Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 14

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 14
54 VÉRSLÚNARTlÐlNDI — Ef þjóðin vandar sig betur að þessu leyti, eyltur liún tekjurnar og tryggir best framtíð sína, því það er ekki aðeins að vöruvöndun- inni fylgi hækkandi verð, heldur tryggir það einnig markað fyrir viðkomandi vörur. Illa tilbúnar eða óvandaðar vörur notast vana- lega til uppfyllingar, þegar annað skárra gengur til þurðar. Verðgildi þeirra er því ó- tryggt og óstöðugt og salan undir atvikum komin. Einnig er mikið áhættusamara og erf- iðara að versla með þessar vörur, en alt kem- ur framleiðendunum í koll — í lægra verði en ella þyrfti að vera. Að vísu' hefir ýmislegt verið gjört af hálfu þess oiiinbera til þess að bæta afurðir lands- ins, og örfa framleiðendurna til vandvirkni, en jeg álít að þar skorti mikið á ákveðnar stefnur og föst tök, og ekki síst xrána sam- vinnu við verslunarstjett landsins, sem best verður vör við aðfinslurnar á vörunum, og' á oft kost á að kynnast endurbótum í umgengni við viðskiftamenn sína. Verst er til þess að vita þegar stjórnmála- stefnur í landinu hníga að því að eyðileggja verslunarstjettina og gjöra alt, sem þær geta til þess að aftra því að hún vinni hlutverk sitt. Útyfir tekur þó að verslunarmálin skuli vera liáð dutlungum hverrar þeirrar stjórnar, sem kemst til valda, án ílilutunar sjálfrar stjettarinnar. Líklega er ekki tímabært að víkja frekar að þessu. Það virðist svo sem margur álíti versl- unarsjettina sem andstæðing eða óvin ann- ara stjetta þjóðfjelagsins, og að liennar hags- lnunir og stefnur falli ekki saman við liag' og heill lieildarinnar. Þegar þessi hugsunarliátt- tir er breyttur, og framleiðendur og verslun- arstjettin taka höndum saman til þess að auka verðmæti afurðanna, með því að bæta þær og' afla þeim vissari og víðtækari markaðs, þá verður verslunarstjettinni leyft að ráða meiru um þau mál, er henni standa næst. Nú á tímum eru kapphlaup þjóðanna ó- vanalega mikil um framleiðslu og verslun. Þær eyða stórfje úr ríkissjóðunum til versl- unarkenslu, iðnsýninga, verðlauna, tilrauna, verslunarerindsreksturs, auglýsinga, sam- göngubóta o. s. frv. Ef ísl. ríkið ætlaði sjer að taka aði'ar þjóð- ir til fyrirmyndar í þessxx efni, mundi kostn- aðurinn verða tiltölulega mikill vegna þess live vörumagnið er lítið, má því ekki ætlast til þess að það geti veitt verslunarstjettinni samskonar aðstoð sem aðx-ar þjóðir. Er því um tvent að velja. Annaðhvort að ísl. versl- unarstjettin leggi þeim mun meira á sig í sinni grein en erlendir stjettai'bræður, eða að franx- leiðslan og vex'slunin, sem ætíð er nátengt, standi langt að baki. Meðan Danir hirtu flestar afurðirnar og versluðu xneð þær, var hægara og' vandaminna fyrir verslunarstjettina í þessu efni. En á seinni árum hefur verslunarstjettin komist að raun um, að þjóðinni væiú það hagkvæmara að kaupa nauðsynjar sínar í framleiðslu- löndunum og selja afurðirnar 'til neysluland- anna. Auk þess fær verslunarstjettin þannig nánari kynni af notendum afurðanna, þörf- um þeirra og' kröfum til umbóta á vörunum. Nágrannaþjóðirnar eru farnar að sjá, að það er ekld nauðsynlegt, að verslunin gangi gegu um danskar liendxxr og bein viðskifti við þær minna betur en alt annað á sjálfstæði lands- ins. Nú erxl Danir að verða viðskiftamenn vor- ir, liliðstæðir öðrum nágrannaþjóðxxm, og' ísl. vérslunarstjettin hefir nxx ekki að eins veg og vanda af því að ná seixx bestum og hag- kvæmustxxm innkaxxpxxm á aðfluttum vörxxm, heldxxr einnig og öllu fremxxr af því, að leita sem flestra markaða fyrir afurðirnar og sjá uin, að þær falli kaxxpendunum sem best í geð og' verði eftirsóttar. Þetta er þýðingarmikið lilutverk verslun- arstjettarinnar, og væri vel, að ungir ment- aðir menn legðu fram krafta sína í þessa átt,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.