Verslunartíðindi - 01.09.1923, Qupperneq 14

Verslunartíðindi - 01.09.1923, Qupperneq 14
106 VERSLUNARTÍÐINDI Útlönö Danmörk. Utdráttur úr frjettaskeytum, sem sendi- herra Dana hefir sent Verslunarráðinu: Grænlandsfarinn danski, L. Koch ma- gister kom heim úr för sinni um Grænland um miðjan september. Hafði hann rann- sakað og gert uppdrætti af öllum nyrðri hluta vesturstrandar Grænlands. Gerði hann 8 uppdrætti af strandlengjunni og er hún nú öll kunu. Þykist Koch hafa fundið gögn fyrir því, að Eskimóar liafi á ferðalögum sinum farið norður um Græn- land á leið frá vesturströndinni til austur- strandarinnar, en ekki suður um eins og áður hefir verið álitið. Hann hefur safn- að þýðingar miklum heimildum til jarð- fræðissögu fandsins og fundið leifar hins mikla kórallarifs frá þeim tíma er hita- belti8Íoftslag var í Grænlandi. Tala atvinnulausra í Danmörku er nú farið að fækka að mun. Síðast í sept. voru þeir taldir 19514, en voru um sama leyti í fyrra 31500. Næstsíðustu viku af sept. voru útfluttar landbúnaðarafurðir 2,1 milj. kg. af smjöri, 16,8 milj egg og 3,8 milj. kg. af fleski. Ungur flugfyrirliði, Crumline að nafni og gerður er út af »American Army Air Service« hefur lagt af stað til þess að rannsaka skilyrði fyrir fluglendingarstöðum fyrir flugbáta í fjörðunum á Suður-Græn- landi og síðar rannsaka lendingarstaði á Islandi og Færeyjum. Er tilgangurinn sagðui' sá, að undirbúa flug umhverfis jöi'ð- ina og jafnframt athuga möguleika þe3s að koma á föstum póstferðum milli Ame ríku og Evrópu þessa leið í stað leiðarinn- ar um Azoreyjar. Hagstofan danska hefir gefið út nýja skýi’slu um uppskeruhorfur í Danmörku, og byggist hún á skýrslum, sem ná til 15. sept. Voru þá 8/r af uppskerunni komið í hús. Rúguppskeran er áætluð tæplega í meðallagi, en hveiti og vorsæði með betra móti. Dansk-franska sýningin í Khöfn var opnuð nýlega af sendiherra Frakka, de Fontenay greifa. 1 setningarræðu sinni lagði sendiherrann áherslu á, hve ákjós- anlegt það væri, að nýr verslunarsamn- ingur yrði gerður rnilli Frakka og Dana, skýrði frá því, að verslunarmálaráðherrann franski og ýmsir meiri háttar fulltrúar og verslunar og iðnaðar í Frakklandi, mundu bráðlega koma í heimsókn til Kaupmanna- hafnar. Síðustu vikuna í sept. voru útfluttar landbúnaðarafurðir frá Danmörku 2,100 þús. kg. af srnjöri 11396 þús. egg og 3,400 þús. kg. af fleski. Franski verslunarmálaráðherrann, Dior, sem kom til Khafnar vegna dansk-frönsku sýningarinnar, hefur í viðtali við blöðin minst á verslunarsamning milli Dana og Frakka, og leggur þar áherslu á að það sje stjórnarstefna Frakka, að koma aftur á heilbrigðum og eðlilegum vöruskiftum á milli landanna og greiða götu alþjóð- legum viðskiftum á grundvelli frjálsar verslunar að miklu leyti. Samkvæmt siðustu vikuskýrslu þjóð- bankans bafði málertryggiug seðla lækkað úr 51% niður í 46,6%, með því að upp- hæð seðla í umferð hafði aukist um 40 milj. upp í 450 milj. kr. Þessi hækkun er venjuleg um það leyti árs. Tala atvinnulausra hækkaði fyrstu vik- una af október um 500, upp í 20,264, en var í fyrra um sama leyti 30,800. Meðal útfluttra landbúnaðarafurða fyrstu vikuna af október voru 2,379,500 kg. af smjöri, 15,478,000 egg og 20,100 kg. af fleski. Heildsöluvísitala Finanstidinda fyrir sept- ember var 205, en var 202 mánuðinn á

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.