Fréttablaðið - 26.09.2018, Blaðsíða 40
Hnútukast á milli franskra smásölurisaSkotsilfur
Agnar Tómas
Möller
framkvæmda-
stjóri sjóða
hjá GAMMA
Kastast hefur í kekki á milli stjórnenda frönsku smásölukeðjanna Carrefour og Casino eftir að stjórnendur síðarnefndu keðjunnar sögðust hafa hafnað
boði þeirrar fyrrnefndu um að ganga til viðræðna um samruna. Yfirlýsingin kom flatt upp á Carrefour sem sagði hana dylgjur einar. „Við erum undrandi á
því að samrunatilboð sem við höfum aldrei séð hafi borist á borð stjórnar Casino,“ sagði Alexandre Bompard, forstjóri Carrefour. NordicphoTos/GeTTy
Tollaveislan mikla
Hvenær ætlum við Íslendingar að hætta að notfæra okkur Frakka og Spánverja í við-
skiptum? Á síðasta ári var vöruút-
flutningur okkar til þessara landa
samtals 70 milljörðum króna meiri
en innflutningurinn. Fjandskapur
frænda okkar Norðmanna á sama
tíma kemur svo óþægilega á óvart,
en vöruskiptajöfnuður okkar við þá
var neikvæður um 40 milljarða.
Sem betur fer kæmust fáir upp
með svona talsmáta hér á landi,
enda fráleit sýn á efnahagsmál. Við-
skiptajöfnuður er okkur vissulega
mjög mikilvægur, en þar skiptir
heildin máli. Ef jöfnuðurinn mætti
ekki vera neikvæður gagnvart einu
einasta landi er ljóst að alþjóðleg
viðskipti gengju ekki upp. Þetta er
þó orðræðan vestanhafs þessa dag-
ana og gengur forseti Bandaríkjanna
svo langt að segja Kínverja ræna
bandarísku þjóðina í formi við-
skiptahallans og ræðst á nágranna
sína í Kanada vegna vöruskiptahalla
þó viðskiptajöfnuðurinn sé í heild
nálægt núllinu. Til að verja innlenda
framleiðslu er tollum útdeilt eins og
pennum á Framadögum og á end-
anum tapa allir.
Er það nú viðurkennt að frjáls
alþjóðaviðskipti, sem rifu stóran
hluta mannkyns upp úr sárri fátækt,
hafi eftir á að hyggja verið mistök?
Er Vesturlöndum betur borgið með
verndarstefnu og viðskiptastríðum?
Á hvaða fundi var það ákveðið? Ekki
var ég boðaður á þann fund.
Þó að við fylgjumst með þessum
farsa úr fjarska er ekki ósennilegt
að við Íslendingar förum fljótlega
að finna fyrir áhrifum hans. Ísland
hefur einmitt notið ávaxtanna
af frelsi í utanríkisviðskiptum í
ríkum mæli síðustu áratugi. Útflytj-
endur hafa notið tiltölulega óhefts
aðgangs að erlendum mörkuðum á
sama tíma og lífskjör íslenskra fjöl-
skyldna hafa batnað vegna afnáms
tolla og aukinnar samkeppni á
alþjóðavísu. Við eigum því talsvert
mikið undir því að ekki verði aftur-
för í þeim efnum.
Af þessu tilefni verður Duane
Layton, sem komið hefur að fjölda
milliríkjasamninga fyrir hönd
bandaríska viðskiptaráðuneytisins,
gestur Fjármálaþings Íslandsbanka í
dag. Hann mun ræða um þær breyt-
ingar sem orðið hafa á viðskipta-
stefnu Bandaríkjanna í forsetatíð
Donald Trump og í hvað stefnir
með sama áframhaldi sem mun án
efa hafa áhrif á okkur öll.
Í nýlegu viðtali tjáði Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Ísland, sig um hækkun fastra
óverðtryggðra vaxta á íbúðalánum
hjá innlánsstofnunum og lífeyris-
sjóðum, sem hafa hækkað nokkuð
undanfarið. Í því samhengi benti
Gylfi á að launahækkanir langt
umfram framleiðnivöxt muni að
öðru óbreyttu leiða til hærri verð-
bólgu og vaxta og að skýringar á
vaxtahækkunum undan farið megi
rekja til ótta um niðurstöðu kom-
andi kjarasamninga. Undir það má
taka, en þegar nánar er gáð eru fleiri
kraftar að verki.
Vextir á íbúðalánum bankanna eru
ákvarðaðir í skuldabréfaútboðum á
svokölluðum sértryggðum skulda-
bréfum, en vextir lífeyrissjóða taka
mið af ríkisbréfum eða eru ákvarð-
aðir af stjórnum þeirra. Sértryggð
skuldabréf eru bæði með veð í hús-
næðislánum og á ábyrgð bankanna
og fylgja auk þess stífum skilyrðum. Í
Evrópu og víðar eru sértryggð skulda-
bréf talin vera svo gott sem jafnörugg
og ríkisskuldabréf og algengt að þau
beri einungis á bilinu 0,1-0,25% hærri
vexti en sambærileg ríkisbréf.
Á Íslandi er vaxtaálag þeirra nokk-
uð hærra, um 0,5% á óverðtryggð
skuldabréf og um 0,8% ofan á verð-
tryggð. Ástæðan fyrir því er ekki sú að
hér séu bréfin hlutfallslega áhættu-
samari heldur vegna þess sem oft
hefur verið bent á: mikið útflæði inn-
lendra fjárfesta eftir haftaafléttingu,
stóraukin skuldabréfaútgáfa á mark-
aði, einkum fyrirtækja, mikil aukning
í veitingu fasteignalána banka og
lífeyrissjóða vegna aukinnar íbúða-
fjárfestingar, og síðast en ekki síst
vegna stífra útflæðishafta sem hefur
stöðvað allar skuldabréfafjárfestingar
erlendra aðila hér á landi.
Vextir skiljast að
Frá ágúst 2016 hefur Seðlabankinn
lækkað stýrivexti úr 5,75% í 4,25%.
Áður en vaxtalækkunarferlið hófst
voru 4 ára óverðtryggðir ríkisbréfa-
vextir 5,8% en lækkuðu svo hratt
næstu misseri. Sú þróun hefur svo
snúist við og eru sömu vextir um
5,6% í dag – talsverðar vaxtalækkanir
Seðlabankans hafa því lítt skilað sér
inn á skuldabréfamarkað fyrir óverð-
tryggða vexti sem mynda grunn að
vöxtum óverðtryggðra fastavaxta
íbúðalána.
Framvirkir vextir 4 ára ríkisbréfa
(þ.e. spá markaðarins um framtíðar
skammtímavexti) gera ráð fyrir 1,25%
hækkun vaxta næstu 12 mánuði, og
um 0,5% árið 2020, þ.e. að skamm-
tímavextir hækki úr 4,25% í 6,00%
næstu 2 ár. Jafnframt er 4 ára verð-
bólguálag á skuldabréfamarkaði um
3,8% þegar þetta er skrifað. Þetta er
í nokkru ósamræmi við niðurstöður
síðustu könnunar Seðlabankans frá
því í ágúst á væntingum markaðs-
aðila, sem að jafnaði vænta óbreyttra
vaxta næsta árið og að verðbólga
verði um 2,8% að jafnaði næstu 10
ár. Einnig í ljósi þess að áhyggjur
markaðarins af WOW air virðast vera
fyrir bí í bili sem og fréttir af kjara-
málum benda til minni hættu á að
launaliðurinn muni fara út fyrir öll
mörk, einkum í ljósi versnandi stöðu
ferðaþjónustunnar og þungs reksturs
innlendra fyrirtækja.
Fá óvænta aðstoð
Í Danmörku hefur átt sér stað merki-
leg þróun undanfarið – japanskir
fjárfestar hafa keypt dönsk sértryggð
skuldabréf af miklum móð, í heildina
yfir 8 milljarða dollara frá árinu 2016
og danskir húsnæðiskaupendur geta
í dag fest óverðtryggða vexti til 30
ára í 1,5%, meðal annars með hjálp
japanskra sparifjáreigenda. Líkt og
Seðlabankinn hefur bent réttilega
á, eru svo lágir vextir ekki æskilegir
til lengri tíma og eru „sjúkdómsein-
kenni“ fyrir hagkerfi (eða réttara sagt
myntbandalög) sem búa við lágan
hagvöxt og verðbólgu. En erlendir
fjárfestar hafa hins vegar í Danmörku
og víðar þar sem hagkerfi standa
traustum fótum með litlar skuldir og
hátt lánshæfi, líkt og á litla Íslandi, átt
þátt í að lækka vaxtakostnað heimila
og fyrirtækja enn frekar. Slíkt ætti
alltaf að vera eftirsótt fagnaðarefni,
sama hvert vaxtastig viðkomandi
lands er.
En hér á landi höfum við annan
hátt á, og sjáum merki þess undanfar-
ið í hækkun óverðtryggðra fastvaxta
húsnæðislána, sem virðast í litlu
samræmi við traustar undirstöður
hagkerfisins og vænta þróun skamm-
tímavaxta. En yfirlýstur tilgangur
hins svokallaða „fjárstreymistækis“
Seðlabankans hefur meðal annars
verið fólginn í því að auka aðhald
peningastefnunnar. Það hefur nú
tekist svo vel, að tekið hefur verið eftir
af fræðimönnum í Háskóla Íslands.
Vaxtahækkun vekur athygli
Björn Berg
Gunnarsson
fræðslustjóri
Íslandsbanka
Guðjón Karl
hlutskarpastur
Guðjón Karl Reyn-
isson, fyrrverandi
forstjóri bresku
leikfangakeðj-
unnar Hamley’s,
hlaut afgerandi
kosningu í stjórn
Festar, móðurfélags
N1 og Krónunnar, og flest atkvæði
á hluthafafundi í gær, samkvæmt
heimildum Markaðarins. Næst á
eftir kom Kristín Guðmundsdóttir,
fyrrverandi forstjóri Skipta; svo
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnar-
formaður N1 frá 2012; þá Björgólfur
Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri
Icelandair Group, og loks Þórður
Már Jóhannesson, fyrrverandi for-
stjóri Straums og fjárfestir. Engu að
síður er hann eini stjórnarmaðurinn
sem á eitthvað undir í Festi með
um 1,6 prósenta hlut. Helga Hlín
Hákonardóttir, sem var í stjórn
Festar fyrir samrunann, naut hins
vegar afar lítils stuðnings hluthafa.
LSR studdi
Bubba
Framboð Björgólfs
í stjórn N1 kom
mörgum á óvart
en sagt er að
forsvarsmenn
LSR og Almenna
lífeyrissjóðsins
hafi stutt hann til
stjórnarsetu. Áður hafði LSR stutt
Þórarin V. Þórarinsson sem bauð
sig ekki fram að nýju því hann er
stjórnarformaður Reita en Festi
rekur eitt stærsta fasteignafélag
landsins. Björgólfur er eini stjórnar-
maðurinn sem ekki tengdist N1
eða Krónunni fyrir sameiningu á
meðan Guðjón Karl og Þórður Már
komu úr matvörunni en Kristín og
Margrét úr olíunni.
Fara til Íslenskra
fjárfesta
Þeir Þorbjörn Atli
sveinsson og
Gunnar Freyr
Gunnarsson
taka til starfa
hjá Íslenskum
fjárfestum um
næstu mánaðamót en
þeir létu af störfum hjá Fossum
mörkuðum fyrr á þessu ári. Þor-
björn Atli og Gunnar Freyr hitta
þar fyrir Hannes Árdal, sem einnig
starfaði um skeið hjá Fossum, og þá
Sigurð Hreiðar Jónsson og Tómas
Karl Aðalsteinsson.
2 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r10 markaðurinn
2
6
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
E
A
-3
3
5
8
2
0
E
A
-3
2
1
C
2
0
E
A
-3
0
E
0
2
0
E
A
-2
F
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
5
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K