Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2018, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 09.10.2018, Qupperneq 16
Hyprosan augndropar innihalda hypromellósa og eru ætlaðir til meðferðar við augnþurrki, þ.m.t. glæru- og tárusiggi (keratoconjunctivitis sicca), hjá fullorðnum. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðil fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auakverkanir, sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.sérlyfjaskrá.is. September 2018. Hyprosan augndropar – við augnþurrki • Án rotvarnarefna • Hægt að nota með augnlinsum • Fæst án lyfseðils í apótekum ERTU MEÐ AUGNÞURRK? SAN180902 Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveg@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is, s. 512 5368 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðar- dóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Eftir að ég greindist með brjóstakrabbamein varð ég ofboðslega upptekin af rann­ sóknum á því hvað hefur áhrif á krabbamein, hvernig maður kemur sér í gegnum lyfjameð­ ferð og hvað hægt er að gera til að reyna að draga úr líkum á endur­ komu sjúkdómsins,“ segir Elín Skúladóttir en hún greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra. Elín, sem vinnur hjá Fjármála­ eftirlitinu og kennir jóga hjá Hress, komst að því að hreyfing er eitt af því stóra sem litið er á í þessum efnum. „Jóga hefur klár­ lega mikið að segja og almenn hreyfing í víðtækum skilningi er mjög mikilvæg. Í því sambandi má líka nefna gönguferðir og styrktar­ þjálfun. Ég spái því að eftir tíu ár fari allir krabbameinssjúklingar í gegnum endurhæfingu í formi hreyfingar og líka á meðan á með­ ferð stendur.“ Kraftaverk hversu vel gekk Lyfjameðferðin gekk vel og Elín er nú undir reglulegu eftirliti lækna. „Fyrir mér er kraftaverki líkast hversu vel hún gekk. Í upphafi lyfjameðferðar veit maður ekkert hverju hægt er að eiga von á. Þetta er eins og að loka augunum og setjast í rússíbana án þess að vita hvað hann er langur eða hvort það sé gat á honum svo maður fari fram af og deyi í leiðinni. Þetta er full­ komin óvissa,“ segir Elín og bætir við að hún hafi haldið góðri heilsu alla lyfjameðferðina. „Ég var með hormónatengt krabbamein, sem bregst því miður ekki eins vel við lyfjameðferð og aðrar gerðir en mitt gerði það nú samt. Krabbameinslæknirinn minn sagði mér í upphafi með­ ferðar að það yrði góður árangur ef æxlin myndu minnka um fimmtíu prósent en í lok hennar kom í ljós að þau hurfu alveg. Hann sagði að ég væri heppin. Ég tengi það við annað og það er alveg sama hvort okkar hefur rétt fyrir sér,“ segir Elín. Breytti um lífsstíl Eftir að Elín greindist með meinið gerði hún miklar breytingar á sínum lífsstíl. Hún breytti matar­ æðinu og gerðist vegan. „Það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig en fjöldi rann­ sókna sýnir að það er lægri tíðni á krabbameini hjá grænmetisætum en öðrum. Vissulega eru átök að breyta gömlum venjum, sérstak­ lega þegar maður gengur í gegnum svona rosalegar þrengingar en það er líka gott að gera eitthvað sjálfs­ eflandi, taka sjálfur stjórnina ein­ hvers staðar og gera eitthvað sem maður hefur trú á að geri manni gott. Í heildina var það því ekki erfitt heldur frelsandi,“ segir Elín. Kennir jóga hjá Krafti Frá því í byrjun október hefur Elín kennt fítonsjóga hjá Krafti, félagi Elín fékk hormónatengt brjóstakrabbamein og segir kraftaverki líkast hversu vel lyfjameðferðin gekk en þessi mynd er tekin á þeim tíma. Hún er þakklát fyrir að hafa getað nýtt sér jóga í þessum veikindum. Elín situr í stjórn Krafts en þar er alltaf verið að finna upp á nýjungum fyrir félagana. MYND/JÓNATAN GRÉTARSSON Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is ungs fólks sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég hef kennt jóga um árabil en tók mér hlé frá kennslu þegar ég greindist. Ég sit í stjórn Krafts og við erum alltaf að hugsa um hvað við getum gert fyrir okkar félags­ menn. Við vitum að jóga er gott fyrir fólk, bæði meðan á meðferð stendur og einnig að henni lokinni. Jóga er ekki aðeins holl hreyfing. Jóga gefur líka ró og slökun og minnir mann á að vera í núinu,“ segir Elín. Hún segir jógatímana hjá Krafti vera í stöðugri þróun. „Við gerum alls konar stöður, ekki endilega léttar. Við reynum að ögra okkur en að sama skapi gefa okkur stund til að vera í núinu. Ég legg áherslu á góða slökun og nota til þess gong. Það er gott vegna þess að þegar maður gengur í gegnum veikindi er margt sem truflar hugann, það er svo mikið að gerast í kollinum á manni,“ segir Elín. Kafaði í fræðin „Þegar ég fór í gegnum krabba­ meinsmeðferðina var ég þakklát fyrir að kunna jóga og geta nýtt mér þá þekkingu. Ég fór líka að kafa öðruvísi í jóga en áður og skoða það meira út frá lífsspekinni en ekki aðeins sem hreyfingu og öndun. Mig langaði að tileinka mér það í stærra samhengi,“ segir Elín en hún kynntist jóga þegar hún vann á skemmtiferðaskipi á sínum yngri árum. „Mér var eiginlega ýtt út í jóga án þess að ég ætlaði mér það en ég fór í fyrsta tímann þegar ég var um tvítugt. Mér fannst það hræðilega leiðinlegt og tíminn einstaklega lengi að líða. Svo fór ég að vinna hjá fyrirtæki sem er sérhæft í hreyfingu og snyrtingu og þjónustar stærstu skemmti­ ferðaskip í heimi. Ég var valin til að fara á lítið skip sem er vinsælt hjá fokríku fólki. Þá var ég sett á jógakennaranámskeið og svo send út á haf að kenna jóga,“ rifjar Elín upp. Allar götur upp frá því hefur hún kennt jóga. „Núna ætla ég að bæta við mig og læra enn meira. Eftir ára­ mótin fer ég á jógakennaranám­ skeið sem heitir Jivamukti og er haldið á Indlandi. Um er að ræða virt jógakennaranám á vegum bandarískra jóga. Þeir hafa verið áberandi í Bandaríkjunum og m.a. kennt Sting, Madonnu og fleiri stórstjörnum jóga. Þeir kenna það sem heildstætt kerfi, ekki bara sem hreyfingu heldur líka með áherslu á grænmetisfæði. Ég er mjög spennt að fara út og læra meira,“ segir Elín bjartsýn á framtíðina. Í upphafi lyfjameð- ferðar veit maður ekkert hverju hægt er að eiga von á. Þetta er eins og að loka augunum og setjast í rússíbana án þess að vita hvað hann er langur eða hvort það sé gat á honum svo maður fari fram af og deyi í leiðinni. Elín Skúladóttir 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 0 5 -D E 3 0 2 1 0 5 -D C F 4 2 1 0 5 -D B B 8 2 1 0 5 -D A 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.