Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 36
Sigga Dögg kynfræðingur hefur frætt unglinga um allt land á undanförn- um árum og veit því hvað brennur á þeim. MYND/SAGA SIG Sigga Dögg kynfræðingur er hluti af teyminu en hún sinnir kynfræðslu vítt og breitt um landið og er orðin ansi vel kunnug því sem unglingar upp- lifa og velta fyrir sér. Hún segir að þar spili netið og samfélagsmiðl- arnir stóra rullu. „Það er á allra vörum að sífelldur samanburður á samfélagsmiðlum getur haft neikvæð og skaðleg áhrif fyrir sjálfsmyndina, sérstaklega hjá ungu fólki,“ segir hún og bætir við að þetta efni hafi einmitt verið mörgum íslenskum háskólanem- um hugleikið og til séu þó nokkur lokaverkefni þar sem þessi málefni eru könnuð. Niðurstöðurnar segir hún vera allt annað en jákvæðar. „Auðvitað er margt frábært við samfélagsmiðla og sítenginguna, eins og flestir þekkja, en dökku hliðarnar eru til staðar og þær þarf að tækla og því ætlum við af stað með þetta verkefni. Við erum að útbúa fræðslu um sjálfsmynd, birtingarmynd kynjanna, sexting, klám, kynlíf, stafrænt kynferðisofbeldi og netið fyrir foreldra, og námsefni fyrir nemendur, en bæði foreldrar og kennarar hafa kallað eftir slíku efni. Markmið okkar er að vera ákveðið mótvægi við raunveruleikann eins og hann blasir við unglingum í dag, og reyna að styrkja sjálfsmynd þeirra og gefa þeim verkfæri til að takast á við sjálfa sig og aðra í netheimum. Það þarf að skerpa á samskiptareglum og þessi vinna hefur svo víðtæk áhrif á annað sem þau eru að glíma við, hér erum við að vinna í grunninum.“ Fræðsluefni til foreldra verður dreift í alla grunnskóla landsins og það gert aðgengilegt á netinu. Námsefni fyrir nemendur verður sömuleiðis dreift í grunnskóla landsins, annars vegar sem sér- hannaðri námseiningu, ásamt leiðbeiningum fyrir kennara, og hins vegar sem hluta af fræðsluerindi SAFT, sem ferðast um landið ár hvert og flytur erindi um jákvæða og uppbyggilega netnotkun. Verkefnið hlaut styrk frá Lýðheilsusjóði. Þetta er stórt og mikið verkefni sem tekur til margra þátta sem oft hafa verið í umræðunni, líkt og klám. „Klám á netinu er eitt af þessum stóru áhyggjuefnum foreldra, og réttilega, það er mikið framboð af klámi á netinu, og það þarf að brýna fyrir börnum og unglingum að klám og kynlíf eiga illa saman. Eina leiðin til að gera það er með því að rífa klám í sundur og kenna þeim hvað felst í raunverulegu kynlífi með sjálfum sér og ann- arri manneskju og það gerum við einna helst með því að kenna á samþykki og að setja mörk, og virða mörk, bæði sín og annarra,“ segir Sigga Dögg. Markmiðið að styrkja sjálfsmynd unglinga Enn hefur verið blásið til Smá- sagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla. Keppt er í fimm flokkum á leik-, grunn- og framhalds- skólastigi. Keppnin hefur notið vinsælda og margir frábærir smásagnahöfundar komið fram. Ljóst er að áhugi á skáldskap er mikill meðal yngstu kynslóðar- innar. Skilafrestur er til miðnættis 20. september á smasaga@ki.is. Verðlaun fyrir bestu sögurnar verða afhentar á Alþjóðadegi kennara 5. október. Allar nánari upplýsingar um keppn- ina er að finna á vefnum www.ki.is. Hvetjum krakka til að skrifa Smásagnasamkeppni KÍ og Heimilis og skóla verður haldin í haust. Fræðsla og námsefni frá Heimili og skóla og SAFT Björgunarleiðangurinn FRÆ Ð SLUPAKKI U M N ÝJA AÐ ALN ÁM SSK RÁ Bindi 2 Bindi 1 Bindi 3VIRKIR FO RELD RAR – BETRI GRU N N SKÓ LI VIRKIR FO RELD RAR – BETRI FRAM H ALD SSKÓ LI VIRKIR FO RELD RAR – BETRI LEIK SKÓ LI Ung börn og snjalltæ ki H AN D BÓ K UM EIN ELTI O G VIN ÁTTU FÆ RN I FO RELD RASÁTTM ÁLI FRÆÐSLUEFNI OG ERINDI FYRIR: EKKERT H ATUR N ÁM SEFN I NETEINELTI.IS snjalla kennara SK Ó LA ALLS STAÐ AR FO RELD RA O G FO RRÁÐ AM EN N NE M EN DU R Á Ö LL UM A LD RI heim iliogskoli.is Sjá NÁNAR saft.is Sjá NÁNAR Hvað er skemmtilegast að gera í tímum í skól- anum? Leika og vera í vinnubókunum. Hvað er skemmtilegast að gera í frímínútum? Leika með vinkonum mínum og að vera í tækjunum úti. Hvernig eignast maður vini í skólanum? Með því að vera góður við aðra. Þórey Berta Arnarsdóttir 5 ára SAFT og Heimili og skóli ásamt þverfaglegu teymi hafa út- búið fræðsluefni um sjálfsmynd, birtingarmynd kynjanna, sexting, klám, kynlíf, staf- rænt kynferðis- ofbeldi og netið fyrir foreldra og námsefni fyrir nemendur sem verður dreift í grunnskóla. Hvað er skemmti- legast að gera í tímum í skól- anum? Að lesa. Hvað er skemmtilegast að gera í frímínútum? Fara í fót- bolta og klifra í klifurgrindinni og kastalanum. Hvernig eignast maður vini í skólanum? Segir hæ og segir hvað þú heitir og svo kynnist maður. En sumir verða líka bara vinir strax. Haukur Daði Magnason 6 ára Hvað er skemmti- legast að gera í tímum í skól- anum? Að læra um stafina. Hvað er skemmtilegast að gera í frímínútum? Hanga á stóru klifurgrindinni. Hvernig eignast maður vini í skólanum? Með því að vera góður við þá og spyrja hvað þeir heita, þá kynnist maður þeim betur og eignast vini. En ef maður er vondur við vini sína þá eignast maður ekki vini. Isabel Mía Gunnarsdóttir 6 ára Hvað segja börnin? Börn í Ísaksskóla sitja fyrir svörum. Heimili og skóli þakka Reitum fasteignafélagi stuðninginn í gegnum árin. 8 HEIMILI OG SKÓLI 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 1 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C E -4 E 7 C 2 0 C E -4 D 4 0 2 0 C E -4 C 0 4 2 0 C E -4 A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.