Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2018, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 26.09.2018, Qupperneq 38
GASTROPUB LÚXUS BORGARI MEÐ NAUTALUND Grillaður borgari úr sérvaldri rumpsteik og „short ribs“ í bjór brioche brauði með grillaðri nautalund, Búra, rauðlauk, klettasalati, ostrusveppum og bernaisesósu. Borinn fram með vöƒufrönskum. ÞÚ VERÐUR AÐ SMAKKA! NÝ TT MÁNAÐARINS 2.990 kr. SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.isOPIÐ 11.30–23.30 hæ hæ Vil hafa nýtt inn á henni…. og færa nautalundina í lýsingunni fyrir framan Búra og hafa hana bold. með grillaðri nautalund, Búra, rauðlauk……osfrv. taka út bandstrik á undan - Borinn fram með vöufrönskum. Og neðst Þú verður að smakka ! Fjármálaheimurinn er í miklu umbreytingarferli. Fjártækni er á allra vitorði og flestum er það kunnugt að fjártæknifyrirtæki eru líkleg til að umbylta því hvern­ ig við stundum viðskipti og leitum okkur fjármögnunar. Slík fyrirtæki hafa verið stofnuð vegna mikilla tækniframfara og leysa annaðhvort gömul vandamál af hólmi, t.d. með auknum hraða og sjálfvirkni, eða þá að þau eru stofnuð á grundvelli nýrra fjármálagerninga og nýrra rafrænna mynta. Sumir hafa gengið svo langt að tala um að bankar muni brátt verða úreltir og að í stað þeirra komi fjöldinn allur af smáforritum sem leysi þá af hólmi. Eins og staðan er í dag þá lifa hefðbundnir bankar enn góðu lífi, bæði á Íslandi og erlendis. En ný fjártæknifyrirtæki hafa rutt sér til rúms á síðustu árum og hafa markað djúp spor á fjár­ málamarkaði. Enginn veit hvernig þetta landslag mun þróast á næstu árum en nú er staðan orðin slík að fyrstu skrefin eru farin að verða ljós. Spilin á borðið Fjártæknin er komin til að vera en það er enn óljóst hvernig fyrirtæki á því sviði munu þróast og hvaða hlutverki bankar og aðrar hefð­ bundnar fjármálastofnanir munu gegna á þessum breyttu tímum. Erlendis hafa bankar brugðist við þróuninni með mismunandi hætti. Sumir bankar fara beinlínis í sam­ keppni við smærri fjártæknifyrir­ tæki og skilgreina sig sem fjártækni­ fyrirtæki, aðrir vinna í samstarfi með þeim og enn aðrir taka skref til baka og marka sinn sess sem hæg­ látir heildsölubankar. Tíminn mun svo einn leiða í ljós hver þessara leiða mun skila mestum árangri en allir þátttakendur á markaðnum vita að það er ekki hægt að sitja hjá og gera ekki neitt. Þótt þróunin hafi gengið hraðar fyrir sig erlendis hafa íslenskar fjár­ málastofnanir flestar fyrir löngu greint hana og markað sér stefnu. Viðskiptabankarnir þrír hafa lagt spilin á borðið að einhverju leyti og er ekki útlit fyrir að nokkur þeirra hafi áhuga á að sitja hjá. Flóra af fjártæknifyrirtækjum Mörg fjártæknifyrirtæki hafa sprottið upp erlendis, mörg hver með einn anga af þeirri þjónustu sem hefðbundnar bankastofnanir hafa áður sinnt á meðan önnur sinna öllum hliðum hefðbundinnar bankaþjónustu á rafrænum grund­ velli. Þó nokkur fjártæknifyrirtæki hafa risið á Íslandi nú þegar og eru nær öll í útlánastarfsemi sem er einkar athyglisvert. Flóra erlendra fyrirtækja spannar allt frá innlána­ starfsemi og almennri lánveitingu til smærri fyrirtækja til sprotafyrir­ tækja á tryggingamarkaði. Hingað til virðast engin íslensk fyrirtæki hafa gert atlögu að þessum hliðum fjártækninnar. Erlendis hafa nokkur sprotafyrir­ tæki haslað sér völl á innlánamark­ aði. Það getur verið að smæð Íslands komi í veg fyrir að slíkt sé yfirhöfuð hagkvæmt en þó gætu leynst tæki­ færi fyrir íslensk fyrirtæki á þeim markaði sem hefðu einnig áhuga á að líta út fyrir landsteinana. Enn sem komið er hafa fá fjártækni­ fyrirtæki sérhæft sig í útlánum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Það gæti verið vegna þess að það er almennt erfiðara að lánshæfismeta fyrirtæki en einstaklinga því þar eru fleiri hlutir sem skipta máli, svo sem viðskiptaáætlun, samkeppni á markaði, fjármálaskipan félags­ ins, hverjir koma að fyrirtækinu o.fl. Ör tækniþróun gæti hins vegar gert slíka lánveitingu einfaldari og í kjölfarið gætu ný fyrirtæki haslað sér völl á þessu sviði. Annar spenn­ andi vettvangur fjártækninnar er tryggingastarfsemi. Tækniframfarir síðustu ára gera hefðbundin trygg­ ingafélög alveg jafn berskjölduð og bankana fyrir aðkomu smærri sprotafyrirtækja. Neytendur gera í dag auknar kröfur um hraða og skil­ virkni í viðskiptum sem trygginga­ félög þurfa að mæta. Þess má einnig geta að íslenskur fjármálaheimur gæti einnig breyst vegna tilkomu erlendra fyrirtækja sem gætu haslað sér völl hér á landi. Það liggur í eðli tæknifyrirtækja að þeim tekst yfirleitt að fara þvert á landamæri og það getur einnig átt við um fjártæknifyrirtæki. Það er því ljóst að það er enn óplægður akur í fjártækni á Íslandi og spenn­ andi verður að fylgjast með þróun­ inni á næstu árum. Hvernig verður íslenska fjártæknibyltingin? Gunnar Gunnarsson forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Credit info Tækniframfarir síðustu ára gera hefðbundin tryggingafélög alveg jafn berskjölduð og bankana fyrir aðkomu smærri sprotafyrirtækja. Íslenska fjölskyldufyrirtækið Hjá Höllu opnar veitingaaðstöðu á Keflavíkurflugvelli á næstu dögum en það rekur nú þegar veit­ ingastað og fyrirtækjaþjónustu í Grindavík. Halla María Svansdóttir, stofnandi og eigandi Hjá Höllu, kom fyrirtækinu á fót í eldhúsinu heima hjá sér  fyrir sex árum. Hún segist vona að eftir tíu ár hafi hún náð að minnka vinnuna úr 18 tímum á sólarhring. Hver eru þín helstu áhugamál? Fjölskyldan, hitta vini í heima­ húsi og drekka gott vín yfir skemmtilegu spjalli og góðri tónlist. Matargerð, ég elska að fara út að borða og geri mikið af því. Síðan hef ég gaman af útivist og mörgu fleira. Hvernig er morgunrútínan þín? Ég hef tekið daginn snemma síð­ ustu ár, verið að mæta í vinnu klukk­ an sex og unnið fram eftir. Upp á síð­ kastið hef ég ekki verið eins mikið í eldhúsinu á morgnana en vakna samt á sama tíma, svara nokkrum tölvupóstum, sinni heimilisverk­ unum og kem börnunum á stað í skólann ásamt betri helmingnum. Ef það er gott veður fæ ég mér göngutúr þar sem við erum með svo frábæra náttúruperlu hér í Grindavík, fjallið Þorbjörn. Ég mæti svo upp í vinnu upp úr klukkan átta þar sem allt er á fullu í undirbúningi fyrir fyrir­ tækjaþjónustuna en við sendum frá okkur 300 til 500 skammta af mat á dag til fyrirtækja á Suðurnesjunum og höfuðborgarsvæðinu. Hver er bókin sem þú ert að lesa eða last síðast? Því miður gef ég mér alltof lítinn tíma til að lesa en er þó alltaf með einhverja bók á náttborðinu sem ég gríp í. Þessa dagana er ég að lesa Litla bakaríið við Strandgötu. Hún er alveg frábær. Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Frá því að ég byrjaði í eldhúsinu heima hefur þetta verið ein allsherj­ ar áskorun í starfi, það kemur alltaf ný áskorun þegar maður heldur að það fari að róast. Fyrirtækjaþjón­ ustan og veitingastaðurinn okkar hafa vaxið með hverju árinu og núna þegar við opnum stað númer tvö verður eflaust mikil áskorun að sleppa takinu af mörgu sem ég hef séð um frá upphafi. En okkur hefur tekist að að dreifa ábyrgðinni þar sem ég er með mikið af frábæru fólki sem klárar þetta 100 prósent. Svo má ekki gleyma að þetta er fjöl­ skyldufyrirtæki. Maðurinn minn og foreldrar eru á fullu í þessu með mér og krakkarnir farin að fá stærri hlutverk. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu? Í dag erum við að þjónusta flest­ ar tegundir fyrirtækja og kúnna­ hópur okkar í Grindavík er mjög fjölbreyttur. Í hádeginu hjá okkur gætir þú verið á næsta borði við iðnaðarmann, erlenda fjölskyldu sem var að koma úr Bláa lóninu, sjómann eða stelpu úr bankanum. Þannig erum við  ekki háð neinni einni atvinnugrein en núna erum við auðvitað að fara á fullt í ferða­ þjónustuna með veitingastað þar sem jafn margir og búa á Suður­ nesjum ganga fram hjá á hverjum degi. Farþegaspár og gengi krónu eru hlutir í rekstrar umhverfinu sem ég hef lítið spáð í hingað til en munu hafa áhrif á reksturinn hjá okkur. Gott gengi okkar hefur mikið byggst á frábæru starfsfólki og er það auð­ vitað áskorun að halda þessum góða anda þegar nýir starfsmenn bætast í hópinn. Hvaða breytingar sérðu fyrir þér hjá fyrirtækinu á næstu árum? Það eru miklar breytingar á döf­ inni hjá okkur með opnuninni á Keflavíkurflugvelli. Ég held að þær breytingar eigi eftir að vera svo óút­ reiknanlegar til að byrja með að við eigum eftir að hafa nóg að gera með því að fy gja því eftir en púllum það auðvitað eins og allt annað. Ef þú þyrftir að velja allt annan tarfsvettvang, hver yrði ha n? Ég bara sé mig ekki í neinu öðru en þjónustustarfi. Ef það væri eitt­ hvað annað þá sæi ég mig sennilega í einhverri skemmtilegri iðngrein. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir 10 ár verð ég vonandi búin að koma Hjá Höllu á góðan stað og búin að minnka vinnuna úr 18 tímum á sólarhring. Get alveg séð fyrir mér að vera í einhverju litlu þorpi í Frakklandi að klára þær uppskriftabækur sem ég er búin að safna efni í. Verð líklega einn­ ig að vinna í nokkuð skemmtilegri hugmynd sem mig langar að fram­ kvæma næst en er í bið eins og er. Já, og verður maður ekki að hafa fjöl­ skylduna með, það er ef hún hefur áhuga á því? Áskorun að sleppa taki á mörgu sem ég hef séð um frá upphafi Helstu drættir Störf l Ég er úr sjávarútvegsbæ, Grinda- vík, þar sem ég fór snemma að vinna fyrir mér í fiski og er búin að vinna við margt tengt fiski, svo sem beitningu. Mér tókst að ná í nokkrar stelpur sem unnu með mér þar því við beitn- ingastelpur kunnum að vinna hratt og vel. Svo hef ég prófað ýmislegt annað eins og að vinna við skúringar, á bar, í eldhúsi,  á leikskóla, sem heimavinnandi húsmóðir og margt fleira. Svo má ekki gleyma að stundum hef ég þurft að leysa foreldra mína af í kjúklingabúinu þeirra svo það má kalla mig kjúklinga- bónda með meiru. Fjölskylda l Gift Sigurpáli Jóhannssyni for- ritara. Við eigum þrjú börn sem eru á aldrinum 17, 14 og 12 ára, þau Svan, Sigurbjörgu og Stein- unni Mörtu. Svipmynd Halla María Svansdóttir Halla segist ekki sjá sig í neinu öðru en þjónustustarfi. Fréttablaðið/Eyþór 2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r8 markaðurinn 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E A -4 7 1 8 2 0 E A -4 5 D C 2 0 E A -4 4 A 0 2 0 E A -4 3 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.