Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
Síðustu eina og hálfa viku hefég orðið þeirrar gæfu að-njótandi að fá að vinna aðsjómannadagssérblaðinu
sem kom út með Morgunblaðinu í
gær. Verkefnið var nokkuð krefjandi
þar sem mín mesta tenging við sjóinn
hefur hingað til verið rauðspretta í
raspi með miklu remúlaði. Það þýddi
þó ekki að láta verkefnið sitja á hak-
anum því á stuttum tíma var ég kom-
inn með nokkrar greinar og viðtöl
sem skila átti degi seinna. Á einum
degi var ég því orðinn sérfræðingur í
fiskeldi á Íslandi, byggðaþróun í
Bíldudal og orðinn svo gott sem starf-
andi sigmaður hjá Landhelgisgæsl-
unni. Að minnsta kosti þótti mér það.
Þannig leið svo vikan. Ég fékk á
borðið ný viðfangsefni sem tengdust
sjómennskunni á einhvern hátt og á
hverjum degi fann ég hvernig sjó-
manninum innra með mér óx ásmeg-
in. Mér varð hugsað til atriðanna sem
sýnd voru í sjónvarpsþættinum Há-
setar og fljótlega var ég farinn að lifa
og hrærast sem togarasjómaður,
ennþá við skrifborðið í Hádegis-
móum. Á nóttunni dreymdi mig káet-
una og útsýnið út um kýraugað.
Eins og áður segir kom blaðið út í
gærmorgun og sjómaðurinn á
ennþá hug minn og hjarta allt. Nú
klæðist ég eingöngu kaðlapeysum
og sjóstökkum og á eftir ætla ég að
kaupa mér pípu og Fisherman’s
Friend-hálsbrjóstsykur. Á morgun,
þegar sjálfur sjómannadagurinn
gengur í garð, mun ég sennilega láta
slag standa og fara niður á höfn. Það
er aldrei að vita nema ég stígi jafnvel
upp í skip og fái einhvern til að kenna
mér að slá úr pönnum. Þá lýkur þessu
nú samt.
Næst kemur bílablaðið út og þá
kaupi ég mér grifflur og reykspóla á
Corvettu. Síðan kemur jólablaðið og
áður en ég veit af verður forfallni
dellukallinn ég farinn
að reykja pípu og
slægja ýsu aftur,
þó bara í hug-
anum.
»Á einum degi var égþví orðinn sérfræð-
ingur í fiskeldi á Íslandi,
byggðaþróun í Bíldudal og
orðinn svo gott sem starf-
andi sigmaður hjá Land-
helgisgæslunni.
Heimur Teits
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
T
ónlistin er heillandi heim-
ur og námið hér við skól-
ann hefur opnað mér al-
veg nýja möguleika á
þessu sviði,“ segir Lilja
Cardew, píanóleikari og nýstúdent.
Hún er annar tveggja nemenda sem
brautskráðust með stúdentspróf síð-
astliðinn fimmtudag frá Menntaskóla
í tónlist, en fyrsta formlega starfsári
hans var nú að ljúka. Nemendur í vet-
ur voru tvö hundruð og brautskráðir
nemendur nú voru 32; af klassískri og
rytmískri námsbraut og sem stúd-
entar.
Menntaskóli í tónlist (MÍT) varð
til síðasta haust með sameiningu
framhaldsdeilda Tónlistarskólans í
Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH í
eina stofnun. Frumkvæðið að stofnun
skólans kom á sínum tíma frá Illuga
Gunnarssyni, þá menntamálaráð-
herra; að þeir tveir skólar sem svo
lengi höfðu verið leiðandi í tónlistar-
menntun rynnu saman í einn öflugan
skóla á framhaldsskólastigi. Þetta
gekk eftir og til varð skóli sem starfar
á almennri braut og stúdentsbraut,
sem hvor um sig skiptist í klassík og
rytmík.
Tónlistin orðin
jafnrétthá öðrum greinum
Bóknámsgreinar til stúdents-
prófs eru kenndar við Menntaskólann
við Hamrahlíð en tónlistargreinarnar
við Skipholt og í Rauðagerði. Þetta er
fyrsti tónlistarskóli landsins sem fær
viðurkenningu sem framhaldsskóli og
hann útskrifar líka nemendur með
150 eininga burtfararpróf á fram-
haldsskólastigi.
Viðkvæmur gróður
Alls starfa um 90 kennarar í 34
stöðugildum við skólann, en starfsemi
hans mun þróast mikið á næstu árum.
Nýjum námskeiðum verður hugsan-
lega bætt inn, til dæmis í viðburða-
stjórnun, starfsemin verður væntan-
lega sameinuð umdir einu þaki áður
en langt um líður. Hvers kyns tón-
leikahald er líka snar þáttur í starf-
semi skólans.
„Stóru tíðindin eru þau að núna
er tónlistin orðin jafnrétthá öðrum
greinum til stúdentsprófs,“ sagði
Kjartan Óskarsson skólameistari í
ávarpi við brautskráningarathöfnina.
„Við þurfum að hlúa að hinni dýru list,
Hlúð að dýru listinni
Fyrsta brautskráning frá Menntaskóla í tónlist var nú í vikunni. Nám við skól-
ann skapar ungu listafólki nýja möguleika til náms og starfa. Tónlist er ekki
sjálfsprottin. Henni ber að sinna líkt og viðkvæmum gróðri, segir skólastjórinn.
Morgunblaðið/Valli
Listafólk Kjartan Óskarsson, skólastjóri Menntaskóla í tónlist, og Lilja Cardew píanóstúdent.
„Mér finnst fátt skemmtilegra en að
taka þátt í íþróttum og hreyfingu
með vinum mínum,“ segir Sabína
Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi
og verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ
sem hófst sl. mánudag og lýkur í dag,
2. júní, með
Kvennahlaupi ÍSÍ.
Hreyfivikan er
samevrópskt
verkefni sem var
ýtt úr vör árið
2012 í því skyni að
hjálpa fólki sem
hreyfir sig lítið að
standa upp úr
stólnum og bæta
lífið með hreyf-
ingu. UMFÍ hefur
verið með frá upphafi og hefur verk-
efnið notið vinsælda.
Bryddað hefur verið upp á mörgu
síðustu daga og þótt formlegri dag-
skrá ljúki nú halda vafalaust margir
áfram að hreyfa sig, enda er slíkt
heilsubót fyrir líkama og sál.
„Markmið Hreyfiviku UMFÍ hefur
frá upphafi verið að draga úr kyrrsetu
og auka ánægju fólks af því að hreyfa
sig. Þetta er ekki átak heldur viðhorf.
Hreyfing eykst ekki nema það sé
gaman og þegar fólk hreyfir sig meira
þá dregur sjálfkrafa úr kyrrsetunni.
Það er svo mikilvægt að finna gleðina
í hreyfingunni. Þetta hefur tekist svo
vel að á mörgum stöðum iðar sam-
félagið af lífi,“ segir Sabína.
Hreyfingarleysi er vá
Frá upphafi Hreyfivikunnar hefur
legið fyrir að hún verði í átta ár. Verk-
efninu lýkur samkvæmt því árið 2020
og aðeins tvö ár eftir. Sabína segir
mikið hafa áunnist síðustu ár. „Hreyf-
ingarleysi er vá. Æ fleiri gera sér
grein fyrir mikilvægi þess að hreyfing
sé hluti af daglegu lífi. Þá er verið að
auka hreyfingu sem hluta af skólalíf-
inu með sama hætti og endurvinnsla
þykir í dag sjálfsagður hlutur,“ segir
Sabína og leggur aftur áherslu á að
hreyfing verði að vera skemmileg svo
fólk vilji stunda hana.
„Fólk verður einfaldlega að leyfa
sér að finna barnið innra með sér og
leyfa sér að hafa aftur gaman af því
að hreyfa sig,“ segir Sabína að síð-
ustu.
Bryddað upp á mörgu í Hreyfiviku UMFÍ
Morgunblaðið/Þórður
Dregur sjálfkrafa úr kyrrsetunni
Sabína Steinunn
Halldórsdóttir
Sprettur Tekið á rás í Kvennahlaupi ÍSÍ, sem er vinsæll og fjölsóttur viðburður.
Since 1921
Weleda er leiðandi vörumerki í sölu á lífrænum
húðvörum síðan 1921 !
Útsölustaðir: Apótek og heilsuverslanir. Netverslun: heimkaup.is, lyfja.is,
heilsuhusid.is, baenduribaenum.is