Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 16

Verslunartíðindi - 01.05.1925, Blaðsíða 16
56 VERSLUNARTÍÐINDÍ lagi flokkast með hvítu ullinni, því liún er mislit. Er þar um 3 leiðir að ræða: að útrýma gulu ullinni með kynbreyting- um, a‘ð aðskilja togið frá þelinu (taka ofan af), aö' flokka gula ull sjerstaklega eða með mislitri ull. Jafnframt þarf að vera íullkomið samræmi í flokkuninni um alt land, svo ullin geti geng- ið kaupum og sölum eftir flokksmerkjum, án tillits til þess, Iivaðan liún sje af landinu. Ennfremur ætti að vera eítirlit með því, að notaðir sjeu sekkir af sömu þyngd til ull- arumbúða og að ákveðin þyngd sje af liverri tegund ullar í sekkjunum. Þegar fáanlegur er í landinu ódýr rafmagns- kraftur til iðnaðar, efast jeg ekki um, að lxeppilegt muni vera að vinna ullina að ein- liverju leyti til útflutnings, t. d. kemba liana og' spinna, og jafnvel tæta úr lienni einhverj- ar vörur. *_ j |g» Gærur. Eins og auðvitað er, fer verð gæranna mik- ið eftir ullarverðinu, þó ekki standi það í beinu sambandi, því skinnið getur verið verð- mætt, þó ullin sje ódýr. Vegna verðfallsins á nllinni má búast við, að gæruverðið verði lægra í haust en í fyrra, enda var verðið þá óvenjulega og máske óeðlilega hátt. Áríðandi er, að gærurnar sjeu vel flegnar, livorki skornar nje riínar og fitukliprar, sem kunna að vera í gærunni, sjeu varlega tekp- ir með bitlausum hníf, svo holdrosan skadd- ist ekki. Áður en gærurnar eru saltaðar, þarf að hrista vandlega úr þeim sand og mold, þvo blóðhálsa og þurka vel ullina en varast ,að láta þær ligg'ja volgar saman í bing. Þegar þær eru orðnar vel kaldar og ullin þur, er best að salta þær í stafla þannig, að hold- rosan snúi saman, og varast skal að salt fari í ullina. Eftir pokkra daga þarf að umsalta þær og atliuga, að engin velgja sje í ullinni, og að hvergi liggi ósöltuð skinn saman. Ef þannig er vandvirknislega frá gærun- um gengið, geymast þær vel og má gjarnan vöndla margar saman (20—25 gærur), í strigaumbúðir til innanlands sölu eða út- flutnings, án þess að mikið salt loði við þær. Komast þær j)á í hendur kaupenda í góðu ásigkomulági, en hvorki haugblautar eða for- ugar, eins og hefir viljað verða. Gærurotun og sútun hér innanlands, seni töluvert hefir verið stunduð síðustu árin, miðar að því að auka verðmæti þessarar vöru og veita atviímu. Er vonandi að sá vísir til iðnaðar eflist og ekki liði á löngu áður en allar gærur verði rotaðar eða sútaðar í landinu. Það hefir mikla þýðingu fyrir verðmæti bjóranna, að fjeð sje vel varið öllum óþrif- um og særist ekki á neinn liátt (t. d. af gaddavír, hundsbiti, við rúning eða á annan hátt). Ef skepnan liefir einhverntíma særst, kemur fram ör á bjórnum og fellir hann í verði, sem iðnaðarvöru. Bjórar af kláða- skepnum eru verðlitlir. Einn galli kemur fram á mörgum bjórum við gulsútun, sem fellir þá töluvert í verði, — það eru smágöt (,,pinhole“) á háraminum (mest um lierða- kambinn og aftur eftir hryggnum), sem líta út eftir sútunina, sem smá dröfnur. Vart verður þessarar sköddunar á liárami sauð- skinna frá ýmsum löndum og hafa sútunar- verksmiðjur þær, sem jeg hefi átt tal við, eigi getað gefið mjer upplýsingar um, hvað þessu valdi. Það væri nokkurs vert, ef liægt væri að finna orsakir þessa galla og koma í veg fyrir hann. Hross. Um langt skeið hefir aðalmarkaðurinn fyr- ir útflutta liesta verið á Englandi. Hafa þeir verið notaðir í kolanámunum við að flytja

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.