eru
þau sem þurfa að taka afstöðu til
þess hvernig þau vilja viðhalda
móðurmáli erlendra barna sem
búa á Íslandi. Kennarar spila
einnig stórt hlutverk og geta leið-
beint foreldrum og börnum,“ segir
Jurgita, sem stofnaði Litháíska
móðurmálsskólann árið 2004.
„Ég á þrjú börn sem hafa öll feng-
ið markvissa kennslu í litháísku,
sínu móðurmáli, og þau hafa einnig
náð mjög góðum tökum á íslensku
og hlotið verðlaun fyrir. Það er ekki
nóg að tala tungumálið heima fyrir
heldur verður að kenna börnum
það markvisst, bæði með því að
kenna þeim málfræði og auðga
orðaforða þeirra,“ segir Jurg ita en
hún er grunnskólakennari við Háa-
leitisskóla við Ásbrú.
Hún segist almennt vilja sjá
meiri stuðning við börn sem hafa
annað móðurmál en íslensku.
„Á hinum Norðurlöndunum er
farandkennari sem fer á milli skóla
og kennir börnum þeirra móður-
mál. Það hefur gefist mjög vel og ég
myndi vilja sjá slíkt starf hérlendis
líka.“
Bókasafn Móðurmáls á flakki
Bókasafn Móðurmáls – samtaka
um tvítyngi er bókasafn fyrir börn
og ungt fólk á erlendum tungu-
málum. Bækurnar eru skráðar í
Gegni en eru geymdar heima hjá
félögum í Móðurmáli.
„Bókasafn Móðurmáls á ekki
húsnæði. Ég sé um að skrá bæk-
urnar heima hjá mér eftir vinnu á
kvöldin og hef nú þegar skráð um
4.000 bækur, geisladiska og mynd-
diska á þrjátíu og tveimur tungu-
málum. Ég er samt ekki búin með
allan safnkostinn. Sífellt bætast við
bækur á nýjum tungumálum, nú
síðast á tyrknesku og esperanto.
Svo geymum við bækurnar á mis-
munandi stöðum. Ég er t.d. með
uppraðað bókasafn í kjallaranum
hjá mér á ítölsku, auk tungumála
sem ekki er verið að kenna eins
og er,“ segir Rósa Björg Jónsdóttir,
verkefnastjóri Bókasafns Móður-
máls. Hún er fagstjóri í skráningu
hjá Landsbókasafni Íslands en
sinnir starfinu fyrir Móðurmál í
sjálfboðavinnu.
„Hver og einn hópstjóri fyrir
móðurmálshópana geymir bækur
heima hjá sér en draumastaðan
væri að fá samastað þar sem fólk
gæti komið og skoðað safnkost
Móðurmáls. Vonandi munum við
einhvern tíma geta boðið upp á
fjölmenningarbókasafn. Eins og
staðan er núna er einungis hægt
að skoða hvaða bækur við eigum
á www.leitir.is og þetta virkar
þannig að ég fæ fyrirspurnir, t.d. í
gegnum tölvupóst, Facebook eða
frá hópstjórunum. Ég sé um að
koma þeim áleiðis svo bækurnar
skili sér á réttan stað og komi að
góðum notum. Jafnframt lána
hópstjórar út bækur þegar kennsla
er á tungumálinu,“ segir Rósa en
Móðurmáli berast oft bókagjafir.
Reykjavíkurborg hefur stutt við
Bókasafn Móðurmáls varðandi
hýsingu en Rósa kallar reglulega til
vini og vandamenn til að ganga frá
safnkosti eftir skráningu. Þá hafa
skiptinemar á vegum Erasmus+
lagt hönd á plóg. Móðurmál hefur
verið tilnefnt til Foreldraverð-
launa Heimilis og skóla oftar en
einu sinni og hlaut verðlaunin árið
2016. Verkefnið Allir með, sem
var unnið í samstarfi við SAM-
FOK, hlaut Hvatningarverðlaun
Heimilis og skóla árið 2018.
Rósa segir þessar viðurkenningar
mikilvæga hvatningu fyrir starfið.
„Við viljum vera sýnileg svo fólk
viti af okkur. Í fyrra héldum við,
ásamt SAMFOK, tíu foreldrafundi á
ýmsum tungumálum í verkefninu
Allir með. Þar var kynnt starfsemi
sem stendur foreldrum og börnum
til boða. Við höfum líka skipulagt
árlega ráðstefnu fyrir móðurmáls-
kennara frá árinu 2013, sem hefur
mælst vel fyrir,“ segir hún.
Markviss kennsla
í móðurmálinu mikilvæg
Móðurmál –
samtök um tví-
tyngi stendur
fyrir kennslu í
móðurmáli barna
sem eru með
annað móður-
mál en íslensku.
Þá reka samtökin
bókasafn með
erlendum barna-
bókum. Allt starf
er unnið í sjálf-
boðavinnu.
HEIMILI OG SKÓLI 5 F I M MT U DAG U R 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8
1
3
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
C
E
-3
5
C
C
2
0
C
E
-3
4
9
0
2
0
C
E
-3
3
5
4
2
0
C
E
-3
2
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
1
2
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K