Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.06.2018, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 Mánatún 2, Reykjavík - 47,9 mkr. Stór 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með hellulagðri verönd og skjólvegg. Húsið er klætt og því viðhaldslítið. Eignin skiptist í: Hol, eldhús, tvö svefnherbergi, baðher- bergi, þvottahús, geymslu/búr og stofu. Forstofan með fataskáp og parketi á gólfi. Eldhúsið er með viðarinnréttingu, með efri og neðri skápum og borðkrók. Svefn- herbergin eru tvö, svefnherbergi með góðum fataskáp í öðru þeirra og parketi á gólfi. Baðherbergið er með innréttingu undir vaski og yfir handlaug, sturtuklefa, upphengdu klósetti og flísalagt í hólf og gólf. Þvottahúsið er innan íbúðarinnar með máluðu gólfi. Stofan og borðstofan eru samliggjandi með parketi á gólfi. Gengið er út á sér verönd frá stofu. Sér geymsla (5,6 fm). Sími 697 3629 | gudrun@husaskjol.is | husaskjol.is Nánari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir, löggiltur fasteignasali, Akurnesingar, eins og aðrir landsmenn, minnast séra Friðriks Friðrikssonar sem eins mikilvægasta æskulýðsleiðtoga þjóðarinnar, bæði fyrr og síðar. Séra Friðrik leit jafnan á Akranes sem sinn heimabæ, enda dvaldi hann hér löngum stundum við að byggja upp sitt áhrifamikla starf; einnig við að efla hin góðu tengsl sem hann hafði myndað við æskufólkið, og reyndar heimamenn alla. Minnast eldri Akurnesingar hans með þökkum og hlýhug. Einnig kom það sér vel að Vatna- skógur, hans veigamikla hugsjóna- setur, var skammt undan í Svínadal í Hvalfjarðarsveit en þangað leitaði hann reglulega og þar dvaldi hann meira og minna á sumrin meðal skógarmanna KFUM, hugsjóna- samtaka sem hann hafði komið á fót hér á landi eftir veru sína og þroskaferil á erlendri grundu. Séra Friðrik lagði á það ríka áherslu að unga fólkið ástundaði heiðarleika og réttlæti bæði í leik og starfi, og tók siða- boðskapur hans mið af kristilegu hugarfari, sem hann vildi efla meðal ungmenna þessa lands. Upphaf fótboltans á Akranesi Guðmundur Svein- björnsson, einn af stofnendum Kára, fyrsta knattspyrnufélagsins á Akranesi, var um áratugaskeið í forystu íþróttamála á Akranesi. Hann sat í stjórn KSÍ frá stofnun árið 1947 í 20 ár. Guðmundur skrif- ar árið 1947 í 25 ára afmælisblað félagsins: „Það má segja, að sérhvað hafi sína forsögu og að atburðaröðin sé til orðin vegna einhvers, sem á und- an er gengið. Árið 1922 komu tíu ungir piltar saman til þess að stofna knattspyrnufélagið Kára. Er hægt að segja, að forsaga þessarar félagsstofnunar sé til orðin vegna hversdagslegs atviks. Séra Friðrik Friðriksson, einn besti félagi unga fólksins hélt barnasamkomu í kirkjunni hér á Akranesi og talaði um knattspyrnufélagið Val, starf þess og tilgang. Ég sem stofnandi Kára held því hiklaust fram að þessi samkoma séra Friðriks og sá eldmóður og skilningur á barnssál- inni sem fram kom hjá honum eins og alltaf hefur verið hans einkenni, sé forsagan að stofnun Kára.“ Heiðursborgarakjör Hinn 1. mars árið 1947 voru tveir af bestu sonum Akraness, þeir Ólafur Finsen, fyrrverandi héraðs- læknir, og séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtogi, kjörnir heiðurs- borgarar bæjarins. Hafði aðeins einum manni hlotnast sá heiður, en það var árið 1939 að hinn kunni sjó- sóknari Einar Ingjaldsson á Bakka var kjörinn heiðursborgari. Forseti bæjarstjórnar, Ólafur B. Björnsson ritstjóri, hafði orð fyrir bæjarstjórn Akraness, og eftir að hafa ávarpað Ólaf Finsen beindi hann orðum sín- um til séra Friðriks og sagði m.a.: „Í tilefni af 35 ára starfsafmæli KFUM á Akranesi, fyrir bein og óbein áhrif þín og handleiðslu æsk- unnar hér á þessu tímabili, vill bæjarstjórnin sýna þér vott virð- ingar og þakklætis, með því að sæma þig þeim mesta heiðri sem hún á yfir að ráða, og kýs þig hér með sem heiðursborgara bæjarins. Af sama tilefni hefur bæjarstjórnin og ákveðið að skíra barnaleikvöll í miðbænum „Séra Friðriks völl“. Um leið og ég þakka þér fyrir hönd bæjarstjórnarinnar og bæjar- félagsins, þitt mikilvæga starf á þessum liðnu 35 árum, óska ég þér innilega til hamingju með þann heiður og sæmd sem þér hefur hlotnast í þessu kjöri.“ Séra Friðrik markaði djúp og varanleg spor í sálarlíf unga fólks- ins á Akranesi. Þá hafði hann einn- ig mikil áhrif á þróun íþrótta í bænum, og þá sérstaklega fótbolt- ans, eins og áður hefur komið fram. Á þessum árum komu fram drengir séra Friðriks, sem áttu eftir að gera garðinn frægan, og skal fyrst- an telja Ríkharð Jónsson, frægasta knattspyrnumann þjóðarinnar, en hann ólst upp í næsta húsi við Frón, þar sem höfuðstöðvar KFUM voru. Séra Friðrik gerði sér fljótt grein fyrir fjölbreyttum hæfileikum Ríkharðs og taldi lík- legt að hann yrði prestur, en hann orti: Ríkharður á Reynistað reynist drengja bestur. Undra mig eigi þyrfti það þótt’ann yrði prestur. Eftir Ásmund Ólafsson » Séra Friðrik leit jafnan á Akranes sem sinn heimabæ, enda dvaldi hann hér löngum stundum við að byggja upp sitt áhrifamikla starf. Ásmundur Ólafsson Höfundur er fv. framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi og Skógarmaður KFUM. Myndin/Bjarni Árnason Fjölbreytt starf KFUM og K fór fram í Frón, Vesturgötu 35. Hér eru um 70 sunnu- dagaskólabörn með séra Friðriki. Fullorðna fólkið á myndinni frá vinstri: Geir- laugur Árnason söngstjóri, Ingvi Guðmundsson leiðbeinandi, Sverrir Sverrisson kennari, séra Friðrik, Kristrún Ólafsdóttir í Frón og Jóna Bjarnadóttir á Ólafs- völlum. Myndin er tekin árið 1947 Mynd/Árni Böðvarsson. Strákaskari á Vesturgötu á Akranesi. Fremstur á myndinni til vinstri er séra Friðrik. Hér er á ferð árviss at- burður. Séra Friðrik safnaði drengjum í skrúðgöngu á vorin, gengið var um bæinn og drengirnir bættust smám saman í hópinn með skóflurnar sínar. Göngunni lauk við Reynistað, Vesturgötu 37, þar sem KFUM leigði kartöflugarð til að standa straum af kostnaði við rekstur trúfélagsins. Þetta „hópefli“ var þannig hugs- að til þess að efla andann í kristilega félagsskapnum og fá drengina til þess að stinga upp garðana. Mynd/Árni Böðvarsson Heiðursborgarinn séra Friðrik Friðriksson heldur ræðu í Akra- neskirkju 1. mars 1947. 150 ára fæðingarafmæli séra Friðriks Friðrikssonar Það eru nú 48 ár síð- an heimamenn í Þing- eyjarsýslu stöðvuðu virkjunarframkvæmdir í Laxá II með því að sprengja stíflu þar sem sökkva átti blómlegum dal. Þarna stóðu heima- menn saman um að stöðva framkvæmd sem þeim var í óþökk og þvinga átti í gegn með offorsi. En sveitungar tóku til sinna ráða og hrundu framkvæmdum af höndum sér. En þeir stóðu ekki einir því að náttúruverndarsinnar landsins stóðu með þeim. Meðal annars var haldinn gríðarlega fjölmennur og heitur fundur í Háskólabíói til stuðn- ings heimamönnum og virkjun mót- mælt. Skemmst er frá því að segja að heimamenn og náttúruverndarsinnar höfðu betur í það skiptið og fallið var frá framkvæmdum í Laxá. Óþörf virkjun En nú, 48 árum síðar, er annað sveitarfélag á landinu í þeirri stöðu að leggja ofurkapp á að fá til sín raf- orkuver sem kemur til með að eyði- leggja stóran hluta af náttúruperlum svæðisins. Með því fórna þeir gríðarlegu víðerni og eyðileggja ósnortna náttúru með virkjunarfram- kvæmdum til að fram- leiða snefil af raforku sem engin þörf er á. Ekki einu sinni fyrir heimabyggð og kosta mun gríðarlegar fjár- hæðir. Það er staðreynd að í pípunum eru tvær virkjanir sem þokkaleg sátt er um og eykur orkuframleiðslu landsins um hátt í 300 MW, Búrfellsvirkjun og Þeista- reykjavirkjun. Erlendir eignaraðilar Nú þurfa náttúruverndarsinnar allir sem einn að koma heimamönn- um til aðstoðar með upplýsingum og vísindalegum rökum því þarna er ver- ið að fremja algerlega óþarfan hernað gegn landinu fyrir skammtímaágóða. Í þessu tilfelli er ekki metið til verð- mæta fagurt landslag og víðerni sem eyðilögð verða. Þarna er að frum- kvæði erlendra eignaraðila verið að ráðast í óafturkræfar aðgerðir sem valda munu mikilli röskun og gífur- legum kostnaði. Eingöngu til að pressa peninga út úr landeignum sínum en er greinilega nákvæmlega sama um náttúru Íslands. Náttúruperlur Mér finnst að Vestfirðingar og heimamenn ættu að standa saman sem einn maður á móti þessum að- gerðum og vernda sínar náttúru- perlur gegn yfirgangi peninga- valdsins. Stór hópur landsmanna myndi styðja það dyggilega. Það væri fróðlegt að fá skoðanakönnun á landsvísu um hvort þjóðin er með eða á móti þessari virkjun. Ég fagna því að þungavigtarmenn eins og Tómas Guðbjartsson, Snorri Baldursson og Pétur Húni Björnsson og fleiri standi vaktina og bendi á að þetta er allt of mikil fórn fyrir lítinn ávinning. Hvalárvirkjun Eftir Kristján Baldursson »Heimamenn ættu að standa saman sem einn maður á móti þess- um aðgerðum og vernda sínar náttúruperlur gegn yfirgangi peninga- valdsins. Kristján Baldursson Höfundur er tæknifræðingur og náttúruverndarsinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.