Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 Víða um heim, meðal annars íhelstu samkeppnislöndum Ís- lands, er sjávarútvegur niður- greiddur. Hér á landi er þessu öf- ugt farið, sjávarútvegur greiðir ekki aðeins sömu skatta og aðrar greinar, heldur bætist við sér- stakur skattur sem kallaður er veiðigjald.    Íslenskur sjávarútvegur keppirvið þann erlenda á alþjóðamörk- uðum og þess vegna skiptir máli að búa honum viðunandi rekstrar- skilyrði sem gera honum kleift að keppa. Ekki væri ástæða til að fara út í niðurgreiðslur hér á landi til að jafna stöðuna, en að auka á muninn með sértækum sköttum veikir ís- lensku fyrirtækin í samkeppninni.    En það er ekki aðeins veiði-gjaldið sem skapar íslenskri útgerð verri stöðu í alþjóðlegri samkeppni, hið sama á við um kol- efnisgjaldið. Um síðustu áramót var kolefnisgjaldið hækkað um 50%, sem leiddi til 4% hækkunar á elds- neytiskostnaði greinarinnar. Þegar horft er til þess að eldsneyti er, á eftir launum, annar helsti kostn- aðarliður útgerðarinnar má sjá að þetta er verulega íþyngjandi.    Þegar tillit er tekið til þess aðauki, að fiskiskip í flestum ESB-ríkjum njóta undanþágu frá eldsneytissköttum og að í Noregi fá útgerðir kolefnisgjaldið endur- greitt, þá sést hve skökk sam- keppnin er fyrir íslenskar útgerðir.    Hvernig væri að þeir sem sífelltkrefjast hærri sértækra skatta á íslenskan sjávarútveg færu að átta sig á að hann starfar á al- þjóðlegum samkeppnismarkaði? Skökk samkeppn- isstaða útgerðar STAKSTEINAR Nýr hafnarbakki við Norðurgarð í Gömlu höfninni var tekinn í notkun á þriðjudaginn þegar togarinn Akurey AK 10 lagðist að bryggju. Hinn nýi bakki er fyrir framan frystihús HB Granda og með til- komu hans batnar öll aðstaða til löndunar á fiski verulega. Bakkinn er 120 metra langur stálbakki með steyptri þekju og dýpið við hann er 7,2 metrar. Í steyptu þekjunni er snjóbræðslulögn sem nýtir af- fallsvatn frá fiskvinnslu HB Granda. Fyrir utan hefðbundnar lagnir eins og fyrir rafmagn og kalt vatn er einnig lögn fyrir heitt vatn til að kynda skipin í landlegum. Eftir er að endurnýja lýsingu á hafnarbakkanum og er gert ráð fyrir að því verki ljúki fyrir haustið. Heildarkostnaður vegna bakka og bakkasvæðis var nálægt 560 milljónum króna. Aðalverktaki var Ístak hf. Danska verktakafyrirtækið Per Aarslef a/s var undirverktaki við niðurrekstur stálþils. Nýi hafnarbakkinn kemur í stað trébryggju, sem var orðin lúin. Hún var byggð árið 1966 en hafði verið endurnýjuð að einhverju leyti. Tré- bryggjan var rifin í fyrra. sisi@mbl.is Aðstaða til löndunar stórbætt  Nýr hafnarbakki við Norðurgarð tilbúinn Ljósmynd/Faxaflóahafnir Ný bryggja Akurey lagðist fyrst að bakkanum. Engin tilboð bárust í breytingar á vegamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns við Kaplakrika í Hafnarfirði. Mjög hefur verið kallað eftir úrbótum á þessum vegamótum. Opna átti tilboð í vikunni. „Við stefnum að því að bjóða verk- ið út aftur í byrjun næsta árs. Þá verður hægt að bjóða upp á lengri verktíma og markaðurinn vonandi rólegri,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. Verkið felst í tvöföldun vinstri beygju frá Fjarðarhrauni inn á Reykjanesbraut til austurs og nýrri aðrein meðfram Kaplakrikalæk. Samkvæmt útboði átti breyt- ingum á vegamótunum að vera lokið 20. ágúst 2018. Frágangi utan vega átti að vera lokið 30. september 2018. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Kaplakriki Ekkert tilboð barst í lag- færingar við íþróttamiðstöðina. Ekkert til- boð barst Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Veður víða um heim 1.6., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 16 léttskýjað Nuuk 2 snjókoma Þórshöfn 13 léttskýjað Ósló 23 heiðskírt Kaupmannahöfn 26 heiðskírt Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 18 skúrir Brussel 17 skúrir Dublin 18 skúrir Glasgow 19 rigning London 21 skúrir París 18 skúrir Amsterdam 14 rigning Hamborg 26 þrumuveður Berlín 26 þrumuveður Vín 25 skýjað Moskva 14 heiðskírt Algarve 21 heiðskírt Madríd 23 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 23 léttskýjað Róm 25 heiðskírt Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 13 alskýjað Montreal 25 alskýjað New York 23 þoka Chicago 20 þoka Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:20 23:33 ÍSAFJÖRÐUR 2:36 24:27 SIGLUFJÖRÐUR 2:16 24:12 DJÚPIVOGUR 2:39 23:13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.