Fréttablaðið - 26.09.2018, Síða 42

Fréttablaðið - 26.09.2018, Síða 42
Markaðurinn instagram fréttablaðsins @frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 26. september 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Stjórnar- maðurinn 21.09.2018 @stjornarmadur Fossar markaðir hafa undirritað samstarfs­ samning við breska fjárfestingaráðgjafar­ fyrirtækið Redington. Samstarfið felur í sér að starfsfólk fagfjárfestaþjónustu Fossa og viðskiptavinir félagsins hafa nú aðgang að greiningum Redington á eigna­ stýringarhúsum á heimsvísu. Í tilkynningu segir að sérfræðikunnátta Redington nái yfir 45 eignaflokka um allan heim og byggi á sér­ sniðinni nálgun þar sem greind séu 5­10% þeirra eignastýringarhúsa sem hafa náð bestum árangri í hverjum eignaflokki fyrir sig. Með samstarfinu fæst aðgangur að upp­ lýsingum og gögnum sem gefa Fossum og viðskiptavinum félagsins gott yfirlit yfir þá fjárfestingarkosti og sjóði sem stýrt er af fjárfestingastjórum Redington í helstu eignaflokkum.   David Witzer, framkvæmdastjóri fagfjár­ festaþjónustu Fossa, segist ánægður með samstarfið. „Um er að ræða spennandi sam­ starf sem gerir okkur kleift að bjóða íslensk­ um stofnanafjárfestum sem vilja auka erlenda eigna­ dreifingu einstakt tækifæri á sviði fjárfestinga.“ – hae Fossar markaðir í samstarf við redington David Witzer. PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur Bókhald Áhættustýring Endurskoðun Verðmæti Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Ráðgjöf Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Skattamál Jafnlaunavottun Með þessu vill stjórn N1 skapa for dæmi í ís lensku at­ vinnu lífi með því að sýna hóg værð í breyti leg um launa greiðslum til æðstu stjórn enda. Margrét Guðmunds- dóttir, stjórnarfor- maður N1 Íslensku ferðamannasprengingunni virðist lokið í bili ef marka má spá greiningardeildar Arion banka sem gerir ráð fyrir 4,5% fjölgun ferða­ manna á þessu ári, og einungis 1,4% á næsta ári. Auðvitað var það ekki sjálfbært ástand að ferðamönnum héldi áfram að fjölga um 20 til 30% á ári hverju. Einhvern tíma hlaut að koma að því að jafnvægi myndi nást. En athyglisvert er að velta fyrir sér hvers vegna við komum að þeim punkti nú. Sennilegt er að gjaldmið­ illinn eigi þar stærstan hlut að máli. Styrkur krónunnar er einfaldlega slíkur að Ísland er á meðal dýrustu áfangastaða í heiminum. Gleymum því heldur ekki að íslenska ferða­ mannasprengingin hófst þegar krónan var veik í sögulegu samhengi. Mikil samkeppni hefur verið í flugi til Íslands sem hefur valdið því að hingað hefur fólk getað ferðast til­ tölulega ódýrt. Að einhverju leyti hefur það vegið upp á móti því hversu dýrt er að dvelja á Íslandi þegar hingað er komið. Nú eru hins vegar teikn á lofti. Augljós sam­ dráttur er í þeim geirum sem treysta á tekjur af ferðamönnum. Eins og allir vita hafa bæði flugfélögin átt í miklum vandræðum. WOW bjargaði sér fyrir horn á dögunum og Icelandair hefur birt þrjár afkomu­ viðvaranir á síðustu mánuðum. Ljóst er að síðarnefnda félagið þarf veru­ lega að taka til í eigin rekstri ef vel á að fara, og enn er óvíst um framtíð WOW til langs tíma. Fram kom á fundi Arion banka að eins og staðan væri nú væru flugfélögin að borga um þúsund krónur með hverjum far­ þega. Slíkt gengur ekki til lengdar. WOW mun vafalaust bjóða ódýra flugmiða nú meðan félagið freistar þess að ná upp þeim bókunum sem töpuðust kringum skuldafjár­ útboðið. En til langs tíma er ekki annað að sjá en að báðum flugfélög­ unum sé nauðugur einn kostur að hækka fargjöldin. Verði sú raunin verður bæði orðið dýrt að koma og vera á Íslandi. Ferðamönnum gæti þá farið fækkandi. Hér er því komin upp gamalkunnug staða. Krónan er orðin of sterk og farin að hamla samkeppnishæfni landsins. Útflutn­ ingsgreinarnar finna mest fyrir því. Ferðaþjónustan og útgerðin eru þar á sama báti. Nú heyrist ekki bara harmakvein frá útgerðinni heldur líka ferðaþjónustunni. Samt er það þannig að einungis í síðarnefndu greininni heyrast raddir um að taka eigi upp annan gjald­ miðil. Útgerðin er hins vegar söm við sig enda vön því að stjórnvöld bjargi málum og felli gengið áður en í óefni er komið. Plástrar frekar en varan­ legar skurðaðgerðir.  Á sama báti 2 6 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E A -1 F 9 8 2 0 E A -1 E 5 C 2 0 E A -1 D 2 0 2 0 E A -1 B E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 5 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.