Fréttablaðið - 09.10.2018, Side 46

Fréttablaðið - 09.10.2018, Side 46
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Stutta sagan er svona: við hittumst öll í gegnum internetið. Langa sagan er hins vegar sú að þetta voru einhver átta ár lík-lega, af fólki sem sótti tón- listarspjallborð, var vafið saman af YouTube-algóritmum og tengdist í gegnum Facebook. Í byrjun ársins 2016 var stór hluti okkar búsettur í London þar sem við ákváðum að henda í verkefni saman – það var þá sem við gerðum lagið Something for your M.I.N.D. Í því ferli hittum við söngkonuna okkar, Orono Noguchi. Við höfðum líka samband við Soul sem þá bjó í Ástralíu og fengum hann til liðs við okkur. Þarna vorum við í raun bara að fíflast, við bjugg- um í þremur mismunandi heims- álfum og fannst ekkert endilega að það yrði að koma eitthvað út úr þessu. Orono fékk demóið og sendi til baka texta hálftíma síðar og við hugsuðum bara „Þetta er sjúkt! Við verðum að koma þessu út!“ – lagið fékk mikla athygli og við áttuðum okkur á að þetta væri ekki „verkefni“ heldur hljómsveit.“ Þar með fæddist hljómsveitin Superorganism sem er skipuð þeim Orono Noguchi, Harry, Emily, Tucan, Robert Strange, Ruby, B og Soul. Þetta eru hressir krakkar sem, eins og Ruby segir hér að ofan, hittust öll í gegnum internetið á einn eða annan hátt. Hluti þeirra var í hljómsveitinni The Eversons og fundu Orono á SoundCloud – þau hittust síðar og segjast hafa tengst í gegnum ást sína á inter- net-„memes.“ Fyrsta lagið þeirra, Something for your M.I.N.D., var notað í tölvuleiknum FIFA 2018 og Superorganism fékk plötusamning og fór að ferðast um heiminn. Allir meðlimir hljómsveitarinnar búa saman í London – nema Soul býr reyndar einn í íbúð sem er þó að sögn Ruby í grenndinni og að hann hoppi oft yfir í tesopa. „Við erum í raun ekkert að vinna neitt öðruvísi áður en við fluttum öll inn saman. Við höfum alltaf unnið í gegnum netið – við leigjum aldrei stúdíó þar sem við hittumst og spilum saman. Yfirleitt er þetta þannig að ein manneskja fær grunn- hugmyndina sem er svo rædd, tekin upp og send á milli. Kannski skellir einhver „sampli“ í lagið og Orono semur mögulega texta og málar málverk, síðan fáum við B það og setjum bakgrunnsraddir og Robert fær það svo á endanum og hugsar upp myndheim fyrir tónlistarvídeó og tónleika. Þannig að það hefur ekki breyst neitt þó að við búum öll saman – við vinnum „sóló“ inni í herbergjunum okkar. Það eina sem hefur breyst er að það er enginn tímamunur á milli okkar.“ Ef skoðað er á Wikipedia hvert hlutverk hvers meðlims hljóm- sveitarinnar er sést glögglega hvað- an nafn sveitarinnar kemur – hver meðlimur hefur nokkur hlutverk auk þess sem Robert Strange er sjónlistamaður sem sér um allt sem tengist lúkki myndbanda og fleira, Orono er söngkonan en líka málari sveitarinnar og svo eru B, Ruby og Soul öll bakraddir og dansarar. Ruby segir tónlist sveitarinnar vera eins konar elektróníska popp- tónlist – en tekur það fram að það sé einungis orð sem hún hafi heyrt aðra nota yfir sveitina. Hún sjálf sé alls ekki viss um hvaða orð skuli nota enda komi hver og einn með- limur með sín sérstöku áhrif inn í allt starf sveitarinnar. „Við erum öll algjörlega hug- fangin af hinum og þessum tón- listarstefnum héðan og þaðan – en það sem við eigum sameiginlegt er að við elskum öll popptónlist. Tónlistin er allavega elektrónísk og kannski smá … sérviskuleg? Það er allavega það sem ég heyri aðra segja,“ segir Ruby hlæjandi. Enginn meðlimur sveitarinnar segist hafa komið til Íslands áður og auðvitað eru allir gríðarlega spenntir fyrir því. Ruby er sérstak- lega spennt að vita hvar er hægt að fá „chips“ og hefst þá smá misskiln- ingur milli blaðamanns og hennar um merkingu orðsins (blaðamaður heldur að um frönskur sé að ræða en það eru víst kartöfluflögur). En þrátt fyrir það allt saman lofar Ruby miklu fjöri á Airwaves. „Við leggjum mikla vinnu í tón- leikana okkar og það sem við vonum að fólkið fái út úr því sé algjörlega alltumlykandi upplifun. Ég vona að fólk geti yfirgefið tón- leikana brosandi vegna þess að það hafi getað dansað smá, grátið smá, hlegið og verið togað inn í sjón- rænan heim okkar. Við erum að fara með ykkur í rússíbana, baby, komið með!“ stefanthor@frettabladid.is Nútímaleg ofurlífvera pumpar út poppi Superorganism nefnist fjörug poppsveit sem spilar á komandi Airwaves-hátíð. Sveitin er skipuð nokkrum krökkum sem eins og nafnið gefur til kynna mynda saman ofurlífveru sem pumpar út list. Allar litlu lífverurnar sem mynda ofurlífveruna hittust í gegnum netið, eins og gengur og gerist í dag. TóNlisTiN er alla - vega elekTr óNísk og kaNNski smá … sérvisku- leg? Það er allavega Það sem ég heyri aðra segja. Ruby Vinsælir viðburðir framundan Miðakaup á www.midi.is Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi Háskólabíó 23. og 25. nóv. Jólin til þín Um land allt 12. des - 22. des. Jón Jónsson - Þessir árlegu Háskólabíó 21. des. Ilmur af Jólum - Í borg og bæ Um land allt 30. nóv - 21. des. 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 Þ r I Ð J U D A G U r26 l í f I Ð ∙ f r É t t A b l A Ð I Ð 0 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 0 5 -C F 6 0 2 1 0 5 -C E 2 4 2 1 0 5 -C C E 8 2 1 0 5 -C B A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 1 0 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.