Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 32
32 UMRÆÐAN Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018
AKUREYRARKIRKJA | Laugardagur 2. júní.
Fermingarmessa kl. 10.30 og 13.30. Prestar
eru Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolla-
dóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Sjómannamessa sunnudag kl. 11. Sjó-
mannasálmar og Eyþór Ingi spilar sjó-
mannalög af fingrum fram. Prestur er Svavar
Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju
syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Organisti er Kristín J., félagar úr kór Árbæj-
arkirkju leiða söng. Sr. Þór Hauksson flytur
hugleiðingu.
ÁSKIRKJA | Messa sjómannadag kl. 11. Sig-
urður Jónsson sóknarprestur prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Org-
elleikari er Bjartur Logi Guðnason.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl.
13. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar
og þjónar fyrir altari. Orgelleikari er Bjartur
Logi Guðnason. Almennur söngur. Vanda-
menn og vinir heimilisfólks velkomnir og að-
stoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli
hæða.
ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11 sjó-
mannadag. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir
stjórn Keiths Reed. Prestur er Kjartan Jóns-
son. Sjómenn og fermingarbörn næsta vors
eru boðin sérstaklega velkomin ásamt að-
standendum sínum. Hressing og samfélag á
eftir.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prest-
ur er Magnús Björn Björnsson. Organisti er
Douglas A Brotchie og stjórnar hann félögum
úr Kór Breiðholtskirkju. Kaffi eftir messu.
Ensk bænastund kl. 14. Prestur sr. Toshiki
Toma. Kaffisopi eftir stundina.
BÚSTAÐAKIRKJA | Sjómannamessa kl. 11.
Kirkjukór Bústaðakirkju syngur, organisti er
Jónas Þórir og þau flytja tónlist í tilefni sjó-
mannadagsins. Prestur er Pálmi Matthíasson.
Eftir messu er heitt á könnunni og við bjóðum
upp á Sæmund í sparifötunum.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
er Bára Friðriksdóttir, organisti er Sólveig Sig-
ríður Einarsdóttir.
DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30
á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku.
Virka daga kl. 18, og mán., mið. og fös. kl. 8,
lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigil-
messa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Kristján Valur
Ingólfsson vígslubiskup prédikar og sr. Sveinn
Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og einsöngvari
er Elmar Gilbertsson. Lesarar frá Landhelg-
isgæslunni. Organisti er Kári Þormar. Bíla-
stæði við Alþingi.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Fermingar- og
sjómannamessa kl. 11. 17 börn verða fermd.
Sjómenn og sjómannadagsráð í Hafnarfirði
taka þátt í messunni. Kór og hljómsveit kirkj-
unnar leiða sönginn. Kristín Erna Blöndal
syngur einsöng.
GARÐAKIRKJA | Hátíðarmessa og ferming á
sjómannadag kl. 11. Helga Björk Jónsdóttir
djákni flytur hugleiðingu, félagar úr Kór Vídal-
ínskirkju syngja. Organisti er Jóhann Baldvins-
son. Prestur er Friðrik J. Hjartar.
GLERÁRKIRKJA | Messa sjómannadag kl.
11. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór
Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars
Väljaots. Að lokinni athöfn verður stutt hug-
leiðing við minnismerki um týnda og drukkn-
aða sjómenn.
GRAFARVOGSKIRKJA | Helgistund við
Naustið kl. 10. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir
leiðir stundina og félagar úr Björgunarsveitinni
Ársæli taka þátt.
Sjómannadagsmessa kl. 11 í Grafarvogskirkju.
Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og Kór Graf-
arvogskirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifs-
sonar. Gísli Vigfús Sigurðsson, fulltrúi Lands-
bjargar, flytur ávarp.
GRAFARVOGUR - kirkjuselið í Spöng |
Gæludýrablessun kl. 13. Séra Arna Ýrr Sigurð-
ardóttir og Maltese-tíkin Sansa bjóða öll gælu-
dýr ásamt eigendum velkomin til helgistundar í
Kirkjuselinu.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11 á sjó-
mannadaginn. Sr. Ragnar Gunnarsson prédikar
og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Org-
anisti er Kristján Hrannar Pálsson og félagar úr
Kirkjukór Grensáskirkju leiða söng. Kaffi fyrir
og eftir messu.
GRINDAVÍKURKIRKJA | Sjómannamessa kl.
12.30. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn
undir stjórn Erlu Rutar Káradóttur organista.
Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari.
Ræðumaður er Leifur Guðjónsson. Einsöngur:
Berta Dröfn Ómarsdóttir. Kransaberi verður
Tómas Darri Kristmundsson. Eftir messu fer
heiðrun sjómanna fram í kirkjunni.
Að athöfn lokinni verður gengið að minnisvarð-
anum Von og lagður blómsveigur til minningar
um þá sem hafa drukknað. Lúðrasveit verka-
lýðsins mun taka þátt í athöfninni.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs-
þjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi
presta klukkan 14 í hátíðarsal Grundar. Séra
Frank M. Halldórsson þjónar. Grundarkórinn
leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org-
anista.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjón-
usta á sjómannadag kl. 20.
Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Tónlist-
arflutningur í umsjá Ásbjargar Jónsdóttur og
Svanfríðar Gunnarsdóttur. Kirkjuvörður er
Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Helgihald fellur
niður í Hafnarfjarðarkirkju 3. júní, en bent er á
helgihald á vegum sjómannadagsráðs.
HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta og sumarhátíð kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Ósk-
arsdóttir og Inga Harðardóttir æskulýðsfulltrúi
annast guðsþjónustuna ásamt starfsfólki
barnastarfsins. Hópur messuþjóna aðstoðar.
Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur
undir stjórn Ásu Valgerðar Sigurðardóttur. Áróra
Gunnarsdóttir leikur á horn. Organisti er Hörð-
ur Áskelsson. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud.
kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 á sjó-
mannadag. Organisti er Steinar Logi Helgason.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson.
HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Sjó-
mannadagsmessa laugardag kl. 11. Kór sjó-
manna leiðir safnaðarsöng undir stjórn Hug-
rúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista. Jensína
Lýðsdóttir, sjómannsdóttir og -kona, flytur
ræðu. Séra Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir
altari.
Eftir guðsþjónustu verður gengið að minnis-
varðanum um drukknaða sjómenn frá Skaga-
strönd sem stendur við kirkjuna og blóm-
sveigur lagður.
HRAFNISTA Hafnarfirði | Hátíðarguðsþjón-
usta kl. 13 á sjómannadag í Menning-
arsalnum. Ræðumaður dagsins er Lúðvík
Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar.
Hrafnistukórinn leiðir safnaðarsöng. Einsöngur
Ragnheiður Sara Grímsdóttir. Organisti er Bjart-
ur Logi Guðnason. Ritningarlestra les Jón Krist-
inn Óskarsson, fyrrverandi loftskeytamaður. Sr.
Svanhildur Blöndal þjónar fyrir altari.
HVALSNESKIRKJA | Sjómannadagsmessa
kl. 11. Stefán Már Gunnlaugsson héraðs-
prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Söng-
sveitin Víkingar syngur. Steinar Guðmundsson
við orgelið. Blómsveigur lagður að minnisvarð-
anum um drukknaða sjómenn að messu lok-
inni.
HVERAGERÐISKIRKJA | Messa sunnudag
- altarissakramentið - kl. 11.
Jón Ragnarsson sóknarprestur messar.
Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar
leiðir söng undir stjórn Miklósar Dalmay.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma kl. 11.Translation into English. Sam-
koma á spænsku kl. 13. Reuniónes en esp-
añol.
Samkoma á ensku kl. 14. English speaking
service.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Ath. Við erum
búin að færa samkomur yfir á sumartímann!
Almenn samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyr-
irbænum. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi
að samverustund lokinni.
KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta
sunnudag kl. 14. Jón Ragnarsson sóknar-
prestur messar. Kirkjukór Hveragerðis- og
Kotstrandarsóknar leiðir söng undir stjórn
Miklósar Dalmay.
LANGHOLTSKIRKJA | Kaffisopi og með því
sunnudag kl. 11 í safnaðarheimilinu. Góðir
grannar leiða sönginn og syngja, stjórnandi
þeirra er Egill Gunnarsson. Guðbjörg Jóhann-
esdóttir sóknarprestur þjónar auk Magnúsar
Ragnarssonar organista.
Barnastarfinu er lokið í bili en við hefjumst
handa á ný í haust.
LAUGARNESKIRKJA | Fermingarmessa kl.
11. Miðvikudagur 6. júní kl. 8. Kyrrðarbæn.
Kristin íhugunaraðferð alla miðvikudags-
morgna í júní.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Gospelveisla
um helgina. Laugardagur 2. júní: Tónleikar kl.
17. Danski kórinn Pop’n Soul ásamt Kór
Lindakirkju. Aðgangur ókeypis.
Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20.
Gospel og gleði. Kór Lindakirkju syngur. Sr.
Dís Gylfadóttir þjónar.
NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór
Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þór-
hallssonar organista. Prestur er Skúli S.
Ólafsson. Að messu lokinni fer fram Samtal
á kirkjutorgi um ljósmyndir Daniels Reuter og
bók hans og Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur:
Snert á arkitektúr.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar
samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnu-
daga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-
40, 3. hæð. Ræðumaður er sr. Kjartan Jóns-
son. Barnastarf. Túlkað á ensku.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er
Ninna Sif Svavarsdóttir. Kór kirkjunnar syngur
undir stjórn Edit Molnár.
SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir söng. Org-
anisti er Tómas Guðni Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Athöfnin er tileinkuð sjómönnum.
Sóknarprestur þjónar. Organisti safnaðarins
leikur á orgelið. Sjómannasálmar sungnir.
Þóra H. Passauer leiðir almennan safn-
aðarsöng. Kaffiveitingar og samfélag eftir at-
höfnina.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur
annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón
Bjarnason.
ÚTSKÁLAKIRKJA | Sjómannadagsmessa
kl. 14. Stefán Már Gunnlaugsson héraðs-
prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Söng-
sveitin Víkingar syngur. Steinar Guðmunds-
son við orgelið. Blómsveigur lagður að
minnisvarða um drukknaða sjómenn að
messu lokinni.
VÍDALÍNSKIRKJA | Áður auglýst messa
dagsins í Vídalínskirkju verður í Garðakirkju
kl. 11.
ÞORLÁKSKIRKJA | Sjómannadagsmessa
kl. 14. Blómsveigur lagður að minnisvarða
um drukknaða. Kór Þorlákskirkju. Edit Anna
Molnar. Gunnar Björnsson prédikar og þjónar
fyrir altari.
Orð dagsins: Ríki maður-
inn og Lasarus
(Lúk. 16)
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Djúpavogskirkja eldri.
Undanfarnar vikur
hefur umræðan um
fyrirhugaða Hvalár-
virkjun í Ófeigsfirði
stigmagnast. Því mið-
ur markast hún ekki
öll af sannleiksást.
Enn síður eru stórar
fullyrðingar alltaf
byggðar á sérfræði-
þekkingu í raforku-
málum þótt sértæk
þekking á öðrum og óskyldum svið-
um vísinda sé mögulega fyrir hendi.
Því er nauðsynlegt að bregðast við,
benda á rangfærslurnar og reyna að
stuðla að hófstilltri og upplýstri um-
ræðu um nýtingu vatnsfalla á Ís-
landi – þeirra á meðal Hvalá.
Eru erlendar fjárfestingar
óæskilegar á Íslandi?
Flest ríki heims leggja kapp á að
laða til sín erlendar fjárfestingar og
styrkja þannig samkeppnisstöðu
sína. Alþingi Íslendinga hefur sam-
þykkt stefnumörkun í þeim efnum
og Samtök atvinnulífsins telja að er-
lendar fjárfestingar styrki efna-
hagslíf landsins og bæti lífskjör
landsmanna.
Á sama tíma leggja andstæðingar
Hvalárvirkjunar allt í sölurnar til að
tala niður þá erlendu fjárfestingu
sem tengist verkefninu. Gert er tor-
tryggilegt að erlendir fjárfestar
skuli eiga rétt rúman helming í HS
Orku, sem aftur er meirihlutaeig-
andi í VesturVerki, ísfirska fyrir-
tækinu sem áformar að reisa Hval-
árvirkjun. Vert er að nefna að
íslenskir lífeyrissjóðir eiga einnig
aðild að VesturVerki í gegnum
eignarhlut Jarðvarma í HS Orku.
Heimamenn hafa
dregið vagninn frá upphafi
VesturVerk er í meirihlutaeigu
Íslendinga. Annars vegar er það HS
Orka (70%) og hins vegar Gláma
fjárfestingar (30%) sem þrír Ísfirð-
ingar eiga – bræður og frændi
þeirra. Þremenningarnir eru upp-
hafsmenn þess að virkja í Hvalá,
þeir gerðu leigusamninga við alla
landeigendur á svæðinu um nýtingu
vatnsréttinda og þeir hafa dregið
vagninn alla tíð með tilheyrandi
áhættu og kostnaði.
HS Orka kom fyrst inn sem fjár-
festir þegar ljóst var að virkjunin
gæti orðið að veruleika og frekari
kostnaðarsöm þróunarvinna yrði að
eiga sér stað áður en lengra yrði
haldið. Að öllu jöfnu ætti það að vera
fagnaðarefni þegar stórhuga heima-
menn fá til liðs við sig fjárfesta utan
svæðis og jafnvel utan úr heimi. Það
er ekki mikið um slíkt á Vestfjörðum
– því miður.
Virkjunin óvenju lítið inngrip
í náttúruna
Mönnum verður tíðrætt um um-
hverfisáhrif virkjunarinnar enda
verður aldrei hjá því komist að
skerða land vegna slíkra fram-
kvæmda. Það er aftur á móti leitun
að vatnsaflsvirkjun af þessari stærð
sem er jafn lítið inngrip í náttúruna
og Hvalárvirkjun. Ekki verður
hróflað við náttúruperlum s.s. foss-
um, giljum eða árfarvegum þótt
vissulega muni rennsli minnka í
þeim á ákveðnum tímum árs, líkt og
gerist reyndar einnig í náttúrunni
sjálfri. Þrjú uppistöðulón á háheið-
inni ásamt stíflumannvirkjum verða
helstu sjáanlegu ummerki virkj-
unarinnar, sem verður að öðru leyti
öll neðanjarðar.
Með tilkomu virkjunarinnar
kemst á þriggja fasa rafmagn og
ljósleiðari í Árneshreppi. Umsvif í
hreppnum verða umtalsverð á fram-
kvæmdatíma og tekjur aukast.
Vegasamgöngur batna verulega inn-
an svæðisins til hagsbóta fyrir jafnt
íbúa sem gesti þeirra og fleiri mögu-
leikar skapast þannig í ferðaþjón-
ustu. Helstu sérfræðingar landsins á
sviði vatnsaflsvirkjana
telja að varla sé til
virkjunarkostur sem
hafi jafn lítil neikvæð
áhrif og Hvalárvirkjun,
borið saman við öll þau
jákvæðu áhrif sem
virkjunin mun hafa í för
með sér þegar upp er
staðið.
Rammaáætlun
í uppnámi?
Hvalárvirkjun er í
nýtingarflokki í rammaáætlun Ís-
lands um vernd og orkunýtingu
landsvæða. Nefnd sérfræðinga mat
Hvalárvirkjun einu vatnsaflsvirkj-
unina á nýju og óvirkjuðu svæði sem
bæri að nýta til orkuframleiðslu
frekar en verndar. Alþingi sam-
þykkti rammaáætlun 2 árið 2013 en
samráðsferlið tók tíu ár með hléum.
Rammaáætlun er málamiðlun. Þar
er kveðið upp úr um það hvaða orku-
auðlindir skulu nýttar og hverjar
verndaðar. Ef nýtingarflokkur
rammaáætlunar er að engu hafður,
gildir þá hið sama um verndarflokk-
inn?
Brýnt er að hafa í huga að Hvalár-
virkjun fór í gegnum lögformlegt
umhverfismat árið 2016 og engir
lögbundnir umsagnaraðilar, sem
Skipulagsstofnun kallaði til, gerðu
athugasemdir við mat virkjunaraðila
á umhverfisáhrifunum. Frá því að
umhverfismatið fór fram hefur
hönnun virkjunarinnar tekið tölu-
verðum breytingum og allar í þá átt
að draga verulega úr umhverfis-
áhrifum hennar.
Rangar fullyrðingar um
raforkumál á Vestfjörðum
Háværustu gagnrýnendurnir
halda því fram að Hvalárvirkjun
geri ekkert til að tryggja raforku-
öryggi á Vestfjörðum. Þetta er
rangt. Hvalárvirkjun leggur grunn-
inn að því að hægt sé að fara í þær
betrumbætur á raforkuflutnings-
kerfi fjórðungsins sem nauðsyn-
legar eru til að Vestfirðir standi
jafnfætis öðrum landsvæðum í raf-
orkumálum.
Ein og sér gerir Hvalárvirkjun
ekkert gagn en með þeim teng-
ingum sem henni fylgja skapast nýir
möguleikar til uppbyggingar á raf-
orkukerfi fjórðungsins. Tengi- og
flutningsgjöld af Hvalárvirkjun
munu standa undir stórum hluta
þeirra kostnaðarsömu framkvæmda
sem Landsnet þarf að ráðast í til að
nútímavæða Vestfirði. Hið opinbera
fer seint í slíkar fjárfestingar nema
nýjar tekjur komi inn á kerfið.
Horfum á stóru myndina
Ef við horfum á stóru myndina er
virkjun vatnsfalla til orkufram-
leiðslu ein umhverfisvænasta leiðin
sem völ er á til að stemma stigu við
notkun jarðefnaeldsneytis og hlýn-
un jarðar. Virkjun Hvalár er liður í
því. Um þetta ættu umhverfissinnar
allra landa að geta verið á einu máli.
Á grundvelli sjálfbærrar nýtingar
náttúrunnar ættum við því að geta
sameinast um að tala upp innviða-
uppbyggingu á Vestfjörðum, þannig
að íbúar þessa fámennasta lands-
hluta Íslands fái setið við sama borð
og aðrir landsmenn.
Eftir Birnu
Lárusdóttir
Birna Lárusdóttir
»Helstu sérfræðingar
landsins á sviði
vatnsaflsvirkjana telja
að varla sé til virkjunar-
kostur sem hafi jafn lítil
neikvæð áhrif og Hval-
árvirkjun, borið saman
við öll þau jákvæðu
áhrif sem virkjunin
mun hafa í för með sér.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
VesturVerks á Ísafirði.
Dylgjur
á dylgjur ofan