Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 26

Fréttablaðið - 26.09.2018, Page 26
Stólpi samanstendur af fjöl-mörgum einingum sem vinna saman sem ein heild,“ útskýrir Guðmundur Ingi Hauks- son, framkvæmdastjóri Stólpa. „Því er auðvelt að velja kerfisein- ingar sem henta flestum atvinnu- greinum en vinna saman sem ein heildstæð lausn. Með því hafa stjórnendur ítarlegt yfirlit á einum stað yfir allan sinn rekstur.“ Grunnþarfir og sérlausnir „Grunnkerfi Stólpa uppfylla ein- földustu þarfir fyrirtækja,“ upplýsir Guðmundur um grunnkerfin sem samanstanda af fullbúnu fjárhags- kerfi, lánardrottna- og skuldu- nautakerfi, og sölukerfi. „Sérstaða og styrkleiki Stólpa felst í því að kerfið getur bætt við sig fjölda aukakerfa sem vinna öll saman með grunnkerfunum og er heildar- lausn fyrir flestar gerðir fyrirtækja.“ Dæmi um einfaldleika ólíkra kerfiseininga Stólpa er öflugt sam- spil verkbókhalds, stimpilklukku, launakerfis og sölukerfis sem vinna saman sem ein heild og gefa nákvæmt yfirlit yfir hvert einasta verk og starfsmann. „Starfsmenn skrá sína dag- legu mætingu í Stólpa og í hvaða verkefnum þeir unnu í yfir daginn. Á sama tíma er skráð hvaða tæki eða efni voru notuð í verkið, þar sem það á við. Framkvæmdastjóri hefur því á hverjum tíma heild- stætt yfirlit yfir hversu mikið hefur verið skráð í hvert verkefni, ásamt yfirliti yfir kostnað, útsöluverð og framlegð verksins á hverjum tíma,“ útskýrir Guðmundur. Þegar kemur að því að reikn- ingsfæra verkið útbýr kerfi Stólpa sölureikning sem senda má við- skiptavinum, með hefðbundnum eða rafrænum hætti. „Tímaskráningar starfsmanna færast sjálfkrafa í launakerfið sem reiknar laun þeirra í samræmi við vinnuframlag og mætingarreglur. Þannig heldur kerfið utan um hve- nær starfsmaður vinnur dagvinnu eða yfirvinnu en einnig hvort verkkaupi greiði fyrir dagvinnu eða yfirvinnu, þótt slíkt þurfi ekki endilega að fara saman,“ segir Guðmundur um sveigjanlegt kerfi Stólpa sem hentar jafnt stórum sem smáum aðilum. „Tíma- og verkskráningar starfs- manna geta farið fram eftir fjöl- mörgum leiðum, allt eftir því hvað passar hverju og einu fyrirtæki. Þær geta til dæmis farið fram með beinni skráningu úr snjallsíma eða með því að skanna strika- merki á verkbeiðni. Möguleikarnir eru margvíslegir, enda eru þarfir fyrirtækja ólíkar og kalla á ólíkar skráningarleiðir. Allt skilar það sér þó að lokum í einu heildstæðu yfir- liti yfir reksturinn á hverjum tíma.“ Ódýrt en öflugt kerfi í skýinu Grunnpakki Stólpa kostar 7.320 krónur á mánuði og er virðisauka- skattur innifalinn. Í grunnpakkan- um er þjálfun starfsmanna, hýsing kerfisins, dagleg afritun gagna og sjálfvirkar uppfærslur. „Við erum stolt af því að þótt kerfið sé öflugur og góður kostur fyrir kröfuharða viðskiptavini er það ódýrt í samanburði við sam- bærileg kerfi,“ segir Guðmundur um Stólpa sem er eitt vinsælasta bókhalds- og upplýsingakerfi landsins og hefur verið í daglegri þróun í yfir þrjátíu ár. „Það gefur okkur kost á að lækka verðið til notenda.“ Greining á daglegum rekstri Stólpi er Windows-kerfi sem býður notendum upp á fjölmarga mögu- leika. Einfalt er að færa gögn yfir í Excel til frekari úrvinnslu eða nýta þær fjölmörgu skýrslur sem kerfið býður upp á. „Sem dæmi um öfluga greining á rekstri má nefna ABC-greiningu Stólpa á viðskiptavinum eða vörum. Með henni er einfalt að sjá hvaða viðskiptavinir eða vörur skila mestri framlegð til fyrir- tækisins á hverjum tíma,“ útskýrir Guðmundur. Stólpi býður einnig upp á lif- andi tengingar við Power BI, sem er mjög öflugur hugbúnaður frá Microsoft. „Það gefur hvaða stjórnanda sem er ótæmandi möguleika á að fylgjast myndrænt með daglegum rekstri, hvort sem gögn eru tekin saman í tölulega eða myndræna samantekt. Stjórnandi getur þann- ig komið sér upp sjálfvirku stjórn- borði sem sýnir með einföldum og sjálfvirkum hætti hvernig rekstur hans þróast á hverjum tíma.“ Hröð þróun Hugbúnaðurinn Stólpi kom fyrst út fyrir rúmum þrjátíu árum. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun síðan og er fátt líkt með núverandi útgáfu og þeirri sem kom fyrst á markað 1984. „Stólpi hefur tekið út mikinn þroska sem nýtist ólíkum og síbreytilegum þörfum notenda. Á síðustu árum hefur þróun kerfisins aukist talsvert enda er margt að breytast í umhverfi okkar sem opnar ný tækifæri og gerir Stólpa ennþá öflugri en áður,“ segir Guð- mundur. Með tilkomu öflugra snjallsíma hefur opnast stórt tækifæri fyrir upplýsingatæknina. „Tímaskráningar starfsmanna eru nú þegar komnar í snjall- símann og unnið er að því að fjölga snjallsímalausnum á næstunni. Rafræn og sjálfvirk samskipti eru stöðugt að þróast og við sjáum til þess að Stólpi sé ávallt í fremstu röð,“ segir Guðmundur. Innan fárra ára gerir hann ráð fyrir að flest sem snýr að bókhalds- og upplýsingakerfum verði með öllu orðið rafrænt og að papp- írsreikningar í gluggaumslögum heyri sögunni til. „Við finnum fyrir því að við- skiptavinir nýta sér í auknum mæli þau rafrænu samskipti sem kerfið býður upp á og sjálfvirkni kerfisins er alltaf að aukast. Á næstu dögum gefum við út nýja dagbók í fjár- hagskerfi Stólpa og með henni verður allur innlestur og sjálfvirkar afstemmingar með mun öflugri og sjálfvirkari hætti en áður, sem er gríðarlegur tímasparnaður fyrir bókara.“ Hátt þjónustustig Öflug og skilvirk þjónusta er lykil- atriði fyrir viðskiptavini Stólpa. „Því höfum við markvisst eflt þjónustu okkar og erum með öflugt starfslið á þjónustuborði sem leysir langflest viðfangsefni í einu símtali. Við höfum verið einstaklega heppin með starfs- fólk enda er valinn maður í hverju sæti og hjá félaginu starfa meðal annars reyndir forritarar, kerfisfræðingar, viðurkenndir bókarar, rekstrarverkfræðingur og viðskiptafræðingar,“ segir Guð- mundur um velgengni og góðan árangur Stólpa. Stólpi er í Borgartúni 28, 4. hæð. Sími 512 4400. Nánari upplýsingar á stolpi.is. Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442 Hjá Stólpa starfa reyndir forritarar, kerfisfræðingar, viðurkenndir bókarar, rekstrarverkfræðingur og viðskiptasérfræðingar. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI Öflugt og þrautreynt starfslið á þjónustuborði Stólpa leysir langflest viðfangsefni viðskiptavina í einu símtali. Hér má sjá sýnishorn af möguleikum með að tengja Stólpa við Power BI. Framhald af forsíðu ➛ Helstu kerfiseiningar Stólpa viðskiptahugbúnaðar • Fjárhagskerfi • Skuldunautar • Lánardrottnar • Sölukerfi og innheimtukerfi • Birgðakerfi og pöntunarkerfi • Tollakerfi • Verkbókhald og vinnuskýrslur • Stimpilklukkukerfi • Launakerfi • Tímabókunarkerfi • Rafræn innkaup • Félagakerfi • Bifreiðakerfi • Skipakerfi • Dýralæknakerfi • Framleiðslukerfi Við erum stolt af því að þótt kerfi Stólpa sé öflugur og góður kostur fyrir kröfu- harða viðskiptavini er það ódýrt í samanburði við sambærileg kerfi. Guðmundur Ingi Hauksson 2 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . S e P T e M B e R 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U ReNDURSKoÐUN oG BÓKHALD 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E A -4 7 1 8 2 0 E A -4 5 D C 2 0 E A -4 4 A 0 2 0 E A -4 3 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.