Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.06.2018, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 ✝ Sveinn ArnarDavíðsson fæddist á Patreks- firði 3. mars 1927. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Vesturlands í Stykkishólmi 26. maí 2018. Foreldrar hans voru Davíð Frið- laugsson, f. 20.8. 1885, d. 1934 og Sesselja Guðrún Sveinsdóttir, f. 25.9. 1892, d. 11.5. 1985. Systkini Sveins voru Jóhanna Davíðsdóttir, f. 3.9. 1920, d. 4.1. 2003, maki Pétur Hafliði Ólafs- son, og Kristján Davíðsson, f. 28.7. 1917, d. 27.5. 2013, maki Svanhildur Björnsdóttir. Sveinn kvæntist 27.12. 1952 Guðrúnu Björnsdóttur, f. 8.7. 1934, d. 26.3. 2009. Foreldrar hennar voru Björn Hildimund- arson, f. 1906, d. 1983, og El- ísabet Magnúsdóttir, f. 1912, d. 1984. Sveinn eignaðist soninn Örn Snævar, f. 1948, maki Margrét, f. 9.4. 1950, d. 10.1. 2018. Börn þeirra eru: a) Vignir, f. 1971, maki Helga Birna, f. 1971, b) Steinar, f. 1973, maki Marion, f. Rósa Kristín, f. 1989, c) Silja Katrín, f. 1997. 5) Vignir, f. 1960, var kvænt- ur Heiðrúnu Leifsdóttir. Börn þeirra eru: a) Ragnheiður, f. 1979, maki Gottskálk, f. 1972, b) Lýður, f. 1980, c) Halla, f. 1987. 6) Hera, f. 1963, maki Hauk- ur Lárus Hauksson, f. 1957, d. 2010. Börn þeirra eru: a) Arin- björn, f. 1984, maki Lára Sigríð- ur, f. 1986, b) Edda Þöll, f. 1989, maki Haraldur Þór, f. 1986. Sveinn Arnar ólst upp á Pat- reksfirði. Eftir að faðir hans lést árið 1934 dvaldi hann í sveit á sumrin á Rauðasandi, fór ungur að vinna og vann við vegavinnu og sjómennsku, þar til hann fluttist með móður sinni til Reykjavíkur. Hann fluttist svo til Stykkishólms 1952, þar sem hann starfaði lengst af sem verkstjóri í fiski- mjölsverksmiðjunni og síðan við hönnun, smíði og rekstur skel- véla hjá Sigurði Ágústsyni hf. eftir að hörpuskel fór að veið- ast. Einnig starfaði Sveinn lengi vel með slökkviliði Stykk- ishólms. Sveinn byggði fjöl- skyldu sinni hús í Lágholti 3 og héldu þau Guðrún þar stórt og líflegt heimili. Sveinn hætti störfum 74 ára gamall. Alls lætur Sveinn eftir sig 68 afkomendur. Útför Sveins fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 2. júní 2018, og hefst athöfnin kl. 14. 1972, c) Guðbjörg, f. 1976, maki Bene- dikt Páll, f. 1973, d) Björgvin, f. 1980, maki Eva Lind, f. 1977. Börn Sveins og Guðrúnar eru: 1) Birna Elísa- bet, f. 1951, maki Árni Árnason, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Guðríður, f. 1970, maki Grétar Þórarinn, f. 1973, b) Þórunn, f. 1982, maki Kristinn, f. 1981, c) Elísabet Aa- got, f. 1988, maki Zach Elliot, f. 1990. 2) Sesselja Guðrún, f. 1954, maki Sigurður Kristinsson, f. 1951. Börn þeirra eru: a) Finn- ur, f. 1976, maki Erla, f. 1979, b) Guðrún Arna, f. 1980, maki Hreiðar, f. 1973, c) Hildur, f. 1981, maki Bjarni, f. 1979. 3) Hilmar, f. 1955, maki Pála Annalísa Vilhjálmsdóttir, f. 1956. Sonur þeirra er Kristján Emil, f. 1975. 4) Davíð, f. 1956, maki Anna María Rafnsdóttir, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Unnur Edda, f. 1984, maki Hlynur, f. 1982, b) Sveinn Arnar, f. 1986, maki Minningin sem ég á um föður minn er hve vinnusamur hann var. Hugsaði hlutina upp á nýtt til að einfalda og létta vinnuna. Ég hafði ánægju af að vinna með honum við smíðar, t.d. gróður- húsin, bílskúrinn og Lágholt 19a. Karlarnir í Lágholtinu skömm- uðu hann fyrir gróðurhúsin því konurnar heimtuðu eins. Fyrir utan magasár var hann heilsu- hraustur og varð ekki gamall fyrr en ári fyrir andlátið. Pabbi vildi alltaf vera með dýr og talaði mikið við köttinn Kollí sem við áttum lengi og seinna er hann fékk sér hunda. Hann talaði líka við fuglana í garðinum og flug- urnar sem voru bestu vinir blómanna. Eftir að hann flutti á dvalarheimilið átti hann erfitt með að geta ekki sinnt sjálfsögð- um þörfum. Þegar starfsstúlkan sagði honum að hún hefði rakað menn í 25 ár spurði hann hvort þeir væru allir lifandi. Þær eru eftirminnilegar stundirnar sem við sátum saman og hann rifjaði upp sögur úr æsku sinni fyrir vestan. Pabbi var hvíldinni feginn, sáttur við allt og alla, þegar hann kvaddi. Hans verður sárt saknað. Davíð Sveinsson. Ég er alveg afskaplega þakk- látur fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast honum Svenna afa við upphaf þessarar aldar, bæði gegnum spjall og brall og fengið hjá honum líka ráð við alls kyns og alls konar. Tala nú ekki um sérstöku aðferð- irnar við að gera hlutina stóra sem smáa. Ómetanlegt alveg. Við tjáum tilfinningar okkar á misjafnan máta, og kannski sér- staklega við af veikara kyninu. Ég fann það þó þarna næstsíð- asta daginn hans með okkur að honum þótti mjög vænt um að hafa þá sem gátu sér við hlið síð- ustu metrana í þessu lífi. Hann átti bara smá erfitt með að koma orðum að því, sagði það bara í huganum. Held það hafi komist vel til skila. Við vorum sammála um það fyrir einhverjum árum við Svenni að það væri næsta víst örugglega mun meira gaman að lifa þessu lífi lifandi og við góða heilsu frekar en hitt. Held að heilt yfir sé ekkert alslæmt að verða ekki gamall fyrr en ní- ræður, ég tek að minnsta kosti þann díl ef hann býðst. Votta öllum aðstandendum og þeim sem kynntust Sveini Arnari Davíðssyni samúð. Svenni afi átti stundum loka- orðið úr dyragættinni í Lágholt- inu, látum það vera lokaorðið hér – fyrirgefðu … Grétar Þórarinn Gunnarsson. Laugardaginn 26. maí lést afi minn Sveinn Arnar Davíðsson eða Svenni afi eins og við barna- börnin kölluðum hann. Afi lifði góð 90 ár sem ungur í anda enda heilsuhraustur maður. En eitt ár í veikindum sem áttu alls ekki við hann því hann vildi ekki liggja aðgerðarlaus. Þær minningar sem koma fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til Svenna afa eru stund- irnar við eldhúsborðið. Þar gát- um við rætt saman um ýmislegt en oftast var það þannig að afi fór að segja mér frá uppvaxt- arárunum á Patreksfirði. Afi var mjög hógvær maður og aldrei heyrði ég hann gorta af neinu en ég heyrði það annars staðar frá að hann hefði verið aðalskíðag- arpurinn á Patreksfirði og verið mjög góður á skautum. Enda voru margar sögurnar um skautasvellið á Patreksfirði sem var svo slétt. Eitt sinn þegar ég var unglingur fór ég með afa á skauta og mér fannst nú að hann ætti að fara varlega karlinn því það væri örugglega langt síðan hann hefði síðast farið á skauta. En það var ekki að spyrja að því þegar ég var nýstiginn á svellið og var svona að brasa við að ná jafnvægi þá kom afi þjótandi framhjá mér og tók stökk upp í loftið og einn hring í loftinu en endaði þessa flugferð með því að fljúga beint á rassinn. En hann var fljótur á fætur og með skýr- inguna á þessari byltu alveg á hreinu: „svellið var ekki eins slétt og á Patró í gamla daga“. Afi var mikið náttúrubarn og þegar hann hætti að vinna fór hann daglega út að ganga með hundana sína. Fyrst Tinnu sem var í hans huga klárasti hundur í heimi og seinna kom Gosi sem var ansi kröftugur og maður sá yfirleitt afa vera hlaupandi á eft- ir honum uppi í sveit. Það var líka skemmtilegt að sitja á pall- inum hjá honum þegar hann kallaði á auðnutittlingana til þess að gefa þeim. Hann var búinn að finna út ákveðið blístur sem var merki um að það væri kominn matur og þá komu fuglarnir. Afi var mikill hagleiksmaður og það lék allt í höndunum á hon- um. Hann var listrænn, teiknaði vel, tálgaði út steina og hafði un- un af því að hlusta á klassíska tónlist. Svo var hann uppfinn- ingamaður og mér er mjög minnisstætt þegar hann bjó til berjahreinsivél sem var einhvers konar tromla knúin áfram af borvél og svo með ryksugu á endanum til þess að ryksuga ruslið í burtu. Elsku Svenni afi, mikið var ég lánsamur að alast upp nálægt þér og ömmu. Þú hefur alltaf verið ein af mínum bestu fyr- irmyndum og einstaklega skemmtilegur og góður afi. Minningin um góðan mann lifir. Finnur Sigurðsson. Náttúrbarnið, listræni hag- leikssmiðurinn og uppfinninga- maðurinn en þó fyrst og fremst besti afi í heimi, Sveinn Arnar Davíðsson, verður jarðsunginn í dag. Ég sat hjá afa þegar hann skildi við, ásamt nokkrum barna hans, og við dánarbeð hans fékk ég góðan tíma til að hugsa um samband okkar. Það var að vissu leyti sérstakt því ég ólst upp hjá ömmu og afa til átta ára aldurs og var hjá þeim heilu sumrin til unglingsaldurs og við afi mynd- uðum sterk tengsl, ég sé það á viðbrögðum vina minna núna, eftir andlát afa, að ég hef greini- lega talað mikið um hann í gegn- um tíðina. Við mótumst mikið af því fólki sem er í kringum okkur og ég tel mig mjög lánsama að hafa átt allan þennan tíma með afa og leyfa lífsgildum hans að móta mig. Þegar ég var lítil bannaði hann að ég væri skömmuð, hann sagði að ég væri of skynsöm til þess. Ég hef rökstuddar efa- semdir um að ekki hafi allir hafi verið sammála því en þetta lýsir okkar sambandi mjög vel. Hann var með mér í liði, alltaf, en hann leyfði mér líka að vera ósammála sér og við tókumst oft á um mál- efni. Oftast áttaði ég mig á síðar að hann hafði rétt fyrir sér en hann leyfði þrjóskupúkanum mér að átta mig í rólegheitum. Náttúrubarnið Sveinn talaði við gróðurinn, enda átti hann verðlaunagarð. Hann talaði við flugurnar og fuglana með mikilli hlýju og virtist einhvern veginn vera hluti af náttúrunni og skilja hana og hlutverk allra lífvera í hringrásinni. Samband hans við dýrin náði hámarki þegar hann eignaðist hund, tengsl hans við hundana voru einstök, það var stórkostlegt að fylgjast með hon- um hlaupa um holt og hæðir með hund á eftir sér í allskonar leikj- um langt fram eftir aldri. Mín til- finning er að hjá afa hafi börn og dýr verið í sama gæðaflokki. Það var yndislegt að sjá hann með barnabörnunum og barnabarna- börnunum. Hann ljómaði alltaf þegar þau komu. Ég er viss um að þau hafi öll upplifað sig mjög sérstök í hans augum. Ég naut þess að sjá hann byggja upp ævintýraheim í huga barnanna minna í gönguferðum með hon- um um Stykkishólm og nágrenni rétt eins og hann örvaði mitt ímyndunarafl sem barn. Þau dáðust mikið að langafa sínum og hraustleika hans. Ég leitaði mjög oft ráða hjá afa og þau voru flest góð en stundum var erfitt að fylgja þeim því þau voru alltaf alveg spes og heimatilbúin enda var hann uppfinningamaður í eðli sínu og ekki mikið fyrir að fylgja hefðbundnum aðferðum. Upp- finningamaðurinn og náttúr- barnið var stórkostleg samsetn- ing sem braust fram í matargerð sem oft á tíðum var ansi sérstök en ætlað að hafa ákveðin áhrif á virkni líkamans. Líklega hefur hann haft eitthvað fyrir sér í þessum tilraunum því hann var sérlega hraustur og var eins og unglingur í 90 ár og gamalmenni í eitt ár en líkaði það ekki vel enda sérlega atorkumikill maður. Ég kveð afa með miklum söknuði en fyrst og fremst þakk- læti fyrir að hafa átt hann að svona lengi. Sveinn Arnar Dav- íðsson skilur eftir sig mikla arf- leifð í okkur öllum, sem nutum samvista við hann. Guðríður Sigurðardóttir (Gurrý). Í dag verður elsku Svenni afi jarðsunginn. Mig langar í fáum orðum að kveðja þig og þakka fyrir allar þær fjölmörgu góðu stundir sem við áttum saman. Ég var mjög heppin að alast upp í Hólminum svona nálægt afa og ömmu, ég lærði margt af Svenna afa og fannst hann mikil fyrir- mynd. Svenni afi var heilsuhraustur og hugsaði vel um sig. Við náð- um oft vel saman í samræðum um hollan mat og hreyfingu. Hann fór daglega í langa göngu- túra með hundana sína og lék við þá, fór í feluleik með þeim og hljóp um sveitina. Ég man alltaf hvað afi var flinkur á skautum og fannst það rosalega flott ef hann kom með okkur krökkunum upp í sveit á skauta. Hann kunni nefnilega að gera ýmsar listir á skautunum sem enginn annar lék eftir. Það eru ekki mörg ár síðan afi hætti að reima á sig skautana og lét sér nægja göngutúra. Afi var einnig mikill skíða- maður og man ég eftir skíðaferð sem við fórum með honum upp í Grímsfjall. Ég og Gunna systir fengum hann til að keyra okkur og útveguðum honum gönguskíði því hann væri nú svo gamall og það væri fínt fyrir hann. Eftir stutta stund í fjallinu sáum við svo afa skíða niður brekkuna og búinn að útvega sér alvöruskíði. Ég hef haft mjög gaman af því undanfarin ár að koma í Hólm- inn og kíkja í kaffi og sandköku í Lágholtið og hlusta á sögur frá því í gamla daga þegar þú varst ungur á Patró. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið og kennt mér elsku afi, ég á svo mikið af góð- um minningum um þig sem ég mun geyma og hugsa um af hlýju. Hildur Sigurðardóttir. Sveinn Arnar Davíðsson  Fleiri minningargreinar um Sveinn Arnar Davíðs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginkona, móðir, amma, langamma og tengdamamma, RITA PRIGGE HELGASON, Kirkjuvegi 11, Keflavík, lést þriðjudaginn 29. maí á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja eftir stutt veikindi. Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju miðvikudaginn 13. júní klukkan 13. Valberg Helgason Reynir Valbergsson Una Steinsdóttir Haraldur Valbergsson Þóra Björg Einisdóttir Ívar Valbergsson Anna Birgitta Geirfinnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSTRÁÐUR HJARTAR BJÖRNSSON bókbindari, lést miðvikudaginn 16. maí á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vilhjálmur Ástráðsson Elín Ástráðsdóttir Jónína Ástráðsdóttir Laufey Ástríður Ástráðsdóttir Ágústa Hjartar Ástráðsdóttir Hafdís Björg Ástráðsdóttir og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, ÞÓRA ÞORBERGSDÓTTIR, Hátúni 10, Vík í Mýrdal, lést á Hjallatúni mánudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Víkurkirkju mánudaginn 4. júní klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Þykkvabæjarklausturskirkju eða Dvalarheimilið Hjallatún, Vík í Mýrdal. Þorbergur Þ. Reynisson Gunnhildur Haraldsdóttir Sigurður Karl Hjálmarsson Áslaug Einarsdóttir Vilborg Hjálmarsdóttir Kristján Benediktsson Anna M. Hjálmarsdóttir Einar Hjörleifur Ólafsson Jón Hjálmarsson Sigrún Guðmundsdóttir og fjölskyldur Móðir okkar, tengdamóðir, amma, tengdaamma og langamma, ANNA SIGRÍÐUR LÚÐVÍKSDÓTTIR, áður til heimilis á Grandavegi 47, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 28. maí. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju föstudaginn 15. júní klukkan 15. Lúðvík Ólafsson Hildur Viðarsdóttir Sigríður Ólafsdóttir Páll Sigurðsson Tryggvi Ólafsson Viðar Lúðvíksson Borghildur Erlingsdóttir Anna Lúðvíksdóttir Oscar Mauricio Uscategui Anna Sigríður Pálsdóttir Ólafur Pálsson Tanja Berglind Hallvarðsdóttir og barnabarnabörn Elskuleg dóttir mín, systir okkar og mágkona, GUÐRÚN RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 6. júní klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Sigrún Brynjólfsdóttir Brynjólfur Jónsson Dagný Guðnadóttir Þorlákur Jónsson Anna Guðrún Ívarsdóttir Þorgerður Jónsdóttir Sigurjón Helgi Björnsson Jón Erlingur Jónsson Anna Stefánsdóttir Þuríður Jónsdóttir Atli Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.