Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 7

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 7
VERSLUNARTÍÐINDI 47 en hafa skal hún þá forstöðumann, er fullnægi öllum ákvæðum 3. gr. Bú aðilja, er verslunarleyfi hafði, getur selt vörubirgðir hans og gert aðrar þær ráðstafanir, er heppilegar þykja til þess, eftir sama verslunarleyfi. Erfingi, sem eldri er en 16 ára, raá og þar til hann hefur náð lögaldri reka versl- un samkvæmt verslunarleyfi arfleifanda, enda þótt hann fullnægi eigi skilyrðunum í 2. málsl. 4. og 5. tölul. 3. gr., en hafa skal hann forstöðumann fyrir versluninni, er fullnægi öllum skilyrðum 3. gr. 7. gr. Leyfishafi fyrirgerir leyfi sínu, ef hann missir einhver þeirra skilyrða, er í 1,—3. tölul., fyrsta málsl. 4. tölul. og 6. tölul. 3. gr. segir, sbr. þó 6. gr., eða ef rjettur til verslunar er af honum dæmdur. Nú missir stjórnandi, fulltrúi eða fram- kvæmdarstjóri fjelags eða stofnunar ein- hvers þess, sem áskilið er í 5. gr., fjelag eða stofnun missir íslensks heimilisfangs eða helmingur hlutafjár eða meira verður eign manna búsettra erlendis, og skal aðili þá hafa komið þessu í löglegt horf innan þriggja mánaða frá því er breyt- ingin varð. fíafi ella fyrirgert leyfi sínu. Ráðherra getur þó lengt frestinn um 3 mánuði, ef sjerstaklega stendur á. 8. gr. Lögreglustjóri í umdæmi, þar sem aðili ætlar að versla, lætur leyfisbrjef af hendi, sbr. þó 10. gr. fíalda skal lögreglustjóri skrá yfir öll afhent leyfi. Skal þar greina: Nafn leyfis- hafa, hverskonar verslun leyfið hljóðar um, hvar versla megi samkvæmt þvi, hvenær leyfi var afhent, hvenær það gekk úr gildi og það annað, er ráðherra kann að ákveða. Eftirrit af því, er ár hvert hefur verið ritað í skrána, skal senda atvinnumála- ráðuneytinu um áramót hver, og heldur Það skrá yfir alla þá, er verslunarleyíi tafa á landinu. 9. gr. Nú synjar lögreglustjóri um verslunarleyfi eða ágreiningur verður um það, hvort aðili hafi mist verslunarheim- ild sína, og er honum þá rjett að bera úrskurð lögreglustjóra undir ráðherra inn- an 6 mánaða frá dagsetningu úrskurðar. En alt að einu er aðilja rjett að leita úr- lausnar dómsvaldsins, og stefnir hann þá lögreglustjóra fyrir gestarjett á varnar- þingi hans áður 6 mánuðir sje liðnir frá dagsetning úrskurðar lögreglustjóra, ef málið hefir ekki verið borið undir ráðherra. en ella 6 mánuðum frá dagsetningu úr- skurðar hans. Skyldur er aðili að hlýða úrskurði lögreglustjóra eða ráðherra, þar til honum er hrundið með dómi. 10. gr. I verslunarleyfi skal greina, hverskonar verslua (stórsala, smásala, sveitaverslun o. s. frv.) leyfð er. Leyfi til verslunar einnar tegundar felur ekki í sjer heimild tii að reka annarskonar verslun; þó má sá, er leyfi hefur fengið til stórsölu, einnig reka umboðsverslun og tilboðasöfnun eftir sama leyfisbrjefi. Verslunarlejfi veitir einungis heimild til verslunar í ákveðnum kaupstað eða löggiltum verslunarstað, eða í ákveðinni sveit, sbr. þó síðustu málsgrein þessarar greinar og 11. grein Veita má sama aðilja leyfi til verslunar á fleiri stöðum en einum í senn, svo og leyfi til fleiri tegunda verslunar í senn. Stórsalar, umboðssalar og tilboðasafnarar geta þó ekki fengið leyfi til annarskonar verslunar í sama kaupstað eða kauptúni eða í sömu sveit en einhverrar eða allra þriggja þessara verslunartegunda, nema þeir hafi þar opna sölubúð. Rjett er þeim, er hafa leyfi til stórsölu, umboðssölu eða tilboðasöfnunar, að safna tilboðum í vörur sínar hvar á landinu sem er og í íslenskri landhelgi. 11. gr. Leyfi til sveitaverslunar má ekki af hendi láta, nema sýslunefnd telji

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.