Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 1

Morgunblaðið - 02.06.2018, Side 1
L A U G A R D A G U R 2. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  128. tölublað  106. árgangur  PORTRETT SPESSA AF BREIÐHOLTI TÓNLISTIN JAFNRÉTTHÁ FYRSTA BRAUTSKRÁNING MENNTASKÓLA 12PÓSTNÚMER FLÚRAÐ 46 Splunkuný flugvél Air Iceland Connect, Þorbjörg hólmasól TF-FXH, af gerðinni Bombardier Q200, hóf sig á loft af Ísa- fjarðarflugvelli í gærmorgun í þann mund er Stefnir ÍS var á leið í land í tilefni sjómannadagsins sem haldinn verður hátíð- legur um land allt um helgina. Þessi skemmtilega ljósmynd náðist af því er flugvélin flaug yfir togarann. Ný og glæsileg Þorbjörg hólmasól flýgur yfir Stefni ÍS Morgunblaðið/Árni Sæberg  Íslenska ríkið og Microsoft skrif- uðu í gær undir heildarsamning um kaup á hug- búnaði fyrir stofn- anir ríkisins. Mikil hagræðing felst í samningnum, sem tryggir líka sess íslenskunnar í hin- um stafræna heimi, að sögn Heimis Fannars Gunnlaugssonar hjá Microsoft á Ís- landi. Stýrikerfi og allur lykilhug- búnaður Microsoft verður á íslensku og hægt verður að þýða íslenskan texta á 60 tungumál. »4 Styrkja sess íslensku í hinum stafræna heimi Heimir Fannar Gunnlaugsson  5.500 færri Íslendingar reykja daglega nú en árið 2015. Þeim sem taka í nefið hefur sömuleiðis fækk- að á sama tímabili en þeim sem taka tóbak í vör hefur fjölgað og fleiri konur taka í vörina nú en áður. Notendum rafrettna hefur fjölgað um 9.200 á þessum tíma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar Embættis landlæknis. Viðar Jens- son, verkefnisstjóri hjá embættinu, segir góðan árangur af tóbaksvarn- arstarfi; tíðni reykinga sé einna lægst hér af löndum Evrópu. »26 Minna af tóbaki, meira af rafrettum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels, segir dæmi um að fjárfestar hafi hætt við uppbyggingu hótela. Þá séu bankar farnir að stíga á bremsuna í hótelverkefnum. „Listi fyrirhugaðra hótela er ótrú- legur. Ég hef trú á því að aðeins brot af þessum hótelum verði byggt,“ segir Hreiðar um stöðuna. Vegna óvissu um kjaramál og sterks gengis krónunnar haldi er- lendir aðilar að sér höndum með fjárfestingu í ferðaþjónustunni. Rætt sé um miklar launahækkanir. Áformað var að byggja tugi hótela víðsvegar um landið á næstu árum. Verði mörg þeirra sett á ís mun fjár- festing í landinu verða minni sem því nemur, sem og hagvöxtur. Spáir samdrætti í ár Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur, spáir færri bók- unum í júní nú en í fyrra. „Ég held að þetta verði varnarbarátta og að það verði einhver samdráttur á árinu.“ Tölur Hagstofunnar benda til samdráttar í seldum gistinóttum í öllum landshlutum í apríl. Sé litið til fyrstu fjögurra mánaða ársins er hins vegar aðeins samdráttur í þremur landshlutum af sex. Samdrátturinn á fyrstu fjórum mánuðum ársins er mestur á Suður- nesjum, eða 7%. Steinþór Jónsson segir bókanir hafa tekið skarpa dýfu í maí. Hópar hafi afbókað gistingu. Samdrátturinn milli ára í apríl er mestur á Austurlandi, eða 22%. Þráinn Lárusson, eigandi Hótels Hallormsstaðar og Hótels Vala- skjálfar, rifjar upp áform síðustu ríkisstjórnar um skattahækkanir á ferðaþjónustuna. Umræðan ein og sér í fyrra hafi leitt til færri bókana í ár. Nú séu áhrifin að ganga til baka. HM muni draga úr eftirspurn Þá telur Þráinn að Heimsmeist- aramótið í knattspyrnu muni hafa marktæk áhrif á eftirspurn í ís- lenskri ferðaþjónustu. Reynslan af fyrri mótum bendi til þess. Erna Hauksdóttir, fv. fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir vísbendingar um að HM dragi úr innlendri eftirspurn eftir gistingu á landsbyggðinni. Ásamt þessari þróun kann hærra fasteignamat að leiða til hærri fast- eignagjalda hjá hótelum. Kristófer Oliversson, eigandi CenterHotels- keðjunnar, segir þetta munu íþyngja rekstrinum enn frekar. Líkt og í hótelgeiranum er titring- ur í fluggeiranum. Verðstríð á mörk- uðum er talið munu reyna fjárhags- legan styrk flugfélaganna. Hætta við að fjár- festa í hótelum  Forstjóri Stracta hótels segir titring á ferðamarkaðnum MÓvissan bitnar á … »18 Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Víða um land er sam- dráttur í sölu gistinátta á hótelum. „Það er draumi líkast að vinna með honum, ég hef aldrei átt jafngott samstarf við jafnfrjóan leikstjóra,“ segir bandaríska leikkonan Shailene Woodley um samstarf þeirra Baltas- ars Kormáks, en hún fer með aðal- hlutverkið í nýjustu kvikmynd hans, Adrift, sem frumsýnd var í Banda- ríkjunum fyrir fáeinum dögum. Í samtali við Morgunblaðið segist Woodley hafa fengið gott rými til að túlka hlutverk sitt eftir eigin höfði og segir hún Baltasar hafa sýnt mikla auðmýkt gagnvart verkefninu. „Hann var mjög meðvitaður um að hann, rúmlega fimmtugur karl- maður, væri að segja sögu þar sem kona er í aðalhlutverki.“ »48 AFP Á frumsýningu Baltasar Kormákur og Shailene Woodley í Los Angeles. „Draumi líkast“  Shailene Woodley ber lof á Baltasar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.