Fréttablaðið - 13.09.2018, Síða 35

Fréttablaðið - 13.09.2018, Síða 35
Helstu breytingar sem tengjast skóla- starfi tengjast m.a. svo- kallaðri ábyrgðarskyldu sem felur í sér að skólar eru ábyrgir fyrir því að farið sé að meginreglum um persónuvernd og þurfa auk þess að geta sýnt fram á það. Eftir góða heim- sókn fulltrúa frá Heimili og skóla, ásamt hvatningu og leiðsögn, hefur starfið eflst enn frekar. Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi í júlí á þessu ári en með þeim var persónuverndar­ reglugerð Evrópusambandsins innleidd í íslenskan rétt. Þótt margt í nýju lögunum sé óbreytt frá eldri löggjöf innihalda þau ýmsar nýjar reglur, segir Hildur Þórarinsdóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd. „Þar má t.d. nefna aukin réttindi fyrir einstaklinga, þ.m.t. börn. Helstu breytingar sem tengjast skólastarfi tengjast m.a. svokallaðri ábyrgðarskyldu sem felur í sér að skólar eru ábyrgir fyrir því að farið sé að megin­ reglum um persónuvernd og þurfa auk þess að geta sýnt fram á það. Einnig þarf að liggja fyrir skrá yfir vinnslustarfsemi, auk þess sem skylt er að tilkynna Persónuvernd um öryggisbresti. Einnig ber öllum stjórnvöldum, þ.m.t. öllum skól­ um, að tilnefna persónuverndar­ fulltrúa en samnýting þeirra er reyndar möguleg. Þá eru nýmæli í lögunum varðandi sektarheimildir Persónuverndar.“ Undanfarið hafa Persónuvernd, Heimili og skóli og SAFT unnið að fræðsluefni fyrir grunnskóla landsins um persónu­ vernd í íslensku skólasamfélagi sem verður vel kynnt auk þess sem boðið verður upp á fræðslu um persónuvernd fyrir skólastjórn­ endur, kennara og foreldra í vetur. Þarf að vanda til verka Gríðarlega umfangsmikil söfnun upplýsinga á sér stað í skólum landsins, að sögn Hildar. Því skiptir afar miklu máli að vandað sé til verka við slíkar skráningar, ekki síst í ljósi þess að um er að ræða upplýsingar sem fylgja barninu alla tíð. Áður en per­ sónuupplýsingar um nemendur eru til að mynda skráðar í rafrænt upplýsingakerfi, t.d. Mentor eða Innu, verður alltaf að gæta þess að heimild sé til þess samkvæmt per­ sónuverndarlögum. „Oftast hvílir lagaskylda á viðkomandi skóla að skrá ýmsar upplýsingar í slík upplýsingakerfi, og svo lengi sem skráningin er innan þeirra marka og í samræmi við verklagsreglur, sem nauðsynlegt er að skólar setji sér um hvenær og hvernig skrá megi upplýsingar um nemendur, er hún heimil. Auk þess verður öll skráning að samrýmast grunn­ kröfum persónuverndarlaganna. Skólastjórnendur bera ábyrgð á því að vinnsla persónuupplýsinga um nemendur sé í samræmi við lög.“ Réttur á einkalífi Réttur barna til friðhelgi einka­ Aukin réttindi fyrir börnin Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi hér á landi í sumar en með þeim var persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins innleidd í íslenskan rétt. „Miðlun per- sónuupplýsinga um börn í gegnum sam- félagsmiðla telst vera vinnsla per- sónuupplýsinga samkvæmt persónuverndar- lögunum,“ segir Hildur Þórarinsdóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd. MYND/ERNIR Hildur Þórarinsdóttir Lögfræðingur ersónuvernd MYND/ERNIR Þorsteinn Hjartarson er fræðslustjóri Árborgar. Gott samstarf milli foreldra og skóla skiptir miklu og á því sviði stendur sveitarfélagið Árborg framarlega. Þar koma t.d. foreldrar að hugarflugsfundum í stefnumótunarvinnu og fram­ kvæmd viðburða í skólasamfélag­ inu með góðum árangri að sögn Þorsteins Hjartarsonar, fræðslu­ stjóra Árborgar. „Gott samstarf við foreldra skiptir miklu máli enda bera foreldrar meginábyrgð á uppeldi barnanna. Við höfum lagt áherslu á góð tengsl skóla­ fólks og aðila nærsamfélagsins. Við erum m.a. með forvarnarhóp þar sem fulltrúar skóla og fagsviða sveitarfélagsins, ungmennafélags, lögreglu, FSu, heilsugæslu og foreldra koma saman til að ræða mikilvæg forvarnarverkefni en þar er áhersla á að rödd foreldra fái að hljóma. Gaman er að segja frá því að þátttaka foreldra í viðburðum skólanna er mikil og góð.“ Athyglisverð verkefni Mörg umbótaverkefni hafa verið unnin í skólunum á undanförnum árum að sögn Þorsteins. „Eitt stærsta verkefnið hófst 2013­2014 en þá fengu leikskólar Árborgar styrk úr Sprotasjóði til að vinna með mál og læsi. Grunnskólarnir og starfsfólk skólaþjónustu kom einnig í þá vegferð.“ Hann segir kennara, skólastjórn­ endur og skólaþjónustu í góðu Foreldrastarf í miklum blóma Í Árborg ríkir gott samstarf milli foreldra og skóla þar sem foreldrar koma m.a. að hugmyndavinnu og framkvæmd viðburða. Mörg umbótaverkefni hafa verið unnin í bænum á undanförnum árum. samstarfi við foreldra og fræðslu­ yfirvöld. Nýjar áherslur hafi verið mótaðar í vinnu með læsi út frá hugmyndagrunni lærdómssam­ félagsins þar sem samræður milli skóla og skólastiga voru mikilvæg­ ur hluti verkefnisins. „Í grunnskól­ unum mótuðum við nýtt verklag með fjölgun læsisskimana. Allt frá þeim tíma hefur verið unnið að því að efla þátttöku foreldra og styðja þá í hlutverki sínu í málörvun leik skólabarna og hvatningu til foreldra grunnskólabarna í að taka þátt í heimalestri. Þátttaka Heimilis og skóla í Þjóðarsáttmála um læsi hefur haft jákvæð áhrif og stuðlað að virkari þátttöku foreldra í að styðja við lestrarþjálfun barna í Árborg.“ Ný læsisstefna Eins og Þorsteinn nefndi hefur Árborg verið að móta skólamálin í anda lærdómssamfélagsins sem gengur út á að byggja upp tengsl og traust á milli foreldra, skóla, skólaþjónustu og stofnana sem koma að málefnum barna með það að meginmarkmiði að bæta læsi, einnig almennan námsárangur og líðan. Ný læsisstefna var kynnt árið 2017 en þar er lögð áhersla á þátt­ töku foreldra og samábyrgð íbúa á börnunum í Árborg. „Vinnan við hana hafði einnig góð áhrif á foreldrastarf sem leiddi m.a. til þess foreldrafélög grunnskólanna stofnuðu Samborg sem er sam­ starfsvettvangur foreldrafélaga í Árborg. Samborg hefur í góðu samstarfi við skólana staðið fyrir mörgum fræðslu­ og súpufundum fyrir foreldra, svo sem um svefn, kvíða og einelti. Starf Samborgar hefur skilað miklu og vonandi munu samtökin eflast enn frekar á næstunni.“ Leita eftir stuðningi Sveitarfélagið hefur stækkað mikið undanfarin ár og er stór hluti íbúa barnafólk í blóma lífsins að sögn Þorsteins. „Við höfum þurft að byggja við Sunnulækjarskóla sl. 2­3 ár og nú í haust bætast við nokkrar skólastofur í Vallaskóla og til stendur að stækka leikskólann Álf­ heima. Svo á að byggja nýjan skóla í Björkurstykki. Hugmyndavinna hefur farið fram með þátttöku foreldra og fleiri aðila úr skóla­ og nærsamfélaginu.“ Foreldrastarfið í Árborg stendur því í blóma að sögn Þorsteins en það var ekki alltaf svo öflugt. „Eftir góða heimsókn fulltrúa frá Heimili og skóla, ásamt hvatningu og leiðsögn, hefur starfið eflst enn frekar. Foreldrafélögin leita óhikað til samtakanna til að fá aðstoð og stuðning sem munar um. Þá hefur útgáfa á handbók fyrir foreldra­ félög örugglega haft gildi. Við þurfum þó alltaf að vera á tánum, þ.e. stjórnir foreldrafélaganna, en einnig starfsfólk skóla og skóla­ þjónustu. Við þurfum öll að vera tilbúin til aðstoðar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi.“ lífs er tryggður í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því mjög mikilvægt að foreldrar og aðrir sem annast börn séu meðvitaðir um réttindi barna til persónu­ verndar, segir Hildur. „Miðlun per­ sónuupplýsinga um börn í gegnum samfélagsmiðla telst vera vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt persónuverndarlögunum. Því er mikilvægt að afla samþykkis barna áður en rætt er um þau þar eða birtar af þeim myndir, að teknu til­ liti til aldurs þeirra og þroska. Við höfum bent á að brýnt sé að hafa í huga að allt sem birt er á Netinu má finna síðar og getur haft áhrif á líf barns með ýmsum ófyrirséðum hætti. Börn eiga rétt á sínu einkalífi og um leið að geta ákveðið hvaða upplýsingum um sig þau vilja deila og með hverjum.“ Auknar kröfur til samþykkis Nýju lögin kveða líka á um auknar kröfur til samþykkis, segir Hildur. „Samþykki þarf þannig að vera upplýst, óþvingað og ótvírætt. Það þýðir að sá sem er spurður verður að vita nákvæmlega hvað hann er að samþykkja og samþykkið verður að vera veitt af fúsum og frjálsum vilja. Auk þess þarf það að fela í sér sérstaka aðgerð eða yfirlýsingu, sem þýðir til dæmis að ekki er hægt að líta á þögn sem samþykki. Þá er samþykki foreldris eða forsjáraðila nauðsynlegt fyrir börn yngri en 18 ára.“ HEIMILI OG SKÓLI 7 F I M MT U DAG U R 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 1 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C E -4 9 8 C 2 0 C E -4 8 5 0 2 0 C E -4 7 1 4 2 0 C E -4 5 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.