Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 02.06.2018, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JÚNÍ 2018 friður og samheldni ríkja, þar er gott að vera. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég mann sem var ekki ein- ungis föðurbróðir minn heldur átti stóran þátt í að móta mig. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Elsku Doddi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Guðrún, megi góður Guð standa með þér og þínum. Þorbjörg Jónsdóttir (Obba). Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson) Þetta kvæði kom upp í huga minn er ég frétti af andláti föður- bróður míns Þormóðs Sturluson- ar. Þrátt fyrir að Þormóður væri föðurbróðir minn vorum við nærri því að vera aldir upp sam- an, en hann var 13 árum eldri en ég. Þormóður fæddist 27. desem- ber 1935 á Fljótshólum í Flóa. Foreldrar hans voru Sturla Jóns- son, bóndi á Fljótshólum, og Sig- ríður Einarsdóttir húsfreyja. Þormóður var yngstur níu syst- kina en átta þeirra komust til full- orðinsára. Þormóður er síðastur þessa systkinahóps sem yfirgefur þessa jarðvist. Þormóður tók við búi með móður sinni eftir andlát föður hans árið 1953 en faðir minn Jón Sturluson hafði þá stofnað nýbýli á helmingi jarðar- innar Fljótshóla. Þeir bræður ráku saman félagsbú til ársins 1980 er faðir minn brá búi og flutti til Reykjavíkur. Eins og ég skrifaði hér fyrr vorum við Þor- móður næstum eins og bræður en ég var elstur minna systkina og fannst þar af leiðandi Þormóður standa næst mér. Af og til þótti föður mínum nóg um hversu hændur ég var að Þormóði. Þor- móður kvæntist eiginkonu sinni Guðrúnu Jóhannesdóttur árið 1965, en það var sama ár og ég flutti frá Fljótshólum. Þormóður var bóndi af guðs náð, undi sér vel við húsdýrahald og ræktun túna og garðávaxta. Þormóður og Guðrún eignuðust fjögur mann- vænleg börn en þau eru Sigríður fædd 1966, Jóhannes fæddur 1967, Pálmi fæddur 1970 og Sturla fæddur 1978. Sturla hefur nú tekið við búi á Fljótshólum og rekur þar stórbú með mjólkur- og grænmetisframleiðslu í stórum stíl. Þormóður var maður rólegur í fasi, góðviljaður. Hann var ekki sá sem sóttist eftir titlum, studdi við bakið á sinni fjölskyldu og undi vel við sitt í sveitinni sinni. Aldrei heyrði ég Þormóð tala illa um nokkurn mann en hann var næmur á sérkenni hvers og eins og gat gert góðlátlegt grín að samferðafólki, mér sem öðrum. Þormóður hafði góða söngrödd, söng tenór í kirkjukór Gaulverja- bæjarkirkju og í kvartett sem fjórir bændur í Gaulverjabæjar- hreppi stofnuðu og kölluðu bændakvartettinn. Síðustu árin hafa verið Þormóði mínum erfið og sorglegt að sjá þennan hrausta og sívinnandi mann verða ör- kumla og hjálparþurfi af sínum sjúkdómi. Hann var heppinn að hafa eiginkonu sína Guðrúnu ásamt syni og tengdadóttur við hlið sér eins lengi og stætt var, en að lokum mátti hann játa sig sigr- aðan og flytjast á hjúkrunarheim- ili þar sem hann andaðist aðfara- nótt 16. maí. Ég vil þakka Þormóði fyrir að fá að verða sam- ferða honum gegnum lífið öll þessi ár þrátt fyrir að Atlantshaf- ið hafi skilið okkur að síðustu 22 árin. Haf þú þökk fyrir allt, kæri frændi, og Guð blessi minningu þína. Sturla Jónsson. ✝ Jóhanna BjörkGuðmundsdótt- ir fæddist á Hösk- uldsstöðum í Breið- dal 12. febrúar 1956. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Dyngju, Egils- stöðum, 15. maí 2018. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Jónsson frá Höskuldsstöðum í Breiðdal, f. 11.12. 1917, d. 1.4. 2001, og Málfríður Hrólfsdóttir frá Hall- bjarnarstöðum í Skriðdal, f. 24.6. 1925, d. 3.1. 2014. Þau giftust 8.9. 1946 og bjuggu að Höskuldsstöðum í Breiðdal frá 1945-1984 en fluttu þá til Egils- staða. Systkini Jóhönnu eru: Jó- hann Hrólfur, f. 17.10. 1945, kvæntur Sveinbjörgu Sveinsbjörnsdóttur, f. 28.11. 1951. Sigríður Guðbjörg, f. 15.1. 1947, gift Ægi Krist- inssyni, f. 8.2. 1943. Katrín Þor- gerður, f. 12.4. 1948, gift Unn- ari Magnússyni, f. 3.8. 1943, d. 25.7. 2016. Svavar Magnús, f. 16.8. 1949, kvæntur Steinvöru Einarsdóttur, f. 21.9. 1952, Jón stöðum í stórum systkinahópi og gekk í grunnskóla í Staðar- borg. Var í Alþýðuskólanum á Eiðum veturna 1971-72 og 72- 73. Vann ýmis verslunar- og verkamannastörf fyrstu árin. Svo byrjaði hún meðfram fisk- vinnslu að reikna út bónus- greiðslur sem síðar varð fullt skrifstofustarf. Árið 1986 hóf hún störf á skrifstofu Breið- dalshrepps og var í því starfi þar til þau hjónin fluttu til Egilsstaða 1996. Þá starfaði hún hjá endurskoðunarfyrir- tækinu KPMG og vann þar alla tíð síðan. Jóhanna starfaði mik- ið að félags- og stjórnmálum. Var í verkalýðsbaráttu, Rauða krossinum og kvenfélaginu á Breiðdalsvík. Hún sat í sveit- arstjórn Breiðdalshrepps og var í stjórn Hraðfrystihúss Breiðdælinga. Var alla tíð mjög virk í starfi Framsóknarflokks- ins bæði á Austurlandi og á landsvísu og sat m.a. í mið- stjórn flokksins. Hún var virk í ungmennafélagsstarfi og tók þátt í mörgum sumarhátíðum hjá ÚÍA ásamt undirbúningi fyrir Landsmót. Tók þátt í TAK (Tengslanet austfirskra kvenna). Hin síðari ár var það Rótarý sem átti hug hennar all- an og Flakkarar (félag húsbíla- eigenda) ásamt kínaskák með góðum vinkonuhóp. Útför Jóhönnu Bjarkar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 2. júní 2018, klukkan 11. Steinar, f. 22.11. 1951, kvæntur Erlu Sigurðardóttur, f. 15.9. 1956. Ari Bergsveinn, f. 24.6. 1953, kvæntur Jónu Margeirs- dóttur, f. 26.10. 1957. Ásta Sólrún, f. 24.4. 1958, Guðný Helga, f. 18.3. 1961, gift Guðmundi Elíssyni, f. 22.10. 1944. Jóhanna giftist 31.12. 1979 Hirti Þór Ágústssyni, f. 13.11. 1952, en þau hófu sambúð 1973 í Sætúni á Breiðdalsvík, árið 1975 fluttu þau í tvíbýli að Sel- nesi 36 sem þau byggðu ásamt tengdaforeldrum og bjuggu þar til 1996 er þau fluttu til Egils- staða. Synir Jóhönnu og Hjartar eru: 1) Atli Vilhelm Hjartarson, f. 18.2. 1974, kvæntur Ingu Rós Unnarsdóttur, f. 7.7. 1977. Syn- ir þeirra eru Unnar Birkir Árnason, Ágúst Ægir Atlason og Hjörtur Hrafn Atlason. 2) Kjartan Ottó Hjartarson, f. 28.8. 1979, kvæntur Önnu Lóu Sveinsdóttur, f. 5.6. 1980. Jóhanna ólst upp á Höskulds- Alltaf hlý var höndin þín. Hjartalagið líka. Kveð ég þig nú, konan mín kærleiksríka. Þinn Hjörtur. Ég veit ekki hvers skal helst minnast því það er af svo mörgu að taka og ómögulegt að gera því öllu skil hér í nokkrum orðum en ætla hér að skrifa niður tilvitnanir úr dagatalinu eftir Helen Exley sem þú fékkst frá okkur og var þér svo kært: Leyf mér að þakka þér fyrir öll skiptin sem ég gleymdi að þakka þér – er ég tók ást þína sem sjálfsagða og þolinmæðina og fyrirgefninguna. Þú ert mamman sem allir vildu eiga. Þakka þér fyrir þúsundir góðra minninga sem ég byggði líf mitt á. Þau mikilvægu sannindi sem þú kenndir mér voru gefin svo hljóðlega að ég varð þess aldrei var. Líf þitt var svo fullt – og samt var ævinlega þar rúm fyr- ir ættingja og vini. Fyrst núna er að renna upp fyrir okkur hverju þú fórnaðir fyrir okkur. Allt sem þú umbarst. Allt sem þú fyrirgafst. Af öllum mæðrum heimsins, hve dásamlegt að þú skyldir vera móðir mín. Það vildi ég að allir í heiminum ættu mömmu eins og þig. Þú varst styrkur minn, fjársjóður minn og vinur minn – kletturinn sem hefur ekki haggast öll þessi ár. Mín kæra, ástkæra móðir. Þakka þér. Líf þitt skipti meira máli en þú gerðir þér grein fyr- ir. Fyrir mig og alla hina sem þekktu þig. Mæður deyja aldr- ei. Þær setja upp heimili í hjarta barna sinna og lifa þar alla tíð. Atli Vilhelm, Inga Rós og ömmugullin Unnar Birkir, Ágúst Ægir og Hjörtur Hrafn. Þá er þessu stríði elsku Jó- hönnu okkar lokið, við höfum lengi vitað að hverju stefndi. Þú tókst veikindum þínum með miklu æðruleysi og reisn, aldrei heyrðist þú kvarta, sagðir: „Þetta er bara svona.“ Ég kynntist Jóhönnu þegar hún og Hjörtur bróðir minn byrjuðu saman fyrir tæpum 50 árum og hefur ekki borið skugga á okkar vinskap. Við vorum ekki bara mágkonur heldur líka mjög góðar vinkon- ur. Oft voruð þið hjá okkur í Reykjavík þegar samgöngur voru erfiðari hér á árum áður og ekki skroppið á milli lands- hluta eins og í dag. Þú varst hjá mér þegar þú eignaðist strák- ana ykkar, og margar ferðir fórum við til ykkar á Breið- dalsvík, þegar þið bjugguð þar á efri hæðinni á Selnesi 36 og pabbi og mamma á þeirri neðri. Það voru ógleymanlegar stundir sem við áttum saman . Nú á seinni árum eftir að börnin urðu fullorðin, höfum við ferðast mikið saman á húsbílunum og farið lengri og styttri ferðir um landið sem þú þekktir svo vel og varst hafsjór af fróðleik um. Þið Hjörtur voruð búin að fara alla færa vegi á landinu, það var ykkar áhugamál að ferðast um fallega landið okkar. Svo fóruð þið gjarnan á harmonikkuböllin, þú hafðir yndi af harmonikku- tónlist. Þú varst fagurkeri á svo mörgum sviðum, ég hef til dæmis ekki séð fallegri handa- vinnu, allt sem þú gerðir var svo vandað og fallegt. Og ég veit að þú varst afburðastarfs- kraftur á þínu sviði og varst vinsæl og eftirsótt í vinnu. Þú starfaðir í stjórnmálum í fjöldamörg ár og naust þar virðingar og trausts. Börnin mín og fjölskyldur þeirra þakka fyrir að hafa fengið að kynnast jafn frábærri konu og þér, alltaf brosandi og í góðu skapi. Og nú þegar ljúfir vindar vorsins hafa borið sál þína til sólskinslands- ins, þökkum við þér fyrir allt, við Kristján og fjölskyldan öll, vottum ykkur, elsku Hjörtur, Atli, Inga og synir, Kjartan og Anna Lóa, okkar dýpstu samúð. Unnur Ágústsdóttir. Minning þín er mikils virði, mun um síðir þrautir lina. Alltaf vildir bæta byrði, bæði skyldmenna og vina. Nú er ferð í hærri heima, heldur burt úr jarðvist þinni. Þig við biðjum guð að geyma gæta þín í eilífðinni. (Björn Þorsteinsson) Okkur langar að minnast með fáeinum orðum elskulegrar vinkonu okkar Jóhönnu Bjarkar Guðmundsdóttur sem lést langt um aldur fram. Okkar leiðir lágu fyrst og fremst saman í Framsóknar- flokknum um langt árabil. Sér- staklega eru Einari Gunnari og Guðmundi allar stundirnar kær- ar sem þau áttu, ásamt fleiri, í skipulagsnefnd flokksins, við vinnu á framboðsreglum og fleira. Heilu helgarnar fóru í það starf og samstarfið og sam- vinnan með eindæmum góð enda var Jóhanna úrræðagóð og ráðagóð. Þá var ekki spurt um tíma eða ferðalög, þau voru ákveðin í að skila góðu verki og þar lá Jó- hanna ekki á liði sínu og Hjört- ur studdi sína konu. Eftirminnilegar eru líka ferð- irnar sem þau fóru á kjördæm- isþingin þann tíma sem þau voru að kynna sín störf í nefnd- inni. Þarna skapaðist afskaplega góð vinátta sem náði líka til maka og áttum við margar góð- ar stundir með þeim Jóhönnu og Hirti hvort sem var hittingur í matarboðum eða útilegum eða á vettvangi flokksins. Fyrir þær stundir erum við afskaplega þakklát og hefðum viljað að þær yrðu fleiri. Jóhanna greindist með illvíg- an sjúkdóm fyrir rúmu ári sem nú hefur lagt hana að velli. Hún og Hjörtur tóku þessum tíðindum af miklu æðruleysi og nýttu tímann vel. Voru t.d. dug- leg síðasta sumar að fara í úti- legur á húsbílnum sínum er þau dvöldu í Reykjavík meðan hún var í meðferðum þar, fjarri sín- um heimahögum og afkom- endum. Góð vinkona er kvödd og söknuður okkar er mikill. Við trúum því að henni hafi verið ætluð önnur störf í Sumarland- inu. Kannski að hóa saman framsóknarmönnum þar til að ræða pólitíkina. Við sendum Hirti, fjölskyldu, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum góð- an guð að styrkja þau í sorg- inni. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan hún opnast sem óskrifað blað, Þar akur ei blettar, þar skyggir ei tré. (Einar Benediktsson) Blessuð sé minning Jóhönnu Bjarkar Guðmundsdóttur. Einar Gunnar, Agnes Ásta, Guðmundur og Ólafía. Mig langar að minnast góðr- ar vinkonu, Jóhönnu B. Guð- mundsdóttur, í nokkrum orðum. Jóhanna bjó hér á Egilsstöðum í mörg ár, en var fædd og upp- alin í Breiðdalnum og bjó þar sín fyrstu hjúskaparár. Hún var mikil fjölskyldukona, tók ung saman við eftirlifandi eigin- mann sinn og áttu þau hjón tvo syni og barnabörn sem Jóhanna var stolt af. Jóhönnu fannst gaman að ferðast bæði innan- lands og utan. Þau hjónin áttu húsbíl sem var mikið notaður frá því snemma á vorin og langt fram á haust, oft var nóg að skreppa inn í Hallormsstaðar- skóg í góðu veðri með góðum vinum. Hún var mikil hannyrða- kona og bar heimili þeirra hjóna þess falleg merki. Jó- hanna var félagsmálakona, tók ríkan þátt í alls konar fé- lagsmálum á Breiðdalsvík og var virk í starfi Framsóknar- flokksins. Hér á Egilsstöðum vorum við Jóhanna oft saman á viðburðum hjá TAK – Tengsla- neti austfirskra kvenna, sér- staklega fyrir um áratug. m.a. fórum við einungis tvær frá Eg- ilsstöðum á viðburð á Breiðdals- vík á þeim árum. Ég keyrði og hún sagði mér sögur af fólki og staðháttum úr sveitinni, enda þekkti hún vel til og átti margt frændfólk. Það var skemmtileg ferð. Alltaf var Jóhanna boðin og búin að aðstoða stjórn TAKs, t.d. gerði hún ársreikning fé- lagsins í nokkur ár og var fund- arritari á aðalfundum. Hún hvatti okkur yngri konurnar til að taka óhræddar við áskor- unum í félagslífi, öðruvísi mynd- um við aldrei læra. Það kæmi t.d. með reynslu að skrifa fund- argerðir eða stjórna fundum. Fyrir nokkrum árum stóð TAK fyrir kennslu í Kínaskák hér á Egilsstöðum, þar komu félagar úr spilaklúbbi á Reyðarfirði til að kenna. Það mættu nokkrar konur, m.a. við Jóhanna. Upp úr því stofnuðum við Egils- staðakonur spilaklúbb, köllum okkur Ásynjur og höfum spilað hálfsmánaðarlega síðan. Strax sama vor var haldið Austur- landsmót í Kínaskák á Reyðar- firði, þangað fórum við, sigr- uðum kennarana okkar og komum heim með farandbikar sem keyptur var fyrir þetta til- efni. Síðan hafa verið haldin nokkur Austurlandsmót, þar sem þátttökuklúbbum fjölgar ört, og einnig Íslandsmót á Akureyri og þangað höfum við farið til að keppa. Jóhanna var mjög áhugasöm í spila- mennskunni, eldklár og snjall spilari. Hún sá yfirleitt um stigaskráninguna á spilakvöld- um okkar, enda var hún skot- fljót að leggja saman stigaskor- in í huganum, talnaglögg og vanur bókari. Eftir áramótin treysti hún sér ekki lengur til að mæta í klúbb, en við Ásynjur hittumst á Gistihúsinu seinni partinn í mars og borðuðum saman hádegismat. Það var góð stund sem við áttum þar með Jóhönnu, hlógum og skemmtum okkur saman. Þegar við kvödd- umst sagði ein í hópnum: „Við sjáum þig nú aftur, Jóhanna,“ og hún svaraði að bragði ákveð- in og glettin, engin uppgjöf í máli hennar: „Ég ætla nú rétt að vona það!“ En það fór nú svo að veikindin ágerðust og heils- unni hrakaði mjög hratt. Nú er- um við Ásynjur einni góðri vin- konu færri. Blessuð sé minning Jóhönnu. Þorbjörg Gunnarsdóttir. Mig setti hljóðan þegar ég heyrði lát Jóhönnu. Ekki kom það þó á óvart þar sem hún hafði átt við illvíg veikindi að stríða. Það var minningin um okkar góða samstarf og kynni sem sótti á hugann. Í mínu starfi í stjórnmálum á Austurlandi í áratugi kynntist ég mörgu góðu fólki sem gerði Framsóknarflokkinn að öflugu afli þar og á landsvísu með óendanlega mikilli vinnu og stuðningi sem var ómetanlegur. Jóhanna var þar fremst meðal jafningja. Hún var einstaklega traust í starfi sínu hvar sem hún lagði hönd að verki og hafði góð áhrif með nærveru sinni. Okkur þingmönnum kjör- dæmisins reyndist hún ómetan- leg hjálparhella og lagði fram krafta sína í flokksstarfi heima fyrir og á landsvísu. Hún fór ekki fram með hávaða og gífur- yrðum en lagði gott til mála hvar sem því varð viðkomið. Jóhanna starfaði í fyrstu á æskuslóðum sínum í Breiðdal og kynntist ég henni fyrst sem starfsmanni sveitarfélagsins á Breiðdalsvík. Síðar flutti hún með fjölskyldu sinni til Egils- staða og vann þar við skrif- stofustörf meðan heilsan leyfði. Hún og maður hennar Hjörtur Ágústsson voru samhent í líf- inu. Þau höfðu yndi af ferðalög- um í byggð og óbyggð og fóru með húsvagninn sinn víða um land yfir sumartímann. Mér er efst í huga söknuður og þakklæti á þessari stundu fyrir ómetanlega viðkynningu og stuðning, ásamt samúð með Hirti og fjölskyldunni allri vegna þeirra mikla missis. Jón Kristjánsson. Á þessum árum vann ég sem bókari hjá KPMG á Egilsstöð- um. Það bar til eitt sinn að til mín kom kona frá Breiðdalsvík og falaðist eftir vinnu. Ég þekkti hana ágætlega og að öllu góðu, vissi að hún hafði unnið gott starf í sinni sveit, einkum á skrifstofu sveitarfélagsins. Ég hikaði því ekki og benti henni á að fá viðtal við þann sem með málið hefði að gera. Og eins og við manninn mælt; hún Jóhanna á Breiðdals- vík var farin að vinna hjá okkur áður en langt um leið. Eins og mig grunaði var hún starfinu mjög vel vaxin og henni fylgdi líka góður andi á vinnu- stað, sem var ekki lítils virði. Það var aldrei leiðinlegt þegar gáfust spjallstundir og hlátur- inn hennar yljar áfram þó að hún sé farin ferðina sem allir fara. Ekki löngu síðar gerðist hún félagi í Rótarýklúbbi Héraðs- búa. Þar var hún líka rétt kona á réttum stað, axlaði óhikað þau ábyrgðarstörf sem buðust og leysti hvert verkefni af sinni al- kunnu vandvirkni og samvisku- semi, veitti líka ríflega af fróð- leiksbrunni sínum þegar svo bar undir. Þakka rótarýfélagar henni frábæra kynningu og samstarf. Jóhanna hafði góða nærveru, af henni mátti jafnan vænta góðs á hvaða vettvangi sem hún birtist. Þeim mun sárara er að hún skuli þurfa að hverfa úr þessu jarðlífi svona alltof snemma, ævistarfið rétt hálfnað. Samfélagsvitund Jóhönnu var ósvikin, áhugamálin fjölbreytt en átthagarnir í Breiðdalnum áttu þó alltaf heiðurssess í hennar huga. Brottflutningur hennar þaðan var henni síst að skapi, en eins og hún sagði sjálf var ekki annað að gera. Atvinn- an brást og þar með lífs- afkoman í því fagra héraði. Þar hafði hún lifað öll sín upp- vaxtarár og sælustu stundir. Það eru fjölmargir sem sakna þessarar hláturmildu mann- kostakonu, hvort sem er af vett- vangi vinnustaðar, stjórnmála, íþróttamála eða annarra félags- mála. Hvarvetna skilur hún eft- ir sig vandfyllt skarð. Ég verð því sjálfsagt ekki einn um að sáldra nokkrum kveðjuorðum á leiðið hennar um leið og ég votta manninum hennar, sonum, systkinum og öðrum nánum ættmennum mína dýpstu samúð. Megi minning þeirra um mæta móður, ömmu, eiginkonu, systur og frænku lifa um mörg ókomin ár. Sigurjón Bjarnason. Jóhanna Björk Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.