Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 2

Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 2
Veður Í dag verður fremur hægur vindur á landinu og verður sólríkt á Suð- austur- og Austurlandi. Í öðrum landshlutum má reikna með lítils háttar skúrum. sjá síðu 16 Afhenti ráðherranum skýrslu um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor afhenti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra skýrslu sína um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins í gær. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að málflutningur Breta í Icesave-deilunni hafi ekki verið á rökum reistur, bresk stjórnvöld skuldi Íslendingum afsökunarbeiðni vegna beitingar hryðjuverkalaga og framgöngu Breta í málinu. Fréttablaðið/anton brink HEILBRIGðIsMáL Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætis- ráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnis- blaði til heilbrigðisráðherra. Niður- staða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tek- inn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra það fyrir á ríkisstjórnar- fundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætis- ráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breyt- ingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breyt- ingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar til- kynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknis- fræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá við- skiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrir- tækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín. joli@frettabladid.is Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann. Margir eiga erfitt með mesta myrkrið yfir vetrartímann. norDiCPHotoS/GEttY Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra NOREGuR Prestur í Noregi hefur verið dæmdur í 14 daga skilorðs- bundið fangelsi og gert að greiða 20.000 norskar krónur í sekt vegna ölvunaraksturs auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum í 12 mán- uði. Presturinn hafði að kvöldlagi skálað við kærustu sína sem hann ræddi við á FaceTime. Hann hafði skrúfað frá rauðvínsbelju og var þess vegna ekki með það á hreinu hversu mikið hann hafði drukkið. Þetta var kvöldið fyrir guðsþjónustu þar sem ferma átti fjölda barna. Presturinn hætti samtalinu við kærustuna fyrir miðnætti þar sem hann ætlaði að leggja snemma af stað morguninn eftir. Á leið í ferm- inguna var hann stöðvaður af lög- reglu og reyndist áfengismagnið vera 0,58 prómill. Hinn dæmdi starfar ekki lengur sem prestur. – ibs Prestur fullur undir stýri á leið í fermingu BREtLaNd Það þjónar ekki hags- munum bresku þjóðarinnar að ganga til kosninga á ný nú þegar samningaviðræður um útgöngu úr ESB standa yfir, sagði Theresa May, breski forsætisráðherrann, í gær. Erfiður gangur viðræðna hefur orðið til þess að vangaveltur eru uppi um hvort Íhaldsflokkurinn steypi leiðtoga sínum af stóli eða að minnihlutastjórn hans falli. Nýjustu skoðana- kannanir benda til að kosning- arnar, sem May vill ekki, yrðu spennandi. Í könnun sem birt- ist um helgina mældust Íhalds- f l o k k u r i n n o g Ve r ka - m a n n a - flokkurinn með jafn- mikið fylgi. – þea Vill ekki nýjar kosningar VEðuR Útlit er fyrir ágætisveður í dag og á morgun, að því er veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands sagði í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Það er útlit fyrir að það verði róleg vestanátt, frekar hægur vindur. Þrír til átta metrar á sekúndu og lítilsháttar skúrir eða slydduél en léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandi. Afar lítilli úrkomu er spáð á höfuðborgarsvæðinu. Segir veður- fræðingur að spáin geri ráð fyrir örfáum dropum. Á föstudaginn er hins vegar spáð hvassviðri og rigningu víða. „Þá fyrst dregur til einhverra tíðinda.“ – þea Hvassviðri á föstudaginn theresa May 2 6 . s E p t E M B E R 2 0 1 8 M I ð V I K u d a G u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a B L a ð I ð 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -1 A A 8 2 0 E A -1 9 6 C 2 0 E A -1 8 3 0 2 0 E A -1 6 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.