Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Evran, semátti aðskapa stöðugleika og samstöðu í ríkjum Evrópusambands- ins, hefur gert hvorugt. Í gær og síðustu daga urðu talsverð tíðindi í tveimur ríkjum í suðurhluta ESB, á Ítalíu og á Spáni. Evran hefur leikið efnahag Ítalíu svo grátt að þar hefur flokkakerfið riðl- ast algerlega og flokkar með verulegar efasemdir um evr- una eru komnir til valda. Það gerðist að vísu ekki fyrr en eftir að forseti landsins, vegna þrýstings frá Brussel meðal annars, hafði þvingað meiri- hlutaflokkana til að breyta ráðherravali sínu. En nú eru þessir flokkar komnir til valda og aðdragandi þess olli miklum skjálfta á mörkuðum og vangaveltum um það hvort evran lifði ósköpin af. Ekkert liggur enn fyrir um hvernig fer en ljóst er að enn sem komið er að minnsta kosti ætla seðlabanki evrunnar og elítan innan ESB að reyna að verja myntina sína. Aðstæður eru aðrar á Spáni þó að þar hafi einnig orðið stjórnarskipti. Þar voru það spillingarmál sem tengdust stjórnarflokknum sem ollu falli hans í gær. En fleira skiptir máli því að evran hafði líka leikið Spán grátt efnahagslega og þrátt fyrir nokkurn hagvöxt á síðustu árum er atvinnuleysi enn svimandi hátt. Og vinstriflokkurinn sem komst til valda í gær – að vísu í afar veikri minnihlutastjórn – spilaði mjög á þessar aðstæður í land- inu. Ekki er útséð um hvernig fer, til dæmis hvenær kosið verður aftur á Spáni og hvaða flokkur fer með sigur af hólmi. Flokkurinn sem braust til valda nú stendur ekki sterkt í könnunum, en hann mun reyna að nýta stjórnarsetuna til að styrkja sig fyrir kosningar áð- ur en til þeirra verður blásið. Athyglisvert er að þó að af- staðan til evrunnar kljúfi ekki spænsk stjórnmál eins og þau ítölsku, þá er evran undirliggj- andi vandi í efnahag landsins og stjórnmálalífi. En það er ekki síður athyglisvert að rétt eins og við stjórnmálalegan óstöðugleika í nágrannaríkinu Ítalíu þá hefur ókyrrðin á Spáni orðið til þess að upp hafa komið vangaveltur um stöðu evrunnar og framtíð hennar. Óljóst er hversu lengi evran getur staðist stjórnmálalegan óstöðugleika sem hún sjálf á stóran þátt í að skapa, en ólík- legt er í öllu falli að stöðug- leiki og samstaða sé Ítölum og Spánverjum efst í huga þegar evran er nefnd. Efnahagur og stjórn- mál Ítalíu og Spánar hafa liðið fyrir hina sameiginlegu mynt} Evran og ókyrrð við Miðjarðarhaf Fasteignamathækkar mikið á milli ára, eða um 12,8%, samkvæmt nýbirtum tölum frá Þjóðskrá Íslands. Þessi hækkun kemur í kjölfar hækkana fyrri ára og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur fasteignamatið hækkað um það bil um fjórðung á tveimur árum. Þegar horft er lengra aftur, þó ekki nema til ársins 2016, hefur heildarverðmæti fast- eigna í landinu hækkað úr 5.755 milljörðum króna í 8.364 millj- arða króna, eða um 45%. Þetta stafar vitaskuld ekki af því að svo mikið hafi verið byggt í landinu að húsnæði hafi verið aukið um 45%, heldur hinu, að verðmæti fasteignanna hefur aukist verulega. Og raun- ar er það svo að hluti af ástæð- unni fyrir þessum miklu hækk- unum, einkum í höfuðborginni, er að of lítið hefur verið byggt. Þessar miklu hækkanir á fasteignamati eru verulegt áhyggjuefni fyrir fasteigna- eigendur, því að fasteignagjöldin eru reiknuð út frá fasteignamatinu og sveitarfélögin hafa ekki gætt þess að láta gjaldaprósentuna lækka í samræmi við hækkun fast- eignamatsins. Það er mikil freisting fyrir hið opinbera þegar gjaldstofn eykst að halda óbreyttri, eða í það minnsta lítið breyttri, skattprósentu og hirða þannig aukna skatta án þess að þurfa að taka sérstaka ákvörðun um að hækka skatta. Hins vegar ber að hafa í huga að það að leyfa skatttekjunum að hækka vegna hækkandi fasteignaverðs er í raun ákvörðun um skatta- hækkun. Nú þegar nýir meirihlutar eru að taka við í sveitar- stjórnum víða um land er mikil- vægt að þeir taki fasteigna- gjöldin til endurskoðunar og sjái til þess að hækkað mat á verðmæti fasteigna verði ekki að almennri skattahækkun á landsmenn. Ekki má láta hækkað fasteignamat leiða til skattahækkunar} Lækka þarf fasteignagjöldin S enn líður að lokum 148. löggjafar- þings. Sumarfrí í sjónmáli. Þing- menn og ráðherrar geta hlakkað til. Þau hafa öll efni á að fara í frí. Það skiptir engu máli hvar það er, Ástralía, Kúba, eða Kanarí, þau eiga fyrir því. Á yfirstandandi þingi mælti Flokkur fólksins fyrir ýmsum réttlætis- og sanngirnismálum í þágu þeirra sem beinlínis eru beittir fjárhags- legu ofbeldi í boði ríkisstjórnarinnar. Má þar nefna frumvarp til laga um breytingu á lögum um almennatryggingar, nr. 100/2007, um af- nám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Ég mælti fyrir málinu þann 21. desember 2017. Málið gekk til velferðarnefndar þann sama dag. Rökstuðning fyrir því byggir Flokkur fólksins ekki síst á skýrslu Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræð- ings. Skýrsluna vann hann fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) sl. haust. Samkvæmt henni mun ríkis- sjóður hagnast á því að afnema þetta svokallaða frí- tekjumark (sem ætti nú fremur að nefnast skerðinga- mark). Það eru því gríðarleg vonbrigði nú í þinglok að öll loforð um að málið kæmist úr nefnd og í lýðræðislega um- ræðu í þingsal skuli hafa verið hjómið eitt. Þegar kemur að því að afgreiða mál úr nefndum sem enginn raunverulegur vilji er til, mætir „nefndaskelfir“ sjálfstæðismanna. Hann hefur það sérstaka hlutverk að eyðileggja þinglega meðferð mála. Skelfirinn sér til þess að málin hverfa og komast ekki til annarrar umræðu. Það er sannarlega dapurlegt að ofangreint mál fékk ekki brautargengi úr velferðarnefnd vegna andstöðu fulltrúa VG í nefndinni. Þau lögðust harkalegast gegn því að gefa öldruðum mögu- leika á að vinna og um leið lyfta sér úr mann- gerðri fátæktargildrunni sem stjórnvöld hafa búið þeim. Við berjumst gegn skattlagningu styrkja til kaupa á hjálpartækjum aldraðra og fatlaðra. Við berjumst gegn krónu á móti krónu skerð- ingum til öryrkja. Við berjumst fyrir 300 þús- und króna lágmarksframfærslu skatta og skerðingalaust. Ég spyr mig, hvers konar fólk byggir upp kerfi sem einkennist af sérhags- munagæslu, græðgivæðingu og mannvonsku? Hvers konar fólk er það sem ekki vill útrýma fátækt heldur viðhalda henni í sinni nötur- legustu mynd ? Í forsæti ríkisstjórnarinnar situr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Já, sú hin sama og sagði í pontu Alþingis sl. haust að fátækt fólk og öryrkjar gætu ekki beðið eftir réttlæti. En nú má réttlætið bíða og það í boði Vinstri grænna. Gjáin milli ríkra og fátækra breikkar stöðugt. Það er sama hversu hátt fólkið okkar hrópar á hjálp, eina hrópið sem hefur náð í gegn til ríkisstjórnarinnar er hróp kvótakónganna sem kalla á lækkun veiðigjalda. Það er löngu tímabært að ríkisstjórnin fái sér eyru sem heyra í fleirum en auðvaldinu. Inga Sæland Pistill Ríkisstjórn auðvaldsins Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þeim sem reykja daglegafækkaði um 5.500 mannsmilli áranna 2015 og 2018.Þeim sem taka tóbak í nef- ið fækkaði um 900 manns en þeim sem taka tóbak í vör fjölgaði um 3.100 manns milli 2015 og 2018. Aftur á móti hefur þeim fjölgað stórlega sem nota rafrettur daglega eða um 9.200 á síðustu þremur árum. Þetta eru fyrstu niðurstöður ítarlegrar könnunar sem unnin hefur verið á vegum Embættis landlæknis meðal Íslendinga 18 ára og eldri en þær voru birtar á vefsíðu embættis- ins í fyrradag í tilefni af tóbakslausa deginum 31. maí. Niðurstöður þess- arar könnunar verða svo birtar síðar í heild með ítarlegri túlkun, að sögn Viðars Jenssonar, verkefnisstjóra hjá Embætti landlæknis. Gerðar voru ítarlegar kannanir á notkun tóbaks meðal Íslendinga á árunum 2012 og 2015 og nú hefur samskonar könnun verið gerð á yfir- standandi ári. Augljóst er af fyrstu niðurstöðum hennar að verulegar breytingar eru að eiga sér stað á tóbaksnotkun landsmanna. „Árangur af tóbaksvarnastarfi undanfarinna áratuga er mikill og er tíðni reykinga hér hvað lægst í Evr- ópu. Frá árunum 2015 til 2018 hafa daglegar reykingar Íslendinga 18 ára og eldri lækkað úr 11% í 9%,“ segir í umfjöllun sem Viðar og Svein- björn Kristjánsson verkefnisstjóri hjá landlækni, skrifa á vefsíðu emb- ættisins. Konum fjölgar sem taka í vör Þar kemur ýmislegt á óvart, ekki síst að nú kemur á daginn að konur eru í auknum mæli að taka tóbak í vör. ,,Það hafa verið vísbend- ingar um að notkun á tóbaki í vör á meðal kvenna sé að aukast og hún mælist nú 3% daglega í aldurs- hópnum 18 til 24 ára og rúmlega 2% meðal 25 til 34 ára,“ segir Viðar í samtali við Morgunblaðið. Dagleg notkun tóbaks í vör hef- ur dregist saman hjá yngsta aldurs- hópi karla (18-24 ára) eða úr 23% ár- ið 2015 í 14% árið 2018. Á hinn bóginn jókst dagleg notkun í aldurs- hópnum 25-34 ára karla úr 7% 2015 í 22% árið 2018. Sérstaka athygli vekur þó stór- fjölgun þeirra sem nota rafrettur. ,,Dagleg notkun á rafrettum hjá báð- um kynjum 18 ára og eldri hefur aukist úr 1% árið 2015 í 5% árið 2018. Notkunin er algengari hjá yngri ald- urshópum og er lítill munur á milli karla og kvenna. Rúmlega 8% karla og kvenna á aldrinum 18 til 34 ára nota rafrettu daglega og er notkun þeirra því orðin algengari en dag- legar reykingar í þessum aldurshópi sem eru um 6%,“ segir um niðurstöð- urnar. Viðar bendir á að hafa verði í huga að í sumum tilvikum getur ver- ið um tvítalningu að ræða, þ.e.a.s. sami einstaklingurinn getur fallið í þann hópi að nota bæði rafrettu og reykja tóbak, þar sem ekki er greint sérstaklega þar á milli í þessum fyrstu niðurstöðum. Þetta verður þó greint betur í niðurstöðunum sem birtar verða síðar í sumar. Ljóst er þó að þeim sem reykja fækkar áfram jöfnum skrefum ár frá ári og ef fram heldur sem horfir munu daglegar reykingar hér á landi verða komnar niður í 5% árið 2023, sem er viðmið margra þjóða um endatafl tóbaksreykinga að því er fram kemur í umfjöllun Viðars og Sveinbjörns. Í ljós kemur í nýju rannsókninni að á meðal kvenna er hlutfall dag- legra reykingar hæst í aldurs- hópnum 55 til 64 ára eða um 13% en lægst í aldurshópnum 18-24 ára eða 6%. Á meðal karla er hlutfall dag- legra reykinga hæst í aldurshópnum 35-45 ára eða 12% en lægst í meðal 18-24 ára eða 5%. Víða erlendis og í tilskipun Evr- ópusambandsins hefur verið við það miðað að styrkleiki nikótínvökvans í rafsígarettum megi ekki vera meiri en 20 milligrömm af nikótíni í milli- lítra (mg/ml). Hér á landi eru algeng- ir styrkleikar á vökva sem notaður er í rafrettur 6 milligrömm af nikótíni í millilítra, 12 mg/ml og 18 mg/ml. Rannsókn Embættis landlæknis leiðir óvæntar niðurstöður í ljós hvað þetta varðar. Flestir eða um 70% þeirra sem nota nikótínvökva í raf- rettur nota minnsta styrkleikann eða vökva sem inniheldur 6 mg/ml. 20% nota 12 mg/ml og eingöngu 6% nota 18 mg/ml styrkleika nikótíns. Viðar segir koma ánægjulega á ávart hversu fáir nota hærri styrk- leika nikótínvökvans. Algengast er að þeir sem nota rafrettur noti bragðbættan vökva eða um 90%. Einnig má sjá í rannsókninni að tíðni daglegrar neyslu tóbaks í nef er um 3% meðal karla 18 ára og eldri og hefur hún lítið breyst frá fyrri könn- un. Er hún mest í aldurshópnum 45 til 54 ára eða tæp 7%. Þeim sem nota raf- rettur stórfjölgar Neysla nikótíns árin 2015 og 2018 2015 2018 Reykja daglega 2015 2018 Taka í vörina daglega 2015 2018 2015 2018 Taka í nefið daglega Nota rafsígarettu daglega 25.500 20.000 7.500 10.600 4.500 3.600 1.500 10.700 H ei m ild : L an dl æ kn ir Morgunblaðið/Golli Reykingar Frá 2015 til 2018 hafa daglegar reykingar Íslendinga 18 ára og eldri minnkað úr 11% í 9%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.