Fréttablaðið - 09.10.2018, Síða 11

Fréttablaðið - 09.10.2018, Síða 11
Hrunið blasir við Ég þekki af eigin reynslu úr stjórnmálunum hve sárt er að horfa upp á byggðir í landinu grotna niður af því að fjár- magn skortir til fjárfestinga í öflugu atvinnulífi. Svo koma skyndilega norskir auðrisar með fullar hendur fjár og vilja setja upp risafiskeldi í opnum sjókvíum. Er það happafeng- ur fyrir fólkið í dreifðum byggðum og frelsandi lausn fyrir stjórnmála- menn? Hvað er það sem hvetur norska auðrisa til fjárfestinga í opnu sjókvíaeldi á Íslandi? Fullvissan um að mega gera það sem þeim er bannað að gera heima hjá sér í ljósi reynslunnar. Flóknara er það ekki. Reynslan af opna eldinu í nágranna- löndunum er skelfileg. Þar hefur nú víðast verið lokað á nýtt sjókvíaeldi og settar fram áætlanir um að það heyri brátt sögunni til, fari upp á land eða í lokuð kerfi. Það er ekki lengur dýrara en opna eldið. Hins vegar er eftirsóknarvert að helga sér ný svæði í landi þar sem eldisleyfin eru nán- ast ókeypis. Leyfin sem Úrskurðar- nefndin var núna að ógilda hefðu kostað 45 milljarða í Noregi sam- kvæmt uppboðum þar í landi. Svo er hvetjandi að hafa stjórnmálamenn ginnkeypta fyrir hvaða atvinnuupp- byggingu sem er í veikum byggðum, eftirlitskerfi í skötulíki og regluverk vanþróuð, en megi móta með hags- muni eldisins að leiðarljósi. Eru byggðirnar þá í boði fyrir hvað sem er? Hvar er sjálfsvirðing okkar? Erum við tilbúin að fórna landinu fyrir skammtímagróða norskra auðrisa, óafturkræf umhverfisspjöll og áróður um skýjaborgir? Saga byggðanna á Íslandi er þyrnum stráð af alls konar ævintýrum. Oftast sá fólkið ekki fyrir sáran endi þeirra. En ef litið er til reynslunnar af opnu sjókvíaeldi hér á landi og í nágranna- löndum, þá blasir hrunið við. Ekki aðeins fyrir villta laxastofna og nátt- úruna, heldur mannlífið í byggð- unum. Þá neita allir að axla ábyrgð, en heimafólkið og náttúran sitja eftir með tjónið í fanginu. Opin eldisiðja er hrein tíma- skekkja. Lús, óútskýrður fiskdauði, sjúkdómar, fiskur sleppur, erfða- blöndun við villta stofna, uppsöfnuð mengun og óþrifnaður skaðar lífríkið í fjörðunum. Þetta veldur því að virt matsfyrirtæki vilja ekki votta mat- væli úr svona framleiðslu. Er nema von að íslenska kokkalandsliðið neiti að leggja nafn sitt við slíkar afurðir eða virtir veitingastaðir bera á borð gesta sinna. Dreifðar byggðir eiga betra skilið en þessar fabrikkur. Er ekki nóg komið af ævintýrum? Hvar er metnaður stjórnmálamanna sem telja opið sjókvíaeldi boðlegt fyrir landsbyggðarfólk? Myndi þeim detta í hug að biðja um nokkrar kvíar á sundin í Reykjavík? Væri nú ekki ráð að virða úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfismála og skoða í alvöru hvað er best fyrir nátt- úruna og fólkið í landinu með því að allt fiskeldi fari upp á land eða í lokuð kerfi, en leyfa norskum auð risum að glepjast einum af sínum ævintýrum? Það væri reisn að því. Gunnlaugur Stefánsson Heydölum Eru byggðirnar þá í boði fyrir hvað sem er? Hvar er sjálfsvirðing okkar? Erum við tilbúin að fórna landinu fyrir skammtímagróða norskra auðrisa, óafturkræf umhverfisspjöll og áróður um skýjaborgir? Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000 Stjórn Reita fasteignafélags hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður miðvikudaginn 31. október 2018 kl. 9:00 á skrifstofu félagsins að Kringlunni 4-12, Reykjavík, 3. hæð. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. 2. Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar. 3. Tillaga um laun tilnefningarnefndar. 4. Tillaga um skipun tveggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd. 5. Önnur mál, löglega upp borin. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins varða 15. og 17. gr. samþykktanna, en breytingarnar lúta að því að koma á fót tilnefningarnefnd í félaginu. Tillögur undir dagskrárliðum nr. 3. og 4. eru háðar því að hluthafar samþykki áður tillögur undir dagskrárliðum 1. og 2., að öðrum kosti falla þeir dagskrárliðir niður. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem aðgengilegt er á vef félagsins, www.reitir.is/hluthafafundir. Rafrænt umboð skal sent fé- laginu á netfangið stjorn@reitir.is áður en fundur hefst. Ekki er gert ráð fyrir að atkvæðagreiðslur á hluthafafundinum verði skriflegar nema einhver fundarmanna krefjist þess eða fundarstjóri úrskurðar um annað. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta óskað eftir því að fá að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist á skrifstofu félagsins eða á netfangið stjorn@reitir.is eigi síðar en fimm sólarhringum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 9.00 föstudaginn 26. október 2018. Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skriflega eða rafrænt á netfangið stjorn@reitir.is í síðasta lagi 20. október næstkomandi fyrir kl. 16.00. Dagskrá hluthafafundarins og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um fundinn má finna á vef félagsins, www.reitir.is/hluthafafundir. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent. Stjórn Reita fasteignafélags hf. Hluthafafundur í Reitum fasteignafélagi hf. 31. október 2018. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11Þ R i ð J u D A G u R 9 . o k T ó B e R 2 0 1 8 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 5 -C 0 9 0 2 1 0 5 -B F 5 4 2 1 0 5 -B E 1 8 2 1 0 5 -B C D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.