Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2018, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 13.09.2018, Qupperneq 52
Enn logar jökull er ný ljóðabók frá Matthíasi Johannessen sem bóka-forlagið Sæmundur gefur út.„Bókin fjallar um landið okkar og upplifun á því, sem er einstök reynsla. Hún fjallar líka um tunguna og arfleifðina, en hvort tveggja hefur verið fengið okkur til varðveislu og nýrra átaka. Engum hefur verið afhent þessi arfleifð til ávöxtunar nema okkur, enda getur enginn varðveitt þessa heimssögu- legu arfleifð nema við. Þetta tvennt bíður nýrra kynslóða til varð- veislu og endurnýjunar, hvað sem tískunni líður,“ segir Matthías. Í bókinni yrkir hann meðal annars um efnahagshrunið, eins og hann hefur gert áður. „Ég var á gangi í Edinborg á sínum tíma og fór að hugsa um þetta einmana land sem ég taldi mig þekkja svo vel, þar sem drýpur smjör af hverju strái. Þá helltist yfir mig hvernig væri komið fyrir okkur. Ég orti heilan ljóðaflokk sem heitir Hruna dans. Það hvílir á mér að þetta skuli hafa getað gerst á Íslandi. Þetta gerðist vegna þess að maðurinn er veiklundaður og fullur af græðgi.“ Við eigum að gæta okkar Þú ert mjög gagnrýninn í þessari bók, þú hefur til dæmis áhyggjur af land- inu og segir að við séum að selja það eins og tískuvöru. Þér líkar ekki hvert við erum að stefna. „Það er vegna þess að ég sé ekki það mótvægi sem ætti að vera and- spænis þessari þróun. Ég sé ekki að það sé horft til fornrar hámenning- ar sem við eigum og dregin ályktun af henni, heldur er vaðið yfir allt og alla. Mér finnst ekki áhersla lögð á gæði eins og ætti að vera. Þess vegna er ég gagnrýninn í þessari bók. Ég stend ekki á öndinni yfir neinu af því sem ég gagnrýni. Ég er bara þeirrar skoðunar að við eigum að gæta okkar, það er ekki mjög auð- velt að halda í horfinu.“ Íslensk tunga og framtíð hennar er þér greinilega hugleikin. „Ég hef farið nokkuð víða til að lesa upp ljóð mín því þau hafa verið þýdd á ýmsar tungur. Eitt sinn var ég á ferð í Bretlandi og var beðinn um að lesa fyrir prófessora og nem- endur í Oxford. Það gerði ég og las á íslensku. Þegar ég var búinn að lesa kom til mín maður, nokkuð aldrað- ur, horfði á mig og spurði: Talið þið virkilega þetta fallega mál? Já, þetta er okkar tunga, svaraði ég. Þegar hann kvaddi mig var eins og hann kæmist við. Ég spurði nærstadda hvaða maður þetta væri. Hann var prófessor í forn-grísku við Oxford. Hann kenndi tungu sem er næstum gleymd og fáir skilja og öfundaði okkur augsýnilega af því að hafa varðveitt í þúsund ár þennan dýr- grip sem tungan er. Segjandi þetta hvarflar hugurinn til Noregs þar sem ég var einu sinni sem oftar að lesa upp. Ég var á leið í Þelamörk og þar um slóðir komum við að á, þröngri og strangri, og ég spurði Norðmennina hvað hún héti: Herkja, svöruðu þeir. Hvað merkir það? spurði ég. Við vitum ÉG SÉ EKKI AÐ ÞAÐ SÉ HORFT TIL FORNRAR HÁMENNINGAR SEM VIÐ EIGUM OG DREGIN ÁLYKTUN AF HENNI, HELDUR ER VAÐIÐ YFIR ALLT OG ALLA. ÞAÐ HVÍLIR Á MÉR AÐ ÞETTA SKULI HAFA GETAÐ GERST Á ÍSLANDI. ÞETTA GERÐIST VEGNA ÞESS AÐ MAÐURINN ER VEIKLUNDAÐUR OG FULLUR AF GRÆÐGI. ÉG ER BARA ÞEIRRAR SKOÐUNAR AÐ VIÐ EIGUM AÐ GÆTA OKKAR, ÞAÐ ER EKKI MJÖG AUÐVELT AÐ HALDA Í HORFINU. Ísland í hjarta okkar Matthías Johannessen sendir frá sér nýja ljóðabók, Enn logar jökull. Fjallar um landið og upplifun á því. Vill að hug- myndir sínar heyrist. Saga á hlusta.is. „Ég er þakklátur fyrir að hafa enn hæfileikann til að njóta,“ segir Matthías. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is það ekki, sögðu þeir. Þá sagði ég þeim merkinguna og að orðið væri enn notað á íslensku og merkti harka eða með herkjubrögðum. Svo horfðum við á ána sem leið áfram í miklum straumþunga inn í dauða tungu sem eitt sinn var lif- andi staðreynd í Noregi eins og enn á Íslandi.“ Dauðinn á næstu grösum Í einu ljóði segir þú: Nú er ég gamall svanur á gömlum slóðum og nýt þess sem eftir er. Þú átt þar við sjálfan þig. „Já, ég er að tala um sjálfan mig. Ég er þakklátur fyrir að hafa enn hæfileikann til að njóta. Það eru mikil forréttindi að ná aldri án þess að missa samband við heilabúið. Þótt ég hafi fengið að reyna ýmis- legt í sambandi við líkamleg veik- indi þá hef ég náð mér vel á strik og gat þess vegna lokið við þessa bók. Fyrir það er ég mjög þakklátur. Það er ýmislegt í henni sem ég vildi sagt hafa.“ Í ljóðunum sést að þú ert mjög meðvitaður um dauðann. „Ég vil ekki tala um sjúkdóma eða heilsufar en dauðinn er auðvitað á næstu grösum. Við erum úr sama efni og trén og föllum eins og þau fyrir exi dauðans. Grímur Thomsen kallar dauðann koss af axarmunni í kvæðinu um Þjóstólf og það verður ekki betur gert. Jafnvel Snorri Sturlu- son hlaut slíkan koss í lokin, hvað þá við hin. Það er ekki hægt að lifa líf- inu án þess að velta fyrir sér þessari yfirgengilegu ráðgátu, dauðanum. Í byrjun þessa viðtals var ég að tala um arfleifðina. Ég hef verið að skrifa sögu um gamlan mann sem lifir sig inn í fornan arf. Sú saga verður ekki gefin út á bók heldur lesin á hlusta.is þar sem er gott skjól fyrir hávaðasama og sjálfsmeðvit- aða samtíð. Ég hef ekki svo mikinn áhuga á því að vera í umræðunni. Ég vil samt að hugmyndir mínar heyrist af því þær fjalla um það Ísland sem við öll vildum hafa í hjarta okkar en það er þar ekki í dag.“ Tekur ál, stál og ryðfrí hnoð upp að 4,8mm. LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði. Sveigjanlegt rafhlöðu ker sem virkar með öllum Milwaukee ® M12™ rafhlöðum. Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu) M12 BPRT Alvöru hnoðbyssa frá Milwaukee vfs.is 1 3 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 3 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C E -4 4 9 C 2 0 C E -4 3 6 0 2 0 C E -4 2 2 4 2 0 C E -4 0 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 2 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.